Þjóðviljinn - 03.01.1957, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.01.1957, Qupperneq 11
Fimmtudagur 3. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 aga eftir ERN&ST GANN ) . IÍH 74. dagur gerist áttu að láta sem þú vitir ekki neitt?“ Hann sneri sér aftur að símanum. ,,Roman . . . . ? Eg veit þaó ekki. Eg var að koma hing- að. Bíddu andartak . . . . “ Boyd leit yfir borðið á Garfield. ,,Herra Garfield? Tók þessi Roman einhvern tíma þátt í kappflugi?“ Garfield leit varla upp úr skýrslunum sem hann var að blaða í. „Já. Þaö er langt síðan“. „Já .... Wayne. En hvað kemur það áhugamálum lesenda við? Þetta flugfélag hefur flogið meira en þrjá- tíu milljón mílur án þess að skerða hár á höfði nokkurs farþega. Viö höfum fengið öryggisviöurkenningu í þrjú ár samfleytt og við fáum hana líka í ár. Hringdu bara^ í fíugmálastjórnina .... sóaðu peningum þínum í langlínusamtal við Washington, ef þér sýnist svo. Hringdu í CAA og CAB. Þeir vita ekki neitt. AuÖvitað viljum við vinna með ykkur. Þið getið fengið allar upp- lýsingar beint héðan, ef þið getið bara dokað við og gefiö mér tíma til að afla þeirra. Ég var rétt að koma hingað! Sæll!“ Boyd hvæsti gremjulega þegar hann skellti tólinu á. „Hérra Garfield .... Getið þér séð af mínútu handa mér?“ „Svona þar um bil. Hvaö er að?“ Garfield var þrek- vaxinn, traustlegur maður. Djúpstæð grá augu hans voru nú alvarleg og rödd hans var róleg. Of mörg ár sem eytt var í áhyggjur um líf annarra og baráttu við höfuðskepnurnar bak við skrifborð, höfðu gert hann gamlan fyrir tímann. Hann var þreyttui' maöui'. Ást hans á flugi var löngu úr sögunni. „Blöðin liggja 1 mér. Hvaö á ég að segja þeim?“ „Hvernig væri að segja þeim aö fara til fjandans?11 „Þér vitið að það get ég ekki“. Garfield andvarpaði. Ég veit þaö. Hvaö getið þér hald- ið þeim lengi í skefjum?“ „Ef til vill klukkutíma í viöbót. Þeir kveina um morg- unútgáfurnar“. „Klukkutími er ef til vill nóg. Þetta er mjög alvar- legt“. „Er það svo slæmt?“ „Það lítur ekki vel út“. Garfield virtist gleyma Mal- colm Boyd. Hann sneri sér að Lyle Meekei', sem stóð við hliö hans. „Við getum alveg eins horfzt í augu við þaö núna, Lyle. Ef skýrslur um eldsneyti og veður eru réttar, þá eru engar líkur til að Sullivan hafi það“. „Þetta veröur löng nótt“. „Ekki eins löng fyrir okkur og Sullivan. En það er bezt að láta hendur standa fram úr ermum strax. Hvernig væri að síma til Honululu eftir réttum farþega- lista og hafa upp á þeim sem þarf aö gera aðvart því að þeir verða margir. Ég skal sjá um fjölskyldur áhafn- arinnar þegar þar að kemur. Ég veit ekki hvers vegna, en það er rétt að fá lækni flugfélagsins til að vera viðbúinn líka — ef ske kynni að kraftaverk gsröist. Og við skulum sjá . . . . “ Garfield neri augun með snubb- óttum fingram. „Það er víst ekki annað í bili. Það má hafa samband við tryggingarfélagiö .... þeir vilja hafa mann hér útfrá, og þaö þarf að ná í hreyflaviðgerðar- mennina, og það er eins gott að þeir hafi eitthvaö sér til afsökunar. Ef þér er sama þótt þú sjáir um þetta, þá hef ég meiri tíma til aö athafna mig hér, og ég ætla að reyna að koma boðum til Sullivans. Er það 1 lagi?“ „Vissulega. Ég verð á skrifstofu minni“. „Já, og pósthúsiö. Spyröu Honululu eftir pósti og hvort nokkur ábyrgðarpóstur sé í vélinni. Þeir vilja sjálfsagt fá að vita um þaö. Hinir geta beðið til morg- uns“. Garfield beit enn fastar um vindilirm og teygði sig eftir símskeytablokk á borðinu. Hann skrifaði vand- virknislega með stórum upphafsstöfum. SULLIVAN —• 420 BENDI ÞÉR Á AÐ REYNA LÆGSTA R. P. M. OG NOTA HÁMARKSBENSÍNMAGN. GÆTI SPARAÐ NOKKUR GALLÓN. GANGI YKKUR VEL OG VIÐ VONUMST EFTIR YKKUR. — GARFIELD ' Þegar Garfield var búinn að skrii'a naín sitt undir þetta var hann á báðum áttum hvort hann ætti að senda það. Hann vissi að Sullivan væri nú kominn í samband við björgunarflugvélina og það var ólíklegt að hann kynni að meta ráöleggingar frá skrifboröinu, þegar hann var í svo bráðri hættu. En samt sem áður var það skylda Garfields að ganga úr skugga um aö Sullivan fengi alla hugsanlega hjálp, hversu lítilmótleg sem hún kynni að vera. Ráðlegging hans var gamal- kunn í sambandi viö benzínsparnað, og sennilega þekkti Sullivan hana —en það gat líka veriö að honum heföi ekki dottið hún í hug 'í ringulreiðinni. En svo gat líka verið að kringumstæöurnar væru þannig að rangt væri að reyna þetta — ef vélin væri þegar farin aö fljúga illa. Sullivan yröi sjálfur að taka ákvöröun um þetta. Hann rétti umsjónarmanninum miðann. „Getið þér komiö þessu til Sullivans?“ „Ég get reynt það, herra Garfield“. „Þá skuluð þér gera það. Er allt annað í lagi?“ ,,Já, herra“. „Veðrið hérna nokkuö aö skána?“ „Ég er hræddur um ekki“. Umsjónarmaðurinn rétti honum gnlt blaö í stað símskeytisins. „Það koma nýjar veöui’fregnir eftir tíu mínútur?“ „Við þurfum aö fá aukafregnir eftir svo sem klukku- tíma“. f þréttir ! Framhald af 9. síðu. rnenn hennar séu sér þess með- vitandi að hún beri þetta naín. Ekki hefur heyrzt að á ár- inu hafi verið lögð áætlun um að vinna að auknum viðgangi glímunnar. Badminton á vaxandi vin- sældum að íagna, en húsnæðis- vandræði tefja mjög íyrir meiri -þátttöku í þeirri íþrótt. Aðrar greinir sem t minna kveður að; Skautahlaup seni alltaf verður háð hinu um- hleypingasama tíðarfari hér, er næstum útilokað að iðka sem keppnisíþrótt á svipaðan hátt og aðrar greinar íþrótta. Fimleikar eru iðkaðir allvíða en þeir koma lítið fram. og eins og verið hefur eru þœir ekki notaðir sem undirbygg- ing undir aðrar íþróttir eins og' hægt er og sjálfsagt, og heldur ekki til að gera fólkið . vinnuhæfara. Sem sagt, árið hefur verið hvað íþróttaiðkun snertir, þrátt fyrir allt, nokkuð gott, en bak við þetta allt standa aðrir þættir íþróttahreyfingar- innar, og verður vikið að þei-rn síðar. Að róla sér og vega salt Það er gömul íþrótt barna að róla sér og vega salt, og varla er hætta á að sá siður leggist niður. Það er nauðsynlegt að börnum gefizt kostur á að stunda þessar listir sínar, og því skyldi komið- upp rólu bæði inni í íbúð- inni og úti í garðshorni. Hér eru nokkrar gerðir af rólum, sem hver maður ætti að geta smíðað sjálfur. Einfaldast er að snúa eldhúshnallinum við, bregða tveimur sterkum taug- um í kross undir setuna og vinda þeim svo utan um þver- slána milli stólfótanna, festa þeim svo að síðustu á sterka króka í dyragættinni. En séu krakkarnir tveir, sem skemmta þarf, geta þau fengið tækið sem sýnt er á myndinni, til að vega salt á. Það má kaupaj þetta tæki tilbúið, en óþarfi ætti það að vera, jafn einfalt og það er, svo hverjum manni ætti að vera treystandi til að smíða það. Utanhúss má setja upp rólu milli tveggja sterkra stoða, ef ekki næst til tveggja nógu sterkra trjágreina. Stoðirnar eru fyi-st tjargaðar í endana, sem reknir eru niður í jörðina, síðan verður að reka þá h.u.b. 1 metra niður og styrkja þá með stórum steinum. Þverslá sem komið er fyrir lítið eitt undir yfirborði moldar, styrkir stoðirnar vel. Til frekari ti’ygg- ingar má styrkja stólpana of- anjarðar með skástoðum. Auð- vitað má ekki setja lítil börn í svona rólu. Handa þeim er bezt að gera rólu eins og ^ ^em sézt á næstu mynd, en liún er hengd upp í köðlum en sætið Stærri börn sem eru farin að lesa um Tarzan, mundu helzt kjósa sér hina þriðju og síð- ustu af rólunum. Þrjár sterkar fjalir eru settar vandlega sam- an efst, svo að úr þeim verður pýramídi, tveggja metra hár. En niður úr samskeytunum hangir taug, sem barnið getur ■■ ir . Ll o o ' 9 O / \ \o\ haft úr sterkum segldúk og gerð göt fvrir fæturna. Gott er að hafa bryddingar úr mjúku efrii á börmumim, svo að þeir særi ekki hörundið. haft til að stíga í, og rólað sér í eins og i líönum frumskóg- anna. Það má höggva þrep í fjalimar, svo að bai’ninu veit- ist auðveldara að klifra upp. !■ i n «■ nAifci Úts-fan.lt: Saroetnlnearflokkur alþýSu — SóstaUstaflokkurlnn. — Rltstiórar: Magnús Kiartan*—a OSOÐVlLIlNVf Struróur G-uöaiundsson. — Préttarit-stjóri: Jón BJarnason. — BleSamenn: Ásmundur Stsur- " * jónsson. Biarnt Bonedlktsaon, Guómundur Vigfússon. ívar H. Jónason, Magnús Torfl Ólafsson — augl#sUlga.sU6rl: Júnstelnn Haraldsson. — RitsUdrn. afereiösi a. auelíslnsar. prentsmlSia: Skðlavöraustig 19. — Sinn 7500 3 tinur). ÁskHttarvórð kr. 25. á ro&nnól i ReylMavilt og nkgren ts.1; kr. 22 aar--i»t*6ar. - LausasöluverB kr. 1. — PrentsmiSla í»355vnjani h.t.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.