Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 12
Loftleiðir flytja go$a gesti til fslands
Hiúoviuin
Fimmtudagur 4. apríl 1957 — 22. árgangur — 79. tölublað
Myndii'nar voru teknar á Reykjavíkurflugvelli um kl. 6 í gærmorgun við komu flugvélar Loftleiða frá
New York. Meðal farþega var danski landkönnuðurinn og rithöfundurinn Peter Freuclien og kona lians
og Smetanakvartettiim tékkncski. — Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson.
Brezkir verkamensi fordæma
llnkn forustumanna sinna
Segjast hverfa nauSugir aftur til vinnu
Verkamenn í helztu iðnaðarborgum Bretlands mót-
mæltu á fjöldafundum í gær ákvörðun forustumanna
sinna um að aflétta verkföllum skipasmiða og vélsmiða.
Framkvæmdanefnd sambands
■yélsmiða og skipasmiða sam-
J>ykkti í fyrradag að verkfall-
Inu skyldi hætt meðan stjórn-
Bkipuð nefnd kynnir sér mála-
vexti í deilunni og semur til-
lögur um lausn hennar. Sam-
þykktin var gerð með atkvæð-
um stjórna starfsgreinasam-
Ijanda sem hafa 710.000 verk-
íallsmenn innan vébanda sinna,
FundiS fé á
gullströndinni
1 dag opnar Pétur Hoffmann
Salómonsson enn eina sýningu
á gripum er hann hefur fundið
I fjörunni hjá öskuhaugunum,
»— en þann stað eru margir
nú farnir að nefna „gullströnd-
ina“, segir hann.
Á sýningu þessari verður
jmikið af silfurborðbúnaði, arm-
böndum og hringjum, bæði úr
silfri og gulli, sem Reykvíking-
ar hafa týnt á sl. ári, og lent
.hafa á öskuhaugunum. — Þeir
sem geta sannað eignarrétt sinn
á einhverjum þessara gripa fá
.þá afhenta aftur, eins og venja
Péturs hefur verið á undan-
förnum árum.
Þá mun Pétur einnig hafa á
sýningunni málverk af hinni
.víðkunnu „orustu í Selsvör".
Sýningin er í Listamanna-
skálanum og verður opin fram
yfir helgina.
Kvenfélag
sósíalista
Kvenfélag sósíalista lield-
ur félagsfund í kvöld kl.
8.30 í Tjarnargötu 20.
Dagskrá:
Gunnar Jóhannsson
alþingismaður flyt-
ur erindi um stjórn-
málaviðhorfið.
Kaffidrykkja.
Konur fjölmennið
mætið stundvíslega.
og
en fulltrúar 449.000 verkfalls-
manna vildu halda verkfallinu
áfram sleitulaust.
Hlaupizt undan merkjum
Á útifundum í gær víða um
Bretland voru samþykktar með
þorra atkvæða ályktanir, þar
sem meirihluti sambandsstjórn-
ar er víttur fyrir að hafa hlaup-
izt undan merkjum í deilunni.
Verkfallið hafi þegar verið bú-
ið að bera þann árangur að
atvinnurekendur hafi fallizt á
að ganga til samninga, og þeim
sigri hafi átt að fylgja eftir
með því að halda verkfallinu
áfram.
Ályktanir, sem gengu í þessa
átt, voru samþykktar á úti-
fundum víða í London og ná-
grenni, í Manchester, Sheffield,
Belfast, Bristol, Southhamton
og fleirí borgum.
Halda áfram verkfalli
Á nokrum stöðum var ákveð-
ið að halda verkfallinu áfram.
Er þar aðallega um að ræða
staði, þar sem atvinnurekendur
höfðu tilkynnt, að þeir myndu
ekki taka hluta verkfallsmanna
aftur í vinnu fyrst um sinn.
Þannig er ástatt í ýmsum verk-
smiðjum og skipasmíðastöðvum
við ósa árinnar Tyne, í Glasgow
og víðar. Ketilsmiðir í Birken-
head samþykktu að halda verk-
fallinu áfram, vegna þess að
atvinnurekendur hafa tekið aft-
ur kauphækkun þá sem þeir
féllust á að veita í haust. Á
sunnudaginn verður haldinn í
Liverpool fjöldafundur ketil-
smiða úr borgum við Mersey-
ósa til að ákveða frekari að-
gerðir í þessu máli.
1 dag leggja fulltrúar verka-
lýðsfélaganna sinn málstað fyr-
ir stjómskipuðu rannsóknar-
nefndina..
„Syngjandi páskar44 Félags
íslenzkra einsöngvara
Félag íslenzkra einsöngvara efnir á næstunni til fjöl-
breyttrar skemmtunar í Austurbæjarbíói. „Syngjandi
páska“ nefna söngvararnir skemmtun sína, sem verður
með líku sniði og í fyrra.
Skemmtun þessa heldur fé- bjarnardóttir, Ævar Kvaran og
lagið til styrktar starfsemi Jón Sigurbjörnsson. Karl Guð-
sinni, en það hefur m.a. í
hyggju að efna til tveggja eða
fleiri hljómleika á hausti kom-
anda, þar sem félagsmenn munu
eingöngu syngja óperulög og
önnur klassísk tög. Annast
Fritz Weisshappel undirbúning
þessara tónleika.
Syngjandi páskar eru hins-
vegar eingöngu helgaðir óper-
ettulögmn og öðra af léttara
taginu. Verða þar sungnir ein-
söngvar, tvísöngvar, þrísöngvar
og kvartettar, fluttur gaman-
þáttur og dansar sýndir. Söngv-
aramir, sem fram koma, eru
Kristinn Hallsson, Guðmunda
Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir,
Guðmundur Guðjónsson, Gunn-
ar Kristinsson, Ketiil Jensson,
Þuríður Pálsdóttir, Svava Þor-
mundsson fer með gamanþátt-
inn, en dansana sýna Bryndís
Schram og Þorgrímur Einars-
son. Ævar Kvaran verður kynn-
ir. Söngvararnir munu koma
fram í skrautlegum búningum,
en sviðskreytingar hefur Loth-
ar Grund gert.
Félag íslenzkra einsöngvara
hleypti Syngjandi páskum af
stokkunum um páskaleytið í
fyrra. Varð þessi skemmtun
mjög vinsæl og urðu sýningar
sex. Er vart að efa, að svo
verði einnig nú, en „frumsýn-
ingin“ verður n.k. sunnudags-
kvöld kl. 11,30.
Óperutónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í kvöld
Stjórnandi Paul Pampichler, einsöngvarar
fíanna Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson
SiiifóníuMljónisveit íslands efnlr i kvöld til óperatónleika í
Þjóðleikhásjnu. Stjórnandi hljónisveitarinnar er Paul Pampichlcr
en einsöngvarar Hanna Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson.
Viðfangsefni Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í kvöld eru, að einu
undanskildu, sótt í óperur: ar-
íur, dúettar, forleikir og hljóin-
sveitarþættir, alþekkt, vinsæl og
aðgengileg verk. Fyrst verður
leikinn Sigurmars úr óperunni
Aidu eftir Verdi, þá Ballaða eft-
ir Herbert Hriberschek, fyrsta
hornleikara hljómsveitarinnar,
síðan syngur Hanna Bjarna-
dóttir aríu úr Madam Butterfly
eftir Puccini og Guðmundur
Jónsson aríu úr Grímudans-
leiknum eftir Verdi. Hljóm-
sveitin leikur þessu næst Fjórar
sjávarmyndir úr óperunni Peter
Grimes eftir Benjamin Britten,
en þetta er sú ópera sem mesta
sigurför hefur farið um heim-
inn síðustu áratugina og gerði
tónskáldið heimsfrægt. Að
loknu hléi verður leikinn for-
leikur óperunnar Donna Diana
eftir Reznicek, Hanna syngur
aríu úr Rakaranum frá Sevilla
eftir Rossini og Guðmundur
söng nautabanans úr Carmen
Dregið á 12.
flokki D.A.S.
I gær var dregið í 12. flokki
D.A.S. 1. vinningur var einbýl-
ishúsið Ásgarður 4, Reykjavík,
og kom á miða nr. 36627 (í um-
boðinu Vogar Suðurnesjum).
Sá, sem hreppti þennan glæsi-
lega vinning er Hannes Guð-
jónsson, Lindarbrekku, rúml.
fimmtugur verkamaður. 2. vinn-
ingur, sendiferðabifreið, kom á
miða nr. 35892 (umb. Austur-
stræti 1), eigandi: Frú Anna
Ólafsdóttir, Skipasundi 71,
Reykjavík. 3. vinningur, Morris
fólksbifreið, kom á miða nr.
2299 (Hafnarfirði), eigandi:
Sigurður Guðjónsson, Suður-
götu 49, Hafnarfirði. 4. vinning-
ur, rússnesk landbúnaðarbifreið,
kom á miða nr. 58506 (Austur-
stræti 1), eigandi: Kristinn
Dagbjartsson, Laugavegi 28b,
afgreiðslumaður í Málaranum.
Hanna Bjarnadóttir
eftir Bizet. Þá verður fluttur
allangur kafli úr 3. þætti óper-
unnar Rigoletto eftir Verdi, þar
sem skiptast á aríur og tví-
söngvar, en að lokum leikur
hljómsveitin vals úr Rósaridd-
aranum eftir Richard Strauss.
Framhald á 3. síðu.
Hvar eru leiklistarunnendumir?
Leikfélagið varð að hætta við sýninguna í gærkveldi vegna lítillar aðsóknar
Jón Sigurbjörnsson leikari,
formaður Leikfélags Reykja-
víkur, kallaði blaðamenn á
sinn fund í gær og fórust
honum orð á þessa leið:
Þrátt fyrir afbragðsdóma
leiklistargagnrýnenda er lítil
sem engin aðsókn á sýningar
Leikfélagsins á „Browning-
þýðingunni" og „Iíæ, þarna
úti“. Um kl. 3 í gær höfðu
verið pantaðir og seldir 60
miðar, og sáu forráðamenn
Leikfélagsins sér ekki fært að
sýna fyrir svo fáa og aflýstu
því sýningunni. Á sunnudag-
inn verður sýnt aftur — í síð-
asta sinn — ef það sýnir sig,
að fólk kæri sig ekki um leik-
ina. Sjaldan hefur nokkur sýn-
ing hlotið jafn einróma lof
gagnrýnenda, og er það ekki
sársaukalaust fyrir Leikfélag-
ið ef bæjarbúar ætla með tóm-
læti sínu að „fella“ sýninguna.
Þvi verður ekki trúað að ó-
reyndu.
Vetnistilrðninir
Framhald af 1. síðu.
raunum með kjarnorkuvopn
verði hætt. Heitið er á ríkis-
stjórnina, að senda öllum ríkis-
stjórnum sem hlut eiga að máli
raunhæfar tillögur um þetta
efni, og fresta jafnframt brezku
vetnissprengingunum það lengi,
að tími gefist til að athuga
svör sem berast frá öðrum ríkj-
um.
Byrjað í maí
Kjarnorkumálanefnd Banda-
ríkjastjórnar lét það boð út
ganga í gær, að prófanir kjarn-
orkuvopna á hennar vegum
myndu hefjast á ný á tilrauna-
svæðinu í Nevada um miðjan
næsta mánuð. Sprengingum
verður haldið áfram með nokkr-
um hvíldum í allt sumar. Segir
kjarnorkumálanefndin, að þarna
eigi að reyna sprengjur, sem
hafi tiltölulega lítimi sprengi-
mátt.