Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 3

Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 3
Fimmtudagur 4. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (X f Handritin — þjóðardýrgripir Islend inga eiga heima á Islandi Framhald af 1. síðu. •mest er lesið, landið þar sem flestar bækur eru gefnar út, landið þar sem flest blöð koma út (vitanlega í hlutfalli við höfðatöiu!) Eg hef kynnzt mörgum íslend- ingum í Ameríku, sagði hann. Vilhjálmur Stefánsson er náinn vinur minn. Hann er mjög góð- ur fulltrúi íslands og ber hróður þess víða. Hann er heimskunnur maður, mjög lærður, og það er leitað til hans hvarvetna að úr Iieiminum. Það er næstum sama hvað maður spyr hann um, allt- •af getur hann frætt mann eitt- livað. EINN BLÁEYGÐUR DRENGUR Peter Freuchen er einkum frægur fyrir leiðangra sína um norðurslóðir, og talið berst að landnámi fslendinga í Græn- landi til forna. Steinarnir tala þar enn um dvöl íslendinga til forna, sagði Freuchen. Banda- rískur mannfræðingur heldur því fram að íslendingarnir hafi blandazt saman við Eskimöana, •sagði hann, og telur sig hafa fengið sannanir fyrir því. f Grænlandi er til gömul saga meðal Eskimóana um íslending- ana, að þeir hafi allir verið feildir, nema einn drengur blá- eygður og Ijóshærður. Á sólar- lagskvöldum sat hann niðri við ströndina og horfði í fjarskann. Hann varð duglegur veiðimaður. FYRIRLESTUR UM REYKJAVÍK í — SÍBERÍU! Freuchen vék að Eskimóum ,í Grænlandi nú, breyttum lifn- aðarháttum og erfiðleikum Grænlendinga, einkum berkla- veikinni, sem nú stæði fyrir dyrum að uppræta. — Freuchen flytur erindi um Grænland og sýnir kvikmynd þaðan á sunnu- daginn kemur fel. 2 í Gamla biói. Freuchen kvað Eskimóa séiv staka fyrir að þeir vildu ekki blandast öðrum þjóðflokkum og nefndi dæmi þess að Grænlend- ingar í nyrztu hlutum Ameríku veiddu þar á sömu slóðum og menn af öðrum þjóðum, en um- gengjust þá ekki. (Fyrri kona Freuchens var grænlenzk). Sama kvað hann vera um Eskimóa á skaga einum í Síber- íu Eftir byltinguna hefði verið farið að kenna þeim á þeirra eigin máli og vildu þeir ekki blanda sér við umheiminn. Þá hefðu þeir getað afsagt prest- inn — og strax hefði andasær- íngamaðurinn verið kominn fram á sjónarsviðið — forneskj- an sem þeim hafði verið bönn- uð í 250 ár! Þarna í Síberíu kvaðst hann nafa hlustað á Eskimóa einn tala um hitaveitu, vildi hann koma upp hitaveitu, og sýndi myndir frá Reykjavík til sönn- unar því hvernig hitaveita ætti ■að vera! Myndir þessar myndi hann hafa fengið hjá einhverri tölusettum eintökum, á nafni stofnun í Moskva. GERÐIST LAND- KÖNNUÐUR Peter Freuehen er rúmlega sjötugur, fæddur í Danmörku 1886. Hann varð stúdent árið 1904 og hóf nám í læknisfræði, en hætti því til að taka þátt í könnunarleiðangri Mylius Erich- sen til Norðaustur-Grænlands, Þar aðstoðaði hann próf. Wegen- er við veðurathuganir. Nokkru seinna vann hann með Knud Rasmussen að stofnun Thule- stöðvarinnar og stjórnaði þar verzlun til 1919. Þaðan fór hann með Knud Rasmussen yfir norð- urhluta Grænlandsjökuls og fann áður ókunn landsvæði. Hann var einnig þátttakandi í Thuleleiðangrinum 1916—1918. Var með í undirbúningi leiðang- urs Roald Amundsen og leið- angrinum frá Grænlandi til Kyrrahafsins 1924. f þeim leið- angri kól hann svo mjög að taka varð af honum annan fótinn. Síðan hefur hann farið um allt á gervifæti. KEMUR ÚT í DAG Peter Freuchen er víðkunnur rithöfundur og fyrirlesari. Hann hefur verið ritstjóri danska vikublaðsins Ude og Hjemme og verið ófeiminn við að halda fram skoðunum sínum. Hann vinnur enn fyrir Politiken. Freuchen hefur skrifað 27 bækur, ferðabækur og skáld- sögur, m.a. eftirtaldar: Grön- land, Land og folk (1927), Römningsmand, Min Grön- landske Ungdom, Flug'ten til Sydamerika, Grönlandske probl emer, Eskimo, Min anden Ung- dom, Knud Rasmussen, Larions Lov, skáldsaga frá Alaska, Hvid mand, skáldsaga frá Grænlandi, I al Frimodighed, sem er fyrsta bindi endurminninga hans, og Fangstmænd í Melvillebugten. Enn hyggst hann skrifa tvær bækur, aðra um Grænland nú- timans og hina um Eskimóa í Norður-Kanada. f tilefni af komu hans hingað gefur Helgafell út tvær útgáfur af völdum köflum úr bók Freuchens: Æskuár mín á Græn- landi. Önnur útgáfan er í 300 Stúdentafélags Reykjavíkur, en hin er í smábókaflokki Helga- fells. — Jón Eyþórsson veður- fræðingur valdi kaflana, en Hall- dór Stefánsson rithöfundur þýddi. Sigurður Þórarinsson og Sturla Friðriksson skrifa for- mála. ERINDI UM ■ GRÆNLAND Ákveðið er að Freuchen tali hér á þrem stöðum. Fyrst kem- ur hann fram á kvöldvöku Stúd- entafélags Reykjavíkur annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu. Þá heldur hanin fyrirlestur fyrir stúdenta í Háskólanum á laug- ardaginn. Á sunnudaginn kemur flytur hann erindi í Gamla bíói, er hann nefnir Grænland fyrr og nú. Jafnframt mun hann sýna kvikmynd frá Grænlandi. Það erindi flytur hann kl. 2 og er öllum heimill aðgangur. Félagsheimili prentara opið í dag kl. 2—4 Stjórn Prentarafélagsins verður í dag klukkan 2—4 stödd í félagsheimili félags- ins að Hverfisgötu 21 og mun taka þar á,,móti gestum. Óperuieikir Framhald af 12. síðu. Paul Pampichler stjórnaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar fyrir skömmu og færði mönnum heim sanninn um að hann er snjali og vandvirkur hljómsveitarstjóri. Guðmund Jónsson óperusöngvara þarf ekki að kynna lesendum, en Hanna Bjarnadóttir syngur nú í fyrsta sinn með Sinfóníu- hljómsveitinni. Hanna kom seint á sl. ári heim frá löngu söngnámi í Hollywood, en hef- ur ekki síðan komið fram á op- inberum tónleikum, nema hvað hún fór með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni á sýningum Þjóðleikhússins í vetur. Viðskiptasamkomulag við Dani Hinn 2. apríl var undirritað í Reykjavík samkomulag um viðskipti milli Islands og Dan- merkur, er gildir fyrir tímabil- ið 15. marz 1957 til 14. marz 1958. Samkvæmt samkomulagi þessu munu dönsk stjórnarvöld veita innflutningsleyfi fyrir islenzk um vörum á svipaðan hátt og áður hefur tíðkazt og íslenzk stjórnarvöld munu einnig heim- ila innflutning frá Danmörku eins og að undanförnu að svo miklu leyti, sem gjaldeyris- ástand landsins leyfir. Samkomulagið undirritaði fyr- ir Islands hönd Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra og fyrir hönd Danmerkur ambassador Dana í Reykjavik, E. A. Knuth greifi. íhaldið ætlaði að fella geng- ið. festa visitöluna og banna kauphækkanir Veiðfestingarstefitan heíur Kindrað hækkun vísitölunnar, en hún er eigi að síður óbundin Heildsalablaðið hamrar enn í gær á þeim marghröktu íhaldsblekkingum að kaupgjaldsvísitalan sé bundín og launþegar þannig sviknir um hluta af kaupi sinu, Kemst heildsalablaðið þannig að orði um þetta: „ .... eru nú liðnir sex mánuðir, síðan ríkisstjórn „vinnandi stétta“ losaði vísitöluna úr tengslum við framfærslukostnað og kaupgjald, svo að menn fá nú engar bætur, enda þótt framfærslukostnaður hafi hækk- að um fjöldamörg stig á síðustu mánuðum — beinlínis vegna aðgerða stjórnar hinna „vinnandi stétta". Þama hefur hún falsað enn meira en „íhaldið““. Ekki verður því trúað að heildsalasnepillinn endur- taki þessi ósannindi æ ofan í æ af einskærri fávizku, svo oft sem íhaldsblöðunum hefur verið bent á að þau fara með algjör ósannindi í skrifum sínum um „bind- ingu vísitölunnar“. Hitt er langtum sennilegra að hér sé um að ræða að íhaldið sé grænt af öfund og illgirni út af þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð með verðfestingarstefnu sinni. En margháttaðar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, gerðar í samráði við verkalýðssam- tökin, hafa borið þann árangur að vísitalan hefur aðeins hækkað um eitt stig síðan dýrtíðarstjórn Ólafs hraktist frá völdum. Framkvæmd þessarar stefnu hefur m.a. komið tilfinnanlega við aðstandendur Vísis og kann blekkinga- iðjan að eiga að nokkm leyti rætur sinar að rekja til þess. Annars ætti Vísir að forðast allt tal um vísitölu og visitölufölsun. Ihaldið stóð á sínum tíma að vísitölu- bindingu ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar þegar verkafólk var rænt milli 20 og 30 vísitölustigum. Og öll þjóðin veit að það sem íhaldið ætlaðist fyrir hefði það hahlið völdum var ekki aðeins gengislækkun, heldur jafnframt alger festing vísitöhuinar og bann við öllum grunnkaupsliækkunum. Vísitalan er laus og óbundin. Og strax og grund- völlur hennar sýnir hækkun verðlags kemur það fram í hærri vísitölu sem greidd verður cllum launþegum. Enginn bannar hins vegar atvinnurekendum íhaldsins að sýna þá rausn að greiða. kaupgjald með auknu álagi — hafi þeir raunverulega þann áhuga fyrir að bæta launþegum upp núverandi kaupgjald sem ætla mætti af skrifum íhaldsblaðanna. Þeim er það vissulega algjör- lega frjálst. Og hvemig væri þá að hefja þessar auka- greiðslur í verksmiðjunni Vifilfell og öðrum fyrirtækj- um sem standa eigendum heildsalablaðsins næst? Kíkísstjornin athugi og geri tillögur um árstíðabundinn iðnað Þingsályktun samþykkt með samhljóða atkvæðum ] Á fundi sameinaðs þings í gær var afgreidd tillaga til þingsályktunar um árstíðabundinn iðnaö. I Var tillagan, sem flutt var af hvorki meira né minna en sex þingmönnum Alþýðuflokksins og Framsóknar, samþykkt með samhljóða atkvæðum. Er þingsályktunin þannig: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta fara fram ýtarlega rannsókn á þvi, hvort ekki sé framkvæmanlegt og hagfellt að koma upp, þar í landinu sem árstíðabundið at- vinnuleysi er, iðnaði, sem rek- inn sé á þeim árstima, þegaC önnur vinna er minnst. Ríkisstjórnin leggi fyrir næsta reglulegt Alþingi niður- stöður rannsóknarinnar og álitl um málið“. | Hinji 28. marz s.l. afhentl Agnar Kl. Jónsson Belgíukon.- ungi trúnaðarbréf sitt seni sendiherra Islands í Belgíu með? aðsetri í París. \ J Skyrtur sem koma fyrír hádegi eru tilbúnar að kvöldi Þvottahúsið EIMIR Bröttugötu 3A — Sími 2428 a

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.