Þjóðviljinn - 24.01.1957, Qupperneq 7
Fixmntudagur 24. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Verdlagsmálin
og spádómar
stjórnarandstöðunnar
Áróður Sjálfstædis-
ílokksins.
Tvö eru þau atriði, sem
einkum hafa gengið eins og
rauður þráður gegnum öll
skrif Sjálfstæðisblaðanna um
efnahagsráðstafanir þær, er
Alþingi samþykkti fyrir síð-
ustu jóL Annað er það, að
engin ný leið sé þar farin.
Hitt- er að af þessu muni
leiða stórkostlega verðbólgu,
sem mjög muni bitna á efna-
hag almennings. Af þessu er
svo fullyrt, að hér sé um að
ræða ein stórkostlegustu svik
við kjósendur, sem hér hafi
þekkzt, og er þá óneitanlega
nokkuð langt til jafnað.
Nú þarf engan að undra
það þótt stjómarandstaða
hafi sitthvað að athuga við
gerðir ráðandi stjórnarvalda.
Slíkt er gömul saga, sem
halda mun áfram að gerast.
En í þessu tilfelii er það helzt
að fundið, að haldið sé áfram
á sömu braut og Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgdi meðan hann
réð. Og nú er það talið hættu-
legt efnahag almennings að
dómi hans sjálfs. Skal þetta
nú athugað lítið eitt nánar.
1 þessum fullyrðingum
tveimur er fyrst og fremst'
fólgin sú viðurkenning, að
fyrrverandi stjórnarstefna
hafi verið röng. Það er bein-
línis fullyrt, að um árabil hati
verið „stefnt að nýjum verð-
hækkimum á flfestum eða öll-
um sviðum, sem hljóta að
hafa ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar,“ svo orðrétt sé eftir
haft. En að fenginni svo
hreinskilinni játningu á af-
leiðingnm stjómarstefnu síð-
ari ára mun engan undra þótt
erfitt væri við efnahagsmál
okkar að fást við síðustu ára-
mót.
Hvað haíði gerzt fyrir
stjórnarskiptin?
Ótvlræður sannleikur er
fólginn í þeirri viðurkenningu,
að samkvæmt fyrri stefnu
hafi verið stefnt að sífelldum
verðhækkunum. Vísitöluhækk-
unin sem orðin var frá ára-
mótum 1955-’56 og þangað til
stjómarskiptin urðu var sex
stig. Hún var aðvömn um
hvert stefndi, jafnframt því
sem hún var afleiðing þess,
sem á undan var gengið.
Hannibal Valdimarsson, sem
fer með verðlagsmál, beitti
sér fyrir því, að sett voru
bráðabirgðalög um að stöðva
allt verðlag til áramóta, en
vitað var að þá yrði að taka
efnahagsmálin til nýrrar at-
hugunar í sambandi við rekst-
ur framleiðslunnar næsta ár.
En svo kynlega vildi þá til,
að Sjálfstæðisflokkurinn réð-
ist gegn þessari ráðstöfun.
Var trún þó gerð með fullu
samkomulagi við samtök bæði
bænda og launþega, þannig að
háðir aðilar fétlu frá lögbund-
inni hækkun á kaupgjaldi og
afurðaverði, en sú hækkun
nam sex vísitölustigum. Eng-
um kemur til hugar að efast
um, að hefði þetta ekki verið
gert þá. hefðu Vandamálin ver-
ið miklum mun örðugri nú
um áramótin, og raunar nær
útilokað að forðast allsherj-
ar gengislækkun. Andstaða
stjórnarandstöðunnar gegn
þessari ráðstöfun var því ó-
neitanlega grunsamleg. Hitt
vissu allir, að verðstöðvunin
ein var þess ekki megnug að
leysa vandamál framleiðsl-
unnar í ársbyrjun.
Var hægt að láta reka?
Þá ber næst að athuga,
hvort mögulegt var að haga
sér eftir hinu gamla íslenzka
sjómannamáltæki, „að láta
relta á reiðanum,“ þ. e. gera
ekki neitt, láta ráðast hvort
framleiðslan gengi án nokk-
urra ráðstafana. Áður hefur
verið sýnt fram á það hér í
blaðinu, að ráðstafanir þær,
sem samþykktar voru 31.
janúar 1956 og áttu að nægja
framleiðslunni allt s.l. ár
dugðu ekki betur en svo, að
nærri 40 millj. krT varð að
bæta við til þess að hvergi
yrði stöðvun.
Auk þess voru komnar nýj-
ar verðhækkanir, er námu sex
vísitölustigum. Eru þá líkur
til, að óhætt hefði verið að
láta tilviljun ráða, hvað gerð-
ist? Nei, málgögnum Sjálf-
stæðisflokksins þykir alls ekki
vænlegt að halda fram þeirri
skoðun. Enda hafa allar at-
huganir borið því vitni, að
slíkt hefði verið ófyrirgefan-
legt glæfraspil. Það mundi
hafa valdið stöðvun litflutn-
ingsframleiðslunnar að veru-
legu leyti, og þar með efna-
hagshruni hjá þjóðinni.
Hvaða úrræði vom
hin beztu?
Að fenginni þessari niður-
stöðu hlaut málið fyrst og
fremst að snúast um það,
hvemig úr því yrði leyst,
þannig að sem sársauka-
minnst yrði fyrir almenn-
ing allan, þ. e. kæmi sem
allra minnst við þær nauð-
synjavörur, sem allur almenn-
ingur þarf að nota. 1 mörgum
tilfellum hefði gengislækkun-
arleiðin verið farin. Og það
er að minnsta kosti opinbert
leyndarmál, að þeir aðilar
sem nú reyna fyrirfram að
vekja sem mesta ólgu út af
væntanlegum verðhækkunum,
er þeir sjálfir spá, hefðu vilj-
að fara þessa leið. En hún
befur einmitt þann höfuðókost
að valda hliðstæðri verðhækk-
un á öllum hlutum jafnt nauð-
synjum sem óþarfa og koma
þannig verst við þá, sem erf-
iðast eiga með sinn efnaliag.
Hin leiðin var sú að hlífa
brýnustu nauðsynjavörum við
hækkun eftir því sem mögu-
legt væri. Leggja hin nauð-
synlegu útgjöld fremur á
aðrar, og þá ekki sízt á þær,
sem hæsta álagningu bera, því
á þeim væri hægt að lækka
meira milliliðakostnað til þess
að vega upp á móti þeirri
verðhækkun, sem yfirfærsíu-
gjaldið annars mundi skapa.
En það ér eihinitt ófurskiljan-
legt að þetta sjónarmið veld-
ur óánægju hjá þeim aðilum,
sem mest græða á verzlunar-
álagningu, umboðslaunum og
annarri slíkri milliliðastarf-
semi. Og í þeim hópi er ein-
mitt fyrst og fremst að finna
skjólstæðinga stjórnarand-
stöðuflokksins og styrktar-
menn þeirra blaða, sem af
litlum heilindum reyna nú að
vekja andúð gegn þessum
ráðstöfunum. Ástæðan til
þeirra eigin óánægju liggur
ljóst fyrir. Þeir sjá það mæta-
vel, að ef stjórnarflokkamir
standa við sín loforð um lækk-
un milliliðakostnaðarins, þá
em þessi gjöld að því leyti
lögð á þá, sem á slíkri starf-
semi hafa óeðlilega grætt að
undanförnu, í stað þess að
leggjast á almenning sem orð-
ið hefði með gengislækkun.
Með því að hafa meira en
þriðjung af verðmæti alls
innflutningsins alveg undan-
þeginn yfirfærslugjaldinu, er
verið að hindra verðhækkanir
á nauðsynlegustu vömm bæði
til neyzlu og framleiðslu. Um
verðhækkanir annarra vara
geta stjómarandstæðingar
ekkert fullyrt meðan nýjar
innflutningsvömr eru ekki
komnar á markaðinn og því
alveg óséð hvemig eða hve
mikil lækkun verður fyrir-
skipuð á milliliðakostnaðinum
til að vega á móti yfirfærslu-
gjaldinu.
Lækkun heildsölu-
álagningar 30-70%.
Um sl. áramót var birt bæði
í blöðum og útvarpi tilkynn-
ing frá innflutningsskrifstof-
unni um lækkun heildsölu-
álagningar á nokkrum vöru-
flokkum. í önnum hátíðarinn-
ar hefur þessari tilkynningu
sennilega verið of lítill gaum-
ur gefinn af öllum almenningi.
Sú lækkun heildsöluálagning-
ar nemur þó ekki litlu. Til
þess að minna á þetta mál er
rétt að nefna nokkur dæmi.
Kornvörur og sykur .... 30%
Haframjöl, hrísmjöl og baun-
ir í pökkum............60 —
Þurrkaðir ávextir .... 70 —
Aðrar matvörur og nýlendu-
vömr ...........!......67 —
Léreft, sirs, flúnel o. fl. vefn-
aðarvörur .............50 —
Ýmiskonar tilbúinn fatnaður
karla, kvenna og barna 60 —
Karlmannafata-, frakka- og
dragtaefni ............60 —
Leir- og glervömr og önnur
búsáhöld ..............50 —
Bifreiðavarahlutir í heildsölu
og smásölu ............42 —
Þetta er ekki tæmandi upp-
talning á þeirri lækkun heild-
söluálagningar, sem þarna var
fyrirskipuð. Og öruggt má
telja að fleira kemur á eftir
þegar nýr innflutningur kem-
ur á markaðinn. Ekki hefur
mikið borið á þvi, að íhalds-
blöðin teldu hér mjög rang-
látar fyrirskipanir um að
ræða gagnvart innflytjendum.
Það er aftur á móti full sönn-
un þess að þessir aðilar hafa
tekið 30—70% of háa álagn-
ingu. Hér er máske skýringin
á því, að þessi sömu blöð forð-
ast að minnast á álagninguna
í öllum þeim verðútreikning-
um sem þau birta nú daglega
til að fullvissa almenning um
þær gífurlegu verðhækkanir,
sem þau telja vissar. En væg-
ast sagt er erfitt að 'trúa því,
að af fullum heilindum sé sú
umhyggja, sem þeir þykjást
nú hafa fyrir almenningshag,
einmitt þegar þeir þykjast'
sjá fram á að verða sviptir
nokkru af þeirri gróðaaðstöðu,
sem þeir hafa notið í skjóli
fyrrverandi stjórnarvalda. —
Mundi ekki eitthvað koma til
greina vilji til að koma frá
völdum þeirri stjórn, er nú
situr, og tryggja þannig að-
stöðu sína á ný?
Annað atriði hefur einnig
verið bent á, sem mjög lík-
lega veldur nokkru um þenn-
an áróður allan. Það er öllum
kunnugt, að í verzlunum safn-
ast ætíð ’ fyrir eitthvað af
miður góðum varningi, sem
ekki selst nema sérstökum
aðferðum sé beitt. Hinar al-
kunnu útsölur eru gott dæmi
þess, að verzlanir reyna að
losna við slíkan úrgangsvarn-
ing með afslætti. Með áróðr-
inum um væntanlegar verð-
hækkanir er nú verið að
blekkja fólk til að kaupa
þennan vaming, sem oftast er
mjög ómerkilegur, á fullu
verði. Vafalaust ber þetta ein-
hvern árangur, en full ástæða
er til að vara fólk við því að
láta blekkjast um of.
Verðútreikningarnir
eru blekkjandi.
Að öllu athuguðu liggur
fyrir sú staðreynd, að enn
hefur ekki verið sleppt lausum
neinum verðhækkunum hér.
Meira að segja hefur það skeð
núna, sem ekki hefur komið
fyrir um fjölda ára, að er-
lendis hafa orðið verulegar
verðhækkanir á mörgum vör-
um s. 1. ár, án þess að þeim
hafi verið leyft að koma fram
í íslenzku verðlagi. Auðvitað
eru takmörk fyrir því, hve
lengi er hægt að hindra slíkt,
ef sama þróun heldur áfram í
viðskiptalöndum okkar. Við
erum t. d. eina þjóðin 1 Vest-
ur-Evrópu, sem ekki hefur
fengið stórkostlega hækkun á
olíuverði yfir bæði atvinnulíf
sitt og einstaklinga. Er það
eingöngu að þakka tvennu,
samningum okkar við Sovét-
ríkin og verðstöðvunarstefnu
þeirri, sem ríkisstjórnin hefur
framfylgt. Slík dæmi mætti
nefna um fleiri vörur, og er
Framhald á 11. síðu
Indverjar vinna nú af kappi aö því að koma upp hjd sér stóriðju. Myndin er af
miklu stdlveri sem er í. smíðum, og hafa Indverjar fengið lán til framkvœmdanna
bœði í Sovétríkj og Bandaríkjunum.