Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 7
Fmuntudagur 4. apríl 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (T Tr l rn \ZKA PRENT.ARAFELAG SEXTIU ARA Jitökin eru elztu samtök verkamanna kér á landi lags vors, en jeg skal láta bað í ljósi, að jeg lyrir mitt Ieyti hefði engn síður slcemmtun af, að vjer hverjir með öðrum létum meiningu vora í ljósi úm það atriði, sem snertir oss sem einn flokk af sama standi, þar sem enginn er í fjelagi voru nema prentarar, og tilgangur þess er að auka skemmtanir vor á meðal, en það mun mega segja, að skemmtanir sjeu ann- aö en atvinnumál. En jeg skal nú lýsa þeirri tilfinning minni, að jeg álít, að þau t\ö atriði geti vel veriö samhliða, og meira að segja álít jeg það aðalvelferðarspursmál sérhvers manns, að liafa skemmtanir, eða með öðrum orðum, unað rósemi og meðvitund þess, að vera frjáls og sjálfstæður, en ekki undirokaður af einhverj- imi, sem eftir sínu eðallyndi, sem sjaldan er mn of, skammt- ar manni fé og frelsi, og fynd- ist mér því, að vér hefðum fullt tilefni til að gleðja oss í anda, ef vér hefðurn fram- kvæmt eitthvað það, sem vér hefðum andlega liagsmmii af, og ekki hvað sízt, ef vér jafn- framt hefðum afiað oss meira frjálsræðis en vér höfum, það «r að segja, komið ár vorri þannig fyrir borð, að vér að nokkru leyti gætum sjálflr skammtað oss frelsi og jafnvel peninga, eða að minnsta kosti tryggt atvinnu vora, sem jeg leiði mjer í hug, að vér mund- «m geta, ef vér á annað borð að minnsta kosti tréystumst til að standast þau áhrif, sein l>að kynni að hafa á hugsunar- færi vor, að vér lánuðum þau Jþessari hugmynd, þegar þau liefðu eltki annað nauðsynlegt að starfa. hað er tilgangur minn með Iþessum línum aö koina öðrum til að segja eitthvað um þetta efni, því jeg er enn ekld sann- færður um að menn geti ekki lieyrt það nefnt eða vilji ekki hugleiða þetta atriði; og jeg er einnig á þeirri skoðun, að hezt sé að frumsemja sem mest í blaöiö, því þótt vér gefc- «m valið góðar sögur úr út- lendum bókum, þá eru þær ílestar svo langar, að lítið ann- að getur komizt í það, jafn- franit þeim nema því aðeins að þær séu bútaðar í smáparta og sé það gert, liefur maður langtum minni not af þeim.“ 12—11. Þrátt fyrir óljósar hugmyndir um markmið og leiðir er strax í þessum fyrstu umræðum tal- að á tungu stéttabaráttunnar. f einni greininni segir í svari: „heldur hann virkilega að það sé algerlega úti með oss, ef vér breytum öðruvísi en þeim (þ. e. atvinnurekend- um) bezt þóknast? Eg held ekki, því ef þeir komast af án okkar, þá getum vér engu síður komizt af án þeirra. Og er það ekki sanngirnis- krafa af oss, þótt vér vildum varðveita rétt vorn gagnvart þeim, eins og þeir vilja varðveita rétt sinn gagnvart oss. Eða álítur herra S..... vinnuveitendur guði verka- manna?“ Og jafnvel þessi S.... sem í umræðunum dregur allmjög taum atvinnurekenda, tal- ar um það í einni svargreina s'nna, sem einasta úrræðið, „að við gerðum verkfall, þegar mikið er að starfa í prentsmiðjum, því með því móti — og ég vil segja, með því einu móti — getum við komið húsbændunum til þeirrar sannfæringar, að það sé éirimitt sjálfum þeim í hag að bæta kjör vor.“ Og þetta er ritað í nóvember 1886. Heldur vilja þeir vera fremstir 2. janúar 1887 er svo gengið frá stofnun Prentarafélagsins gamla. Þá eru samþykkt „Grundvallarlög og reglur Prentarafélagsins“. Lögin gera ráð fyrir ýmsum reglugerðum er síðar voru samdar og bera nöfnin: „Reglur um sjóð Prent- arafélagsins", „Reglur um fjölda, inntöku, kennslu o. fl. viðvikjandi prentnemum“, „Verðlagsskrá fyrir setjara og prentara", „Reglur fyrir blað a i-n cöfu . f m Gr & f ■ J ' C -l ----- Us. l-Cr A '•("■ * (/ vLl.'.ptjr Mt.( O'I- { , .< ‘! , 1 1,M f ■ I ' 3 s> //., .. . i ■ J' / í?<y, <L>< 'Á A,., é/j", • r y/ • t/U icf, /)*> (íW v /tr&y*. ftj, CfM* - j íLu*< g: uj<u,.U’ '&r ' ' // / ■Q> <U;« 7 'tJc/i /’a-Iu/ 0,^ £+ nlU'f f /UltL'Vit ^ i i/iAs a./} /r'//*. &ff . ....... f f tHtX*«'»•>'; ■-* t’M lutvU, % 1 (*j4 •|jsjf l/JÍA «+&],< Uy*'-" Þorvarður Þorvarðar- son, fyrsti formaður Hins islenzha prentara- félags prentarafélagsins", „Bókasafns- reglur fyrir Prentarafélagið“, „Fundarhaldsreglur fyrir Prent- arafélagið". í reglum um sjóð Prentarafélagsins er ákveðið að félagið eignist prentsmiðju, því „þá fyrst er prentarafélagið ætti sjálft prentsmiðju, gætu menn farið að búast við sjálf- stæði prentara í fleiru en einu tilliti", segir Jóhannes Vigfús- son í grein um þetta mál og heldur síðan áfram: „Yfir höfuð höfum vér mörg dæmi frá öðrum þjóðum, þar sem verkamenn sjálfir eiga iðnáhöldin og sumstað- ar starfhýsin með, sem öll benda á blessunarríka ávexti slíkra stofnana og verulega framför. Svo ég nefni eitt dæmi, þá eru,:tí Wien, Berlín og K aupm atítt ahöf n (félög verkamanna)nc sem hafa byggt og byggja stór, góð og hentug hús hrihda sér til í- búðar; fyrsti7- 14—18 árin eftir að húsft eru byggð, verða íbúar láð gjalda 6% af matsverði herbergja þeirra, er þeir hafa til íbúð- ar, en að þeim tíma liðnum eru húsin orðin þeirra eign, og þurfa úr því ekki að borga annað .en tillölu af sköttum er á húsinu hvíla.“ Þama kemur fram hugmynd- in, sem síðar verður að veru- leika með stofnun prentsmiðj- unnar Gutenberg þótt í breyttu formi væri. Ennfremur hug- myndin að verkamannabústöð- um. í fyrsta tölublaði Prentarans, 10. maí 1887 lýsir Jóhannes Vigfússon ástandinu eins cg það kom honum fyrir sjónir, þegar prentararnir voru að leggja upp í ferðina miklu, og hvaða veganesti hann áleit þeim nauðsynlegast til sjálf- .stæðis. Hann segir svo: „Þá er næst að geta þess, að um miðbik þessarar ald- ar átti hinn starfandi flokk- ur prentaranna við all- mikla harðstjórn og bág kjör í launalegu tilliti að búa, og hefur slikt haft mjög slæm áhrif á hann, lagt hömlur á lrina betri eig- inlegleika, en ekki megnað að temja eða halda hinum lak- ari innan réttra vébanda. Þetta má þó ekki skilja svo, að prentararnir hafi í menntalegu tilliti verið öðr- um iðnaðarmönnum síðri, nei, þvert á móti, þeir hafa jafnan verið með þeim fremstu. En að vera með þeim fremstu hefur hinum núverandi prenturum ekki fundizt nóg, heldur vilja jþeir vera fremstir, eða rétt- ara að segja, svo langt á undan öðrum iðnaðarmönn- um í menntun og bókfræði, sem auðið er og verður.“ Stofnun bókasafns og ’es- stofu verður því eitt hið fyrsta verk Prentarafélagsins. Þegar það er eins árs hefur það eign- ast á þriðja hundrað bindi og hefur opna lesstofu fjórum sinnum í viku. En í reglum fyrir blað fé- lagsins koma einnig skýrt fram hin stórlátu markmið, sem bjuggu með þessum fá- tæku mönnum. „Tilgangur blaðsins er eink- um að gera menn hæfa til að rita rétt mál og skýrt, og klæða hugsanir sínar formlegum og skipulegum búningi i riti sem ræðu, og glæða og efla þá meðvitund félagsmanna, að þeir samkvæmt stöðu sinni séu öllu fremur bókiðnaðarmenn í orðs- ins rýmsta skilningi, en bók- handiðnamenn eingöngu, enda skal það hug'sjónakrafa félags- ins til hvers einstaklings þess og staðmark þess með tíman- um, að hefja alla sína meðlimí á það menningarstig, sem ger- ir þá jafnhæfa til bókiðna meðs höfðinu sem höndunum". Enda þótt hér sé á fátt eítf drepið af því sem segja mætti um þessi fyrstu samtök prent- aranna sem lögðust niður, þá hef ég þó gerst svo fjölorður um þau sökum þess, að ég tel’ það augljóst mál að án þess- arar forsögu Hins íslenzka prentarafélags hefði þróunin öll orðið hægari, stefnan ekkf eins örugg og samheldnin ekkí. svo traust sem raún ber vitnf, Allur þorri þeirra; mála, seirf verða helztu viðfangsefni H. f. P. hafa byrjað að mótast ft prentarasamtökunum gömlu og- þannig var það eins og ofb skeður, næstu kynslóðar að lyfta því takinu til fulls, er sú næsta á undan naumasb hrærði. En að þeirri vitneskju feng- inni, sem fólgin er í elztu gögn- um samtaka okkar, leikur ekkfi á tveim tungum, að þau em elztu samtök verkamanna á fs^- landi. Og það fer ekki hjá því! að við teljum það nokkur* virði, vegna þess að þróurt félagsbaráttunnar helzt óslitin. Þannig getum við og eigum aíi miða árangur herinar við mark- mið fyrstu samtakanna og þann, víðsýna huga, sem mótaði þau.: Hið íslenska prenfarafélag sfofnað Öryggisleysi og fátækt, og andstaða atvinnurekenda gegn óskum prentara um betri kjör, urðu til þess að Prentarafélag- ið Jagðlist níður um skeið. Sveinamir flosna upp og nem- endur eru teknir í staðinn. Ár- ið 1890 er svo komið að af þeim 10—12 meðlimum sem félagið skópu eru þrír farnir vestur um haf, einn til Kaup- mannahafnar og einn til fsa- fjarðar. Þessir 5 félagar voru starfandi af lífi og sál. Það verður því í raun og veru ekki sagt að prentaramir hafi gef- 'zt upp við félagshugmyndina, heldur lagðist hún niður um skeið, þegar hópurinn tvístrað- ist í baráttunni fyrir lífinu. Árin 1895 og 1896 er svo tekið að ræða um stofnun Prentarafélags að nýju. Þá eru nemendurnir, sem teknir voru í stað sveinanna, sem urðu frá að hverfa, komnir í sömu spor. Prentsmiðjum hefur fjölgað og eru sumar hinna nýju nær ein- göngu reknar með nemendum. Þá sáu hinir ungu menn, sem námið hófu þegar gömlu sam- tökin voru að lognast út af, hvert stefndi; annaðhvort var að spyrna við fæti, eða hóp- ur nýsveinanna átti fyrir sér að tvístrast á ný. Þeir tóku fyrri kostinn; áttu nú dýrmæta reynslu að baki, vissu hvað varast skyldi, enda er allur undirbúningur nú byggður á traustari grunni og markmiðin ljósari. Forystu- menn H. í. P. hafa nú af eig- in kynnum eignast reynslu er- lendra stéttarbræðra, Þorvarð- ur Þorvarðarson hefur dvalið erlendis og þaðan koma þeim ljósar fyrirmyndir að lögum og starfsháttum verkalýðsfé- laga. í byrjun árs 1897 boða prent-* arar í ísafoldarprentsmiðju og Félagsprentsm. til undirbún.- ingsfundar og var á þeim fundf kosin nefnd til að semja frum— varp til laga fyrir væntanlegt félag. 4. apríl 1897 var svo haldinnJ stofnfundur H. f. P. í Góð- templarahúsinu. Lagafrumvarn •# undirbúningsnefndar var sam- þykkt þar með litlum breyting- um og fyrsta stjórn félagsinsc kosin. Voru það þeir Þorvarðurr Þorvarðarson formaður, Frið- finnur Guðjónsson gjaldkeri og Þórður Sigurðsson ritari. Stofn- endumir voru 12 að tölu, þefr Aðalbjörn Stefánsson, Benedikf Pálsson, Bergþór Bergþórssori,. Davíð Heilmann, Einar Krisfe- inn Auðunsson, Friðfinnur LL Guðjónsson, Guðjón Einarsson, Hafliði Bjarnason, Jón Áma- son, Stefán Magnússon, Þórður: Sigurðsson, Þorvarður Þorvarð- arson. í 2. gr. félagslaganna segfr svo um markmið félagsins: „Tilgangur félags vors er: að efla og styrkja. samheldnf meðal prentara á íslandi; a® koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð ‘ borinn a® prentsmiðjueigendúm; aS styðja að öllu því, er ti| framfara horfir i - iðn vorri* og að svo miklu ' leyti sernt hægt er að tryggja velmegun vora í framtíðinni.“ Þar með var lagðúr grun<f- völlur fyrsta stéttarfélags ís- lenzkra verkamanna, sem starf- að hefur til þessa dags. Atvinnuöryggi — Kaup- gjaldsbarátta Fyrsta hagsmunamálið, senS til umræðu kemur í. félaginu,’ Framhald á 9. síðuu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.