Þjóðviljinn - 09.11.1956, Page 10
3-0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. nóvember 1956
Egyptaland
Framhald af 1. síðu.
hléssamningur Egypta og ísraels-
manna væri dauður bókstafur og
vopnahléslandamærin þar með
úr sögunni.
A
Ráðherra kvaddur heim
Golda Meier, utanríkisráðherra
ísraels, var í gær á leið til New
York þar sem hún ætlaði að sitja
allsherjarþing SÞ. Hún kom við
í París og ræddi þar við sendi-
herra ísraels í París og London.
Þar bárust henni boð um að
koma umsvifalaust aftur til Isra-
els. Má telja líklegt að heim-
kvaðning hennar standi í sam-
bandi við hina skyndilegu stefnu-
breytingu israelsku stjórnarinn-
ar.
Vonir um frið aukast
Þessi stefnubreyting ísraelsku
stjórnarinnar hefur stóraukið
horfur á því að takast muni að
koma á friði í Egyptalandi. Dag
Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði í gær í orðsend-
ingu til stjóma Bretlands og
Frakklands, að neitun ísraels
um að verða á brott með her
sinn úr Egyptalandi hefði stofn-
að í hættu árangrinum af við-
leitni SÞ við að leysa vandamál-
in í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
Brezka stjómin hafði tilkynnt
í fyrradag, að hún inýndi sjá um
að ísraelsku hersveitirnar færu
úr Egyptalandi þegar i- stað, en
í gær sagði talsmaður hennar, að
þetta mætti ekki skilja á þá leið,
að Bretar ætluðu að beita valdi
í þessu skyni, heldur væri hér
aðeins um ósk að ræða.
Nú stendur aðeins á
Bretum og Frökkum
Efni ísraelska stjórnin það lof-
orð sem felst í tilkynningu Ebans
sendiherra og flytji burt her
sinn úr Egyptalandi, eru Bretar
og Frakkar einir eftir að verða
við kröfu allsherjarþings SÞ um
að vopnaviðskiptum sé hætt og
allir erlendir herir fluttir burt
úr Egyptalgndi.
Þessi ákvörðun ísraels þýðir
einnig, að úr sögunni er það á-
stand, sem Bretar og Frakkar
notuðu til að afsaka ofbeldisá-
rás sína á Egypta. Stjórnir þeirra
liöfðu sagt þegar árásarstriðið
hófst, að tilgangur þeirra væri
sá einn að skilja Egypta og fsra-
elsmenn og stilla til friðar með
þeim. Fáir munu að vísu hafa
trúað þessari staðhæfingu, og ef
Bretar og Frakkar verða nú ekki
tafarlaust við kröfu allsherjar-
þingsins um að þeir flytji strax
burt her sinn úr Egyptalandi
hafa ráðamenn þeirra um leið
komið upp um tvöfeldni sína.
Það er enn erfiðara að skilja
hina skyndilegu stefnubreytingu
ísraelsstjórnar vegna þess, að
ísrael grelddi eitt allra ríkj'a at-
kvæði gegn tillögu'' Asíu- og Af-
ríkuríkjanna á allsherjárþiriginu
í fyrrakvöld" um tafarlausan
brottflutning allra erlendra herja
frá Egyptalandi. Tillagan var
samþykkt með 65 atkvæðum
gegn 1, en 8 ríki sátu hjá.
Vera má að orðsending sem
Ben-Gurion barst í fyrrakvöld
frá Eisenhower Bandaríkjafor-
seta hafi ráðið nokkru um hina
breyttu afstöðu.
Förum ekki fyrr en
og nema að. . . .
Eden forsætisráðherra skýrði
brezka þinginu frá því í gær, að
ekki kæmi til mála að brezkir
hermenn yrðu fluttir úr Egypta-
landi nema að lögreglusveitir SÞ
tækju við af þeim og ekki fyrr
en þær kæmu.
Engir bardagar munu hafa átt
sér stað í Egyptalandi í gær. Þó
skiptust egypzkir hermenn og
brezkir á skotum á einum stað,
og féllu þar 2 Egyptar.
Vantraust
á brezku stjórnina
Verkamannaflokkurinn bar í
gær fram á brezka þinginu til-
lögu um vantraust á stjórnina
vegna 'árásarinnar á Egyptaland
og var það í annað sinn.
Kenneth Younger, þingmaður
Verkamannaflokksins, sagði að
árás Breta og Frakka á Egypta
hefði skapað alvaiiegt ástaiuf á
alþjóðavettvangi og komið af
stað sundrung í brezka samveld-,
inu. Hann sagði að brezka stjórn-
in hefði ekki séð fyrir tíunda
liluta af því sem myndi hljótast
af árásarstríðinu.
Hefur stjórnin gert sér grein
fyrir, hvernig verður ástatt, ef
Sovétríkin senda sjálfboðaliða til
Egyptalands? spurði hann, Því
lengur sem við höldum hersveit-
um okkar í Egyptalandi, for-
dærndir sem árásarmenn af al-
menningsáliti heimsins, því
meira eykst hættan á að Sovét-
ríkin sendi Egyptum hernaðarað-
stoð og sjálfboðaliða, sagði hann.
Hann lauk máli sínu með að
krefjast þess að brezku hersveit-
irnar í Egyptalandi yrðu þegar í
stað kallaðar heim.
Atkvæðagreiðsla um van-
trauststillöguna átti að fara fram
um eða eftir miðnætti í nótt.
Brezkir ráðherrar
segja af sér
Einn af aðstoðarráðherrum
brezku stjórnarinnar, forstjóri
efnahagsdeildar fjármálaráðu-
neytisins, sir Edward Boyle,
sagði í gær af sér embætti í
mótmælaskyni við árásarstyrj-
öldina á hendur Egyptum. Annar
brezkur ráðherra, Anthony Nutt-
jng, aðstoðarutanrikisráðherra,
sagði af sér á sunnudaginn af
sömu ástæðu.
Aðrir embættismenn brezku
stjórriarinnar hafa gert slíkt hið
sama, þ. á. m. William Clark,
kunnur blaðamaður sem fyrir
nokkrum mánuðum gerðist
blaðafulltrúi Edens forsætisráð-
herra, og haft er fyrir satt, að
nokkrir kunnustu leiðtogar í-
haldsflokksins, þ. á. m. Butler
innsigiisvörður og fyrrverandi
fjármálaráðherra, hafi sett Eden
þá úrslitakosti fyrir nokkrum
dögum, að þeir myndu segja af
sér, ef hann féllist ekki þegar
í stað á að lýsa yfir vopnahléi
i Egyptalandi.
Flugvél frá
Braathen ferst
Flugvél frá flugfélagi Braath-
ens fórst í fyrradag á Leið frá
Niðarósi til Oslóar.
Flugvélin rakst á fjallshlið
skammt frá sænsku landamær-
unum. Flak hennar fannst í gær
og höfðu 10 menn sent í henni
voru komizt lífs af, en tveir
beðið bana.
Framferði íhaldsins
IÚ1AKERTI — SKRAUTKERTI — RIÚMAKERTI
Tékknesku kertin eru komin. — Takmarkaðar birgðir.
Pétur Pétursson, heildverzlun,
Hafnarstræti 4 — Sími 1219 og 82062.
Framhald af 1. síðu
þola að þessir samansaumuðu
fjárplógsmenn drottni lengur
yfir mikilvægasta atvinnuvegi
þjóðarinnar. Af því stafar heift-
in sem birtist í skrílsuppþotinu
í fyrradag; þess vegna er reynt
að hagnýta hina geigvænleg-
ustu heimsviðburði í þágu auðs
og valda.
★ Buddunnar lífæð.
Þetta augljósa samhengi hef-
ur komið skýrt fram í heild-
salablaðinu Vísi undanfarna
daga. Daginn eftir að fréttist
um hina hörmulegu viðburði í
Ungverjalandi bar heildsala-
blaðið fram kröfu um að ríkis-
stjórnin segði af sér. Daginn
eftir ítrekaði það kröfu sína og
bætti þá við þeim rökstuðningi
að stjómin ætlaði „að vinna á
verzlunarstéttinni með því að
Ieyfa ekld svo háa álagningu að
hún standi undir rekstrinum".
Þarna kom það þegar í ljós að
það var buddunnar lífæð sem
sló í brjóstinu á heildsölunum;
tilgangurinn var sá að nota
harmtíðindin í Ungverjalandi
til að tryggja heildsölum nægi-
lega háa álagningu. Svona
frámunalega auðvirðileg er
stjórnmálabarátta Sjálfstæðis-
flokksins.
,,Samúð" nazistanna.
Og hvernig ætti hún að vera
öðruvísi ? Peningaklíka Thors-
aranna hefur reynt að tryggja
völd sín með því að skipa um
sig sveit harðsnúinna nazista,
þeim hefur verið raðað í ýms
ar mestu valdastöður þjóðfé.
lagsins og þeir hafa nú forustu
fyrir æsingum og skrilslátum í-
haldsins. Mennirnir sera dáðil
Hitler og þjóðamorð hans með-
an hann var nokkurs megnug*
ur þykjast nú hafa gerzt máls-
svarar lýðræðis og matmhelgi!
Sérstakrar frægðar hefur Sig-
urjón Sigurðsson getið sér,
nazistaleiðtoginn sem Bjarni
Benediktsson gerði að lögreglu-
stjóra, er hann bjó í haginn
fyrir skrílslætin í fyrradag.
Hann lét loka Túngötunni fyrir
bílaumferð — eins og gert er
þegar lögreglan leyfir mann-
fundi — og gerði ekki nokkra
minnstu tilraun til aé binda
endi á framferði hvítliðanna.
Það er smán fyrir Islendinga
að þola slikan mann í lögreglu-
stjórastarfi, og eftir framferð-
ið í fyrradag hlýtur ha.nn að
hafa unnið sér til þeirrar ó-
helgi sem nægi.
Verður að kveða
niður.
Allir ærlegir íslendingar
hljóta að kveða upp hinn
þyngsta áfellisdóm yfir of-
stækiskliku íhaldsins. Það er
siðleysi og lítilmennska, sem
ekki á að þola, að gera. óbæri-
legar raunir milljóna manna að
tæki til að vernda og efla gróða
og völd lítillar sérhagsmuna-
klíku. Slíkt siðleysi verður al-
menningsálitið að kveða. niður
í eitt skipti fyrir öll í tslenzkri
stjórnmálabaráttu.
STEIMP
UwKmvec 3» — Síml 822M
FJöIbreytt trvmi mf
•telnhringnm. — Fóstsemdnw.