Þjóðviljinn - 02.10.1956, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. október 1956
Þáttu r um Skon ada I
Framhald af 6. síðu.
ár er Bakkakot og stendur
gagnvart Fitjum, þar hefur
mörgum búnazt vel og helzt
það enn við. Nokkru vestar er
Vatnshorn, fornt býli og
gagnsamt. Þar hefur sama ætt
búið lengi og heldur enn
tryggð við óðal sitt. Mikill
skógur er vestan Vatnshoms
út með vatninu og nær víða
uppundir brúnir; þar er hæst-
ur skógur í Skorradal. Frá
Vatnshorni er löng bæjarleið
út að Haga en sá bær hét áð-
ur Svangi. Bóndinn í Haga
Þórður Runólfsson hefur
virkjað lítinn læk þar uppi í
hálsbrúninni við erfið skil-
yrði. Af þessu dæmi sést að
víða má reisa litlar rafstöðv-
ar ef dugnaður er fyrir hendi
og nokkurt fjármagn.
Næsta löng bæjarleið er frá
Haga og út að Stóru-Drageyri
og er þá lokið hringferð um
dalinn. Nítján bæir . eru nú
byggðir í Skorradalshreppi og
má . heita að það séu allt
byggilegar jarðir og sumar á-
gætar. Ræktunarskilyrði eru
víða góð á neðri bæjunum en
takmörkuð meðfram vatninu,
því þar er undirlendi lítið.
Eg hef örlítið lýst byggðinni
í þessari fögru sveit, þeim til
glöggvunar sem um dalinn
fara eða vilja vita þessa hluti.
Fýsilegt hefði verið að gera
nokkra grein fyrir sögu dals-
ins í stómm dráttum og lýsa
búskap manna þar fyrr og
síðar; þarna væri af nógu efni
að taka en þetta verður að
bíða.
Það er ekki úr vegi að at-
ihuga nokkuð framtíðarmögu-
leika þess fólks er þarna býr
eða ætlar sér að búa framveg-
is.
Við Andkílsárfossa hefur
verið byggð rafstöð og gerð
stífla við ósinn þar sem áin
fellur úr Skorradalsvatni.
Eftir að stífla þessi var reist
hefur hækkað nokkuð í vatn-
inu og er það bagalegt, eink-
um vegna þess að vegir um
dalinn verða ófærir eða ill-
færir þegar hátt er í. Nú er
unnið að vegagerð báðum meg
in vatnsins og eru líkur til að
sá vandi leysist bráðlega. Að-
rennsli í Skorradalsvatn er lít-
ið og vatnasvæðið ekki stórt.
Það hefur líka komið í ljós
að í langvinnum þurrkum
skortir rafstöðina vatn og get-
ur það orðið mjög bagalegt.
Það hefur því komið til
orða að byggja stíflugarð mik-
inn á vatnsósnum og hækka
þannig í vatninu um tvo m.
Nú veit ég ekki hversu mikið
þetta verk mundi kosta og
allar þær skaðabætur sem
greiða yrði vegna þess; og ég
efast um að verkfræðingar
okkar séu tilbúnir að svara
því skýrt og rétt ef dæma
skal eftir vanhyggju þeirra í
framkvæmd þessarar virkjun-
ar.
En það er Ijóst að við
tveggja metra vatnshækkun
verður mikil breyting á
Skorradalnum og vafasamt
ihvort framdalurinn yrði byggi
legur á eftir. Flestir gömlu
vegirnir færu í kaf og það
kostar margar milljónir að
gera nýja vegi um dalinn.
Margir bæir missa mikið af
túni og túnefni og er slíkt ó-
bætanlegt. Allar Fitjaengjar
færu í vatn og þar með er úr
sögunni allur möguleiki til
fjárfjölgunar á fremstu bæj-
unum. Víða tapast mikið beiti-
land meðfram vatninu. Volg-
ar uppsprettur í Háafelli,
Fitjum og Vatnshorni lenda í
vatninu og verða því ekki
nytjaðar. Þannig mætti lengi
telja, og þó sést aldrei allt
það tjón fyrir, sem verður við
slika hækkun. Það er vafa-
laust að margar jarðir í daln-
um fara í auðn ef vatnið hækk
ar og aðrar rýrna til muna.
Menn eru að tala um skaða-
bætur, og vafalust verður rík-
ið að greiða millj. og millj-
ónatugi í bætur, beint og ó-
beint, en hvernig á að bæta
allt það gróðurland sem eyði-
leggst? Það eru glötuð verð-
mæti sem ekki verða endur-
heimt með skaðabótum. Þess
eru dæmi að heilum byggðum
hérlendis hefur verið sökkt
vegna virkjunarframkvæmda
og er mönnum minnisstæðust
Stífla í Fljótum fögur byggð
og gagnsöm. Það getur skeð
að einstakir bændur fái það
miklar bætur fyrir býli sín
að þeir geti komið sér vel fyr-
ir annarsstaðar, en þjóðin hef-
ur beðið tjón sem ekki verð-
ur bætt. Nú geta slíkar fram-
kvæmdir verið það mikil nauð-
syn að ekki megi horfa í skað-
ann sem verður, en hækkun
Skorradalsvatns er ekki þess
eðlis að þar vinnist margfalt
meira en það sem tapast. Það
er mikið rætt um viðnám hinn-
ar dreifðu byggðar á íslandi,
en erfiðlega gengur að fá fólk
til að una við fámennið og enn
síður fæst fólk til að flytja á
afskekkta staði, þegar þeir
eru einu sinni komnir í eyði.
Það verður því að teljast mjög
misráðið að flæma fólk burt
sem vill halda tryggð við sveit
sína og una við þau lífskjör
sem þar eru í boði.
1 Skorradal gætu verið góð
lífsskilyrði fyrir 25-30 fjöl-
skyldur eða 2-3 hundruð
manns og miða ég þá einung-
is við það sem jörðin gefur
af sér. Svo mætti einnig taka
til greina möguleika til iðnað-
ar, eða atvinnu af ýmsum
nýjungum sem enn er lítt
reiknað með. Þá er líklegt að
dalurinn dragi mjög til sín
ferðafólk, einkum þegar góður
vegur er kominn í kringum
vatnið. í Skorradalsvatni er
mikil veiði og gæti vafalaust
aukizt mjög. Fjárland er víða
gott og aðstaða til mikillar
ræktunar, einkum neðan til í
dalnum. Allt þetta ættu for-
ráðamenn þjóðarinnar að
kynna sér áður en horfið er
að því óheillaráði að hækka í
vatninu og eyðileggja mörg
beztu býli dalsins. Það má
ekki minna vera en forsvars-
menn þessa fyrirhugaða verks
geri grein fyrir nytsemi þeirr-
ar hækkunar sem von er á og
geri um leið Ijóst hvað af
henni hlýzt. Það er hollast að
láta þetta koma fram nú þeg-
ar, því þessir menn verða að
þola dóm þjóðarinnar fyrir
það verk sem þeir láta vinna;
ekki verða þeir einungis dæmd-
ir af þeim sem nú eru uppi
og bíða stundarskaða af þessu
verki, heldur dæmir framtíð-
in þá ef í ljós kemur að þeir
hafi af vanhyggju og flani
spillt landinu og eytt verð-
mætum sem þjóðin má ekki
missa og þarf að hagnýta.
Eg skora á alla þá sem eiga
hér hlut að máli að þeir at-
hugi vel ihvað verið er að
gera; hvað vinnst og hvað
missist. Og ég skora á þá sem
eiga að sjá um fjármál þjóð-
arinnar að láta ekki ausa
milljónum í slík fyrirtæki að
lítt rannsökuðu máli, því það
er vitað mál að verkfræðing-
ar okkar eru skeikulir eins og
aðrir menn. Verst er þó
hversu 1-ítil samvinna er á
milli ýmissa verksviða eins og
bezt kom í ljós við Grímsá
eystra þar sem búið var að
reisa myndarlegt nýbýli við
ána, og síðan koma verklærð-
ir menn og sökkva býlinu í
vatn. Þeir sem mestu ráða
um framkvæmdir við Skorra-
dalsvatn ættu að hugsa sig vel
um áður en þeir ákveða þær
aðgerðir sem tortíma heilli
sveit. Því þótt miða verði
ýmsar stórframkvæmdir við
hag fjöldans fremur en fárra
manna gagnsemi, þá mega
þeir vita það að ef þeir fara
að leika hlutverk Gláms, en
um það var tekið svo til orða:
„Þótti mönnum til þess horf-
ast að eyðast myndi allur
Vatnsdalur, ef eigi yrði bætur
á ráðnar“ -— ef þeir ætla að
leika þetta hlutverk, þá verð-
ur að kveða þá niður úr þeim
embættum sem þeir hafa ver-
ið settir í. Það verður að at-
huga þessi mál vel frá öllum
hliðum áður en lengra er hald-
ið, því þó slíkum vandræða-
verkum ráði sennilega ein-
feldni og skammsýni fremur
en illur vilji, þá er það verkið
og afleiðing þess sem dæmt
verður um. Hér er mikið í
ihúfi og fleira en þau verð-
mæti sem verða metin til fjár
eða talin í krónum. Það má
ekki þegja um málið lengur.
Sveinbjörn Benteinsson.
Grillon hosur
á böm og fullorðna
T0LED0
FischersundL
Munið Kaffisöluna
i Hafnarstrætl 18
Enskor knpur
— vetrartízkan —
tekin fram í dag
Athugið
ALDREI MEIRA ÚRVAL
Eff NÚ
MARKÁBURINN
Hafnarstræti 5.
Frestur til að kæra til
Yfirskattanefndar
Reykjavíkur
Út af úrskuröun skattstjórans 1 Reykjavík og
ni'öurjöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt-
og útsvarskærum, kærum út af iðgjöldum
atvinnurekenda, tryggingariögjöldum og iðgjöld-
um til atvinnuleysistryggingasjóös
rennur út þann 15. okt. n.k.
Kærur skulu komnar í bréfakassa
Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu
fyrir kl. 24 þann 15. okt. n.k.
Yfirskattanefnd Reykjjavíkur
Iþróttir
Framhald af 9. síðu.
niður úr þessum loftferðum,
enda var leikur þessi of harð-
ur. Menn lágu hvað eftir annað
tveir og þrír í einu vegna
áhlaupa, og hefði Þorlákur
sannarlega mátt taka harðar á
þessum áhlaupum. Gerðu marg-
ir úr báðum liðum sig seka um
þetta, en verstu áhlaupin átti
þó Björgvin Daníelsson og verð-
ur hann að gæta sín vel ein-
mitt á þessum árum og temja
sér leik sem ekki er háskaleg-
ur.
Hreiðar virðist nú fyrst vera
að komast í þjálfun og var
sterkur í vamarleik sínum.
Sama er um Hörð að segja.
Vom þeir beztu menn vamar-
innar ásamt Helga Jónssyni.
Bezti maður framlínunnar var
XX X
NRNKIN
Gunnar Guðmannsson og lét
leikinn ganga viðstöðulaust sem
var oft mjög jákvætt, enda
hefur hann leikni til þess. Þor-
björn kunni sýnilega ekki við
sig sem útherji.
Einar var bezti maður Vals-
varnarinnar, ásamt Árna og
Páli. Magnús stöðvaði mörg
áhlaup, en spörk hans eru
óhrein. I framlínunni í heild
var meiri baráttuvilji en undan-
farið, en Gunnar og Björgvitt
voru beztu menn línunnar.
Björgvin í markinu varði vel
milli stanganna, en í þessum
leik átti hann afar slæm út-
hlaup sem hefðu getað orðið
örlagarík, en heppnin var með
honum í þetta sinn.
Áhorfendur vom um 2000.
Veður gott. Dómari var Þor-
lákur Þórðarson.
KR fékk 8 stig í mótinu, Val-
ur 6, Fram 4, Víkingur 4 og
Þróttur 0 stig. KR hefur unn-
ið þetta mót 17 sinnum, Valur
13 sinnum, Fram 8 sinnum og
Víkingur einu sinni.