Þjóðviljinn - 15.02.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
A annað hundrað landanir
Slysavarnadeildin Ingólfur 15 ára
í dag eru rétt 15 ár liðin síðan slysavarnadeildin ,,Ing-
ólfur“ var stofnuö í Reykjavík, en þá var Slysavarnafé-
laginu breytt í landssamband og því stofnuö sérdeild í
Reykjavík.
Framhald af 12. síðu.
við Breta hófst. Hvetur
fundurinn því til mikilla
takmarkana á aflasölum tog-
ara á erlendan markað“.
1 því sambandi er rétt að
geta þess, að hér er um mis-
skilning aÖ ræða þegar talað
er um aukningu á Siglingum
togaranna eftir að löndunar-
deilan við Breta leystist.
Fyrsti íslenzki togarinn land-
aði í Bretlandi 28. nóvember
sl. — Landanir erlendis voru:
í október 26, í nóvember 24,
í desember 22, í janúar 22, í
febrúar um 10 og í marz verða
sennilega um fimm landanir er-
lendis.
Ástæðan fyrir hráefnaskorti
hjá frystihúsunum er hins
vegar sú, að stöðug ótíð und-
anfarið hefur orsakað alveg
sérstakt aflaleysi hjá togurun-
um.
Kyolegur mál-
fliÉiingtir
★ Tíminn birti í gær hlið
við hlið mynd af frásögn Morg-
unblaðsins um verðhækkun á
sykri og gamla frásögn úr Þjóð-
viljanum þar sem stjórn íhalds
og Framsóknar var kennt um
verðhækkun á appelsínum Síð-
an segir biað forsætisráðherr-
ans að þá fyrst fari stjórnar-
andstaða Morgunbiaðsins að
verða herfileg þegar það fari
„sem ákaflegast að feta í fót-
spor kommúnista í stjórnar-
andstöðunni“
★ Þetta er kynlegur mál-
flutningur. Eins og Þjóðvilj-
inn hefur skýrt frá hefur nú-
verandi ríkisstjórn ekki lagt
eyrisskatt á sykur, sú vöru-
tegund hækkar einvörðungu af
erlendum ástæðum, okkur ó-
viðráðanlegum. Stjórn íhalds
og framsóknar lagði hins vegar
sérstakt hatur á ávexti á sin-
um tima; hún lagði á þá alla
hina almennu skatta sina sem
námu 10—20% og þar að auki
30% aukagjald. Síðan heimil-
aði hún ótakmarkaða álagn-
ingu ofan á það, svo að ekki
var að undra þótt henni tækist
að hækka ávextna geysilega
í verði.
★ Vandséð er á hvaða for-
sendum Tíminn talar um hlið-
stæður í þessu sambandi. Hitt
er augljóst að við blaðið eru
menn sem ekkert hafa lært og
engu gleymt og finna hjá sér
hvöt til að verja samstjórn í-
halds og Framsóknar, verð-
bólgustefnu hennar og hömlu-
lausa skattpíningu. Þeir virð
ast ekki hafa tekið eftir þvi að
forustumenn Framsóknar segj-
ast nú hafa ver'ð andsnúnir
þessari stefnu og vilji óðfúsir
faka upp nýtt og betra líf. En
Timamenn fá nóg að gera ef
þeir ætia í senn að berjast
gegn íhaldinu og verja allt
sem íhaldið hefur gert í sam-
vinnu við■ Frnmsókn!
Meðalafli í janúar mun hafa
verið um 1-200 tonn á skip, en
meðalafli ársins 1956 5-600
tonn á mánuði, eða um 400
tonnum meiri á skip á hverjum
mánuði. Um 20 togarar stund-
uðu veiðar fyrir heimamarkað
í mánuðinum og hefur veðrátt-
an þannig haft af fiskvinnslu-
stöðvunum um 8000 tonn hrá-
efnis.
Afleiðing þessa aflaleysis á
rekstur togaranna er hins veg-
ar sú, að tekjur hvers skips
minnka um ca. kr. 400.000.00
á mánuði eða kr. 13.000.00 á
dag. Getur hver maður séð
hvaða afleiðingu það hefur fyr-
ir útgerð, sem var fjárhagslega
illa stödd fyrir.
MikiU feávaði
Alþýðublaðið birf r í gær
stóran ramma og segir að
kosningarn í Þrótti á Siglu-
firð: hafi leitt „í ljós stór-
kosilegt fylgistap kommúnista
.....marki tímamót í sögu fé-
lagsins .... segja má nú að
valdatimabili kommúnista í
Þrótti sé að ljúka .... Fylgið
hrynur af kommúnistum vegna
þjónkunar þeirra við erlenda
ofbeldisstefnu" osfrv. osfrv.
★ Þetta er óneitanlega mik-
ill hávaði. En hvaða „straum-
hvörf“ hafa þá orðið á Siglu-
firði? Stjómin var öll sjálfkjörin
að undanskildum einum manni,
Alþýðuflokksmanninum Jó-
hanni Möller. Hann hefur ver-
ið ritari í félaginu að undan-
förnu en nú kom fram tillaga
um að leysa hann frá því
starfi, vegna þess að hann er
einn af þeim ólánsmönnum Al-
þýðuflokksins sem æfinlega
eru reiðubúnir til að gerast
hlaupagikkir íhaldsins. Jóhanni
Möller tókst hinsvegar að halda
vel’i í kosningunum með sam-
eiginlegum stuðningi Alþýðu-
flokks. íhalds og Framsóknar
— og Morgunblaðið, málgagn
atvinnurekenda, var svo ánægt
að það birti þriggja dálka
fyrirsögn um þennan stórfellda
sigur Sjálfstæðisflokksins'
★ Það var þannig eining í
Þrótti um alla þá „kommún-
ista“ sem uppstillingarnefnd
stakk upp á. Ágrein ngurinn
var cingöngu um einn fram-
bjóðanda úr Alþýðuflokknum.
Honum tókst að halda velli
með stuðningi atvinnurekenda-
flokksins. Þetta eru hinar ó-
brolnu staðreyndir málsins —
t lefni hinna ferlegu óhljóða
Alþýðublaðs'ns um fylgishrun
og tímamót! Það er auðséð að
Alþýðublaðið telur það hið
mesta undur að Alþýðuflokks-
manni skuli takast að ná end-
urkosn'ngu í verklýðsfélagi, og
hafa þeir varla fengið harðari
dóm hjá öðrum.
Ulfljótur, tíma-
rit laganema 10
ára í dag
I dag er tímarit lagastúdenta,
Úlfljótur, 10 ára. 15. febrúar
1947 var ákveðið á fundi í Ora-
tor, félagi laganema við Há-
skóla íslands, að efna til út-
gáfu tímarits og kom fyrsta
hefti þess út nokkrum dögum
síðar undir fyrrgreindu nafni.
Siðan hefur Úlfljótur komið út
nær óslitið og reglulega í 10
ár. Jafnan hefur verið kapp-
kostað að í hverju hefti væri
a. m. k. ein grein lögfræðilegs
efnis og hafa ýmsir mestu laga-
menn hér á landi átt greinar
í ritinu. Um tíma var Úlfljót-
ur eina fræðiritið í lögfræði á
tslandi og ekkert lögfræðitima-
rit hér á landi hefur komið
lengur út. — í dag kemur út
1. tbl. 10. árg. af Úlfljóti. Hefst
það á greininni Véfang eftir
Ólaf Lárusson prófessor. Þá
eru í heftinu þættir úr sögu
Orators, er núverandi ritstjóri
Benedikt Blöndal hefur tínt
saman, viðtal við fyrsta rit-
stjóra Úlfljóts, Þorvald G.
Kristjánsson o. fl.
Á morgun 16. febrúar, af-
mælisdegi Hæstaréttai’, efna
laganemar til árlegrar hátíðar
í Silfurtunglinu.
tJS auknum viðsJciptum er
auglýsing i Þjóðviljanum
Hinn 15._febrúar 1942 var, að
tilhlutan Slysavarnafélags ís-
lands haldinn fundur í kaup-
þingssalnum til þess að stofna
deildina. Forseti Slysavarnafé-
lagsins Guðbjartur Ólafsson,
stjórnaði fundinum, en Árni
Arnason kaupm. var ritari fund-
arins.
Fyrsti formaður deildarinnar
var kosinn séra Sigurbjörn Ein-
arsson, sem var það í nokkur ár.
Aðalverkefni deildarinnar hef-
ur jafnan verið það að safna fé
til slysavarnastarfseminnar og
hefur hún, á liðnum 15 árum,
alls lagt rúmlega hálfa milljón
króna til höfuðstöðva Slysa-
varnafélagsins, hefur fé þetta
einkum safnazt á merkjasölu-
daginh, 11. maí, en einnig á sýn-
ingum í Tívolí og á björgunar-
sýningum, sem deildin hefur
gengizt fyrir.
„Ingóifur“ hefur gengizt fyrir
útvarpskvöldum fyrir SVFÍ, lát
ið halda fræðslunámskeið, slysa-
varnavikur o. fl. Ennfremur er
starfandi björgunarsveit á veg-
um deildarinnar, sem oft hefur
veitt hjálp þegar skip hefur
strandað hér í nágrenninu. Þá
hefur og stjórn deildarinnar stutt
mjög að byggingu björgunar-
skýlis hér í Reykjavík.
Séra Jakob Jónsson var for-
maður deildarinnar um árabil,
en núverandi formaður er séra
Óskar J. Þorláksson.
f tilefni afmælisins, gengst
slysavarnadeildin „Ingólfur“ fyr-
ir kvikmyndasýningu í Gamla
Bíó á morgun (laugardag) þar
verður m. a. sýnd hin vinsæla
látrabjargsmynd í þýzkri út-
gáfu. Formaður deildarinnar
mun flytja stutt ávarp á undan
sýningunni.
Hljómsveitar-
stjóri
Framhald af 12. síðu.
stjórnað hljómsveitum víða
utan heimalands síns sem gest-
ur, m.a. í Póllandi, Ungverja-
landi, Englandi, Austurríki og
Frakklandi og víðar í Vestur-
Evrópu. Á öllum þessum stöð-
um hefur hljómsveitarstjórn
Smetácek hlotið hina beztu
dóma gagnrýnenda. Er blaða-
menn ræddu við hinn tékkneska
hljómsveitarstjóra og forstöðu-
menn Sinfóníuhljómsveitarinnar
í gær, kvaðst Jón Þórarinsson
framkvæmdastjóri hljómsveit-
arinnar vænta þess fastlega að
tónleikarnir á mánudagskvöld-
ið yrðu mjög góðir og eftir-
minnilegir, æfingar og undir-
búningur fyrir tónleikana und-
anfarna daga sýndu að hér
væri á ferðinni mjög snjall
hljómsveitarstjóri. — Þess skal
að lokum getið.að ekkert tón-
verkanna á efnisskrá Sinfóníu-
hljómsveitarinnar hefur áður
verið flutt hér opinberlega.
ALLT Á SAMA STAÐ
Ný tegund ai CHflMPIOM-bílkertum: „KRAFTKVEIKIUKERTI" (Poweifire)
Bifreiðin eykur afl sitt
að mun við notkun
nýrra OHAMPION
„Kraftkveikjukerta“
(Powerfire).
Ný 5 grófa CHAMPION
„Kraftkveikjukerti
(Powerfire), gefa fljótari
og öruggari ræsingu.
Ný CHAMPION
„Kraftkveikjukerti“
(Powerfire) eyða benzín-
inu ekki að óþörfu og
skemma ekki vélina.
Hinar stórkostlegu
nýju „kra,ftkveikju“-
(Powerfire) platínur
endast betur en venju-
legar. — Gjörnýta afl
vélarinnar.
Biðjið aðeins um CHAMPION „KRAFTKVE1KJU“ (Powerfire) bifreiðakerti
H.F. EGILL VILHIALMSS0N — LAUGAVEG 118 —SÍMI 81812
IR
KHAK1
-A>