Þjóðviljinn - 09.11.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1956, Blaðsíða 6
g) — í>JÓÐVILJINN — Föstudagur 9. nóvember 1956 ■1 r\ 1Ó0VIUINN Útgejandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Aðdáesidur ofbeldis og si ðley sis HENNTI Forustumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa enn á ný fært sjálfir fyrir því ótvíræð- ar og fullgildar sannanir hve hávaðasöm mótmæli þeirra gegn atburðunum í Ungverja- landi eru runnin af annar- legum hvötum. Hafi einhver efazt um hræsni og yfirdreps- skap íhaldsforingjanna tóku þeir sjálfir af öll tvímæli í fyrrakvöld með skipulegri of- beldisárás og skrílslátum Heimdellinga fyrir utan sov- ézka sendiráðið þar sem frið- samt fólk mætti ópum og ó- hljóðum skrilsins, aurkasti, hrindingum og skemmdum á fatnaði. Var það einstök heppni að ekki urðu meiri- háttar slys af aðförum hins bandóða Heimdallarskríls en margir í ofbeldissveitinni höfðu hlotið uppeldi sitt og æfingu í sambandi við 30. marz 1949, þegar dreggjum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík var stefnt gegn friðsöm- um almenningi sem kominn var á Austurvöll til að mót- mæla afsali íslenzkra lands- réttinda og fyrirhuguðu her- námi. 17'ngar afsakanir í Morgun- " blaðinu eftir á geta dulið þá staðreynd að ofbeldisverk- in og skrílslætin í fyrrakvöld voru beinlínis skipulögð af forustumönnum íhaldsins. Á- r^«arliðinu var safnað saman rp°ð látlausum upphringing- um frá skrifstofum Sjálf- stæðisflokksins í Holsteini við Austurvöll og Valhöll við Súðurg'tu. Símahringingum linnti ekki allan daginn til þéirra Heimdellinga sem lík- leg;r bóttu til þátttöku í árás- inni. Gerðust Heimdellingar ó- róiegir og aðgerðarlitlir í skrifstofum og vinnustöðum er líða tók á daginn og biðu þess í ofvæni að fá að hlýða fyrirskipunum forkólfanna um ofbeldisárásir á friðsamt fólk. Þessi bandóði og menn- ingarsnauði skríll lét heldur ekki á sér standa þegar aðal- forustumaður upphlaupsins, Pétur Benediktsson banka- 1 stjóri og fyrrverandi sendi- herra, bróðir Bjarna Bene- diktssonar og tengdasonur Óla"s Thors, tók til við fyrir- skipanir sínar og hvatti liðið óspart til atlögu að vegfar- endum og bað það hvergi draga af sér. Mun áhorfend- um seint úr minni líða tryll- ingslegt fas og útlit hins ,,virðulega“ embættismanns er hann afskræmdur af heift og hatri eggjaði hvítliðana lögeggjan. Tilheyrir það vafa- laúst algerri undantekningu ■að þjóðbankastjóri og fyrr- verandi sendiherra gangi fram fyrir skjöldu í siðlaus- um skrilslátum og götuupp- þoítum og árásum á friðsama vegfarendur, og gegnir nokk- urri furðu að maður með slíkt inuræti og eiginleika skuli hafa verið talinn hæfur til diplomatískra embættisstarfa erlendis og síðan til að taka við forstöðu aðalbankastofn- ar landsins. Þótt Morgunblaðið skammist sín öðrum þræði fyrir skrílslæti og ofbeldisárásir þessara vina sinna og stuðn- ingsmanna getur það ekki dulið fögnuðinn og aðdáun- ina í frásögn sinni í gær. Óttinn stafar af dómi almenn- ings sem fordæmir ofbeldið og siðleysið og veit að það er runnið undan rifjum íhaldsins og skipulagt af for- sprökkum þess. íhaldið var heldur ekki að fara neitt með þakklæti sitt í felur I fyrra- kvöld þegar ofbeldislýðnum var stefnt niður í Sjálfstæðis- hús og boðið til veizlu á kostnað Sjálfstæðisflokksins. l-|að er ömurlegra en orð fái * lýst að sú manntegund skuli finnast á Islandi og vera mikils ráðandi í stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar sem telur viðeigandi að efna til skrílsuppþots og götu- óeirða undir því yfirskyni að verið sé að láta í ljós samúð með ungversku þjóðinni og harma þær hörmungar sem yfir hana hafa gengið undan- farnar vikur. Allir góðir Is- lendingar finna sannarlega til djúprar og einlægrar hryggðar þegar slíkir atburð- ir gerast sem átt hafa sér stað að undanförnu í Eg- yptalandi og Ungverjalandi. Hver þjóð á skýlausan rétt til að velja sér sjálf þann veg sem hún vill feta til sjálf- stæðis og velmegunar, og af- skipti framandi stórvelda í þeim bfnum verða á engan hátt réttlæt enda með öllu óafsakánleg. Hlutverk smá- þjóðar eins og íslendinga er að fordæma ofbeldið og yfir- ganginn hver sem í hlut á og leggja sitt lóð á vogar- skál sátta og friðsamlegrar samúðar. Þjóðir heimsins eiga allt undir því að beitingu ofbeldis og vopnavalds sé af- létt og að allar þjóðir fái i friði og án utanaðkomandi af- skipta að velja sér veginn til frelsis og bjartrar framtíðar. Tvega'r Sjálfstæðisflokkurinn * hefur forgöngu um skipu- lagðar ofbeldisárásir á fólk og fáránleg skrílslæti á al- manna færi og þykist með slíku vera að mótmæla þeim hörmulegu atburðum sem að^ undanfömu hafa verið að ger- ast í Ungverjalandi, sviptir hann af sér hræsnisgrímunni. Forustumenn íhaldsins standa eftir það sem opinberir dýrk- endur ofbeldis- og valdbeit- ingar frammi fyrir öllum landslýð. Þeir hafa komið fram sem algerir siðleysingjar og smánað á eftirminnilegan hátt þann málstað sem þeir Höfundur sem vekur traust Jón Dan: Þytur um nótt. Sögur. — 160 blaðsíður. — 5. bókaflokkur Máls og menningar. 3. bók. — Reykjavík 1956. Listgildi sagnanna í Þyti um nótt er býsna misjafnt, en all- ar bjóða þær af sér góðan þokka; hreinn hugur skáldsins er alstaðar nálægur, mannúð þess er óskilorðsbundin. Höf- undurinn vekur traust. Jón Dan lýsti því nýlega yf- ir í viðtali að hann sé lýrisk sál og rómantísk. Þessar sögur staðfesta þann dóm. Stíll og orðalag sumra þeirra, svo sem Blautu engjanna í Brokey, er einkar ljóðrænt; í öðrum sög- um, t.d. Álfi, bendir efnisvalið til rómantískrar tilfinningar. Og raunsætt skáld er Jón Dan ekki, í venjulegri merkingu þeirra orða: ádeila ellegar boð- un liggur honum fjarri, per- sónur hans rísa ekki af þjóðfé- lagslegum bakgrunni — þær eru annað hvort fullvaldar af sjálfum sér eða umkomulausar fyrir innri rök. Jón Dan lætur sig meira varða rökkvaða launstígu hjartans en lýstar breiðgötur umhverfis ' og sam- félags. Söguefni hans er oft- ast furðu óháð líðandi stund; allar sögurnar nema tvær gætu víst verið skrifaðar fyrir mörg- um árum. í þessum orðum felst enginn dómur til lofs né lasts, enda verður höfundur að skrifa eins og andinn býður honum. En ýmsum mundi þykja Jón Dan enn hugtækara skáld, ef hann opnaði stöku sinnum sýn að félagslegum grunni manns- ins. Bókin hefst á Blautu engjun- um í Brokey, sögu er hefur hlotið verðlaun í samkeppni. Það er ljómandi vel gerð saga; yfir hennr hvílir mjög þekkileg- ur fjarrænublær sem torvelt er að skilgreina. Stíllinn er þannig að hann gefur fleira í skyn en sagt er með berum orðum, og er það sérkenni sög- unnar. En er ekki líka fulllítið^' sagt stundum — eða á maður alls ekki að geta rennt grun í það hvað stúlkan ætlaði að segja í næstsíðustu málsgrein sögunnar? Leiksoppar er önnur þeirra sagna þar sem nútímanum bregður fyrir. Það er dregin uþp mjög nærfærin mynd af pilti og stúlku sem eru að skilj- ast; en innskotin um Etnu og vetnissprengjuna þykir mér misheppnuð. Eg sé ekki að þau dýpki harmsögu hins unga fólks á nokkurn hátt, væntan- hafa látizt hylla í skrifum og ræðuhöldum siðustu daga. Eftir aðfarimar í fyrrakvöld hafa þeir svipt af sér síðustu blekkingarflíkunum og standa nú frammi fyrir alþjóð sem yfirlýstir aðdáendur hvers konar ofbeldis og siðleysis sem þeir telja í þágu aftur- haldsins og skuggalegra á- forma þess. lega vegna þess að ástarharmur er af öðrum heimi en eldgos og vopnaprófanir — þetta þrennt hefur ekki snertipunkta. 1 Álfi hefur höfundur tekizt á hendur að skýra foma þjóð- sögu, er hann birtir í upphafi. Hvorki tilraunin sjálf né held- ur árangur Jóns Dan vekur áhuga. Eg veit heldur ekki bet- ur en þjóðsögur séu fullgildur skáldskapur út af fyrir sig, og það getur trauðla lánazt að „skýra“ hann með nýjum skáld- skap. Gamlar sagnir búa undir Jón Dan sögunni Sjö dagleiðir. Skáldinu tekst ekki að lyfta þeim í list- ræna hæð -— sagan verður hálfgildings reyfari, Tvær sögur er ein bezta sag- an í Þyti um nótt, og því veld- Ur ekki sízt stíllinn. Söguefn- ið sjálft er ekki merkilegt út af fyrir sig: maður hefur átt barn með annarri konu en þeirri sem hann er kyæntur; og þar hefst hin ljóðræna dramatíska sögunnar, er hjóna- bandssonurinn spyr að hann eigi hálfbróður á öðrum bæ. Lýsingin á þessum dreng er mikið afbragð, sömuleiðis eru tilsvör persónanna svo eðlileg sem bezt verður á kosið; en mest er líklega vert um þann einkennilega dularblæ sem höf- undur gæðir frásögn sína, Kon- an á Arhól er svo sannarlega huldukona, og allt sem. hana varðar í sögunni ber svip aí álfheimi; það þarf í senn mikla nærgætni og kunnáttu til að skrifa slíka sögu. Eg held að höfundur skjóti yfir mfrkið í Andófi í þraut. í sögunni er bent tvíræðum orðum til mikils harmleiks, en sviðsetningin er of litsterk —• það er eins og þegar leiktjöld bera persónurnar á sviðinu of- urliði. Næsta sagáT Ánamaðkar, er hinsvegar gleðilegur skáld- skapur, skýr lýsing drengs er bjargar sér á frumlegan hátt í tilverunni; hann á skilið að við munum hann lengi. Hm eilífa barátta er hinsvegar saga af lítilli telpu, sem vinn- ur siðferðilegan sigur eins og drengurinn, þótt mjög séþrengt að þeim á ytra borði. Nafn sögunnar spillir fyrir henni: það er sem henni sé ætlað að vera dæmisaga um hina eld- fornu og sínýju streitu milli sjónarmiða fegurðar og nyt- semdar; en sagan rís ekkí und- ir því markmiði. f Kaupverði gæfunnar er enn sagt frá ungum dreng; og er lýsing hans einkar nærfær- in í margri grein, en hinsvegar er söguþróðurinn að ýmsu býsna reyfaralegur. Og er þá komið að síðustu sögunni, Jörð í festum, verðlaunasögu Sam- vinnunnar í fyrra. Það er vafa- laust að dómnefndin hefur fellt réttlátan dóm, minnsta kosti er ótrúlegt að margar svo ágætar sögur berist í einni samkeppni. Sjaldan hefur gamall maður gripið til þvílíkra ráða fyrir jörð sína og unga kynslóð, og sjaldan hefur fóm gamals manns verið hundsuð jafnskil- yrðislaust og í sögulok. í þess- ari sögu, sem ýmsum öðrum, verður það einnig ljóst að Jón Dan kann að láta persónur tala — samtölin eðlilég og reiprenn- andi, tungutakið oft persónu- legt og þróttmikið. Er sýnt að höfundur er vel að sér í is- lenzku máli og hefur víða dreg- ið drögur af skógi. B.B. Hvers eiga Egyptar að glalda? Frásögn Þjóðviljans af aðal- fundi Stúdentafélags Reykja- vikur er ekki alls kostar rétt. .— Tillagan um árásina á Egyptaland var á þessa leið: „Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavikur, haldinn 7. nóv- ember 1956, mótmælir árás brezku og frönsku stórveldanna á Egyptaland. Telur fundurinn, að með árás þessari hafi stofn- skrá og samþykktir Sameinuðu þjóðanna verið freklega brotin, en smáþjóð beitt svívirðilegu ofríki". — I ræðu sinni varð Pétri Benediktssyni tíðrætt um atburðina i Ungverjalandi og lagði áherzlu á, að íslenzkir stúdentar hefðu ávallt mót- mælt kúgun. Ekki minnt- ist hann þó á Egyptaland frem- ur en ræðumennimir í Gamla bíó s.l. sunnudag. Þessar spurn- ingar hlutu því að vakna: Nær siðferðileg vandlæting manna þessara aðeins til pólitískra andstæðinga? Lýsa þeir með þögninni yfir samþykki við á- rásina á Egyptaland? Til að fá úr spumingum þessum skorið var fyrmefnd tillaga borin fram. Kom þá í ljós, að stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem voru í miklum meirihluta á fundinum, treystust ekki til að mótmæla árásinni á Egypta- land, — þ.e. veittu henni þegj- andi samþykki sitt. — Er þann- ig ekki auðsætt, af hvaða rót- um vandlæting þeírra á atburð- unum í Ungverjalandi er runn- in? Reykjavík, 8. nóv' 1956. Haraldur Jóhanasso*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.