Þjóðviljinn - 03.01.1957, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1957
Líf ið getur þorrið
Framhald af 7. síðu
vera langt frá þeim. Og stúlk-
urnar í Rúdasgötu eru víst í
hálfgerðu svelti. (I þessum
götum eru stúdentaheimili hag-
fræðiháskólans). Þeir eru að
spila hérna drengirnir, en það
vantar hið villta fjör og hlát-
ursskeilina, sem venjulega
fylgja slíku hér í landi. Þeir
láta sér nægja að mala í hálf-
um hljóðum.
Rétt í þessu heyri ég að
drengirnir okkar hefðu hjálp-
að til að slökkva í vöruhúsinu.
Fimm eða sex þeirra hugrökk-
ustu eða fífldjörfustu (um það
eru skiptar skoðanir) skruppu
yfir og sprautuðu vatni og
kolsýru í eldinn, báru til vör-
ur, og réðu ásamt starfsfólki
verzlunarinnar, sem bjó hið
næsta, fljótt niðurlögum elds-
ins. Skemmdir urðu litlar.
Til hvers þeir voru að
ieggja sig í lífshættu, úr því
þeir fengu ekkert fyrir það?
Jambi sagðj: Sumpart vegna
TIL
LIGGUB LEIÐIN
hættunnar sjálfrar (Ungverjar
nota í því sambandi latneska
orðið virtus), sumpart vegna
þess að ríkið fyrir hönd okk-
ar á þetta og við megum ekki
láta það eyðileggjast. Það
væri margra milljóna tap.
„Hvað, ert þú að skrifa nið-
ur hugsanir þínar?“ sagði einn
pilta við mig; ég þekki hann
ekki með nafni. ,,Ágætt, ef það
skyldi verða að gagni, þótt
seinna yrði“. Það fólst von-
leysi í þessum orðum. Ég veit
hvað að baki liggur. Allir ótt-
ast að þetta leiði til heims-
styrjaldar eða að minnsta
kosti til útrýmingar ungverskr-
ar þjóðar. „Reykirðu?" spyr
Rúdolf, sá sem kunni sem
flestar kímnisögur um kvöldið.
„Nei, þakka þér fyrir, ég er
svo heppinn að hafa ekki van-
ið mig á það. Á byltingartím-
um er slæmur siður að reykja,
því .að tóbakið getur þorrið“.
Og ég bæti við og reyni að
vera fyndinn: ,,Á byltingar-
tímum er slæmur siður að éta,
því að maturinn getur þorr-
ið“. Rúdolf brosir dauflega og
segir: „Á byltingartímum er
slæmur siður að lifa, því að
lífið getur þorrið“. —
Einn kemur niður með blý-
klump í annarri hendi. Hann
hafði svifið inn um glugga á
þriðju hæð. Blýið var brot
úr sprengjuvörpu. Rúðan, sem
það gerði gat á var sú eina
sem brotnaði í húsinu í öll-
um átökunum. —
Á miðvikudaginn, að mig
minnir, var matvælaskemman
við Dimitrofftorg opnuð og
rænd. Það var soltið fólk. Við
horfðum á, hvemig það kom
til baka berandi feng sinn:
mjöl, kjöt, niðursuðuvörur.
Fólkið í húsunum á móti
hneykslaðist einhver ósköp, og
ein húsfreyjan var svo sköru-
leg að ráðast á smádrengpatta
og hrifsa af honum kexpoka.
Hann lagði grátandi á flótta,
en konan sneri aftur með sig-
urbrosi og heilagri vandlæt-
ingu. Hún lét sér nægja að
ráðast að þeim fullorðnu með
orðum. Sætabrauðsbakarinn
seldi tertubita fyrir 20 for-
intur, og virtist enginn
hneykslast á því ráni. Stúdent-
arnir horfðu á þetta afskipta-
lausir. I mensu okkar voru
miklar matarbirgðir, sem
borizt höfðu að gjöf úr sveit-
inni nokkrum dögum áður.
Þennan dag var byrjað að
ræna vöruhús og verzlanir (ég
á hér ekki við matvöru). Dag-
inn eftir var það komið í al-
gleyming. Hafi hinir góðu
borgarar hneykslazt á matar-
stuldi soltins fólks, sem ekki
átti annars úrkosta en taka
matinn þar sem hann var til,
þá gerðu þeir það ekki siður
þegar fólkið fór að afla sér
fatnaðar á hampalausan hátt.
Þeir kölluðu það skríl og
steyttu hnefana. Ég vissi, að
þjófarnir voru ekki allir fyrr-
verandi tukthúslimir eða stór-
borgardreggjar, eins og marg-
ir vildu vera láta. Sumir þeir,
sem ég þekkti bezt meðal stúd-
entanna, komu heim með al-
fatnað; frakka, baðslopp,
hanzka og svo framvegis. Einn
tók bara pyngjur og skart-
gripi og hugðist selja seinna.
Þeir kinokuðu sér við að við-
urkenna stuld sinn og sögðu
að það væri nær, að þeir,
Ungverjar, nytu vamingsins
heldur en Rússar færu að
hnupla honum. Hvort Rússar
hefðu gert það? Þeim er trú-
andi til þess, var svarið.
Ég er ekki viss um að þessi
siðfræði, þó sterk sé, hafi al-
gjörlega nægt þeim drengjun-
um til afsökunar i sjálfs sín
augum. Ég heyrði þá að
minnsta kosti aldrei hælast
um þetta athæfi. Það er eitt-
hvað að, ef Ungverji státar sig
ekki með nýfenginn hlut.
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
fólk fer á skemmtanir, hvort
sem það hefur í rauninni efni
á því eða ekki, og mér fyndist
engin goðgá, þótt rannsakað
væri, hvort ekki eru tilbok að
draga úr hinu óhóflega verði
á veitingum og aðgöngumið-
um hjá danshúsum bæjarins.
o O o
EN SEM SAGT: Árið 1956 ér
liðið í aldanna skaut,. árið
1957 er að hefja göngu sína,
og nýtt ár leggur okkur öll-
um nýjar skyldur á herðar.
Augiýsing
um greiðslu á tollum
Athygli er vakin á því, að þeir, sem eiga fulltil- :
búin tollskjðl innlögð fyrir gildistöku laga um
útflutningssjóð o.fl., geta greitt af þeim eftir eldri
lagaákvæðum til og með 5. janúar 1957.
Hafi tollarnir ekki verið greiddir í síðasta lagi
5. janúar veröa gjöldin reiknuð að nýju eftir hin- j
um nýju lögum.
Jafnframt er skorað á þá, sem eiga óuppgerðar
fjártryggingar fyrir aðflutningsgjöldum aö gera
þær upp fyi'ir sama tíma.
TöUstjóraskrifstofan, Arnarlivoli. j
Augiýsið í Þjóðviljanum >
Verð miðans er óbreytt
kr. 20,00.
★
Aðeins heilmiðar
útgefnir.
Vinningar falla því
ós kip tir
I hlut vinnenda.
65 þúsund miðar
útgefnir.
★
Sé fyllsta heppni
með, getur ársmiði,
sem kostar
aðeins
240 krónur,
færi eiganda sínum
vinninga að fjárhæð
kr. 2.800.000,00
Með árinu 1957 hækkar heildarfjárhæð
vinninga um kr: 2.300.000,00 og verða
alls:
kr. 7.800.000,oo
Vinningar skiptast þannig:
3 vinningar á
hálf milljón hver,
4 á 200.000,00,
6 á 100.000,00,
12 á 50.000,00,
100 á 10.000,00,
150 á 5.000,00 og
4725
vinningar frá kr. 500,00 upp í
kr. 1.000,00.
Miðasala er hafin.
★
Dregið í 1. flokki
10. janúar
annars 5. hvers
mánaðar.
★
Viðskiptavinir
hafa forgangsrétt áð
númerum sínum
til 5. janúar n.k.
★
Öllum hagnaði
er varið til
nýbygginga
að
Reykjalundi,
glæsilegasta,
vinnuheimili,
sem reist hefur verið
fyrir öryrkja
a
Norðurlöndum.