Þjóðviljinn - 06.11.1956, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.11.1956, Qupperneq 6
 6) —' ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. nóvember 1956 ÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarfloklcur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Hörmulegir atburðir Enn á ný hafa mjög alvarlegir og hörmulegir atburðir gerzt í Ungverjalandi. Á sunnu- dagsmorgun tóku sovézkar her- sveitir öll ráð í Ungverjalandi í sínar hendur, og síðan var tilkynnt að ný ungversk stjórn væri tekin við í skjóli hinna sovézku vopna, Fréttir herma að mjög víðtækir og blóðugir bardagar hafi geisað í Ung- verjalandi meðan þessir at- burðir voru að gerast. l^etta eru aðfarir sem hver * sósialisti hlýtur að líta mjög alvarlegum augum, með þeirn eru þverbrotnar sósíal- istískar meginreglur um rétt- indi þjóða. Hver þjóð heims á að hafa rétt til að búa í landi sínu ein og frjáis án erlendrar íhlutunar. Hver þjóð heims á að hafa rétt til að ráða -sjálf örlögum sínum og móta þau. Alþýðan í hverju landi heims verður sjálf að berjast fyrir fé- lagslegum umbótum og koma á sósíalisma í samræmi við þarf- ir sínar og aðstæður. Við vitum að réttindi þjóða hafa verið og eru þverbrotin um allan heim, að það er einkenni auðvalds- ríkja og nýienduvelda að níð- ast á öðrum þjóðum eins og ferskustu dæmi sanna, en fram- ferði Sovétríkjanna í Ungverja- iandi verður aldrei réttlætt með slíkum dæmum. Það er verk- efni sósíalismans að afnema þjóðakúgun, og til Sovétríkj- anna ber að gera allt aðrar og mik'.u hærri kröfur en til auð- vah'sríkj.a og nýlenduvelda. / i því er enginn vafi að at- burðirnir í Ungverjalandi hófuct sem uppreisn alþýðu manna gegn ríkisvaldi sem haíði misst tök á verkefnum sinum. Ríkisstjóm landsins hafði gert sig seka um mjög ' álvar'.eg mistök í efnahagsmál- um og hafði einnig orðið að játa á sig stórfellda pólitíska giæpi. Engu að síður kórónaði ríkisstjórnin feril sinn með því að biðja sovézka herinn að kóma sér til hjálpar og skakka leikinn. Fréttum ber saman um að þetta hafi orðið til þess að allt komst í bál og brand, að andstæðustu sjónarmið sam- einuðust í hinni réttmætu kröfu um brottflutning hersins; þar með var oltin af stað sú skriða sem nú hefur verið stöðvuð með hörmulegustu örþrifaráð- um. ¥»að er einnig augljóst mál að *■ afturhaldssinnar og erlend- ir agentar hafa hagnýtt þetta ástand til hins ýtrasta og leikið lausum hala í Ungverja- iandi siðustu daga. Það er opin- ber staðreynd að Bandaríkin hafa á undanförnum árúm var- ið hundruðum milljóna dollara tii undirróðursstarfa í alþýðu- ríkjunum og landflótta góss- eigendur og auðkýfingar hafa ekki setið auðum höndum. Það er vitað að undanfarna daga hafa verið framin hermdarverk á kommúnistum og vinstrisinn- uðum mönnum í Ungverjalandi. Svo var komið að Mindsenty kardínáli bar fram í útvarpi opinskáar kröfur um valdatöku gósseigenda og auðmanna í landinu. Það gat þannig orðið mjög erfið þróun framundan í Ungverjalandi, sívaxandi yfir- gangur fasista og alvarleg fé- lagsleg átök. En því verður ekki trúað að svo stöddu að ungversk alþýða hafi verið reiðubúin til þess að afsala sér þeim félagslegu grundvallar- réttindum sem hún hafði öðl- azt. Hún hefði átt að hafa þeim mun betri aðstöðu til að tryggja þau sem hún hafði að nágrönnum sósíalistísk ríki og Austurríki, sem lýst hefur yfir ævarandi. hlutleysi í alþjóða- átökum. Og þetta voru verkefni ungversku þjóðarinnar sjálfr- ar; það var hennar að leysa þau og finna leiðir til framtíð- arinnar. l^að hefur verið háttur þessa '*■ blaðs að láta Sovétríkin njóta sannmælis og eiga ekki hlut að óhróðri þeim sem yfir þau hefur verið dembt látlaust í nærfellt fjóra áratugi. En það er þá einnig skylda þessa blaðs að andmæla skýrt og skorinort ef ráðamenn Sovét- ríkjanna vinna verk sem ekki eru í samræmi við hugsjónir sósíalismans. Sovézkir forsvars- menn hafa á þessu ári gert mikið að því að játa víðtæk og mjög alvarleg mistök sem gerð hafa verið um skeið; von- andi verður það sem nú hefur gerzt í Ungverjalandi brátt mjög ofarlega á þeim lista. A tburðimir í Ungverjalandi ■‘* eru harmsaga, sem stafa af hinum alvarlegustu mistök- um í stjórnarfari. En þeir eru einnig í nánu samhengi við stjórnmálaástandið í heiminum, kalda stríðið, valdstefnu þá sem hvílt hefur eins og mara á þjóðum heimsins undanfarin ár. Landvinningamenn og stríðssinnar auðvaldsríkjanna bera sína þungu ábyrgð á ör- lögum Ungverjalands, og ekk- ert er viðurstyggilegra en að sjá talsmenn þeirra fella krókó- dílatár yfir Ungverjum á sama tíma og þeir fagna ofbeldis- verkum Breta og Frakka og berjast fyrir því að bandarískt hervald hafi fótfestu og yfirráð sem víðast um heim. Okkur íslendingum eru atburðir þeir sem nú eru að gerast í heimin- um heit hvatning til þess að leiða frelsisbaráttu okkar til sigurs sem fyrst, reka banda- ríska herinn af landi brott. Með því erum við í verki að rétta hverri hernuminni þjóð hjálp- arhönd, með því erum við að bera fram kröfuna um að öll hemaðarbandalög verði lögð niður, að nýlenduþjóðimar fái frelsi sitt. Ef við íslendingar bregðumst í þessari baráttu svíkjum við ekki aðeins sjálfa okkur, heldur bregðumst við hverri þeirri þjóð sern Férst fyrir frélsi sínu óg fullvéldi. „Árásin á Egyptabnd var glæpsamleg fásinna” Gaitskell skorar á Shaldsþingmenn sem vilja friá að fella Anthony Eden í fyrradag flutti Hugh Gaitskell, foringi brezka Verka- mannaflokksins, útvarpsræðu um árás brezks og fransks herafla á Egyptaland. Hér fara á eftir kaflar íir ræðunni. Bretar standa einir ásamt Frökkum, í andstöðu við um- heiminn, í uppreisn gegn um- heiminum. Þetta er engin lög- regluaðgerð. Það standa eng- in lög á bak við hana, Við höfum tekið lögin í okkar eigin hendur. Þetta er það hörm- ungarástand sem blasir við brezku þjóðinni í kvöld. Við hefðum allir talið þetta ó- hugsandi fyrir viku. Hvers vegna var þetta gert? Forsætisráðherrann réttlæt- ir það með þessum forsend- um: fyrst og fremst, segir hann, til þess að vernda líf og eignir brezkra borgara. En ekkert hefur verið gert til verndar. Hins vegar hefur, sannast sagna, hin alvarleg- asta hætta verið leidd yfir þúsundir brezkra óbreyttra borgara, sem búa í Egypta- landi, með þessum aðgerðum okkar. Forsætisráðherrann segir að þetta hafi verið gert til þess að vernda skurðinn og frjálsar siglingar um hann. En hvað hefur komið fyrir skurðinn? Hann er lokaður, sökum þess sem við höfum gert. Var skurðurinn nokkurn tíma í nokkurri raunverulegri hættu, fyrr en við tókum að varpa á hann sprengjum? Ekki að mínu viti. Engin gögn hafa verið lögð fram, til að sanna, að svo hafi ver- ið. Eg er hræddur um, að raunverulega ástæðan til að farið var í stríð við Egypta- land hafi verið Önnur. Eg hef kynnt mér fyrsta útvarpsávarp brezk-frönsku herstjórnarinnar til Egypta. Þar segir: „Ó, Egyptar, hví hefur yður borið þetta að höndum? f fyrsta lagi, sökum þess að Abdul Nasser gekk af vitinu og lagði hald á Súes- skurðinn." í þessu útvarps- ávarpi er sannleikurinn sagð- ur. Þetta var það, sem kom forsætisráðherranum til að á- kveða að hefja innrás. Forsætisráðherrann hefur látið svo um mælt, að við höfum tekið til okkar ráða til að skilja stríðsaðila. En tveir herir eru ekki skildir með loftárásum á flugvelli og landgöngu hersveita hundruð mílna að baki öðrum aðilan- um einvörðungu. Nei, þetta er önnur atlaga gegn landi, sem þegar hefur orðið fyrir árás. Nú er farið að bera fram aðra kenningu, þá að við höf- um gripið til okkar ráða til að brjóta liðsafla á vegum SÞ braut. Hafi þetta verið fyrir- ætlun ríkisstjórnarinnar, því í ósköpunum bar hún hana þá ekki fram fyrr, því bar hún hana þá ekki fram strax í upphafi og féllst á hinn hlut- ann af ályktun Öryggisráðs- ins, eins og ég hef áður lagt til? Eg skal segja ykkur, hvens vegna ríkisstjörnin gerði þetta ekki. Hefði forsætisráð- herrann samþykkt það, myndi brezkur her ekki hafa getað tekið skurðinn á sitt vald. Hugmyndin um löggæzlulið á vegum SÞ, sem Kanada bar HUGH GAITSKELL fram í gær, er nefnilega allt annars eðlis. Hún myndi ekki trvggja okkur yfirráð yfir skurðinum. Hún miðar að öðru, að því að halda herjum Israels og Arabaríkjanna inn- an landamæra hvorra um sig, hafa eftirlit með landamærum Israels og Arabaríkjanna, og þau eru 100 mílur frá Súes- skurðinum. Hverjar eru svo afleiðing- arnar af öllu þessu? Skelfing og kvíði hafa gripið milljónir manna hér heima fyrir og úti um allan heim. Samþykktir þings SÞ, ályktanir sem streyma að úr öllum áttum staðfesta það almenningsálit, að Bretland og Frakkland höfðu árás Israels á Egypta- land að helberu skálkaskjóli' til að hrifsa skurðinn, að þau eru nú að gera það sem þaú langaði til í ágúst og septem- ber en þorðu ekki þá fyrir al- menningsálitinu. Hverjar eru ; afleiðingam- ar? Við höfum rofið sátt- mála SÞ. Með því höfum við svikið allt, sem Bretland hef- ur barizt fyrir á alþjóðavett- vangi. Að minnsta kosti sið- an heimsstyrjöldinni lauk höfum við stutt sérhverja við- leitni til að hrinda árásum. En 1 dag erum það við, sem höfum gerzt árásarseggir. Hverjar eru afleiðingamar? Hyldjúpur klofningur í saim.- veldinu. Einungis Ástralía og Nýja Sjáland standa með okkur, Kanada og Suður- Afríka hafa setið hjá, Ind- land, Pakistan og Ceylon hafa öll snúizt gegn okkur. Þetta eru mjög alvarlegar afleið- ingar. Hverjar eru afleiðingan:- ar? Við að heyra þœr sár- grætilegu fréttir sem bárust í dag frá Ungverjalandi fékk ég ekki varizt þeirri hugs- un, hversu hryggilegt það er, að einmitt á þeirri stundu, þegar allur heimurinn ætti að sameinast í fordæmingu á þessari ósvífnu árás, höfum við sökum glæpsamlegrar fíflsku forustumanna okkar fyrirgert því siðferðilega for- ustuhlutverki, sem við voi’- um áður svo hreyknir af. Hér heimafyrir hefur stríðs- stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Egyptalandi gerfc mörgum þungt í skapi. Erki- biskupinn af Kantaraborg hefur farið fyrir sendinefnd allra kristinna kirkjudeilda á fund ríkisstjórnarinnar. Fé- lag SÞ, sem skipað er mönn- um úr öllum flokkum, hefur farið hörðum orðum um stefnu rikisstjórnárinnar, karlar og konur af öllum stéttum, úr öllum flokkum og öllum trúfélögum hafa látið í ljós þungar áhyggjur. Mr. Nutting, aðstoðarutanríkisráð- herra, sem einkum hefuí* f jallað um mál sem varða SÞ, Framhald á 10. síðu. Kröfur brezkrar alþýðu um frið megnuðu ekki að stöðva styrjaJtdarbrölt stjóma Breta og Fralcka,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.