Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 6
E) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. marz 1957 ÓÐVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Fleiri og hóflegri íbúðir íúsnæðismálin hafa að und- anförnu verið allmikið rædd í blcðum og manna í rnilli. Þær umræður hafa ekki eizt snúizt um þá fjárhagslegu c.ðkomu sem íhaldsstjórn Öl- afs Thors lét eftir sig. Hún skildi við veðlánakerfið þurr- ir.usið og gjaldþrota eftir að iíiafa narrað þúsundir manna . út í íbúðabyggingar í trausti á fyi'irheitin miklu um veðlán til hverrar íbúðar sem reist yrði í landinu. Þessa stað- reynd þekkja nú allir og í- 3jaldið reynir ekki að neita teenni enda væri það tilgangs- íhust með öllu. Þá hefur það eánnig orðið lýðum ljóst ’t.vernig íhaldið hefur notað Tiald sitt og aðstöðu til að fekapa fjársterkum flokks- ítaönnum sínum algera sér- séttindaaðstöðu meðan öðrum var neitað um lán úr veð- íánakerfinu. Tuttugu og fjög- •jir lánin til Helga Eyjólfs- eonar verða óbrotgjarn minn- iisvarði um réttlætiskennd föjálfstæðisflokksins. Það þolir að sjálfsögðu enga bið að fundin verði lausn é fjárskortinum til íbúða- ir.ygginganna. Það er mikil og brýn þjóðhagsleg nauðsyn að greiða fyrir því að þær mörgu £búðir verði fullgerðar sem framkvæmdir eru hafnar við en strandað hafa á lánaskort- Lnum. 1 þessum íbúðum hefur ■^jgar verið bundið mikið f jár- rnagn og mikil vinna verið til peirra lögð. Það er því ekki taðeins hagsmunamál þeirra uém iiafa eignarrétt á hinum inálfgerðu byggingum að þeim verði komið í íbúðarhæft á- skand heldur er það og einn- ig lirgur alls þjóðfélagsins. Áð þessu verkefni þarf því að 'Vinnr af framsýni og festu •Og finna á því viðunandi ilausu. En það mikla þjóðfé- tíagsvandamál sem húsnæðis- imálin eru er auðvitað marg- ípætta ra og eru fleiri atriði en fjármagnsskorturinn einn gem taka þarf til athugun- iet og úrlausnar. T/'ostnaðurinn við íbúðabygg- •**• ingar hér á landi hefur £: undanförnum árum rokið 'npp úr öllu valdi og nú er srvo kcmið að það er vonlítið íyrir láglaunamenn og menn meö meðaltekjur að standa istrauin af þeirri húsaleigu sem krafizt er eða afborg- 'unum og vöxtum af lánum til íyggingar nýrra íbúða. Til bessa ilggja margar orsakir, m. a. vaxandi dýrtíð, dýr og ohentug lán og vafalaust að irnörgu leyti úrelt vinnubrögð r<Aö byggingar. Á þessu þarf að ráða bót og þótt þar séu .margir erfiðleikar í veginum Wiá það ekki hindra umbóta- tviðlcitnina. Óhæfilegur hús- 3iæ''bkostnaður almennings á e’rbi ’ítinn þátt í erfiðieikum atvinnuveganna og framleiðsl- unnar. Umbætur í þessum efn- um eru því án alls efa eitt það jákvæðasta sem unnt er að' leggja af mörkum til að lækka dýrtíðina. T7in af leiðunum til að minnka ^ húsnæðiskostnaðinn og tryggja byggingu fleiri íbúða er að gæta meira hófs í stærð íbúðanna en tíðkast hefur um a^Ímörg undanfarin ár. Það er að sjálfsögðu æskilegt ef efni leyfa að búa sæmifega rúmt en allt óhóf er fordæmanlegt í þeim efnum eins og öðrum. Þróunin hér á íslandi hefur orðið sú á síðustu árum að íbúðir við hæfi alþýðu manna eða ungra hjóna sem eru að byrja búskap og hafa ekki úr of miklu að spila hafa yfir- leitt ekki verið byggðar nema þá neðanjarðar! Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra íbúða sem reistar hafa verið síðustu 3-4 árin eru 4-5 lierbergja eða stærri. Tveggja herbergja í- búðir hafa svo áð segja horfið með öllu og þriggjá herbergja íbúðum farið ört fækkandi. ¥»örfin fyrir íbúðir af hóf- " legri stærð og gerð er því orðin sérstaklega tilfinnanleg. Tveggja og þriggja herbergja íbúðir lienta langsamlega flestu fólki sem býr við hús- næðisskortinn. Það gerir yfir- leitt ekki kröfur um stóra sali sem hafa fyrst og fremst því htutverki að gegna að geyma dýr húsgögn og skrautmuni. Það þarf á húsnæði að halda til að búa i, hentugu að allri gerð og á verði sem er við- ráðanlegt. Þetta gildir ekki aðeins um allan þorra þess fólks sem þarf að komast í nýtt og betra húsnæði heldur einnig um þá ungu kynslóð sem vill stofna heimili en hef- ur verið hindrað í því af völd- um húsnæðisskorts og hús- næðisokurs. |7yrir þjóð sem á mikið ó- *■ leyst verkefni fyrir hönd- um í húsnæðismálum eru það á allan hátt skynsamleg vinnubrögð að gæta hófs og kunna fótum sínum fon'áð. Fjöldi hóflegra íbúða leysir vanda fleira fólks en fáar og íburðarmiklar íbúðir sem að- eins efnamenn og hátekju- fólk fær við ráðið. Og þáð er heldur ekki lítils vert að hag- nýta sem bezt þann gjáldeyri og það innflutt byggingarefni sem varið er til íbúðábygg- inga. Þjóðin þarf að stefna að því að þannig verði á hald- ið í þessum efnum að sem flestir alþýðumenn og ungir Islendingar geti vænst, þess að finna öryggi og skjól í nýj- um og hentugum íbúðum, þar sem miðað sé við að fullnægja nútímakröfum um alla gerð og hollustuhætti en óhófið, tildrið og prjáíið er ú^ilokað. Þrautseigja heiðursdokt orsins frá Heidelberg Sl. laugardag stofnaði Gunn- ar Gunnarsson, heiðursdoktor frá Heidelberg, nýtt félag, „Frjálsa menningu," en það hefur að sögn stofnandans ,,það meginmarkmið að varð- veita og efla frjálsa menningu og vinna gegn einræði, ofoeldi og skoðanakúgun“. Þessi félagsstofnun Gunnars sýnir óvenjulega þrautseigju, þvi hann hefur sannarlega áð- ur um dagana starfað í þágu frjálsrar menningar, gegn ein- ræði, ofbeldi og skoðanakúg- un. Árið 1940 átti heiðurs- doktorinn von á þvi að hug- sjónir hans myndu leggja und- ir sig heiminn — með nokk- urri aðstoð germanskra menn- ingarhersveita. Fór hann þá í fyrirlestrarferð um 44 þýzkar borgir og hélt eggjunarræður yfir bardagafúsum germönum, en á ræðustólnum gat að líta merki hinnar frjálsu menning- ar. Eftir þessa andlegu sókn gekk Gunnar Gunnai-sson á fund Adolfs Hitlers menning- arleiðtoga 20. marz 1940 og árnaði honum allra heilla í þeirri stórfenglegu baráttu sem framundan biði. Síðan þusti Gunnar Gunnarsson til íslands til þess að verða ekki fyrir þegar menningin flæddi yfir heiminn og mátti flýta sér, því herskarar frelsisins réðust inn í Danmörku og Noreg rúmum hálfum mánuði eftir viðtal Gunnars Gunnars- Sonar við Hitler. Það þarf ekki að rekja það nánar livernig Gunnar Gunn- arsson varð fyrir hinum sár- ustu vonbrigðum; hinar frjálsu menningarhersveitir biðu ósigur þrátt fyrir eggj- unarræður heiðursdoktorsins og viðtal hans við Adolf Hitl- er. Gunnar komst sjálfur svo að orði á Heimdallarfundi fyr- ir hálfu þriðja ári að það hafi verið „meinfrægt vitfirrings- ofboð“ að Vesturveldin skyldu snúast gegn hinni frjálsu menningu Þriðja ríkisins. En nú á sem sagt að reyna að GunnarGunnarsson rœðir um frjálsa menningu í Köningsberg 1940, skömmu eftir aö herskarar menn- ingarinnar höfðu lagt und- ir sig Tékkóslóvakíu og Austurríki. koma vitinu fyrir þá sem voru firrtir því á styrjaldarárun- um; það er eins og áður seg- ir óvenjuleg þrautseigja. ---------------- -------------------- --------- ' .... ........=!N Ur útvarpsdagskránni .■ — ................ Jón Steffensen prófessor tal- aði um bein úr grunni Skál- holtskirkju, en hann hefur mælt þau aftur og fram um skeið. Erindið var samið af ágætri Bein vísindamennsku, meistara °g kom þar sitt- Jóns hvað fróðlegt á daginn. T. d. burstaði kona Jóns biskups Vídalíns ekki í sér tennurnar; og þótt Páll Eggert segi að meistarinn hafi verið fyrirmannlegur að vexti, þá segja beinin að hann hafi verið mesti kengur. Hauskúpa hans skar sig í engu frá með- alhausum fslendinga á þeim tima, sagði prófessorinn af miskunnarlausu raunsæi vís- indamannsins, en hinsvegar var hann „mjög stuttur til hnésins“. Er það enn ein árétt- ing þess að vitrir menn eru aldrei kloflangir — þótt leit- að sé með logandi ljósi um alla mannkynssöguna, skal aldrei finnast þar snillingur er verið hafi hár til hnésins; og koma mér nú í hug stjórnmála- mennirnir Lenín og Bjarni ritstjóri og rithöfundamir Göthe og Kristján Albertsson. Þetta var stórskemmtiiegt er- indi. Á þriðjudaginn talaði annar vísindamaður um annað efni' Grétar Fells um Hugtöfra. Hann Liturinn ræddi þó ekki um á hugsun- hugann einan, unum heldur blandaði hann femskohar líkömum í mál sitt: huglíkama, geðlíkama, jarðlíkama og „svonefndum" eilífðarlíkama. Hann sagði að þegar hugsunin væri óhrein, stefndi ölduhreyfing hennar niður á við og aíiermdi orku sina í geðheimi. Hann sagði að hollustuhugsun væri einlægt blá á litinn, en ástúðarhugsun rauð; þó eru í henni grænir flekkir, þegar afbrýðisemi fylg- ir ástúðinni. Ekki þarf að efa einlægni mannsins, þótt hann hafi unnið svona lengi á land- læknisskrifstofunni; og ef mað- ur fylgir honum ekki alténd eftir, þá ber efnið fremur sök- ina en framsetningin í sjálfri sér. En þótt við yrðum þann- ig nokkurs vísari um litinn á hugsunum meistara Jóns, þótti okkur haldbetri fróðleikurinn um breiddina á hauskúpu hans. Jónas Árnason hefur farið tvo áfanga af þremur „út á Tangaflak" Allir hjá mér voru orðnir þreyttir í kinnunum eftir Út fyrsta áfangann: á Tanga það var búið að flak brosa svo lengi; en í síðari áfanga var slegið á strengi hryggðar og trega: sögumaður var staddur í vík sem er nú loksins komin í eyði eftir 10 alda byggð. Eg gæti trúað því að enginn mað- ur í landinu segði nú orðið betur en Jónas frá hversdags- legum tíðindum í lífi óbrotins fólks, og fáum er léð jafnheil samúð með öllu lífi, í þessum þáttum hefur og hagmælska hans hrósað meiri sigri en fyrr. En stöku sinnum mætti Jónas temja sér meiri bindind- issemi með orðin. Þegar hann spurði t.d. hvemig bóndi hefði unnið á strandmanni og svar- aði með því að benda á þann sið draugsins að taka ofan höfuðið fyrir fólki, þá voru frásagnarspjöll að lýsa morð- inu nánar. Höfundur Tópasar samdi leikritið sem flutt var á laug- ardagskvöldið, Konu bakarans, eftir skáldsögu annars Frakka. Kona Það var mjög bakar- . svo ánægjulegt ans að hlýða hinu græskulausa g'amni leiksins, frjálslegu og óþvinguðu; og þar brá einnig fyrir líflegum mann- lýsingum, einkum bakaranum sjálfum sem Þorsteinn Ö. Stephensen lék af dæmalausrj kímni. Haraldur Björnsson var leikstjóri; og gætti hann þéss vel að raddir hinna fjölmörgu leikara lentu ekki í hræri- graut — öllu tali þeirra var prýðilega til skila haldið. Er þeim mun meiri ástæða til að þakka slík vinnubrögð sem flutningur útvarpsleikrita er stundum likari bifreiðaárekstr- um í ljósvakanum en mennskri listtúlkun. Það eru hafnir nýir bama- tímar í útvarpinu, en undirrit- aður hefur ekki ennþá komizt upp á að hlusta á útvarp kl. 18 á Þegar daginn. Þó lagði elcki er hann hlustimar hlustað við Ingibjörgu Þorbergs á mið- vikudag, og var frammistaða hennar með mikl- um ágætum. Ekki heyrði ég heldur inngangserindi hins nýja flokks, um húsasmíðar; en framtakið ber mjög að lofa. Og enn er að segja að erindi Sig. Magnússonar um daginn og veginn heyrði ég ekki, en' mér er sagt að hann hafi tekið sér fyrir hendur að frelsá ætt- jörðina. Einnig það er lofsvert framtak — einkum þegar haft er í huga að er.'ndi um daginn og veginn er aðeins greitt með 15 sinnum 30 krónum, á sama tíma og sumum eru greiddar milljón sinnum 30 krónur fyr- ir að svikja téða jörð. B. B. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.