Þjóðviljinn - 03.01.1957, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1957, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1957 Togarakanpin og heilindi SJáUstæðisíIokksins ' Þingmenn Sjálfstæðisflokbs- ins hafa liegðað sér næsta kynlega á þingi þegar rætt hefur verið um kaup 15 nýrra togara, en það er eitt mikilvægasta mál núverandi stjórnar. í neðri deihl greiddu íhaldsmenn ýmist atkvæði gegn málinu, sátu hjá eða laumuðust burt, þeg- ar það var afgreitt. En í efri deild flutti Sigurður Bjarna- son tillögu um að togurun- um skyldi fjölgað í 20! Björn Jónsson gerði þessa framkomu að umtalsefni í ræðu sem hann flutti um málíð í efri deild, og komst hann m.a. að orði á þessa , leið: Ég vildi með örfáum orðum gera grein fyrir afstöðu minni til þeirra tillagna sem Sigurð- ur Bjarnason og Jóhann Þ. Jósefsson flytja við þetta frumvarp, sem hér liggur fyr- ir til 3. umræðu. Sigurður Bjarnason hefur haldið marg- ar ræður hér í deildinni um nauðsyn þess, að heimildin til skipakaupanna yrði aukin um fimm togara frá því sem ráð er fyrir gert. Ég get verið sammála honum um það, að það komi mjög til greina, að umsóknir verði það margar um skip, að þetta frumvarp geti ekki fullnægt þeim öllum. Hins vegar vil ég jafnframt benda á það, að það eru mörg og mikil verkefni, sem eru ó- leyst í samhandi við þessi heimildarlög, og svo mikið er vist, að flokksbræður Sigurð- ar Bjarnasonar í Neðri deild hafa einmitt lagt sérstaka á- herzlu á efasemdir gagnvart því að ríkisstjórninni væri unnt að sigrast á þeim erfið- leikum, sem eru í sambandi við málið. Þeir hafa bent á það, að lánsfjárþörfin í sam- bandi við þetta mál er mjög mikil og þeir hafa látið í ljós miklar efasemdir um það, að ríkisstjórninni væri fært að sigrast á þeim. Það hefur ver- ið bent á það, að miklir örð- ugleikar eru að fá togara smíðaða í skipasmiðastöðvum í Evrópu eða eiginlega öllum skipasmíðastöðvum, sem koma til greina, og margar þeirra væru jafnvel uppteknar til 1960. Það hefur verið bent á það líka, að það væru miklir erfiðleikar í sambandi við út- vegun sjómanna á þessi skip, og það hefur verið bent á það, að það væri enn ekki gengið frá rekstrargrundvelli togara- útgerðarinnar, sem þó væri nauðsynlegt í sambandi við svona mikla aukningu á flot- anum. Ég er að vísu sann- færður um það, að rikisstjórn- inni mun takast að fá lán til þessara togarakaupa og henni mun takast að fá þá smíðaða. En varðandi það atriði, sem er ekki síður mikilsvert, að tryggja sjómenn á þennan mikla flota, sem áætlað er að bætist við skipastól okkar, þá held ég, að það sé mikið verk- efni, sem liggur fyrir Alþingi að tryggja þetta fyllilega, og reyndar auðséð að það er með öllu útilokað, að við getum leyst það mál, nema frá hendi Alþingis og ríkisstjórnar séu gerðar mjög víðtækar ráðstaf- anir til að bæta kjör sjó- mannastéttarinnar, og verður það tæplega gert nema með allvíðtækri löggjöf. Og sú lög- gjöf er algerlega óunnin enn- þá. Ég er viss um það, að það tekst líka að sigrast á þessum erfiðleikum, en það hefur ekki enn verið gert. Ég held þess vegna, að það sé að öllu leyti hyggilegra að samþykkja þetta frumvarp eins og það nú liggur fyrir og láta næst.u mánuði skýra það betur hvort þessir erfiðleikar, sem ég hef minnzt á, leysast. Og að þeim leystum, þá skal ég verða Björn Jónsson fyrsti maður til þess að styðja Sigurð Bjarnason, ef hann verður þá sama sinnis og hann er nú um það að bæta við. Það skal ekki standa á mér til þeirra hluta. Ég tel' líka ástæðu til þess að benda á það, að með þessu frumvarpi er ekki á nokkurn hátt verið að koma í veg fyrir það að fleiri skip séu keypt til landsins heldur en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, og ég býst við því að allir deildar- menn muni það, að það eru aðeins örfáir dagar síðan ver- ið var að samþykkja aðstoð frá hendi ríkisins til eins sér- staks togara, og ég tel alveg öruggt,, að það sé auðleyst mál í svipuðum tilfellum að aðstoð Alþingis og aðstoð rík- isstjórnar komi til þegar svip- að stendur á um algerlega nauðsynlega endumýjun á flotanum. Það er heldur ekki hægt að fullyrða um það, að öllum þeim, sem þurfa á nýj- um togurum að halda, sé nauðsynleg svo mikil aðstoð eins og felst i þessu frum- varpi, og sem betur fer eru margir af þeim, sem koma til greina færir um það að leþgja meira fram heldur en gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. Ég ætla ekki að fara að gera lítið úr vilja Sigurðar Bjarnasonar og heilindum í þessu máli, en ég vil þá jafn- framt benda á, að heilindin eru ekki jafnmikil hjá flokki hans. Ég minnist þess, að þegar þetta mál lá fyrir Neðri deild, þá sátu ýmsir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins hjá rið atkvæða- greiðsluna. Einn þeirra greiddi atkvæði á móti frumvarpimi í heild og sex, að mig minnir, greiddu atkvæði á móti því að farið væri út í ríkisútgerð tog- ara — en margir af þing- mönnum þessa flokks flúðu til dyra þegar kom að því að greiða atkvæði um málið í heild sinni. Ég vil álíta að heilindin séu meiri hjá Sigurði Bjarnasyni heldur en almennt er hægt að álykta út frá af- stöðu hans flokks. Það er nú svo, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur, þangað til þessi ríkis- stjórn tók við völdum, haft með sjávarútvegsmálin að gera um alllangt skeið; en á öllum þeim tíma hefur enginn einasti togari verið keyptur til landsins. Það hefur ekki verið keyptur togari til landsins á níunda ár, og mestan hluta af þeim tíma a.m.k. hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með sjávarútvegsmálin. Þess vegna finnst manni það svona í aðra röndina vera svolítið broslegt þegar fulltrúi þessa flokks í þessari deild telur sig vera kjörinn talsmann til þess að bæta við, þegar í fyrsta skipti um langt árabil er gert stórkostlegt átak til þess að auka flotann, og raun- verulega að ýmsu leyti mesta átakið, sem nokkurn tíma hef- ur verið gert, eða a.m.k. síðan á tímum nýsköpunarstjórnar- í þessu sambandi vil ég líka benda á það, að leysist erfið- leikarnir í sambandi við þessi kaup, þá álít ég líka, að það komi til fullkominnar athug- unar, hvort atvinnumál ým- issa staða, sem þarna þarf sérstaklega úr að bæta, verði ekki betur leyst með því að fjölga bátunum, en síðan tog- urunum. Ég held að það sé mál, sem alls ekki er full-. komlega rannsakað. Það er kunnugt öllum, sem til þekkja úti á landsbyggðinni, að þar eru fjölda margir staðir, og margir þeirra sem mest eru þurfandi fyrir aukna atvinnu, sem ekki hafa aðstöðu til að taka á móti togurunum né vinna afla þeirra, en þar mundi hins vegar nýtast fylli- lega afli báta, og koma þar til hafnarskilyrði, vinnsluskilyrði í frystihúsum og ýmislegt því- umlíkt. í sambandi við aukn- ingu frá því sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi tel ég nauðsynlegt að það mál sér- staklega sé yfirvegað gaum- gæfilega. Viðvíkjandi ríkisútgerð tog- ara, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu, þá get ég aðeins norðanlands talið upp staði eins og Dalvík, Hrísey, Ólafs- fjörð, Sauðárkrók, Raufar- höfn, Hólmavík, Hvamms- tanga, Skagaströnd og Hofs- ós. Þetta em allt staðir, þar sem forystumennirnir hafa lagt á það sérstaka áherzlu að fá fisk úr togurum til vinnslu, en verður að gera ráð fyrir, að hafi ekki möguleika til þess að nota sér það ákvæði þessa frumvarps að kaupa togara. Af þessum ástæðum er það, sem rikisstjórninni og stuðningsflokkum hennar hef- ur þótt það nauðsynlegt að setja ákvæðin um togaraút- gerðina inn í. Ég vil líka benda á það, að þessum stöð- um er einmitt sérstök nauð- syn á aukningu togaraflotans og á ríkisútgerðinni, vegna þess að aflinn á heimamiðun- um hefur minnkað svo óskap- lega, að ég geri fastlega ráð fyrir því, að menn geri sér ekki almennt grein fyrir því. Bara sem lítið dæmi um þetta get ég nefnt það, að meðal- afli báta frá Hólmavík hefur á síðustu 9 árum lækkað úr 4,9 lestum í róðri niður í 2,6, og þetta er bein afleiðing af þeirri tilhögun, sem höfð var um útfærslu landhelginnar, sem þýddi það raunverulega að togaraflotanum var beint meira á fiskimiðin fyrir norð- an, svoleiðis að hann myndar algerlega varnargarð fyrir þvi, að fiskgöngurnar geti gengið inn á bátamiðin. Talsvert öðru máli er að gegna um austursvæðið á Norðurlandi, þar sem afla- sæld er yfirleitt talsvert miklu meiri og bátar gætu þess vegna komið að meira liði. En öll þessi mál eru núna, eftir því, sem ég best veit til yfirvegunar í nefnd, sem vinnur fyrir ríkisstjórn- ina, atvinnutækjanefndinni, og ég tel alveg sjálfsagt að henni gefist tími til þess að ganga frá frekari till. en gert er ráð fyrir i frv. Og ég tel að það geti farið svo, að það þyrfti ekki einu sinni að bíða til loka þessa þings, að gert væri ennþá stærra átak ÞÁ ERUM VIÐ búin að kveðja gamla árið með rakettum, flugeldum, blysum og álfa- brennum og söng og dansi. Um síðustu áramót bar hverf- andi lítið á þeim ærslum og ólátum, sem stundum hafa verið höfð í frammi á gaml- árskvöld, einkum í miðbæn- um, og ég hygg, að það hafi einnig verið tiltölílega rólegt um þessi áramót. Og hvað gerðuð þið svo á gamlárs- kvöld? Sum ykkar hafa nátt- úrlegá verið heima, hlustáð á útvarp og spilað á spil; önnur hafa vafalaust farið í heim- sókn til vina og ættingja til þess að heilsa með þeim nýju ári. Þá hafa auðvitað fjölda- margir farið á áramótadansi- ball, og þeirra hlutur er sýnu verstur, því að á gamlárs- kvöld er siður að okra ríflega á aðgöngumiðum og veiting- um. Aðgöngumiði að venju- legum dansleik á laugardags- kvöldi kostar kr. 50,00, og standa þeir dansleikir til klukkan tvö. En á gamlárs- kvöld kostar miðinn 100,00 krónur, og dansleikirnir standa til klukkan þrjú. Það virðist sem sé reiknað með því, að en gert er ráð fyrir í frum- varpinu, enda þótt ekki verði hlaupið eftir till., sem maður verður, út frá fyrri reynslu og aðstæðum, að skoða sem yfirboðstillögur. Ég held, að þet.ta sé það helzta, sem ég vildi taka fram í sambandi við afstöðu mína til málsins. En ég vil ítreka það í sambandi við frv. í heild sinni, að hér er um mikil- væga framkvæmd að ræða, sérstaklega í sambandi við þann landshluta, þar sem ég er kunnugastur, í kaupstöð- unum t.d. frá Reykjafirði á Ströndum og til Þórshafnar. Þar eru & þúsund íbúar og daglaunafólk á þessu svæði er um hálft fimmta þúsund. 12 hundruð af þessu dag- launafólki verður að hrekj- ast frá heimilum sínum yfir vetrarmánuðina og leita sér atvinnu hér á Suðurlandi, sem verður því að mörgu leyti miklu óhagstæðari heldur en atvinnan gæti orðið heima fyrir. En eftir eru, þrátt fyr- ir það, meira en 3000 manns, sem býr við nær því aígert atvinnuleysi ýfir vetrartím- ann, nærri því algert atvinnu- leysi og stopula atvinnu yfir sumarið, fólk, sem af ýmsum ástæðum hefur ekki aðstöðu til þess að flytja sig á milli landshluta eftir árstíðum. Og það er ekki neitt smáræðis- átak að fá þessu fólki öllu saman nægileg verkefni í hendur, og ekki smávægileg þýðing, sem það hefur fyrir þjóðfélagið að nota starfs- krafta þess til fullnustu. Og ég tel, að þetta frumvarp í heild sinni sé stærsta átakið, sem hefur verið gert síðasta áratuginn til þess að svo mætti verða. samkomugestirnir skemmti sér konunglega síðasta klukkutím- ann, því það kostar eins mikið fyrir þann eina tíma eins og hina fimm. Og kókaflaskan, sem venjulega kostar fimmtán krónur, hækkar snarlega um eina krónu, og á það senni- lega að koma á móti auknum hljómsveitarkostnaði í einn klukkutíma. En maður hlýtur að spyrja: Eru virkilega eng- in takmörk fyrir því, hve mik- ið er leyfilegt að okra á glundrinu? Ég veit ekki hve mikið kókaflaskan kostar í heildsölu, en í búð kostar hún tvær krónur, og virðist yfrið nóg. Ég held, að það þyrfti að skipa ötula nefnd til að rann- saka rekstur samkomuhúsa hér í bæ, og fá úr því skorið, hvort fjárhagsleg afkoma þeirra byggist á því, að þeira leyfist að okra mörg hundruð prósent á ölglundrinu og selja aðgöngumiðana á uppskrúfuðu verði. Auðvitað má segja, að dansleikir tilheyri ekki nauð- synjum almennings, og fólk geti bara hætt að fara á böll ef því þyki það dýrt. En það gagnar lítið að segja sem svo, Framhald á 10. síðí innar, til þess að auka at- vinnuna úti um landsbyggð- . W>- „Nú árið er liðið" — Góður „bæjarbragur"' á gamlárskvöld — Dýrt að fara á dansleik — Sextán. krónur takk fyrir einn pela af Kóka

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.