Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. desember 1956 Kapphlaupið við tímann — Áreynsla á heilann — Erfiðir dagar fyrir pyngjuna PÓSTURINN, SEM ER að eðl- isfari heldur værukær, hefur oft verið að velta því fyrir sér, hvort kapphlaup fólks við tímann, muni ekki hafa slæm áhrif á taugakerfi þess. Aldrei verður þetta kapphlaup eins æsandi og einmitt síðustu dagana fyrir jólin. Þá kemur nefnilega upp úr kafinu, að ótal margt, sem endilega þurfti að gerast fyrir jól er enn þá ógert. Og nú skulum við að gamni okkar rifja upp nokkuð af þvi, sem við þurf- um að gera fyrir jólin, og sumt þarf meira að segja að gerast 2-3 dögum fyrir jól. 1. Við þurfum að kaupa jóla- kort, skrifa utan á þau og koma þeim í póst í tæka tíð; og þetta eitt er býsna mikið verk fyrir þá, sem eiga marga kunningja, (Annars finnst mér nú, að fólk ætti varla að senda jólakort öðrum en beztu vinum sínum). 2. Við þurfum að ákveða hverjum við ætlum að gefa jólagjafir, síðan að ákveða hvað skal gefa hverjum, og síðast að kaupa gjafirnar. Það segir sig sjálft, að það er talsverð á- reynsla á heilann að ákveða þetta hvorttveggja (t.d. er ærinn vandi að ákveða, hvort maður á að gefa bæði beztu og næstbeztu vinstúlkunni jólagjöf, eða hvort maður á bara að gefa annarri hvorri þeirra, og þá hvorri, eða hvort maður á bara að sleppa þeim báðum. Eg nefni nú þetta bara sem dæmi). Margir grípa til þess ráðs eftir mikil og erfið heilabrot, að gefa einhverja bók, en þá er eftir að ákveða hver sú bók skuli vera: á það að vera Slaug- thersbókin nýja eða Einskon- ar bros; já og hvemig á band- ið að vera litt, því auðvitað gefur enginn óbundna bók? (Aftur á móti gæti ég vel trú- að, að einhverjir væru til með að gefa bókarspjöldin ein saman, ef þau væru nógu falleg og dýr). Nú, svo er eftir að kaupa gjafimar, og það er álíka mikil áreynsla á pyngjuna eins og það reyndi mikið á heilann að á- kveða hverjar þær skyldu vera. 3. Við þurfum að sjá um innkaup á öllum hugsan- legum jólavörum til heimilis- ins, og í því efni er kapp- hlaupið við tímann oft veru- lega æsandi t. d. á maður kannski eftir að fará í einar 3-4 búðir, þegar klukkan er hálfsex, en klukkan sex verð- ur lokað. Og erfiðið við að muna allt, sem maður þarf að muna í þessu sambandi, er alveg ótrúlegt; og svo gleym- ir maður kannski sjálfu hangi- kjötinu eftir allt saman. Hér erum við búin að fá aðeins þrjá liði af öllu því, sem við þurfum að koma í verk dag- ana fyrir jólin, fyrir utan okkar aðalstarf auðvitað. Margt er ótalið enn; og sjálf- sagt eiga flest ykkar margt Framhald á 10. síðu. i KleppsbMiar - Vogaliar Verzlunin aö NJÖRVASUNDI 18 hef- ur verið opnuð. Seljum M J Ó L K og allar fáan- legar nýlenduvörur. — Reynið við- skiptin. — Sendum heim. MATVÆLABCÐIN Njörvasundi 18 — sími 80552 „Bókin er eins og flotin úr penna, svo létt og lipurt er hún skrifuð, málfarið prýðilegt og og frásagnargleðin heillandi". BðKAVERZLUN SIGFÚSAR — EYMUNDSSONAR ENN Á HEÍMLEIÐ Endurminningar Vilhjálms Finsens, sendiherra. VATNANIÐUR Bjöm I. Blöndal. Innb. kr. 98,00.. Glæsileg bók íyrir unnendur ís- lenzkrar náttúru, íslenzkrar sagna- og orðsnilli. Kjörbók alira iaxveiðí- manna. „í bókinni sameinast notadrjúg- ur fróðleikur, glettnisfullar veiði- sögur og hugþekkur skáldskapur í óbundnu máli". (J. Eyþórss. Tím- inn). NORÐRI GUÐMUNDUR OBÖÐVARSSON HALLDÓR STEFÁNSSON Það hefur verið sagt um Guðmund Böðvarsson að hann sé eifct laf ævin- týrunum í íslenzkri bókmenntasögu. Starfandi hóndi kveður hann sér hljóðs sem skáld svö að alþjóð hlustar, og er orðin einn af vinsæl- ustu þjóðskáldum íslendinga. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur, og eru þær fyrstu löngu ófáanlegar. Ljóðavinum gefst hér í fyrsta sinn kostur á >að fá heildarútgáfu af kvæðwn hans. ÓLafur Jóh. Sigurðsson valdi sögumar og ritar formála. Sögur Halldórs Stefánssonar hafa lengi notið mikilla vinsælda, baiði heima og erlendis, og cru d þessari bók imargar snjöllustu sögur hans, Halldór Laxness hefur komizt að að orði að „telja megi á fingrum annarrar handar þá ísiendinga sem náð hafa að gera smásögur eins vel og Halldór Stefánsson, síðan þá höfunda leið er á þrettándu öld settu suma Islendingiaþættii saman". Heimskfmgla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.