Þjóðviljinn - 06.11.1956, Qupperneq 3
Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Gunnar Kristinn Guðmunds-
son heitir hann, þessi ungi
maður, sem örlögin hafa leikið
svona grátt.
Hann varð fyrir því slysi,
sem barn, að handleika stríðs
tæki hér á landi, — litla
sprengju — og missti við það
hægri hönd og það sem flestu
er dýrmætara, sjónina líka.
Erfiðleikum sínum hefur þó
þessi ungi maður mætt með ó-
trúlegri karlmennsku og kjarki.
Hann er gættur ríkum tónlist-
argáfum og hefur samið nokk-
ur lög, er mönnum hafa fallið
vel í geð.
Honum hefur verið gefin á-
gæt harmonika, sem hann
leikur á af ótrúlegri getu, þó
einhentur sé.
Hann langar til að geta unn-
ið fyrir sér, að einhverju leyti,
með leik sínum á harmonikuna
og vill lofa fólki að heyra,
hvað hann getur á þessu sviði.
I kvöld gefst fólki því kostur
á að sjá og heyra þenna táp-
mikla pilt, á skemmtun S.K.T.
I Austurbæjarbíói kl. 11.15.
Iþróttir
Framhald af 9. síðu.
geti komizt í nokkurn vanda að
úrskurða þetta met.
Erlend blöð, sem ræða met
þetta, gera ráð fyrir að það
verði ekki staðfest og þar með
er sennilega „sápustíllinn“ úr
sögunni sem hæf keppnisgrein,
en eftir verður minningin um
hernaðarleyndarmál spánskra
spjótkastara sem ekki tókst. að
halda leyndu.
PÍANÓ
óskast til leigu um
óákveðinn tíma.
Upplýsingar í síma
81639.
Þingsályktunartillaga Alíreðs Gíslasonar:
Hjííkrunarkvennalö gin endurskoðuð
þeim tilgangi að bæta úr tilfinnanlegum skorti
á starfandi hjúkrunarkonum
Alfreð Gíslason flytur í sam-
einuðu Alþingi svofellda þings-
ályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að láta fara fram
endurskoðun laga nr. 27 19.
júní 1933 (hjúkrunarkvenna-
laga) og laga nr. 76 20. des.
1944, um Hjúkrunarkvenna-
skóla íslands, með sérstöku til-
liti til þess, hvort og þá hvern-
ig breytinga á þessum lögum
sé þörf til þess að fá bætt úr
tilfinnanlegum skorti á starf-
andi hjúkrunarkonum í land-
inu. Niðurstöður umræddrar
endurskoðunar og tillögur til
úrbóta verði lagðar fyrir næsta
reglulegt Alþingi“.
í greinargerð segir svo:
„Hér á landi hefur lengi gætt
erfiðleika á að fá fullnuma
hjúkrunarkonur til starfa, og
fara þeir erfiðleikar stöðugt
vaxandi. Eiga sjúkrahús og
hæli svo að segja í þrotlausU
stríði í þessu efni. Hjúkrunar-
kvennaskorturinn kemur eink-
um hart niður á stofnunum
utan Reykjavíkur, og hafa sum-
ar þeirra orðið nærri óstarf-
hæfar af þeim sökum, en einn-
ig í Reykjavík gerir þessi vönt-
un mjög vart við sig. Reynt hef-
ur verið að hæta úr þessu með
því að fá hingað erlendar
hjúkrunarkonur, en því fylgir
sá galli, að þær skilja ekki ís-
lenzku, og veldur það sjúkling-
um óþægindum. Einnig hefur
orðið að fara út á þá braut að
nota í vaxandi mæli ófaglært
starfslið til hjúkrunar og þótt
gott, þegar fengizt hafa konur
með ljósmæðramenntun.
Þessi skortur á fullgildum
hjúkrunarkonum mun þó enn
aukast og verða tilfinnanlegri á
næstu árum. Ný sjúkrahús eru
í smíðum og bygging annarra
áformuð, auk þess sem heilsu-
verndarstarfsemi færir stöðugt
út kvíarnar. Fjölgun í hjúkr-
4 nýjar barna- og unglinga-
bœkur frá Æskunni
Barnablaðið Æskan hefur nýlega sent á markaðinn 4 barna-
og unglingabækur, þrjár eftir íslenzka höfunda, eina þýdda.
Bækurnar eru þessar:
Vala og: Dóra, eftir Ragnheiði
Jónsdóttur. Sagan er framhald
af Völu eftir sama höfund og
segir frá þeim vinstúlkunum,
bæði í Álfheimum og fyrsta vet-
urinn þeirra í menntaskólanum.
Sagan er 165 blaðsíður, prentuð
Hólum. Vala og Dóra er 17.
bók höfundar.
Vormenn íslands, saga eftir
Óskar Aðalstein. Það er þriðja
bók höfundar, þeirra sem helg-
aðar eru börnum og unglingum,
en auk þess hefur hann gefið
út 5 skáldsögur og eina minn-
ingabók. Vormenn Islands er
einkum saga þriggja 12—13 ára
drengja í kauptúni við sjó, og
gerist hún á tveimur vetrum og
sumrinu milli þeirra. Hún er
228 blaðsíður, prentuð í Hólum.
Góðir gestir nefnist ein bókin,
eftir Margréti Jónsdóttur, og eru
í henni smásögur og Ijóð fyrir
börn og unglinga. Það er 12.
bók höfundar. Nokkrar myndir
og teikningar prýða bókina, sem
er 95 blaðsíður, prentuð
þýðuprentsmiðjunni.
Þá er loks sagan Karen eftir
Hellen Hempel, í þýðingu Mar-
grétar Jónsdóttir. Aðalpersónan
er munaðarlaus telpa í stórborg;
foreldrar hennar eru dánir og
stjúpan er henni vond. En —
„allt er gott, þá endirinn er góð-
ur“, segir á kápusíðu. Sagan er
131 blaðsíða, prentuð í Álþýðu-
prentsmiðjunni.
unarkvennastétt er brýn nauð-
syn.
Hjúkrunarkvennaskóli Islands |
hefur nýlega flutzt í ný húsa-
kynni og stærri en hann áður
hafði. Getur skólinn nú haft
um 30 nemendum fleira í heima-
vist en áður. Þó er þriðjungur
hans enn órisinn af grunni, en
fullbyggður á hann að geta
rúmað um 120 nemendur í
heimavist, og er það helmingi
meira en rúmaðist í gamla
húsnæðinu. Víst er, að mikil
bót verður að þeirri stækkun
skólans, og jafnvíst er hitt, að
hún mun ekki leysa vandann
til fulls og fleiri ráða verður
að leita. Um það eru þeir sam-
mála, sem þessum málum eru
kunnugastir.
Þetta sama vandamál, hjúkr-
unarkvennaskortinn, hafa ná-
grannaþjóðir okkar átt við að
glíma. Hafa þær reynt að leysa
það með ýmsu móti, m.a. með
því að kenna konum frumat-
riði hjúkrunar á stuttum nám-
skeiðum og veita þeim síðan
rétt til aðstoðarstarfa í sjúkra-
húsum og hælum. Misjafnlega
munu slíkar ráðstafanir hafa
mælzt fyrir, einkum í hópi full-
numa hjúkrunarkvenna.
Þótt nauðsyn beri til að ráða
sem skjótast bót á hjúkrunar-
kvennaskortinum hér á landi,
er ekki vert að rasa um ráð
fram í því efni. Þykir rétt, að
þeir aðilar, sem þessum málum
eru kunnugastir, fái tækifæri
til að bera ráð sín saman, að
athugað verði, hvaða leiðir aðr-
ar þjóðir hafa farið, og að lok-
um, að gerðar verði tillögur á
grundvelli þess, sem bezt mundi
henta hér. Því er þetta mál
borið fram hér í formi þings-
ályktunartillögu um endurskoð-
un“.
Einar Ögmundsson kosinn forseti
Landssambands vörubifreiðastjóra
34 félög með á 11. hundrað félagsmanna
Þing Landssambands vörubifreiðastjóra hófst s.l.
laugardag og lauk því á sunnudagskvöldið. í samband-
inu eru 34 bílstjórafélög sem hafa samtals á 11. hundrað
félagsmanna.
Ungor piltur ferst af slysaskoti
Á sunnudagiim varð ungur maður, Illugi Þorleifsson frá
Styktóshólmi fyrir slysaskoti og beið bana.
Forseti Alþýðusambandsins,
Hannibal Valdimarsson, ávarp-
aði þingið og tók þátt í um-
ræðum. Fyrir þinginu láu mörg
mál. Höfuðmál þess voru at-
vinnumálin og innflutningur á
'nauðsynjum til reksturs bif-
reiðanna. Einnig var rætt um
mögulega aðild sambandsins að
bifreiðainnflutningi. Gerðar
Þrii' ungir menn úr Stykkis-
hólmi fóru saman á rjúpnaveið-
ar á sunnudaginn. Voru þeir
að ganga upp Drápuhlíðarfjall
nokkru eftir hádegið þegar
skot bljóp úr haglabyssu er
einn þremenninganna hélt á.
Lenti það í Illuga Þorleifs-
sýni og beið hann þegar bana.
— Illugi mun hafa verið 16
ára gamall. Hann var sonur
Guðrúnar Torfadóttur og
ínanns hennar Þorleifr<4Í nars-
sonar verkamanns í Stykkis-
kólmi.
Góð síldveiði
var í gær
Síldveiði var allgóð í gær,
Akranesbátar fengu samtals
2300 tunnur. Aflahæsti bátur-
inn fékk 219 tunnur. 16 Hafn-
arfjarðarbátar fengu 1600
tunnur. Tveir bátar fengu 200
tunnur, annars var aflinn allt
frá 50 tunnum á bát.
voru allmargar ályktanir, og
verður þeirra getið síðar.
Forseti sambandsins var kos-
inn Einar Ögmundsson, Þrótti
Reykjavík og aðrir í stjórn
Pétur Guðfinnsson, Þrótti Rvík,
Sigurður Ingvarsson frá Eyrar-
bakka, Sigurður Bjarnason frá
Hafnarfirði og Ársæll Valdi-
marsson frá Akranesi.
Aðalfundur r
Ljósmyndara-
félags íslands
Aðalfundur Ljósmyndarafélagg
íslands var haldinn 31. okt s.l.
Formaður félagsins, Sigurður
Guðmundsson, ræddi gang fé-
lagsmála og gat þess m.a. að fé-
lagið minntist 30 ára afmæl-
is síns á s.l. vetri, en norður-
landasamband Ijósmyndara sendi
hingað fulltrúa sinn, Orbo Piet-
inen í tilefni þess. Hingað komu
á árinu myndir amerískra at-
vinnuljósmyndara, sem félagið
sá um sýningu á. Ennfremur
gat formaður þess að haldið
hafi verið námskeið í ,,retús“-
fyrir atvinnuljósmyndara. Ann-
aðist sænskur ljósmyndari, frú
Luga Olsen, kennsluna. Tveir
stjórnarmeðlimir, þeir Guðmund-
ur Hannesson og Óskar Gíslason.
gjaldkeri báðust eindregið und-
an endurkjöri. Fundarmenn.
þökkuðu þeim fyrir vel unnin
störf. Þeir hafa báðir setið í
stjórn félagsins um 10—12 ára
skeið og unnið að margvísleg-
um störfum fyrir félagið með
mikilli prýði. Núverandi stjórn
skipa: Sigurður Guðmundsson
formaður, Þórarinn Sigurðsson
ritari, Hannes Pálsson gjaldkeri,
Þorleifur Þorleifsson bréfritari
og Sigurhans Vignir meðstjórn-
andi. — Mikill áhugi ríkti meðal
fundarmanna um samstöðu um
hagsmunamál atvinnuljósmynd-
ara.
Kona mjaðma-
brotnar
f gærmorgun varð kona fyrir
bíl hér í bænum og mjaðma-
grindarbrotnaði.
Slys þetta gerðist á mótum
Tryggvagötu og Kalkofnsvegar.
Varð konan, sem heitir Andrea
Andrésdóttir, til heimilis að
Ægissíðu 86, fyrir fólksbílnum
G 1333 þegar hann beygði inn á
Tryggvagötuna. Við áreksturinn
féll konan í götuna. Var hún
flutt í slysavarðstofuna og var
fyrst haldið að meiðsli hennar
væru lítil, en nánari rannsókn
leiddi í ljós að hún hafði mjaðma
grindarbrotnað. — Rigning var
og götulýsing slæm þegar slysið
gerðist.
Dauðaslys
Framhald af 12. síðu.
vörubíl á veginum beint fram-
undan sér. Þeir munu hafa
ekið á allmikilli ferð, en bíl-
stjórinn reyndi að forðast á-
reksturinn með því að aka út
af veginum til vinstri, en þarna
eru melar og vegurinn lágur.
Hægri hlið fólksvagnsins rakst
undir pall vörubílsins. Séra
Pétur sat hægra megin, og er
’talið að hann hafi látizt sam-
stundis við áreksturinn. Þakið
af bílnum rifnaði einnig af, en
sá er bílnum ók slapp með
skrámur og smásnert af heila-
hristingi. Piltur sem sat aft-
ur í bílnum slapp ómeiddur,
hann beygði sig niður á gólfið
þegar hann sá hvað verða vildi.
Vörubíllinn er stóð á veginum
var mjólkurbíll úr Melasveit-
inni, er hafði bilað og var bil-
stjórinn að vinna við hann og
var nýgenginn fram með bíln-
um þegar áreksturinn varð, en
hafði verið að bogra aftan við
hann.
Blóðrannsókn á því hvort sá
er ók D-23 hafi verið ölvaður
var ekki lokið þegar Þjóðvilj-
innátt tal við bæjarfógetann
á Akranesi í gær.
Ný kjörbúð opnuð
í Hafnarfirði
Sjötta kjörbúðin sem
kaupfél. opna á ein ári
f gærmorgun opnaði Kaupfé-
lag Hafnfirðinga nýja kjörbúð að
Kirkjuvegi 16. Er það önnur
kjörbúð félagsins
Búðinni var breytt í kjörbúð
yfir helgina, hið gamla innbú
rifið og tilbúið kjörbúðarinnbú
sett í staðimi.
Þessa dagana er eitt ár liðið
frá því Kaupfélag Hafnfirðinga
og Kaupfélag Árnesinga opnuðu
samdægurs 2 fyrstu kjörbúðir
hér _ á landi. Nýja kjörbúðin í
Hafnarfirði er sjötta kjörSúðin
sem kaupfélögin og SÍS hafa
opnað á þessu eina ári, og eft-
ir nokkra daga verður sú sjö--
unda opnuð í Þorlákshöfn.