Þjóðviljinn - 19.10.1956, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1956, Blaðsíða 2
2) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. október 1956 í dag- er föstudagurinn 19. október. Balthasar. — 293. dagtir ársins. — Fullt tungl kl. 16.24. — Árdeg- isháflæði kl. 5.53. Síðdegis- háflæði kl. 18.09. Föstudagur 19. október. Fastir liðir eins og venjulega. KÍ. 13.15 Lesin dag- skrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 20.30 „Um víða veröld“. — Ævar Kvaran leikari flytur þáttinn. 20.55 íslenzk tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns (plötur). 21.15 Aldarminning systkinanna Elinar og Páls Briem. — Frú Hulda Á. Stefánsdóttir forstöðu- kona talar um Elínu og .dr. Þor- kell Jóhannesson háskólarektor um Pál. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi flytur inngangsorð. 22.10 Kvöldsagan: „Sumarauki“ eftir Hans Severínsen; XVI. (Róbert Arnfinnsson leikari). ■22.30 Lét lög (plötur): a) Vínar- iög, sungin og leikin. b) Louis Armstrong og hljómsveit hans leika gömul danslög. 23.00 Dag- skrárlok. Frá Garðyrkjufélagi fslands Uppskeruhátíð félagsins verður haldin í Þórskaffi í minni saln- um) annað kvöld, laugardag 20. október, og hefst. kl._ 9 stundvís- lega. Áskriftarlistar liggja frammi í Blómaverzluninni Flóru og hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Þær konur sem hafa lofað að gefa muni á basar Þvottakvennafélagsins Freyju, sem verður haldinn næstkomandi þriðjudag, eru vin- samiega beðnar að koma þeim til Sigríðar Friðriksdóttur Ásvalla- götu 16 eða Ólafíu Sigþórsdóttur Laugavegi 24, helzt ekki síðar en á morgun, laugardag. Með beztu kveðju. — Basarnefndin. Blindravinafélag íslands Gjafir og áheit: Samskot nokk- urra farþega hjá Loftleiðum h.f. kr. 315.00, Áslaug kr. 100.00, Faðir kr. 100.00, Ónefndur kr 500.00 E. Sv. kr. 200.00 V. E. 200.00. / Sjótnanna- blaðið Vík- ingur hefur borizt, 10. tbl. 18. árgangs. Heftið byrjar á þýddri grein: Stormur i Norðursjó, eft- ir Chas Ekberg. Sagt er frá heimsókn Nansens á Reykjanes fyrir 70 árum. Matthías Þórðar- son skrifar enn um Ásgeir Pét- ursson. Andrés Guðjónsson skrif- ar um ketilhreinsun. Þá er kvæð- ið Vísur sjóarans, eftir Gísla H. Erlendsson. Sagt er frá tilraun- um með flotvörpu. Þá er þáttur- inn Á frívaktinni. Sagt er frá nýmælum í tækni, og birt er sag- an Blóðþrýstingur, þýdd. Loks eru fréttir í stuttu máli — og mikið af skrítium og ýmsu smælki. Bolvíkingafélagið heldur spila- og skemmtifund í Tjarnarkaffi n.k. sunnudag, 21. október, og hefst hann kl. 20.30 Al síðum Þjóðviljans í 20 ár Trá höíninni* Eimskip: Brúarfoss fór frá Antverpen í gær áleiðis til Hull og Reykja- víkur. Dettifoss fór frá Vest- mannaeyjum i gærkvöld til Hafnarfjarðar, Akraness, Reykja- víkur og fer þaðan til Keflavík- ur. Fjallfoss kom til Hamborgar í fyrradag; fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík í fyrradag áleiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Leningrad og Kotka. Gullfoss fór frá Þórshöfn í gær áleiðis til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá ísafirði á þriðjudaginn áleiðis til New York. Reykjafoss fór frá Húsa- vík í gærmorgun til Seyðisfjarð- ar, Norðfjarðar og Eskifjarðar. Tröllafoss átti að fara frá Ham- borg í fyrradag áleiðis til Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Kristiansand í dag áleiðis til Siglufjarðar og Reykjavíkur. Drangajökull fór frá Hamborg 14. þ. m. áleiðis til Reykjavík- Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fer ❖æntanlega í dag frá Riga áleiðis til Austfjarða- hafna, Faxaflóa og Norðurlands- hafna. Arnarfell fór í gær frá Skagaströnd til Flateyrar. Jökul- fell fór frá London í gær áleið- is til Hornafjarðar. Dísarfell fer væntanlega frá Patr.as í dag á- leiðis til Genoa. Litlafell er í olíuflutningum í Faxáflóa. Helga- fell fór í gær frá Ðalvík til Aust- fjarðahafna. Hamrafell fór 10. þ.m. frá Caripito áleiðis til Gautaborgar. Morgunblaðið birt ir í gær svolát- andi frétt: „Wash- ington 17. okt. — V araforsetaefni demókrata, Kef- auver viðhafði þau ummæli í dag, að nú þegar væru til það miklar brigðir af vetnissprengjum, að nægði til að eyða öllu lífi á jörðunni. Blaða- fulltrúi Eisenhowers lét þess get- ið i dag, að tillögur Stevensons um að tilraunum með vetnis- sprengjur yrði hætt, værubyggð- ar á röngum forsendum. ■— Reut- er“. Með þessum röngu forsend- um á blaðafulltrúinn sennilega við að ekki séu fyrir hendi vetn- issprengjubirgðir til ' að eyða nema svo sem 90 prósentum af jai-ðlífinu, en ekki 100 prósent- um eins og Stevenson og Kefauv- er vilja vera láta. Frændi gamli var boðinn í brúðkaupið, og eitt sinn vék hann sér að brúðgumanum og sagði: Nú stendur þú við end- ann á öllum erfíðleikum þín- um. Svo leið rösklega ár, og þá kom brúðguminn að máli við gamla frænda og sagði: Þú sagðir að ég stæði við end- ann á erfiðleikum mínum. Já, ég sagði það, en ég sagði ekkert um hvor endinn það væri, svaraði gamli frændi. Það er eins og að ganga um Island Þjóðviljinn hefur ævinlega átt því láni að fagna að margir ritsnjöllustu menn í landinu hafa kosið hann málgagn sitt og birt í honum fjölda greina um flest milli himins og jarð- ar: Halldór Kiijan Laxness, Þórbergur Þórðarson, Jóhann- es úr Kötlum, Gunnar Bene- diktsson, Sverrir Kristjánsson, Kristinn E. Andrésson — svo aðeins fáir einir séu nefndir. Hefur jafnan verið mikil gleði á ritstjórninni er borizt hafa greinar frá þessum mönnum; og gæti Þjóðviljinn gert stór- glæsilega bók af úrvali úr greinum er hann hefur birt eftir þá og ýmsa fleiri. Hér skal nú aðeins, og til árétting- ar þessum orðum, birtur kafli úr grein er Halldór Kiljan Laxness skrifaði í Þjóðvilj- ann 6. desember 1939 um Andvökur Sfephans G. Steph- anssonar, í tilefni þess að Mál og menning hafði þá nýlega gefið út úrval úr þeim: ..... Stephan G. Stephans- son er ekki formsins maður, og þeir, sem hænast að hlut- unum sakir ytra útlits þeirra, munu ekki fá metið hann að verðleikum við snögga sýn eða skjóta viðkynningu, en hinir, sem meta hlutina aðeins eftir útliti, munu hafa aðeins takmarkaða ánægju af Steph- ani. Eg hygg ekki fjarri lagi að líkja ytra borðinu á skáld- skap hans við íslenzka nátt- úru í litauðgi sinni og marg- breytileik, með indælum gróðri í dölum og unaðslegum blómjurtum mitt í hraunum og fjalllendi. Þessi fegurð er af allt cðru tagi en fegurðin á mannvirkjum stórstaðanna, Stephan G. Stepbansson sem oft er formuð af helzti tauganæmri hönd og fjarri öllum upprunaleik. 1 skáld- skap Stephans er eins og nátt- úran sjálf sé að verki, eðli hans er mjög upprunalegt, hann á allt sitt undir sól og regni, en þó er sérhver hugs- un hans böðuð í ljósi upplýs- ingarinnar. Þegar maður les ljóð Stephans er það ólíkt því að koma í ræktáðan skraut- garð, þar sem sérhvert blóm virðist vera gróðursett þannig að það teygi sig á móti veg- farandanum; skáldskapur Stephans er ekki líkur lista- safni, þar sem myndirnar hanga þannig við Ijósinu að allt njóti sín sem bezt í aug- um þess áhorfanda, sem hef- ir skroppið hingað inn gegn fárra aura gjaldi mitt í önn- um dagsins. Vilji maður kynn- ast Stephani G. og fá metið ljóð hans verður maður að leggja stund á þau, lesa þau upp aftur og aftur, velta fyrir sér orðunum, setn- ingunum, byggingu kvæðisins og inntaki, m. ö. o., leggja dá- lítið á sig. Það er eins og að ganga um ísland, byggðir og óbyggðir, skoða holt þess, hraun og grundir, ganga upp með ám og lækjum, klífa fjöll og jökla. Að lesa ljóð Steph- ans, það er í rauninni dálítið svipað og vera í Farfugla- hreyfingunni. Maður er ekki borinn, maður verður að ganga sjálfur, taka sjálfur hvorn fótinn fram yfir annan. Það er stundum bratt, stund- um er maður í einstigi; en áreynslan borgar sig, maður er aldrei svikinn. Það er ekki DAGSKRÁ Alþingis föstudaginn 19. okt 1956, kl. 1.30. Sameinað Alþingi 1. Kosning fastanefnda sam- kvæmt 16. gr. þingskapa: ; a. fjárveitinganefnd, b. utanríkismálanefnd, c. allsherjarnefnd. 2.. Kosning þingfararkaupsnefnd- Efri deild Kosning i fastanefndir sam- kvæmt 16. gr. þingskapa: 1. fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 7. menntamálanefnd, 8. allsherjarnefnd. Neðri deild Kosning í fastanefndir. sam- kvæmt 16. gr. þingskapa. 1. fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 7. menntamálanefnd, 8. allsherjarnefnd. Vidlcvæðið er: þai er ódýrcrst i FLUGFÉLAG ÍSLANDS Millilandaflug: Millilandaflugvélin Gullfaxi fer frá Glasgow kl. 9.30 í dag. Væntanlegur aftur til Reykja- víkur kl. 20.15 i kvqld. Flugvél- in fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 9.30 i fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma- vikur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vest- mannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu- óss, Egilsstaða, ísafj-arðar, Sauð- árkróks, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. 3BE 11— ~ L ~JSt IteE Geturðu flutt þrjár eldspýtur þannig til að fcrliyrningar verði aðeins þrír, en ckki fjór- ir? Lausn. þrautarinnar í gaer. XX X NRNKIN 'k.'k'k. KHRKI Halldór Kiljan Laxness til það kvæði eftir Stephan, sem ekki borgar sig. að hafa lesið niður í kjölinn. Hann er sú tegund skálda, að maður verður sjálfur sterkari á því að lesa hann, glaðari, bjart- sýnni, trúaðri á lífið, heiðar- legri, hraustari, — hann veit- ir sama þrosha cg fjaJlgöng- ur, því nátt.úra íslands ásamt himni sínurn lifir í honum hrein og öð’uð. Ekki þarf maður aö óttast að Stephan G. fari með stað- lausa stafi eða rugl, og hann leynir aldrei innra tómleik undir hvellum málmhljómi eða einum saman ,,stíl“, aldrei narrar hann lesanda sinn; honum eru þau verðmæti hug- stæðust, sem heilbrigðum náttúrlegum manni eru hjart- fólgnust. Og hann hlýtur að vinna á eftir því sem hann er oftar lesinn og betur, og þeg- ar maður er löngu þreyttur á allri þeirri ljóðagerð, sem er aðeins innantóm formlist, þá hverfur máður aftur til Steph- ans-ljóða, og þykir þau nú fegurri en nokkru sinni, . ... EISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið sunnudaga og miðviku- daga kl. 13.30 til 15.30. Munið Kaffisöluna I Hafnarstrætl 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.