Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 68. dagur þaö var veiklulegi maöurinn meö í’jörlegu augun og kon- an sem gat ekki hætt aö gráta. Það var hægláta Austur- landastúlkan, drukkni maöurinn sem var of ringlaður til aö hafa áhyggjur, og jafnvel gamalkunnugt andlit* til að rifja upp þá daga þegar Alice og Tony voru til. Eftir hálfrar stundar nákvæma einbeitingu aö fluginu komst Dan aö raun um aö leikni hans í flu'gi var ekki aö eilífu glötuö. Smám saman uröu áhöldin viöráöan- legri, leiöréttingar hans smávægilegri — hæöarmælir- inn og kompásinn hegöuöu sér skaplega. Hann vissi aö hann lét flugvélina gera þaö sem hún gat þrátt fyrir ólguna og hann gat farið aö hugsa um annað. Hann komst aö þeirri niöustööu að andlitin í farþegaklefan- um heföu ranglega veriö dæmd til refsingar. Eina synd- in sem þau höfðu drýgt var aö kaupa farmiða, og meö því höföu þau ómótmælanlega lagt líf sitt í hendur manni sem þau höfðu aldrei séð. Hvernig gátu þau vit- aö, a’ö Sullivan var góöur maöur, mjög fær og afar- einlægur, og hvernig gátu þau vitað að hann var illa undir slíkt áfall búinn? Sullivan var eins og hindrunar- hlaupari sem haföi lengi vel í hugsunarleysi komizt yfir erfiöustu torfærurnar án þess aö saka, en sá einn góðan veöurdag leiðina í ööru ljósi — sá allt í einu aö hætta gat verið á feröum. Þetta liði hjá. Öryggi manna sem vissu í raun og veru hvaö þeir vom aö gera, kom óhjá- kvæmilega aftur meö tímanum. Og hann varö betri maöur eftir þessa þolraun efans, vegna þess aö hann sigraöist á henni meö skynsemi en ekki yfirlæti. En nú var enginn tími til þess fyrir Sullivan aö snúa við taugakerfi sínu og rannsaka hina. hliö þess. Taugar hans ættu að vera skjöldur hans; þess í stað voru þær nú eins og opin kvika fyrir öllum áföllum. Það var vafasamt hvort hinir í áhöfninni höföu tekiöi eftir taugastríöi flugstjóra síns. Hobie var of önnum kafinn og bar of mikla viröingu fyrir honum. Leonard var sjálfur lamaður af ótta. Þeir höföu ekki tekiö eftir breytingunni á rödd Sullivans, hvernig hún virtist- stíga örmagna upp frá brjósti hans og þeir höfðu ekki heldur tekiö eftir augunum, sem þutu flóttalega milli mælanna án þess aö lesa af þeim í raun og veru. Áöur en Dan tók við af honum, var flug hans oröiö ömurlegt. Hann gerði ýmist aö hækka sig eöa lækka um tvö hundruð fet og vék jafnvel frá stefnunni um tíu gráður. Þessar skekkjur voru tímasóun. Sullivan hefði aldrei gert þær ef hann heföi haft fullkomna stjórn á sér. Og þaö var ýmislegt sem sýndi enn skýrar erfiöleika Sullivans viö aö einbeita sér aö björgun flugvélarinnar. Sú afstaða hans aö vilja bíöa og sjá til var í sjálfu sér skynsamleg — þaö var enn of snemmt að taka loka- ákvöröun — en grundvöllurinn aö báðum kostunum ætti að vera lagöur nú þegar, hvort sem hann yröi not- aöur eða ekki. Ef Sullivan ætlaði að reyna aö lenda í San Francisco ætti hann að líta í flugbókina, rifja upp öll smáatriði í sambandi viö aðstæður þar, í staö þess að stika fram og aftur í reykskýi. Hvert einásta andar- tak yrði ómetanlegt yfir San Francisco. Og þaö ætti að vera stöðugt samband viö land til aö fá athuganir Leonards staðfestar. Þaö ætti að skýra San Francisco frá því að þeir væru að velta fyrir sér möguleikanum á lendingu þar og stjórnturninn ætti að fá fvrirmæli um að hafa öll ljós í gangi og vera viðbúinn aö ryöja allt svæöiö fyrirvaralítið. Þeir þyrftu að fá allar upplýsingar um hugsanleg skýjarof við ströndina; mannlausi flug- völlurinn í Hálfmánavík var nokkrum mílum nær og hann væri altént brúklegur til nauölendingar. Hann gat verið opinn undir heiðum himni Sullivans vegna. Hvernig vax veðriö í Drake vík? í norðvestanátt væri þar sléttur sjór og nauðlending þar væri langtum hættuminni. Og þott Farallon eyjar væru úfnar og ó- gestrisnar, þá voru þær að minnsta kosti þurrt land. Þær voru tuttugu og átta mílur frá ströndinni, ef til vill aðeins klettabelti, en þar var þó lítill bátur. Sullivan tók að minnsta kosti ekki allt til athugunar. Allt fas hans gaf til kynna að hann heföi þegar tekiö ákvör’ðun um aö reyna aö nauðlenda á opnu hafinu, sem var skelfileg tilhugsun í svona veðri. En þrátt fyrir það — haföi Sullivan enga tilraun gert til að reyna aö ná sambandi viö björgunarflugvélina. Brosað í kampinn ;,Nokkur skopkvæði og hermiljóð” eítir Böðvar Guðlaugsson Komin er út ljóðabóldn Brosað í kampinn, eftir Böðvar Guð- laugsson. Bókin er 78 blaðsíður að stærð, en höfundur muu sjálfur vera útgefandi. Ljóðin í bókinni eru 28 að tölu. Bókmenntir Höfundur heiur um margra ára skeið verið einn aðalljóða- höfundur Spegilsins, og hefur birt ljóð sin þar undir ýmsum dulnefnum. Mun meirihluti Ijóð- anna í bókinni einmitt hafa birzt þar áður, og segir höf- undur svo m. a. í formála: „Þess er þá fyrst skylt að geta, að flest kvæðin hafa áður birzt á prenti og vafalaust íinnst ýmsum i meira lagi hæp- in fjárfesting að safna þessu rusli saman í bók — og gefa hana út. Það finnst mér raunar iika, en sú er þó bót i máli, að þessi fjáríesting kemur áreiðan- lega harðast niður á þeim, sem að henni stendur, þveröfugt við sumar aðrar fjárfestingar, sem bitna harðast á þeim, sem minnstan hlut eiga að þeim. Þótt kverið sé samsafn áður prentaðra kvæða, þá er þó hvorki um að ræða úrval úr bundnum skáldskap höfundar- ins, né heldur heildarútgáfu á ljóðum hans; skal bókmennta- fræðingum framtíðarinnar góð- fúslega eftirlátið að fjalla um slíkar útg'áfur. . .“ Lesendur Þjóðyilj'ans skulu svo aðeins minntir á það að Böðvar Guðlaugsson hefur skrif- að Bæjarpósti.nn nú um aillang't skeið, og frá honum eru upphöf þau og botnar sem hann hefur látið ykkur glíma við öðru hvoru. A eiiiiilisþáttnr ner. Flóknlrakkar Nú er farið að sauma kápur úr flóka, og það verður gaman Maðurinn minn, Sveinn Guðmundsson járnsiniður, Bárugötu 14, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 22. þ.m. kl. 10.30. Halldóra Jónsdóttir að vita hvort þessar kápur ná eins miklum vinsældum og flau- elskápurnar og gabardínkáp urnar á sínum tíma. Nýtizku flókaefni eru að mörgu leyti mjög hentug. Þau eru ekki sér- lega dýr, þau eru sterk og oft- ast eru þau meðhöndluð þannig að þau krypplast ekki. Hér er sýnd bandarisk flókakápa, svo látlaus í sniði að hún er hent- ug sem regnkápa, venjuleg kápa og jafnvel sparikápa. Lit- irnir á flókaefnunum eru sterk- ir og hreinir. Helzti gallinn á þessum efnum er sá, að þau eru allstíf og koma því eink- um til greina á kápur sem eru sléttar, beinsniðnar og beltis- lausar. Framhald af 7. síðu svo sem þá að hljómsveitin hafi leikið Hærra minu guð til þín þegar yfir lauk (það var allt annar sálmur), en hann kann frá ýmsu ævintýralegu að segja, sem gerðist í raun og veru. Með ólíkindum er björgun hakarans, sem sötraði viskí meðan skipið var að sökkva, gekk skraufþurr út í sjóinn af skutnum um leið og hann hvarf undir vatnsborðið og var hinn hressasti eftir margra klukkutíma vist í ís- köldum sjó. Bók Lords er rituð af kunn- áttu og hófsemi. Hann segir þessa áhrifamiklu sögu skýrt og öfgalaust og dregur síðan ályktanir af atburðinum í stuttu og ljósu máli. Margar ágætar myndir fylgja. Þýðing Gísla Jónssonar menntaskólakennara er nokk- uð hnökrótt en laus við stór- lýti að undantekinni einni ó- hæfri setningu: „Sú viðvörun var einu sinni aldrei send upp í brú“. Og ekki trúi ég því fyrr en ég tek á því, að eins sannfróður maður og Lord bei‘i ábyrgð á þeirri tímavillu, að hljómsveit Titanie hafi leikið jass meðan skipið var að siga niður í sjóinn. M.T.Ó. Bæjaipósturinn Framhald af 4. síðu ógert enn, sem þárf að ger- ast fyrir jól. Það á ég líka, og þess vegna skulum við gefa okkur óskipt að kapp- hlaupinu við tímann, ekki mun af veita. Félagslíi Jólatrésskemmtun Knattspyrnufélags- ins Þróttar fyrir börn félagsmanna verð- ur haldin í skála félagsins laugardaginn 29. des. Að- gönguniiðar fást hjá Halldóri Sigurðssyni í Fiskbúðioni Fálkagötu 19. Nefndin Varið ykkur á leikgrindlinm Barnaleili^pndur eru móður- ínni til mikillar hjáipar. Hún getur unnið róleg í næsta her- bergi eða í eldhúsinu meðan litla barnið dundar sér í grind- inni. En ef grindin er ekki al- veg ný kemur stundum fyrir að barnið klemmir fingurna í sam- skeytunum. Hvort sem maður hefur rúm til að láta grind- ina standa frammi að staðaldri eða setur hana saman á kvöld- in, borgar sig að líma bút af glæru límbandi yfir samskeytin til þess að vera öruggur um að barnið geti ekki meitt sig. Vindið ravonefni varlega Ekki jxilir allt tau að það sé undið of hranalega eða sett i rafmagnsvindu. Reyonefni (gerviuil, gervisilki o. f!) verða mjög viðkvæm þegar þau blotna og þola aðeins að vatnið sé hrist úr þeim eða strokið úr þeim. Ekki má hengja flík- urnar á snúrur heldur t. d. á stóibök. Einnig er gott að vefja beim inn í handklæði þangað til þær þorna. Ekki má heldur vinda báru- flauel. Bezt er að losa vatnið úr því með dagblöðum áður en það er hengt til þerris. Á sama hátt :-er bezt að þrýsta ullar- sokkum og silkisokkum í hand- klæði áður en þeir eru hengdir til þerris. OfQOw8UIMN Úts-fan.11: Sametolngarnokkur alþýSu - Sósíallstatlokkurton. - Rltstjórar: Magnús Kiartan»--a fób.), Stsurður Guómundsson. - PréttaritsUórl: Jón Bjarnason. - BlaBamenn- ÁsmundJtr Stóur- ., .. . ... , _ , lýasson, BJaiml Benedlktsson, GuSmundur Vigíússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi ólaísson. - Au«lýsins-a;sOójj: Jónstebm Haraídsson. - RIÍBtjórn, afgrelSsla. auslýslnsar, urentsmlSja: SkóIavörSustlg 19. - Sirar ?S00 -3 Wr5 Sr’ 23 4 m4cuS1 1 °* n&greniíl; kr. 22 annarsstaSar. - LausasöluverS kr. 1. - PrentsmtSJa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.