Þjóðviljinn - 27.09.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. september 1956 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 plarækt í Borgarfirðl VíöigerSiseplin hafa veriö ræktuö undanfarin 4 ár. í fyrra fengust 60 epli af trénu. Ræktandi borgfirzku eplanna, Benedikt Guðlaugsson, býr í Víði- gerði í Reykholtsdal, og því eru eplin hans hér nefnd Víðigerðis- eplin, en raunar eru þau dönsk að uppruna og bera þar heitið Prinsesse Margarethe. Benedikt íékk lítið eplatré frá skólastjór- anum í garðyrkjuskólianum í Beder á Jótlandi. Tréð var þá 4ra ára, en nú er það 12 ára. Síðustu 4 árin hefur það borið epli. Uxu 60 epli á því í fyrra, en ekki nema 32 í sumar og kem- ur þar fram sólarlausa sumarið í fyrra, því uþpskera af epla- trjám er_komin undir sumrinu næsta á undan, segir Benedikt. Spurningunni um það hvort raunverulega sé hægt að rækta epli hér á landi svarar Benedikt: — Ef við fáum tré sem ræktað er með það fyrir augum að hafa það í húsi þá er hægt að ræka epli hér. Eplatré er hægt að rækta í stórum stömpum inni. Eitt eplatré getur gefið af sér 300 kg. af eplum. Þetta tré er ekki ræktað við þau skilyrði sem það þarf, það líður fyrir aðrar jurtir. IÐJA Framhald af 1. síðu Bergþór Ivarsson, Dósaverksm. Erlendur Jónsson, Nýja Skó- verksmiðjan. Guðlaug Bjarnadóttir, Efna- laugin Lindin. Haraldur Gíslason, Trésmiðjan Víðir. Hreiðar Björnsson, Trésmiðjan Heiðmörk. Ingibergur Kristjánsson Skó- gerðin h.f. Jakob B. Björnsson, Steinstólp- ar h.f. Magnús Sigurðsson, Kaffiverk- smiðja O. J. Kaaber. Málfríður Þ. Þórbergsdóttir. Klæðagerðin tJltíma h.f. Maríus Sölvason, Sjófataverk- smiðjan. Sverrir Jónsson, Kassagerð Reykjavíkur. Tómas Sigurjónsson, Ullarverk- smiðjan Framtíðin. Pearson Framhald af 1. síðu. menn af íslenzkum ættum hefðu einkum látið til sín taka ■ í stjórnmálum, menntamálum, listum og vísindum. Hins vegar sagðist ráðherrann ekki vita til þess, að íslenzkir menn í Kana- da hefðu orðið miklir milljón- arar. Hann bætti brosandi við, að þeir hefðu sinnt öðrum hugðarefnum. Pearson sagði að hann og kona hans væru mjög ánægð með dvölina hér, þau færu héð- an jafnvel enn vinveittari Is- Iendingum en þau hefðu verið við komuna hingað. Að vísu hefði dvölin verið stutt og þau hefðu séð minna af Islandi en þau hefðu kosið, en ógleyman- leg yrði þeim dvölin á Þing- velli, þar sem fyrsta þjóðkjörna samkoma Norðurálfu hefði ver- ið. Pearson og frú hans héldu íslenzkum ráðherrum og öðr- um gestum veizlu í gærkvöld, en héldu í nótt flugleiðis vest- ur um haf. Ráðherrann bjóst við að sitja ráðuneytisfund í Ottawa klukkan 10 í dag. — Hvað ræktarðu fleira? — Aðallega tómata, vínber og pottaplöntur, liljur að. vetrinum. Gráfíkjur rækta ég einnig með góðum árangri. Eg fékk danskt fíkjutré 1946. Það liggur við að það beri eins marga ávexti og blöðin á því eru mörg, það vex fíkja við hverja blaðrót. Benedikt Guðlaugsson í Víði- gerði hefur starfað við garð- yrkju síðan 1930. Hann lærði garðyrkjustörf í Danmörku, en frá 1938 hefur hann búið í Víði- gerði í Reykholtsdal. Bændasendinefndin rómar mjög góða fyrirgreiðslu í Sovétríkjnnum Dvaldi þar og ferðaðisi í þrjár vikur Bændasendinefndin sem undanfariö hefur dvalizt í Sovétríkjunum, kom heim 23. þ.m. Benedikt og eitt af eplum hans. (Ljósm. Sig. GuÖm). Landsfundi Kvenréttindofé- iags íslands lýkur í kvöld Fundinn hafa sótt um 70 konur víðsvegar af landinu Níundi landsfundur Kvenréttindafélags íslands hefur staöiö yfir undanfarna daga hér 1 Reykjavík. Sækja fund- inn um 70 konur víösvegar af landinu. Á dagskrá landsfundarins hafa verið ýmis hagsmuna- og réttindamál kvenna, svo sem atvinnu- og launamál, trygg- ingamál, skattamál, samstarf heimila og skóla, verðgildi heimilisstarfa, félagsmál o. fl. I fyrradag sátu fundarkonur boð bæjarstjórnar Reykjavíkur og í gær fóru þær til Bessa- staða í boði forsetahjónanna. I dag munu þær verða viðstadd- ar, er lagður verður blómsveig- ur frá Kvenréttindafélaginu á leiði frú Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, brautryðjanda í rétt- indamálum íslenzkra kvenna. Ætlunin mun vera að lands- fundi KRFl ljúki í kvöld með hófi 1 Tjarnarkaffi, þar sem fundurinn hefur verið haldinn undarifarna daga. I hófi þessu verður minnzt 100 ára afmælis frú Bríetar. Öllum konum er heimil þátttaka. Bólusetning Framhald af 12. síðu kvæmt fenginni reynslu, að mætnusóttarbólusetning er sízt hættulegri en hver önnur tíðkan- leg bólusetning. Foreldrar, sem velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að taka á sig þá ábyrgð að láta bólusetja börn sín gegn mænusótt, mega hugleiða, að samkvæmt þeirri þekkingu, sem nú telst áreiðanlegust, er sú á- byrgð stórum meiri að láta það ógert. — Upplýsingar þessar eru frá Vilmundi Jónssyni landlækni. | Signr íhldsins | ■ | - sigur hægri | I krata I ■ ■ s j Það er lærdómsríkt fyrir: j félagsmenn innan Alþýðusam- j ■ bands fslands að lesa Al-: þýðublaðið og Morgunblaðið ; þessa dagana. • r i I fyrradag skýrði Alþýðu- ; blaðið frá fulltrúakjöri í Múr- ; ■ arafélaginu undir fyrirsögn- ; inni: Sigur í Múrarafélagi > Reykjavíkur. Tveir listar voru í kjöri í ; þeim kosningum og var Egg- j ert Þorsteinsson fyrv. alþing- j ismaður Alþýðuflokksins á j báðuni listunum, — og vitan- j lega kosinn, „Sigurinn“ sem j Alþýðublaðið á við hlýtur því j að vera sá einn að kosinn var ; íhaldsmaður með Eggerti í ■ stað vinstri manns!! Ekki ó- ; laglegur Alþýðuflokks-„sigur“ ; það! Morgunblaðið staðfesti þetta > í gær með frásögn af sömu j j kosningum, undir fyrirsögn- j j inni: „Lýðræðissinnar sigr- i I uðu“. j J , ■ ; Sigur Ihaldsins er því sig- ; | ■ ; ur hægri kratanna — og sig- | ■ ■ ; ur hægri kratanna einnig sig- ; > ur íhaldsins. > Það er verkamönnum holl : í nefndinni voru: Ásmundur Sigurðsson fyrrv. alþm., Þor- steinn Sigurðsson bóndi Vatns- leysu, formaður Búnaðarfélags íslands, Haraldur Árnason verk- færaráðunautur B. í., Þórarinn Haraldsson, bóndi í Laufási Kelduhverfi, og Kristófer Gríms- son, ráðunautur Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings. Lagði nefndin af stað frá Reykjavík 2. sept. og var fyrst flogið til Kaupmannahafnar, þaðan til Helsinki og síðan farið með járnbrautarlest til Moskvu. Dvöldust nefndarmenn fyrst nokkra daga í Moskvu, bæði til að skoða hina merku landbún- aðarsýningu, sem þar stendur opin frá 1. júní til 1. nóv. ár hvert, og ýmislegt fleira er merkilegt þótti. Síðan var farið til Kharkov í XJkraínu. Voru þar skoðuð bæði samyrkjubú og ríkisbú í ná- grenni borgarinnar, en XÍkraína er sem kunnugt er, frjósamasti hluti Sovétríkjanna, enda fræg fyrir hinn ágæta jarðveg, svörtu moldina, sem talin mun vera frjó samasti jarðvegur Evrópu. Einnig skoðaði nefndin þar vélastöð, sem leigir mörgum samyrkjubú- um landbúnaðarvélar til afnota, en slíkar vélastöðvar eru al- gengar í Sovétríkjunum. Þá skoðaði nefndin stóra verksmiðju er framleiðir landbúnaðarvélar, þ.á.m. stórar beltisdráttarvélar. Sáu nefndarmenn þar samsetn- ingu einnar slíkrar vélar, frá því hún byrjaði og þar til vélinni var ekið út fullgerðri. í verk- smiðju þessari vinna 35 þús. manns. Frá Kharkov var síðan haldið til Sochi, sem er borg í vestan- verðu Kákasus, við austanvert Svartahaf, lítið eitt norðan við landamæri Grúsíu. Er það fræg- ur staður fyrir hlýtt loftslag, fagran og fjölbreyttan gróður, og ekki síður hin mörgu heilsu- og hressingarhæli, sem þar hafa verið reist í skjóli Kákasusfjall- anna og hinna fjölmörgu suð- rænu trjátegunda er þar vaxa. Skoðuðu nefndarmenn þar til- raunastöð í trjá- og garðrækt, ásamt jurtagarði mjög fögrum og fjölbreyttum. Ennfremur var var skoðuð heilsuverndarstöð er byggir á lækningamætti hins heita hveravatns, sem þar fæst með því að bora djúpt í jörð niður. Þá var einnig farið í skemmtiferðir upp i Kákasus- fjöllin, þar sem getur að líta hið stórbrotnasta og fegursta lands- lag og fjöllin vafin skógi og öðr- um gróðri upp í 2400 m hæð, þar sem ekki voru beinlínis lóð- réttir bergveggir. Frá Sochi var síðan aftur haldið flugleiðis til Moskvu, og^ þar dvalizt enn nokkra daga við að skoða betur landbúnaðarsýn- inguna og aðra staði og bygging- ar í borginni. Einnig var farið í heimsókn á samyrkju- og ríkisbú í nágrenni borgarinnar. Samtals var dvalizt í Sovétríkjunum á þriðju viku. Ferðin var farin í boði land- búnaðarráðuneytis Sovétríkj- anna, og róma nefndarmenn mjög, hve móttökur og fyrir- greiðsla öll hafi verið með ágæt- um, og allt til þess gert að ferðalagið gæti orðið þeim til ánægju. Ennfremur að þeir gætu fengið sem gleggstar og greina- beztar upplýsingar um landbún- að Sovétríkjanna, og annað er þá fýsti að fræðast um. Blaðamannakabarettimi > og nauðsynleg vitneskja. Forsala aðgöngumiða að kabaretti B. í„ sem hefst 6. n. m„ er nú í fullum gangi. í kabaretti þessum koma fram fjöllistamenn sem mjög eru eft- irsóttir og var því ekki hægt að fá þá til dvalar hér lengur en 12 daga. í stað hléa milli skemmtiatriða verða tízkusýningar. Verzlunin Guðrún mun sýna þar kápur og dragtir frá Englandi og ameríska kjóla eftjr nýjustu tízku. Tvær sýningar verða daglega, kl. 7 og 11,15 á kvöldin, en sér- sýningar verða fyrir börn kl. 5 á laugardögum og kl. 3 á sunnudögum. Aðgöngumiðar verða seldir fyrirfram á 10 fyrstu sýningarn- ar og má panta þá í síma 6056, — og mátti segja að sá sími þagnaði ekki í gær. Myndin hér að ofan er af „herrum'1 sem munu skemmta á kabarettinum,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.