Þjóðviljinn - 02.10.1956, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. október 1$>56
«r
ioðviuinn
Útgefandl:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
v
Áskorun Einingar
1/erkakvennafélagið Eining
* á Aku'reyri nýlega
sent frá sér athyj^Bfferða og
tímabæra áskorun til allra
verkalýðsfélaga í landinu. I
þessari ályktun félagsins sem
samþykkt var með samhljóða
atkvæðum á fjölsóttum fundi
verkakvenna á Akureyri er
því beint til verkalýðsfélag-
anna að vera vel á verði gegn
opinberum og dulbúnum
agentum íhaldsins og velja þá
hvergi i trúnaðarstöður inn-
anfélags eða utan. Hafa
verkakonur á Akureyri með
þessari samþykkt markað
étefnu sem verkalýðsfélögin
■almennt þurfa að veita fyllstu
athygli og fylgja sem fastast
í starfi sínu og við val trún-
aðarmanna.
i fskipti íhaldsins af mál-
•** efnum verkafólks og alveg
sérstaklega ásókn þess í trún-
aðarstörf á vegum verkalýðs-
hreyfingarinnar er tiltölulega
ungt fyrirbrigði. Fyrr á árum
gekk íhaldið hreint til verks
og fór ekki dult með algjöra
andúð sína á verkalýðshreyf-
ingunni. Þá voru frumkvöðlar
hennar hrakyrtir í málgögn-
um íhaldsins og efsóttir af
máttarstólpum þess í hópi at-
vinnurekenda, Þá dreymdi
ihaldið um að berja verka-
lýðshreyfinguna niður með
harðri hendi og hagaði starfs-
aðferðum sínum í samræmi
við þær fyrirætlanir. íhaldið
skilur vel að þessi leið er
ekki fær eftir að verkalýðs-
hreyfingin er orðin það vald
í þjóðfélaginu sem raun ber
vitni og þess vegna er gripið
til nýtízkulegri aðferða. Ætl-
un þess um nokkurt skeið
hefur verið að lama verka-
lýðshreyfinguna innan frá
með aðstoð manna sem væru
nógu lítilþægir til að þiggja
mola af borði íhaldsins fyrir
unnin þjónustustörf. Er því
ekki að neita að íhaldið náði
á tímabili nokkrum árangri á
þessu sviði.
Thaldið sótti fyrirmyndina
um afskipti af verkalýðs-
málum til nazistanna þýzku,
en þangað sóttu ýmsir af nú-
verandi leiðtogum Sjálfstæðis-
flokksins pólitíska fræðslu og
uppörvun í starfi. Margt bend-
ir nú til að íhaldið verði í
þessu efni eins og fleirum að
sætta sig við undanhald og
ósigra fyrir vaxandi stéttar-
þroska verkafólks og auknum
skilningi á nauðsyn þess að
halda flokki stóratvinnurek-
enda og auðmanna frá áhrif-
um í verkalýðssamtökunum.
En vissulega þarf verkafólk
að vera vel á verði og gæta
þess í hvívetna að fylgja
þeirri stefnu sem hið trausta
og reynda stéttarfélag norð-
lenzkra verkakvenna hefur
markað með samþykkt sinni.
Sigur í Iðju
Thaldið og iðnrekendur fóru
mikla hrakför um helgina
í fulltrúakjörinu í Iðju, félagi
verksmiðjufólks, á Alþýðu-
sambandsþing. Vel undirbúnu
og skipulögðu áhlaupi þessara
aðila á félagið var hrundið á
svo myndarlegan hátt af
meðlimum þess að ekki er ó-
trúlegt að útkoman hafi orð-
ið andstæðingum iðnverka-
fólksins holl og nauðsynleg
ráðning. Með aðstoð iðnrek-
cnda hugðist íhaldið leggja
þetta stéttarfélag undir á-
hr.favald sitt, fulltrúakjörið
átti að vera fyrsti áfanginn
að algjörum yfirráðum „þess
og síðar eyðileggingu félags-
ins. Hefðu áform íhaldsins og
iðnrekenda heppnazt að þessu
sinni þarf ekki að efa að
næsta atlaga að félaginu hefði
verið við stjórnarkjör í vet-
ur. Og eftir að stjórn félags-
ins hefði verið komin í hend-
ur erindreka íhalds og iðn-
re’kenda hefðu samtökin verið
orðin óvirk og máttvana.
Að vísú þarf ekki að efa að
•**■ samtök iðnverkafólks
hefðu risið upp að nýju og
hrundið af sér ófögnuðinum.
En allt hefði það tekið sinn
tíma. Og á meðan atvinnu-
rekendur hefðu ráðið samtök-
unum var ekki aðeins iðn-
verkafólk illa statt í hags-
munalegu tilliti heldur hefði
mn leið brostið mikilsverður
hlekkur í samtakakeðju vinn-
andi fólks. Þessari hættu hef-
ur nú verið afstýrt með dug-
miklu átaki verkafólksins í
iðnaðinum sem skildi til fulln-
ustu hvað í húfi var fyrir
það sjálft og þau samtök sem
það hefur byggt upp á und-
anförnum árum. Það hefur
rekið sendimenn íhalds og at-
vinnurekenda af höndum sér
með svo rösklegum hætti að
til fyrirmyndar er öllum öðr-
um verkalýðsfélögum sem
kunna að fá svipaða heim-
sókn. Ótakmarkað fjármagn
og bílakostur, hvorttveggja
lagt fram af stéttarandstæð-
ingum verkafólksins, nægði
ekki til að færa íhaldinu og
iðnrekendum þann sigur sem
til var ætlazt. Hér hefur einu
sinni enn ásannazt að baráttu-
vilji og eining alþýðunnar
sjálfrar er það afl sem ekkert
vald fær staðizt. Með sam-
einuðu átaki og vakandi
skilningi á hyað í húfi var
gekk verkafólkið í iðnaðinum
til orustunnar við vald at-
vinnurekenda og íhalds og
vann glæsilegan og eftir-
minnilegan sigur. Með því
hefur það bjargað Iðju frá
því falla í hendur andstæð-
inganna og lagt fram drjúg-
an skerf til þeirrar stéttar-
legu einingar og vinstri
stefnu sem þarf að verða ráð-
andi á næsta Alþýðusam-
bandsþingi.
Sveinbjöm Beinteinsson
Skorradalsþáttur
---- —~---— .—-------———
Frá Reykjavík er hóflegur
tveggja táma akstur norður á
Geldingadraga. Af Draganum
er mjög fagurt að sjá yfir
neðanverðan Skorradal, eink-
um á björtu sumarkvöldi.
Mikill skógur er í dalnum allt
frá vatni og uppfyrir miðjar
hlíðar.
Þegar ekið er norður Draga
er Dragafell á hægri hönd,
það er auðvelt uppgöngu og
er þaðan víðsýnt yfir Borgar-
fjörð.
Þegar komið er neðarlega í
hallann norðan í Draganum
er ekið á gljúfurbarmi all-
tæpt og er þar foss í gilinu,
sá heitir Kerlingafoss og er
talið að hann dragi nafn af
tveim steindröngum neðst í
gilinu; þeir kallast Kerlingar.
Síðan er ekið um eyrar all-
miklar og er þar bær aust-
an við veginn, Stóra-Drageyri,
góð fjárjörð. Þaðan er ekið út
með vatninu og er vegurinn
í skógarjaðri. Næsti bær er
Litla-Drageyri hans Haraldar
Á. Sigurðssonar og á Harald-
ur sér bústað niðri við vatn-
ið. Litla-Drageyri er fallegt
býli og er þar skógi vaxið
heimundir tún á alla vegu, en
slíkt er heldur fágætt á Is-
landi. Enn er ekið milli vatns
og skógar allar götur niður
að ósnum þar sem Andakílsá
fellur úr vatninu. Þar eru
virkjunarmannvirki nokkur og
brúuð áin. Allstór flói liggur
þama sunnanvið vatnið og
vesturmeð heiðarrótunum.
Fyrir ofan flóann eru Indriða-
staðir, mikil jörð og góð. Þar
bjó forðum Indriði mágur
Harðar Grímkelssonar. Þor-
björg kona Indriða var skör-
ungur í meira lagi og er saga
hennar minnisstæð, Heiðin er
býsna hrikaleg þarna yfir og
allólík þeirri Skarðsheiði sem
sést frá Reykjavík. Snjór
liggur þarna allt árið og er
heldur kuldalegt á að líta.
Skammt vestan við Indriða-
staði eru Mófellsstaðir, þar
hefur sama ættin búið lengi.
Þar er snilldarsmiðurinn
Þórður blindi og kannast öll
þjóðin við hann. Þórður gerist
nú aldurhniginn og dvína
kraftar hans til smíðanna.
Þórður er samt allhress og
skemmtilegur í viðræðu, enda
prýðilega greindur og minnug-
ur og ákaflega lífsglaður.
Næsti bær er Mófellsstaða-
kot, snoturt býli og þokkalegt.
Litlu vestar, á vesturbakka
Hornsár, er bærinn Horn. Þar
gnæfir yfir fjallstindur mikill
og reisulegur og heitir Heið-
arhorn. Frá Horni er nærri
tveggja tíma gangur á Heið-
arhornið og til nokkurs að
vinna því útsýn er þar mikil
og fögur.
Á Horni býr nú Haukur
skáld Eyjólfsson; er ekki
ofsagt að íslenzk Ijóðlist eigi
þar hauk í homi, Það er stór-
viðrasamt á þessum bæjum
norðanundir heiðinni, þegar
hann er á sunnan.
Vestan við Horn eru melar
allmiklir, en neðan við þá eru
bæimir Efri- og Neðri-Hrepp-
ur og eru þeir í Skorradals-
hreppi en frá landfræðilegu
sjónarmiði ættu þeir að fylgja
Andakíl, en sú sveit breiðir úr
sér vestur af.
Skammt ofan við Hreppana
eru fossar í Andakílsá en neð-
an við þá eru mikil maimvirki
og er þar Andakílsárvirkjun.
Þaðan hafa Borgfirðingar raf-
orku sína og dugar þó varla
til. Fyrir ofan melana hefur
verið gert allstórt lón til
vatnsmiðlunar fyrir rafstöð-
ina; annars er það einkum
Skorradalsvatn sem treyst er
á í þeim efnum. Lón þetta er
norður og niðuraf Horni; en
fyrir norðan ána, aðeins ofar,
standa Hálsar; verða þar
spjöll á túni ef lónið er stækk
að til muna.
Frá Hálsum er drjúgur
spölur austur að Gmnd sem
stendur í stóm túni norðan
við Skorradalsvatn. Þar lét
Brynjólfur biskup fyrst
byggja, því honum þótti fal-
legt á þessum stað og það
hefur fleirum þótt. Frá Grund
er stutt bæjarleið inn að Vatns
enda; þaðan er fagurt að sjá
suður yfir dalinn, og stendur
bærinn í bröttu túni.
Næsti bær er Hvammur í
hlýlegu skjóli skammt frá
vatninu. Þar austur í skóg-
inum stendur íburðarmikill
sumarbústaður, eign Hauks
Thors, en hann á Hvamminn.
Austar og ofar í hlíðinni er
Dagvsrðames og stendur sá
bær fjær vatninu en aðrir
bæir þar í hlíðum dalsins. Frá
Dagverðamesi er fögur útsýn.
Þá er drjúgur spölur að
Stálpastöðum, en þeir eru nú
í eyði og á Skógrækt ríkisins
þessa jörð og hefur verið unn-
ið þar mjög mikið að skógrækt
undanfarin ár og þykja skil-
yrðin sérstaklega góð. Næsti
bær er Háafell, myndarlegt
býli í halllendu túni við vatn-
ið. Þar hefur löngum verið
merkilegur búskapur og er
enn; búnaðarsaga þessa býl-
is síðastliðin hundrað ár, eða
nálægt því, væri efni í góða
bók.
Austan Háafells er hlíðin
brött og vaxin þéttum skógi
unpundir brúnir, heitir þar
Fitjahlíð. Austanvið allan
þennan skóg er bærinn Fitjar
í góðu og fallegu túni u.þ.b.
tuttugu mínútna gang frá
vatninu. Fitjar töldust áður
ein af beztu jörðum í Borg-
arfirði, og þótt þau hlutföll
hafi nú eitthvað breytzt vegna
ræktunar og betri markaðs-
möguleika niðri í héraðinu, þá
em samt Fitjar glæsileg jörð
með stórkostleg skilyrði.
Frá Fitjatúni og út að
Skorradalsvatni liggja grös-
ugar engjar sunnan frá
Fitjaá og uppað fjallsrótum,
flatlendar nokkuð. Þar mætti
heyja árlega um þúsund hesta
af góðu heyi, og reyndar
miklu meira með áburði og
endurbótum. Bændur á sjö
innstu bæjum dalsins hafa
heyjað þarna meira og minna
á liðnum ámm. Ef vatnsborð
Skorradalsvatns lækkaði um
einn til tvo metra, þá
myndu engjar þessar stækka
meir en um þriðjung, því
þarna. em leirur mildar sem
grém fljótlega ef þær kærmi
undan vatni. Þá fengizt þama
2 til 3 þús. hesta heyafli og
mætti fóðra margt sauðfé á
því á beitarjörðum slíkum sem
þarna eru. Einhver jarðhiti er
á Háafelli og Fitjum en ekki
veit ég hve mikill hann er.
Innar í dalnum ög norðan ár
er Sarpur. Þar eru fossar í
Fitjaá. Þama var áður sel frá
Vatnshorni og þar var veginn
Helgi Harðbeinsson að sögn
Laxdælu. Frá Sarpi er ekki
löng bæjarleið að Efstabæ sem
nú er í eyði og standa þar
fjárhús bóndans í Sarpi. Áð-
ur var einatt mikill og góður
búskapur í Efstabæ, því þótt
heyskapur sé þar torsóttur þá
er fjárlandið afburðagott. Nú
er þessi jörð í eyði eins og
margar dalajarðir. Inní dal-
botninum er fagur foss í
Fitjaá, breiður og tignarlegur,
heitir hann Hvítserkur.
Nokkru austar er lítið stöðu-
vatn, sem Eiríksvatn hetir, á
norðurbakka þess var um
skeið býli og hét Vörðufell og
var byggt úr landi Gilstreym-
is í Lundarreykjadal og tald-
ist til þeirrar sveitar en ekkx
Skorradals.
BÆJARBÍÓ:
,,Hœftuárin"
Fyrir 25 áram var kvik-
myndin „Vegurinn til lífsins14
tekin í Rússlandi undir stjóm
Nikolas Ekks. Þar er sýnt,
hvemig afbrotaunglingax-
verða nýtir menn við að fá
starf við sitt hæfi. —- Síðan
hafa víða verið gerðar kvik-
myndir um svipað efni, en
engin þeirra jafnast á við
meistaraverk Ekks.
Pólska kvikmyndin „Hættu-
árin“ telst til þessa flokks,
en er betri en flestar hinna.
Persónulýsingar eru lifandi og
sannfærandi og sum atriði
óvanalega vel gerð, einlcum
í fyrri hluta.
Umhverfið er Varsjá í rúst
rétt eftir stríð. Endurbygging
borgarinnar er hafin, en jafn-
framt byrja hinir ungu af-
brotamenn nýtt líf. Hliðstæð-
an (tekin úr „Veginum til
lífsins") kemur þó ekki nógu
skýrt fram og síðari hlutinn
er fremur veikur á köflum.
— Þrátt fyrir þetta hefur
varla sézt hér frisklegri mynd
í lengri tíma. H. S.