Þjóðviljinn - 02.10.1956, Page 11

Þjóðviljinn - 02.10.1956, Page 11
Þriðjudagur 2. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 I GASINU 3. dagur hafði oftlegið við að þessi stóll yrði einnig fulltrúi Dans. Nú var hann staöráðinn í að deyja í rúminu. Dan horfði á stóru flugvélina, dáðist að útlínum henn- ar í sólskininu, hann stóð gleiðstígur og krosslagði hend- ur á brjósti. Hann flautaði lágt án þess að reyna að fylgja nokkru lagi. Hann var eins og sjómaður í land- legu að horfa á hafið, og hann hugsaði aðeins um vélina fyrir framan sig. í rauninni var þetta miklu meira en flugvél. Þetta voru tímamót, sem hann hafði átt sína hlutdeild í að skapa. Hann tók þátt í því fyrir mörgum árum, þegar líf mannsins var aðeins bambus og vírar. Nú var hann aftur orðinn hluti af þessu — og að vissu leyti var það hlægilegt. Dan Roman hófst enn á loft og kom aftur til jaröar í einu lagi eftir þrjátíu og fimm ára-flug. Hann neri kinnina hugsandi og honum flaug í hug að ekki væru margir menn sem gætu sagt hiö sama. Og hvað var mikið eftir af hinum gamla Dan Roman auk hins svífandi svips — að virðast ekki tilheyra neinni stétt, óljóss, óráðsetts svips sem allir atvinnuflugmenn fá með tímanum? Talsvert var eftir, þótt nokkuð hefði að sjálfsögðu orðið að gjalda fyrir þrjátíu og fimm ára starf. Hann haltraði örlítið eftir slysið, svo að ekki var eingöngu hægt að kalla það hrörnun. Það var hægara að nota gleraugu við lestur, en dýptargreining- in, þjálfuð af mikilli æfingu, var eins glögg og nokkru sinni fyrr. Samkvæmt síðustu læknisskoðun var hjart- að mjög sterkt. Blóðþrýstingurinn var eins og hann átti aö vera. Veðrunin virtist aðallega hafa verið út- vortis. Dan strauk höndinni eftir andlitinu og þreifaði eftir hrukkunum um munn og augu Hamingjan góða, þær voru djúpar eins og skuröir. En þær voru að minnsta kosti í samræmi við hörundið, sem fyrir sitt leyti var í samræmi við lúiö leðrið í gömlu skjala- töskunni sem stóð nú upp við yélina. Þessi skjala- taska hafði flogið meira en tvær milljónir mílna. Hún var dálítið farin að láta á sjá. Hún var sett örum og veðurbarin, en það var enn mikil ending eftir í henni. Það var ekki ástæöa til að fleygja henni enn, ekki fremur en Dan Roman — þau voru ekki enn orönir forngripir. i Spalding, flugfreyjan, þóttist ekki trúa því að hann iværi fimmtíu og þriggja ára, og það var að sjálfsögðu Ikurteisishjal. En Spalding vissi ekki hvað það var að ihitta ást sína aftur — vegna þess að hún hafði ekki ímisst hana enn. Hún gæti ekki heldur skilið hvernig Imaður sneri aftur úr útlegð aðgerðaleysis og fyndi aftur löngun til að lifa. Sterk rödd fyrir aftan Dan Roman rauf hugsanir Ijans. ,,Hæ, lagsi .... ertu ekki Dan Roman?“ Hann sneri sér við og sá þrekinn, þéttvaxinn mann í hvítum sam- festingi. Hann tuggöi dauðan vindilstúf og ljósblá augu hans voru hálflukt eins og hann væri að reyna aö endurvekja löngu gleymda sýn. Úfnar svartar auga- brúnir hans lyftust meðan hann beiö næstum þrjózku- lega eftir svari. Maðurinn otaði fingri að brjóstinu á Dan. ; „Ég heyrði þig blístra og sagði við sjálfan mig, að SVóna gerði aðeins einn maður í heimi. Ég myndi þekkia þetta- ljóta fés þitt hvar sem væri .... énaeg þori að l'.ii moriot Q-f'fív Pramhald af 7. síðu greiða 32 rúblur á mánuði fyrir húsnæðið, hita, vatri, gas og rafmagn. Við spyrjum um af- komuna og nær hún þá í spari- sjóðsbækur þeirra. í hennar bók er inpeignin 1822 rúblur, en í bók mannsins 4091 rúbla. Maður hennar er verkstjóri og hefur því 1500 rúblna kaup á mánuði, enda eiga þau bíl, gamlan, sem þau aétla að selja, og búast við að fá næstum sama verð og fyrir nýjan bíl, sem þau hafa pantað. Þau eru á biðlista, því eftirspumin eftir bílum er mikil. • Horfin fjölskylda Við litumst um í íbúðinni. Það er eikarskrifborð í stof- unni. Tvö útvörp, venjulegt útvarp og sjónvarpstæki (þau eru að verða algeng). Fyrir framan tæki þetta er hálfkúla úr gleri, fyllt vatni, og stækkar hún myndina 4 sinnum frá því sem væri án hennar. (Guð forði mér frá blessuðu sjón- varpinu! Eg fékk nóg af fjand- ans fótboltasparkinu sem ís- leifur opnaði fyrir í herberginu okkar í Moskva). Það er und- antekning að sjá varalitaða konu í Rússlandi — þessi hús- freyja er það ekki heldur —• en í svefnherberginu er þó varalitur og púður, ásamt ilm- vatnsglösum o. f 1., sem ég er lélegur til frásagnar um. í eld- húsinu eru hrúgur af berjum i ílátum, við Hallgrímur fáum ekki betur séð en þetta séu bláber og krækiber svipuð og á íslandi. Yfir eldinum pottur með rauðri berjasaft. Á eldhús- borðinu deig og óbakaðar kök- ur þær sem víða ganga undir nafninu „hálfmánar“ heima á íslandi (rússneska nafninu hef ég gleymt). „Krakkamir tína berin í skóginum“ segir kon- an. í garðinum að húsabaki, tómatar, allskonar grænmeti o. fl. ' Konu þessari fer líkt og ís- lenzkri húsmóður, hún afsakar að hún hafi staðið í bakstri og allt sé á rúi og stúi í eldhús- inu, hún hafi ekki átt von á komu okkar, — og heimtar síðan að við bíðum eftir kaffi. Við afþökkum slíkt, en áður en við förum verður Hallgrími það á að minnast á stríðið, og konan verður skyndilega mið- ur sín. Þegar við erum komnir frá húsinu segir leiðsögumaður- inn að hann hafi ekki athugað að vara okkur við því að minn- ast á stríðið við konuna. Hún hafi búið í héraði sem Þjóð- verjar lögðu undir sig. Ekki að- eins fyrri maður hennar hafi fallið í stríðinu heldur hafi biirn hennar og fjölskyldan öll verið tekin af lífi, sum að henni ásjáandi. Hún hafi ein lifað af styrjöldina. Og liann bætir við að leitun muni að þeirri fjölskyldu innan Sovétríkjanna sem ekki hafi misst einhvern í striðinu. • Félagsíieimilið Félagsheimilin, — sem ég kalla svo hér samkvæmt ís- lenzkri málvenju — kalla Rúss- ar venjulega menningarhallir, enda eru mörg þeirra raun- verulegar hallir. Það er lagt að okkur að ganga á röðina og skoða fleiri íbúðir í götunni — „svo þið sjáið að þetta er ekki sérstaklega valið til sýn- is“, en meirihluti hópsins nenn- ir ekki slíku. Við ákveðum að sjá félagsheimilið. Við komum í sal með 200 sætum. Hér eru flutt erindi, einkum um tækni- leg efni, en við hliðina er tækniherbergi, með líkani af verksmiðjunni. Okkur er tjáð að hingað komi verkamenn daglega og beri fram spurn- ingar varðandí tækni og starf sitt, en verkfræðingum, véla- og tæknifræðingum er skylt að vera til staðar og svara öllum spnrningum. veöjá aö þú manst ekki eftir mér' Dan hélt niðri í sér andanum vegna að hann mundi eftir manninum, en einkum vegna þess að hann sá fyrir sér mús í grænu búri. Búrið hékk neðan úr Útför . Þémiotar Sigriðar Þérðardóttur, fer fram frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 3. október , kl. 1.30. ji Y';«; -I V; . CBlóm afþökkuð, en þeim sem vildu mirinast hinnar látnu, er: hent á Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra. Vandamenn. Fjöldi bíla tepptur Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans.' Siglufjarðarskarð lokaðist s.' 1. fimmtudag. í fyrramorgunl var byrjað að ryðja veginn, en| seint í gærkvöldi barst fregn' um að ýtan væri oltin út af veginum og óvíst hvenær tæk- ^ ist að ná henni upp á veginn. J Beggja megin skarðsins bíð-| ur fjöjdi bíla þess að komast leiðar sinnar. „Notenda$amtök“ stofnuð e London Sendiherrar 15 af þeim 18 rikjum sem áttu fulltrúa á síðari ^ Lundúnaráðstefnunni um Súez | komu saman á fund í London í gær (il að setja á stofn „not- endasamtök Súezskurðarins“, sem kölluð eru SCUA eftir upp- hafsstöfum í hinu enska heiti þeirra Sendiherrar hinna ríkj- þeirra. Pakistan, Abessinía og Japan hafa ekki viljað gerast að- Uar að samtökunum. • Barnaherbergi og danssalur Við komum í herbergi búið allskonar leiktækjum, m. a. vélrænum fótboltavelli (leik- fangi). Hingað koma mörg börn eftir skólatím.a. Þarna er líka fleira en leilsföng, ýmiskonar á- höld og eíni til tómstunda- vinnu, m. a. sjáum við útskurð eftir 9 ára telpu. blómsveiga o, fi. gert af börnurn. Við lítum inn í kórherbergið og er tjáð að hér starfi 300 manna kór. Þaðan förum við í danssalinn. Eftir honum endi- löngum eru marmarasúlur, sennilega til skrauts fremur en til þæginda fyrir dansfólk. Á veggjum er safn mynda úr lífi Leníns. Meðal þeirra ein, sen ég minnist ekki að hafa séð v neinni Leninbók. Frummyndin hefur auðsjáanlega verið illa tekin augnabliksmynd, en sýnir þó Lenin í nýju ijósi, þar sem þessi barnlausi maður leiðir lít- inn, dreng úti í skógarkjarri. Það er rétt, ég hef gleymt að geta þess að áður »n við fórum , í félagsheimilið komum við í barnaheimili, vorum íklæddir skósíðum hvítum sloppum og vísað um herbergi full af leik- föngum og litlum húsgögnum. Þar urðum við allir 7 að gjalti þegar við komum skyndilega inn í herbergi fullt af kon- um með börn að sjúga. Og þó er fátt eðlilegra né elskulegra en lítið barnshöfuð við móður- brjóst. — Og slavnesk börn virðast ekki þurfa að óttast mjólkurþrot í móðurbrjósti. • Leikhús og bækur Við erum leiddir inn í sal er tekur 600 manns í sæti. Þar er myndarlegt leiksvið, sem Agn- ar skoðar með augum sérfræð- ingsins, og virðist geðjast all- vel. Ung stúlka, formaður leik- flokksins, er komin þar að hlið okkar, en vegna þess að túlkur- inn er önnum kafinn annars- staðar takast ekki samræður. Hér eru sýnd leikrit, bæði af heimamönnum og gestum frá ýmsum borgum. Hér eru flutt erindi um margskonar efni, þ. á. m. jarðfræði og lönd — „það hafa einnig verið flutt erindi um ísland“. Þama eru eim- fremur sýndar kvikmyndir. Tvö kvikmyndahús eru starfandi í bænum þar fyrir utan. Kvik- myndasýmngar hér segja þeir venjulega 18 á mánuði. Strætis- vagnaferðir eru reglulegar liéð- an til Moskva og margir fara í leikhús og kvikmyndahús þar. Við lítum inn í bókasafnið og er tjáð að í því séu 16400 bindi. Vinsælastir eru sagðir sovéthöfundar og 19. alaar enskir höfundar, m. a. minnist ég þaðan bóka Byrons og Walter Scottsi ® Að kynnast er að hætta að vera hræddur Hallgrímur þakkar móttök- urnar fyrir okkar hönd. Óskar þess að hvorki Rússar né nein önnur þjóð þurfi að lifa stríð framar. Varaverksmiðjustjórinn svar- ar og segir m. a.: Að kynnast okkur er að hætta að vera hræddur við okkur. Við hér höfum þekkt stríð og þess vegna berjumst við fyrir friði. Við skulum allir berjast fyrir friði. Svo óskar hann íslandi og íslendingum frelsis og ham- ingju. * ★ Morgunblaðsmenn liafa oft hneykslast mjög á því að kjör rússnesks verkalýðs séu iítt í samræmi við hinar miklu hug- sjónir Lenins! Það er að vísu enn töluverður spölur til alis- nægtaþjóðfélags kommúnism ans, þar sem allir hafi tekj- ur eftir þörfum. En þótt einhver ykkar kunni að verða örlítið undrandi á því ef tvö—þúsund —hæna—hugsjónamenn telja kjör þau er hér hefur verið lýst ruddalegt, andlaust og ó- mannúðlegt ofbeldi, sem sé harla óskylt hugsjónum Len:- ins, þá held ég að j'kkur sé ó- hætt að spara ylckur allar meiriháttar áhyggjur, af þyí. að rússneskur verkalýður sé kúg- aðir aumingjar. J. B. Útgefandl: SamelninEarflokkur alþýSu — Sósialistaflokkurlnri. — Rltstjðrar: Maínús Kiartansson . (áb.i, .SfBurðUT OuSmundsson. — Préttaritstióri: • Jón Bjarnason. — BlaSamenn: Asmundur Slsbr- jónsson, Bjarni Benedlktsson, GuSmundur Vlgfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglísingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn. afBreiSsla, auglýsingar, prentsmlSja: SkólavörSustig 19. — Sími 7500 (J linur). — AskriftarverS kr. 25 ó mánuSi í Reykjavík osc nágrenni: ^r. 22 a«nar**tASar. — Lausasöluvcrð kr. 1. — PrentsmiSJt ÞjóSvlljans b.l. -—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.