Þjóðviljinn - 06.11.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.11.1956, Blaðsíða 12
Fundur íhaldsins í fyrra~ dag óafsakanlegt hneyksli Fundur sá sem boöaður var í nafni stúdenta og rit- höfunda í fyrradag varð ömurlegt og óafsakanlegt Imeyksli. Einn ræðumanna var svo undir áhrifum víns að mjög áberandi var, og ekki lét neinn ræðumanna. sér til hugar koma að minnast einu orði á örlög Egyptalands. Þó fundurinn væri boðaður í ®afni stúdenta og rithöfunda stóðu aðeins að honum þrjú í- haldsfyrirtæki, meirihluti stúd- entaráðs, stjórn Stúdentafélags Rekjavíkur og félag Hagalíns- manna. Aðalræðuna flutti Tóm- as Guðmundsson og var hún með fullkomnum endemum. Sagði hann fyrst gamansögur frá út- iöndum en hellti sér síðan yfir nafngreinda íslendinga, aðallega Hermann Jónasson — og skoraði m. a. á hann í kappræður í út- varpinu um utanrikismál fyrir 11. nóv. n.k. ef núverandi ríkis- stjórn yrði ekki fallin áður! Einnig fór Tómas hinum hörð- ustu orðum um Halldór Kiljan Laxness. Á fundinum var samþykkt á- lyktun þar sem einvörðungu var fárið hörðustu orðum um hina hörmuiegu atburði í Ungverja- landi og gengu fundarmenn síð- an með hana að sovézka sendi- ráðinu. Hið fullkomna alvöruleysi sem þannig einkenndi fundinn er spegilmynd af viðhorfum þeirra manna sem að honum stóðu. Hversvegna samþykktu þessir fundarmenn íhaldsins ekki einnig mótmæli gegn hinni níðingslegu Framhald á 10. síðu. tUÖÐVlLIINM Þriðjudagur 6. nóvember 1956 — 21. árgangur — 253. tölublað Afstaða Alþýðubandalagsins Dauðaslys í ielasveit í Borgar- íirði á sunnudaginn var Péiur Oddsson prófastur að Hvammi í Dölum beið bana í bifreiðaáreksiri Á suimudaginn varð það slys á Melaveginum í Borgarfirði að fólksbíll ók aftan á vörubíl og einn jreirra sem í bílnum var, sr. Pétur Oddsson, prófastur að Hvammi í Dölum, beið bana. Séra Pétur hafði verið á Akranesi tvo daga þeirra er- Fundér Alþingis felldir niður í gær að óskum ríkisstjórnarinnar íhaldsþmgmenn tryllasi yfir því að þeim var ekki frestað samkv. þeirra tiliögum Funclir beggja deilda Alþingis voru settir á venju- legum tíma í gær en var slitið þegar í stað að tilmælum ríkisstjórnarinnar, sem tilkynnti að hún sæti á mikil- vægum fundi. Er forseti Neðri deildar hafði slitið fundi reis Ólafur Thors á fætur, myndaði sig til að ráð- ast á forseta og tróð sér síðan upp í forsetastól og fór að tala. Kvaðst hann margsinnis hafa kvatt sér hljóðs og mótmælti með mörgum orðum og lítt hóf- sömum því sem hann kallaði ofbeldi forseta, er hefði meinað sér máls. Sagðist Ólafur hafa ætlað að leggja til, fyrir hönd S.iálfstæðisflokksins, að þing- fundir yrðu felldir niður dag- langt til merkis um samúð Al- þingis með ungversku þjóðinni. Skildist mönnum iítt æsingur mannsins, þar sem ríkisstjómin hafði þegar ákveðið að felia nið- ur fundina, en tillaga hans átti einmitt að vera um það. Er Ólafur stóð í þessum sínum stórræðum fylgdi Jóhann Haf- stein honum fast á hælum, hafði uppi handapat mikið og sletti stráklegum orðum á alla vegu. M. a. auglýsti hann ást sína á lýðræðislegum aðferðum með því að stinga upp á því við fé- laga sína ,,að henda þessum forseta út!“ Sú tillaga hlaut þó engar undirtektir og hjaðn- aði þá nokkuð blóðþrýstingur mannsins. I efri deild kvaddi Jóhann Þ. Jósefsson sér hljóðs utan dag- skrár og lagði til að fundi yrði frestað til 'samúðar Ungverjum, en forseti deildarinnar hafði áð- ur tilkynnt að fundur yrði felld- ur niður að tilmælum ríkis- stjórnarinnar. Fundir beggja deilda hefjast í dag kl. 1,30 e. h. inda að fá rafvirkja til starfa vestur í Hvammi. Fékk hann rafvirkjann og lögðu þeir af stað vestur síðdegis á sunnu- dag, gerðist slysið á tímabilinu frá kl. 4.30-5. ! Þeir voru í 4ra manna Volkswagen-bíl D-23 og ók raf- virkinn bílnum, en hann hafði fyrir eigi alllöngu verið svipt- ur ökuleyfi fyrir ölvun við akstur. Á veginum upp af Narfastöðum í Melasveit kom bíll á móti þeim. Var þetta í ljósaskiptunum og sást því illaj framundan, en þegar bíllinn^ var farinn framhjá sáu þeir 4 Framh. á 3. síðu. Framhald af 1. síðu. barátta háð gegn eriendri á- sselni úr hvaða átt og í hvaða mynd sem hún birtist. Það vinnuafl, sem nú er ( bundið við hernaðarvinnu í þjónustu erlends ríkis, verði leyst frá þeim störfum og aftur beint að framleiðslu þjóðarinn- ar, frekari hernaðarfram- kvæmdum hætt og hinn erlendi i htr iátinn vikja úr landinu með uppsögn samningsins frá 1951. Stefnt sé að því að gera ís- land aftur hlutlaust land, án herstöðva, og utan hemaðar- bandalaga, er ástundi vináttu við allar þjóðir nær og fjær og leggi fram sinn skerf til þess að varðveita frið og boða sættir, hvar sem fulltrúar þess koma fram á alþjóðavettvangi.“ Dauðaslys á Nýbýlavegi - Níimda lauðaslvsið bér á árinu Á sunnudaginn beið Kristján Guðmundsson, til heimilis að Defensor við Borgartún, bana í bifreiðaárekstri á Nýbýlavegi. Þetta er 9. dauðaslysið af völdum umferðar hér í Reykja- vík á þessu ári. Slys þetta gerðist ki. 1.45 á sunnudaginn. Bifreiðinni G 1045 var ekið austur Nýbýlaveginn. Á móts við húsið Nýbýlaveg 16 A stóð vörubifreiðin R 6855 kyrr og mannlaus á suðurbrún göt- unnar og sneri í austur. Bifreiðin G 1045 lenti undir palli vöru- bifreiðarinnar sem stóð á vegar- brúninni, með þeim afleiðingum að bílstjórinn, Rristján Guð- mundsson, beið bana, en þrír menn sem í bifreiðinni voru slösuðust. Tveir þeirra liggja í sjúkrahúsi. Eru það Björgvin Kristinn Friðsteinsson, Hraun- teigi 15, en hann mun hafa fótbrotnað og hlotið fleiri meiðsli, og Sigurður Guðmunds- son Nökkvavogi 28. Þriðji inað- urinn, Erling ísfjeld Magnús- son, Nökkvavogi 50, fékk «ð fara heim ti! sín eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. Alþýðusambandið gefur ungverskri alþýðu 15 þúsund ísl. króna Miðstjórn Alþýðusambands Islands samþykkti sl. föstudag að gefa 15 þús. kr. til ung- verskrar alþýðu. fela Rauða krossi íslands að koma upphæðinni áleiðis. Al- þýðusambandið hvetur verka- lýðsfélög til þátttöku í söfnun' 30903, 32973, 37712, 42269, 44501, Voru í kappakstri Þegar slysið vildi til voru þeir í nokkurskonar kappakstri: ætl- uðu að komast fram fyrir R 6671 sem þeir töldu að ekið hefði utan í G 1045, án þess að sinna því. Ætluðu þeir að komast fram fyrir R 6671, og munu ekkj hafa tekið eftir vörubif- reiðinni sem stóð kyrr. Báðir bílarnir hafa verið á mikilli ferð. Bifreiðin G 1045 er tal- in ónýt eftir áreksturinn og grind vörubílsins sem hún ók á skekktist og er hann ógang- fær eftir áreksturinn. Bílstjórarnir á G 1045 og R 6671 voru báðir ungir menn, annar 19 ára en hinn 25 ára. Drætti er lokið í 11. flokki vöruliappdrættis S. í. B. S. Vinn- ingar voru 600 að upphæð 600 þús. kr. Hæstu vinningarnir komu á eftirtalin númer: 100 þús kr. á nr. 21904, 50. þús. kr. nr. 7947, 20 þús. kr. nr. 15235, 10 þús. kr. 14376, Í6688, 17420, 18943 19079 20196, 21031, 22152, 28688, 40672. 5 þús. kr. nr. 2603, 5652, 6532, 7848, 12330, 13883, 14468, 17936, 22419, 23776, 24483, 25075, 30269, Samkvæmt þessu tekur Al- þýðubandalagið sem flokkur, — og þarafleiðandi þingfiokkur þess — ekki afstöðu til alþjóð- legra deilumála, nema að þvi leyti, sem þau snerta ísland, sjálfstæði þess, eða afstöðu op- inberra fulltrúa þess á alþjóða- vettvangi. Að öðru ieyti hafa þingmenn Alþýðubandalagins algerlega óbundnar hendur um afstöðu til alþjóðlegra mála og átaka á alþjóðlegum vettvangi. En eftir hina hörmulegu at- burði síðustu viku í Egypta- landi og Ungverjalandi liggur það fyrir að ríkisstjórnin taki ákvörðun um hvaða afstöðu fulltrúi eða fulltrúar íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skuli taka í nafni þjóðarinnar til á- kvarðana sem Sameinuðu þjóð- irnar kunna að taka um þessi mál, en vitað er, að þær ákvarð- anir geta orðið hinar örlagarík- ustu, ekki aðeins fyrir framtíð Sameinuðu þjóðanna, heldur einnig fyrir framtíð alls mann- kyns. Með tilliti til þessa vili mið- stjórn og þingflokkur Alþýðu- bandalagsns lýsa yfir ,að Al- þýðubandalagið telur það eitt í samræmi við frelsis- og friðar- hugsjónir íslenzku þjóðarinnar, að fulltrúa hennar hjá Samein- uðu þjóðunum verði falið að fordæma harðlega jafnt ofbeld- isárás Breta og Frakka á Egyptaland, sem hina vopnuðu íhlutun Sovétríkjanna í Ung- verjalandi frá byrjun uppreisn- arinnar þar í landi til þessa dags. Alþýðubandalagið teiur fram komu þeirra stóryelda, sem hér eiga hlut að máli óverjandi og ósæmilega og háskalega heims- friðnum, og því sjálfsagt að fulltrúa Islands hjá Sameinuðu þjóðunum verði, í nánu samráði við ríkisstjórnina, falið að fylgja hverjum þeim ráðstöf- unum, sem tiltækilegar virðast án þess að stofna heimsfriðn- um í voða, til þess að knýja þessi stórveldi til að láta þegaer af beitingu frekara vopnavalds gegn þeim þjóðum, sem hafa orðið fyrir árásum þeirra og kalla heri sína þegar í stað heim frá viðkomandi löndum. Alþýðubandaiagið vill benda á, að Bretar og Frakkar hafa, með árásarstyrjöld sinni gegn Egyptum eigi aðeins gerzt sekir um hið freklegasta brot gegn stofnskrá S.Þ. og heimsfriðnum, heldur einnig rofið Atlanzhafs- samninginn frá 1949 og að hann er því í raun réttri úr ;ildi fallinn. Alþýðubandaiagið álítur enn- fremur að þessir atburðir sýni ljóslega hvílík nauðsyn það er, vegna heimsfriðarins, að hern- aðarbandalög stórveldanna, At- lanzhafsbandaiagið og Varsjár- bandalagið verði formlega leyst upp og allt herlið stórveldanna sem nú dvélur í herstöðvum ut- an heimalanda þeirra, víki það- an og hverfi heim.“ Rithöfiiiiflar Jafnframt var ákveðið að til styrktar ungverskri alþýðu. 44829, 46499. (Birt án ábyrgðar). mófinæla Þjóðviljanum hefur horizt eftirfarandi: „Stjórn Rithöfundafélags ís- lands vill að gefnu tilefni lýsa því yfir, að hún telur ofbeldi Rússa í Ungverjalandi og árás- arstyrjöld Breta og Frakka í Egyptalandi glæpsamlegt brot gegn frelsi og sjálfstæði þess- ara ríkja, gegn hugsjóninni um frið, jafnrétti og bræðralag, gegn mannkyninu öllu. Stjóm Rithöfundafélags ís- lands skorar á íslenzku þjóðina að halda vöku sinni á þessum viðsjálu tímum og standa éin- huga á verði um sjálfstæði sitt og frelsi. Reykjavík, 5. nóvember 1956 Stjórn Rithöfunda- félags Islands. (Yfirlýsing þessi var send sendiráðum viðkomandi ríkja í Reykjavík.)" Ríkisstjórn íslands samþykkti á ráðherrafundi í gær eftirfar- andi yfirlýsingu einróma, og var hún flutt af forsætisráðherra í ríkisútvarpinu í gær: „Ríkisstjórn Islands fordæmir harðlega hemaðarárás Rússa á ungversku þjóðina og lýsir djúpri samúð með hetjulegri bar- áttu hennar fyrir frelsi og rétti til að taka upp iýðræðislega stjórnarhætti. Ríkisstjómin for- órnariimar dæmir jafnframt harðlega árás Breta og Frakka á Egypta og mun stuðla að því innan Sameinuðu þjóðanna að komið verði á rétt- látum friði og báðar þessar þjóð- ir fái óskoruð yfirráð yfir landi sínu án íhlutunar erlendra stór- velda. í samræmi við þessa yfir- lýsingu hefur verið og verður af- staða fulltrúa íslands á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.