Þjóðviljinn - 10.03.1957, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.03.1957, Síða 5
I Sunnudagur 10. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Tindar Tatrafjalla gnœfa yfir Strbavatn, sem liggur hæst vatnanna í Tatrafjöllum í 1350 metra hæö yfir sjávarmál. Greniskógur umlykur vatnið og teygir sig upp fjallshlíðarnar. Tatrafjöllin háu eru meðal hæstu fjallgarða Evrópu, ganga næst Alpafjöllum, Kákasusfjöllum og Pyrenea- fjöllum. Hæstu tindarnir eru hátt á þriðja þúsund metra. Þau eru víðfræg fyrir stór- hrotna og sérkennilega nátt- úrufegurð, heilsusamlegt lofts- lag og þurrviðri. Fjöllin hafa með lögum verið gerð að ein- um af þjóðgörðum Tékkóslóv- akíu, sem nær yfir 120.000 liektara. Þar eiga villtur gróð- ur og fjölskrúðugt dýralíf griðastað undir þverhníptum, gnæfandi tindum innanum hyldjúp og blátær fjallavötn. Fterðamaður, sem leggur leið sína eftir sléttunni til Tatra- fjallanna háu í fyrsta skipti, á í vændum tilkomumikla sjón. Allt í einu rísa hvassir graníttindar upp fyrir sjón- oeildarhringinn og virðast ó- ti-úlega nálægir. Hvergi fyrirfinnst fjöl- breyttara landslag, fjölskrúð- ugri gróður og dýralíf, marg- víslegri bergmyndanir og önn- ur eins mergð hrífandi útsýn- isstaða á jafn litlum bletti og í þjóðgarðinum í Tatraf jöll- unum háu; fjallgarðurinn all- u-r er ekki' nema 26 km lang- ur. Á gönguferð blasir stöð- ugt við nýtt útsýni, loftslag og gróðurfar taka ótrúlega skjótum breytingum í snar- bröttum hlíðunum. Við rætur Tatrafjalla hafa risið upp ferðamannahótel og hressingarhæli. Þar gefst Tékkóslóvökum, sem heilsu sinnar vegna þurfa á fjalla- loftslagi að halda, kostur á að dvelja, og þar er tekið á móti ferðafólki frá öðrum löndum. Norðaustur af Tatraf jöllun- um háu liggur annar fjall- garður, mun lægri í lofti en einnig frægur fyrir náttúru- fegurð. Hann nefnist Pieniny og er að mestu í Póllandi en að nokkru í Tékkóslóvakíu. Þarna er friðlýstur þjóðgarð- ur, sem er paradís jurtafræð- inga og annarra, sem unun hafa af fjölbreyttum gróðri. Dýralíf er einnig mjög fjöl- skrúðugt í Pieninyþjóðgarðin- um. Fjöllin eru ekki ýkja há, fáir tindar ná yfir 1000 m., en þau eru engu að síður til- komumikil og sérkennileg. Um dalina bugðast lygnar ár milli svipmikilla bakka. Það er mikið starf að halda þjóðgarði eins og Pieniny ó- spilltum af manna völdum, varðveita upprunalegan svip náttúrunnar og sérkenni. Sjáldgæfustu jurtirnar og dýrin eru vernduð með sér- stökum girðingarhólfum inni í sjálfri þjóðgarðsgirðingunni. Skyldi einhvern sem þetta les fýsa að ferðast til Tékkó- slóvakíu, skal honum bent á að sendiráð Tékkóslóvakíu, sem er til húsa á Skólavöi’ðu- st. 45, útvegar landvistarleyfi og veitir upplýsingar um dval- arkostnað og önnur átriði. í skógunum norðan og vestan í Tatrafjöllum á Tatrabjörninn heimkynni sín. (Efri myndin til hœgrí). — Þótt fjöUin faldi hvítu er notalegt að njóta sólarinnar við fjallavötnin. (Myndin til vinstrí). — Kláfur flytur fólk 5900 metra leið upp í 1710 metra hœð við Lomnnický Stít. Á vetrum sœkir skíðafólk mjög til Tatrafjalla. (Neðri mynd- in til hægri).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.