Þjóðviljinn - 02.10.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.10.1956, Qupperneq 7
Þriðjudagur 2. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þetta mun vern „Dagsbrúnarhúsið“ í Moskva smiðjustjórinn er ekki heima og varamaður hans afsakar mjög að við skulum ekki geta hitt hann, en upphefur því næst ýtarlegt erindi um verk- smiðjuna. Verksmiðja þessi er byggð fyrir 5 árum og fram- leiðir gas fyrir Moskva og koks fyrir járnsteypu. En jafnframt er þetta efnaverksmiðja sem vinnur margvísleg efni úr kol- unum. Þið fyrirgefið þótt ég sleppl öllum tölum um fram- leiðsluafköst, enda hygg ég að þið hafið meiri áhuga fyrir 'svari við spurningunni: hvernr ig lifir rússneskt verksmiðju- • Vinnulaun Starfsmenn verksmiðjunnar eru um 1800 talsins. Unnið er látlaust allain sólarhringinn í þrem 8 stunda vöktum. Byrj- unarlaun fullgildra verka- manna eru 950 rúblur á mán- uði. Lágmarkslaun nema eru 600 rúblur. Kaup tæknimennt- aðra verkamanna eru 1200— 1400 rúblur á mánuði. • Skipulag Þetta er ríkisverksmíðja. Jafnhliða því að verksmiðjunni • „Þess vegna eru verkamenn áhugasamir Hverfum aftur að kjörum verkamanna. Laun hafa áður verið nefnd. Sumarfrí er yfir- leitt 4 vikur, en nokkrir sem vinna léttustu og hollustu störf- in hafa þó aðeins 3ja vikna sumarfrí. Læknishjálp og sjúkrahúsvist er ókeypis. Taia veikindadaga er ekki ákveðin, heldur miðast hún við þörf, þ. e. menn dvelja ókeypis í sjúkrahúsi eins lengi og lækn- ir telur þess þörf. Að sjálf- sögðu halda verkamenn kaupi þótt þeir verði veikir og annast stéttarfélagið kaupgreiðslu til þeirra á meðan. Ennfremur hef- ur stéttarfélagið umsjón með sumarfríum. Allmargir starfs- mannanna fá ókeypis dvöl á hressingar- eða hvíldarheimil- um í sumarfríum sínum, en aðrir greiða lítinn hluta kostn- ''aðar við sumardvalirnar. Af starfsmönnUnum (1800) voru 677 sendir á hressingarheimili sér að kostnaðarlausu í fyrra. Verksmiðjan greiðir í sér- stakan sjóð (vissan hundraðs- hluta miðað við útborguð vinnulaun) og hefur stéttarfé- lagið umsjón með greiðslum úr Frá gasstöðinni. Áletrunin (sem vafasamt er að komi út í prentuninni) er: fy.nr friði, lýðrœði og sósíalisma. • Dálítið kindarlegir Við sitjum í svörtum bílum, af þeirri gerð sem íslenzku bíl- stjórarnir hafa keppzt um und- anfarið að ná í. Við erum á hraðri leið út úr Moskva. Okk- ur er sagt að verksmiðjan sem við ætlum að skoða sé í út- jaðri borgarimnar eða rétt fyr- ir utan hana, — ekki nema 20 kna frá henni. Allir erum við sammála um að skoða verk- smiðju, en enginn hefur látið í ljós nokkra sérósk í því sam- bandi. Samt verðum við dálítið kindarlegir á svipinn þegar við komum á staðinn, því þetta er gasverksmiðja, gasstöð Moskva, og raunar ekki sú eina. Eitt af því fáa sem bæjarstjóm okkar Reykvíkinga hefur orðið sam- mála um er það að leggja gas- stöðina niður. Sumir okkar telja sig því vel hafa ráð á því að viðra undrun sína yfir því að Rússar skuli enn starf- rækja svo úreltan hlut sem gasverksmiðju! Enda þótt ég hefði frekar kosið verksmiðju annarrar tegundar gerir þetta mér ekki til, því til Sovét- ríkjanna er ég alls ekki kom- inn til þess að læra verk- smiðjuvinnu. Enginn okkar 7- menninganna mun sérfræðing- ur í neinni verksmiðjuvinnu. • Hvernig lifir rússneskt verksmiðjufólk? Okkur er boðið inn í sal, er virðist fundaherbergi verk- smiðjustjómarinnar. Verk- fólk heldur en því hve marga rúmmetra af gasi ein verk- smiðja framleiðir. Kjör verkafólks munu víðast hvar svipuð innan Sovétrikj- anna, en alstaðar er erfið og óholl vinna greidd með hærra kaupi en létt vinna og lítt heilsuspillandi. — Þeim, sem kynnu að hugsa að gasverk- smiðja þessi hafi verið „sett á svið“ vegma okkar 7-menn- inganna og annarra útlendinga, er í hæsta máta hægt að vor- kenna sem illa fömum sjúkl- ingum. var ákveðinn staður var skipu- lagt íbúðahverfi. íbúar þess eru nú um 12000. Það er stað- sett 4 km frá verðsmiðjunni, þar sem hvorki er hollt né skemmtilegt að búa í næsta ná- grenni gasstöðvar. Strætis- vagnaferðir milli verksmjðjunn- ar og íbúðahverfisins eru á 6 •—8 mínútna fresti. íbúðarhúsin voru reist jafn- hliða verksmiðjunni. Þar býr ekki aðeins það fólk sem vinn- ur í sjálfri verðsmiðjunni held- ur og byggingamenn, kennarar og læknar og aðrar starfsstéttir sem nauðsynlegar eru hverjum bæ, því þar eru sjúkrahús fyr- ir íbúana og verksmiðjan starf- rækir poliklinik fyrir starfs- fólkið. Að sjálfsögðu eru þar einnig barnaskólar, kaffihús og félagsheimili. Er það föst regla í Sovétríkjunum að skipuleggja ekkert íbúðarhverfi án slíkra sjálfsagðra bygginga. f bæ starfsfólksins eru 3 miðskólar og 4 skólar fyrir verkamenn- ina. Skólavist fá þeir ókeypis og eftir nám í þeim skólum geta þeir gengið á hærri skóla, ef þeir kjósa og fá þá náms- styrk frá ríkinu. í GASBNU þeim sjóði. Sjóður þessi er not- aður til greiðslu á sumardvöl verkam'anna, til starfsemi fé- lagsheimilisinSj íþrótta, verð- launaveitinga til verkamanna o. s. frv. til að bæta kjör þeirra á ýmsan hátt. „Þess vegna eru verkamenn- irnir áhugasamir um vinnu og afköst því þeir njóta hagnað- arins sjálfir", sagði varaverk- smiðjustjórinn. • Kauphækkanir eftir starfsaldri Eins og í mörgum öðrum verksmiðjubæjum Sovétríkj- anna var það einkum ungt fólk sem þama hóf störf. En þó er ekki úr vegi að athuga hvernig búið er að hinum gömlu verka- mönnum. Eftir þriggja ára starf fá starfsmenn uppbætur á kaup, sem smáhækkar og eftir 20 ára starf hefur kaup þeirra hækk- að um 20—30%. Vinni þeir í heitum og óhollum stöðum hafa þeir náð 50% kauphækkun eft- ir 20 ára starf. Ellilaun fá menn eftir 55 ára aldur, en haldi þeir samt fær 800 rúblur í laun á mánuði greiðir 58 rúblur í skatt, af 900 rúblna launum eru greiddar 70 rúblur og af 1000 rúblum 82 og þannig stighækkandi. Hafi einhver fleiri en 3 fjöl- skyldumeðlimi óvinnufæra greiðir hann aðeins 70% af þeim skatti sem honum ella bæri að borga. • Hundrað sinnum Hallgrímur Þegar við höfum ekki fleiri spurningar fram að færa er okkur boðið að sjá verksmiðj- una. Við hvert sæti var vasa- bók til þess að við gætum skrifað að vild. Aldrei þessu vant hefur Steinn líka skrifað. Einhver okkar hefur orð á þess- ari Hfsvenjubreytingu hans, og hyggur gott til að bera sig sam- an við hann, — en: ,,Eg skrifaði aðeins hundrað sinnum Hall- grímur Jónasson“ svarar Steinn. • Húsaleigukvittun og bankabók Við ökum yfir í bæ starfs- fólksins. Staðnæmzt er hjá húsi einu og gengið inn. Húsbóndinn Félagslieimili gasstöSvarfólksins. Litlu deplarnir sem sjást framan við súluna vinstra megin vi& miðju mynd- arinnar, eru samferðamenn mínir. áfram að vinna, (sem margir gera),. fá þeir 25% kaup- uppbót til viðbótar því kaupi er þeir höfðu. • Húsaleiga og skattar Húsaleiga hér er hlægileg í augum okkar íslendinga, eða 6 —7% af kaupi (í stað allt að 50% hjá okkur). En eru þeir þá ekki skattpíndir? Skattar eru teknir af launum. Sá sem er ekki heima, konan tekur á móti okkur. Öll íbúðarhús eru byggð af ríkinu (þau eru þriggja hæða) eða verksmiðj- unni (þau eru 1 eða 2 hæðir). Konan leiðir okkur til stofu. íbúð þeirra er 3 herbergi, um 50 fermetrar, en auk þess er eldhús, bað og gangsr. . sem ekki er talið í flatarmáli íbúð- arherbergja. Konan finnur húsaleigukvittanirnar. Þau Framhald á 11. siðu Fyrir utan garðshlið íbúðarhússins sem við skoSuðum. Öll hús í götunni voru umlukt trjám. Þið munuð pekkja parna Agnar Þórðarson (fremst til vinstri) og ísleif Högnason (nœstan Agnari).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.