Þjóðviljinn - 05.04.1957, Síða 3
Pöstudagur 5. apríl 1957 — JWÓÐVILJINN — (3
Fiskveiðasjóði brýn þörf
auknum tekjum
r
a
FrumvarpiS um hækkun úfflutnings-
gjalds sjávarafurSa til 1. umr. i gœr
Frumvarpið um aukningu tekna handa Fiskveiðasjóði
var til 1. umræðu á fundi efri deildar í gær, og flutti
Lúövík Jósepsson sjávarútvegsráöherra framsöguræðu,
lýsti frumvarpinu og rökstuddi nauðsyn þeirrar hækkun-
ar á útflutningsgjaldi sjávarafurða, sem þar er ákveðin.
í f ramsöguræðu sinni sagði
ráðherra m.a?!
Frumvarp það sem hér liggur
fyrir miðar að því að tryggja
Fiskveiðasjóði nokkuð aukið
starfsfé frá því sem hann hefur
haft. Aðalefni frumvarpsins er
það, að gert er ráð fyrir að út-
flutningsgjald af sjávarafurðum
öllum verði það sama, en eftir
núgildandi reglum er útflutn-:
ingsgjaldið allmismunandi éftir
því um hvaða sjávaráfurðir er
að ræða.
Af flestum útfluttum sjáVar-
afurðum ber að greiða 2Í4 af
hundraði í útflutningsgjald.
Þannig er t. d. um hraðfryst-
an fisk og ýmsar fleiri útflutn-
ingsafurðir sjávarútvegsins.
En nokkrar eru þær grein-
ar, sem ekki bera svona
hátt gjald. Þar er t.d. um að
ræða saltfisk, en á honum er út-
flutningsgjald sem nemur að-
eins 3/4 af hundraði, og á síld-
arafurðum er líka nokkru lægra
útf lutningsg j ald.
Norræn mét og
námskeið í sumar
Á vegum Norrænu félaganna
verða eins og venja er haldin
allmörg mót og stutt. námskeið
í sumar í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi. Skal þeim,
sem hafa í hyggju að fara til
Norðurlanda í sumar, sérstak-
lega bent á að með þátttöku í
þessum mótum geta þeir notið
ódýrrar dvalar og ferðalaga við
hin beztu skilyrði, um leið og
þeir fá tækifæri til að eignast
vini og kunningja frá öllum
Norðurlöndum. Mun Þjóðvilj-
inn skýra nánar frá helztu mót-
unum og námskeiðunum ein-
hvem næstu daga, en nánari
upplýsingar um þau gefur
Magnús Gíslason framkvæmda-
stjóri Norræna félagsins.
Með því að láta allar útflutt-
ar sjávarafurðir bera sama
gjald, er hægt að afla Fisk-
veiðasjóði nokkurra aukinna
tekna. Ytarleg greinargerð er
fyrir þessu í frumvarpinu, og
sé ég ekki ástæðu til þess að
rekja það hér nú við 1 umræðu
málsins.
Ætla má að tekjuauki á ári
hverju til Fiskveiðasjóðs gæti
orðið af þessu frumvarpi, sem
nemur fullum 4 milljónum króna,
en eftir sem áður er gert ráð
fyrir að Landsamband íslenzkra
útvegsmanna, Fiskveiðisjóður og
rannsöknarstofnun í þágu sjáv-
arútvegsins, sem er í byggingu,
njóti svipaðra tekna af útflutn-
ingsgjaldinu eins og þessir að-
ilar hafa notið fram til þessa.
Þó er nú fremur um lækkun
hjá þeim að ræða en hækkun.
Það þarf ekki að fara mörg-
um orðum um það, hvaða á-
stæður liggja til þess að þetta
frumvarp er fram komið, en það
er öllum hv. alþingismönnum
vel ljóst, að Fiskveiðasjóður þarf
á stórkostlega auknum tekjum
að halda, ef hann á að g'eta stað-
ið við þær skuldbindingar, sem
honum er ætlað að standa við,
og sumpart hefúr tekið á sig.
Samþykkt hefur verið að
kaupa allmikið af nýjum fiski-
skipum, sem sumpart eru í smið-
um og búið er að heita lánum
til kaupa á, en það er Fiskveiða-
sjóði algerlega um megn að
standa við slíkar skuldbindingar,
ef honum verður ekki séð fyrir
auknum tekjum.
Frumvarp þetta hefur verið
undirbúið í samráði við þá að-
ila, sem hér eiga mest hlut að
máli, fulltrúa útgerðarmanna og
þeirra stofnana, sem tekjur hafa
einnig af þessu útflutningsgjaldi,
og vil ég því vænta að það geti
orðið samkonj,ulag við þá
í reynd um það að haga útflutn-
ingsgjaldinu ' á þá lund, sem
hér er lagt til“.
Fleiri tóku ekki til máls og
var frumvarpinu vísað til 2. um-
ræðu og sjávarútvegsnefndar
með samhljóða atkvæðum.
•«Söngur hennar einkennist
af djúpri innlifun og skýrri
og hárfínni íiilkunf?
Guðrún Á. Símonar fær mikið Iof fyrir \
söng sinn í Sovétríkjunum }
Svo sem að líkum lætur, hefur mikið verið ritaö síð-
ustu vikurnar um Guðrúnu Á. Símonar í blöð í Ráð-
stjórnarríkjunum og myndir birtar frá konsertum hennari
og við önnur tækifæri, enda hefur hún hvarvetna aust-
ur þar getiö sér góðan orðstír og unnið hvern sigurinrH
á fætur öðrum. :!
hún 17. f.m. í Vísindahöllinnl
í Moskvu fyrir fullum sal vand-
fýsinna áheyrenda, sem fögn-
uðu henni svo mjög, að hún
varð að syngja mörg aukalögö
„íslenzka söngkonan Guðrúnf
„Moskow News“ segir m. a.
20. f. m. í frétt frá fyrsta
konserti Guðrúnar: „Tónlistar-
menn í Moskvu leggja áherzlu
á, að hún hafi góða rödd og ein-
læga og þróttmikla túlkun“.
Hinn 28, f. m. birtist í blað-
inu „Sovétskaja Kultura“ eftir-
farandi grein með fyrirsögn-
inni: „Gestatónleikar íslenzkrar
söngkonu“, um fyrstu söng-
skemmtun listakonunnar í Ráð-
stjómarríkjunum, en hana hélt
ilkoypis skéla-
visf á norræn-
Eins og undanfarin ár mun
ókeypis skólavist verða veitt á
íiorrænum lýðháskólum næsta
Vetur, fyrir milligöngu Norrænu
íélcganna.
1 Svíþjóð munu a.m.k. 8 fá
skólavist á þennan hátt, í Dan-
mörku 1, í Finnlandi 1 og 2 i
Noregi.
Umsækjendur skulu hafa lok-
ið gagnfræðaprófi eða öðru
hliðstæðu námi. í umsókn skal
tilgreina nám og aldur. Afrit
af prófskírteinum fylgi ásamt
meðmælum skólastjóra, kenn-
ara eða vinnuveitenda.
Umsóknir skulu sendar Nor-
ræna félaginu í Reykjávík
(Box fyrir 20. maí n.k.
Rómeó og Júlía
sýnd í kvöld
Reykjavíkurdeild MÍR hefur
í kvöld kl. 9 kvikmyndasýningu
í salnum Þingholtsstræti 27.
Sýnd verður hin heimsfræga,
stórbrotna ballettmynd Rómeó
og Júlía með Galínu Ulanovu í
aðalhlutverkinu.
Forsetaúrskurður um
kosningalagafrumvarpíi
Frumvarpið um breytingu á kosningalögunum, varð-
andi varamannsákvæði, var til 2. umræöu á fundi neöri
deildar í gær.
íhaldsþingmaður hafði kraf-
izt þess að málinu yrði vísað
frá, þar sem frumvarpið væri
breyting á stjórnarskránni, og
kvað forseti, Einar Olgeirsson,
upp úrskurð er málið kom til
umræðu í gær.
Forsetaúrskurður Einars var
þannig:
„Því er lialdið fram, að frum-
varp það, sem liér liggur fyrir,
feli í sér tillögur um breytingu
á stjórnarskráimi. Sé }>að því
éigi réttilega nefnt og beri for-
seta þess vegna að vísa því frá
samkvæmt 27, gr. þingskapa
laga.
Alþingi hefur nýlega sam-
þykkt ályktun þess efnis, að
það teldi rétt, að gefið væri út
kjörbréf til handa Eggert Þor-
steinssyni sein varaþingmanni
af lista Alþýðufloltksins
Reykjavik, er svo stóð á, að
þingmaður flokksins þar var
foríallaður, en annar maður af
listanum orðiim uppbótarþing-
maður og þriðji maður af list-
anum hafði afsalað sér rétti til
varaþingsætis. En Eggert Þor-
steinsson skipaði fjórða sæti 4
framboðslista Alþýðuflokksins í
Reykjavík við síðustu alþingis-
kosningar, svo sem kunnugt er.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur gaf
iyggingarstefna íhaldsins
stjórn sparisjóðsins kosna til
Framhald af 1. síðu.
lét Sjálfstæðisflokkurinn verkin
tala: Hann endurkaus Bjama
Ben. í stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis! Þar
með var því skýrt og kinnroða-
laust lýst yfir, að sú stefna
Bjarr.a Ben., að neita févana,
húsnæðislausum mönnum mn
lán tii íbúðabygginga, en ausa
fé til þess að húsasafnarar
geti eignazt sem mest húsnæði.
sé stefna Sjálfstæðisflokksins.
Meira aí slíku
Sjálfstæðisflokkurinn var ein-
mitt svo ákafur með þessari
stefnu að það gerði kröfu til
að fá báða fulltrúa bæjarins í
þess að tryggja sem öruggasta
framkvæmd á lánastefnu
Bjarna Ben.
Kosningin gekk hinsvegar
svo bagalega hjá Sjálfstæðis-
flokknum að einn bæjarfulltrú-
inn reyndist ekki hafa kunn-
áttu til að greiða atkvæði og
varð því. atkvæði hans ógilt.
Kosningin fór þannig að í
stjóm Sparisjóðs Reykjavikur
og nágrennis vom kosnir Ólaf-
ur H. Guðmundsson af C-lista
með 5 atkv. og Bjarni ÍBen.
af D-lista, með 7 atkv. — 2
seðlar vom auðir og einn varð
forseti að dæma ógildau!
samkvæmt því út kjörbréf til
handa Eggert Þorsteinssyni,
Var það kjörbróí síðan sam-
þykkt af Alþingi, og liefur Egg-
ert Þorsteinsson tekið sæti hér
á Alþingi samkvæmt því.
Frumvarp það, sem hér ligg-
ur fyrir, feiur í sér staðfesting
á þeim skilningi Alþingis, sem
birtist í afgreiðslu þess kjör-
bréfamáls, er áður var nefnt.
Alþingi hefur því, þegar í
reyndinui lýst þeim skilningi
síiium, að reglur þær um vara-
þingmenn, sem ætlað er að lög-
festa með frumvarpi þessu séu
samþýðanlegar stjórnarskránni.
Ákvæði 31. gr. stjórnarskrár-
innar, að jafnmargir varamenn
skuli kosnir samtímis og á
sama hátt er ekki óeðlilegt að
skilja þannig, að varamenn
skuli kjörnir í sömu kosningu
og að ekki skuli samtímis vera
fleiri varamenn en aðalmenn.
Er byggt á þeim skilningi í nið-
urlagi 117. gr. kosningalaganna.
1 31. gr. stjórnarskrárinnar
segir, að deyi þingmaður kos-
inn í einmenningskjördæmi, eða
fari frá á kjörtímanum, þá
skuli kjósa þingmann í hans
stað fyrir það, sem eftir er
kjclrtímans. t stjórnarskránni
eru hins vegar engin bein fyrir-
mæli um það, hversu að skuli
fara, ef aðalmaður og varamað-
ur í kjördæmi, þar sem kosið er
hiutbundnnm kosningum, eða
landskjörinn þingmaður og
varainaður hans falla frá á
kjörtímabilinu, missi kjörgengi
eða segi af sér. Þessi þögn
stjómarskrárinnar bendir til
þess, að gert sé ráð fyrir, að í
þessum tilvikum sé jafnan vara-
mönnum til að dreifa, og stjTk-
ir það ennfremur áðurgreindan
skilning á ákvæði 31. gr. stjóm-
arskrárinnar.
Þegar til alls þessa er litið,
verður ekki talið, að efni frum-
varps þessa sé andstætt stjórn-
arskránni.
Úrskurður minn verður því' á
þá lund, að framkomin frávís-
Símonar, sem nú er í söngför
um Sovétríkin, hefur haldiíS
hljómleika í Moskvu. Guðrún
Símonar hefur fallega, þýðat
söngrödd (lýriska sópranrödd)}
og er hámenntuð söngkona.
söngur hennar einkennist alí
djúpri innlifun og skýrri hár-
fínni túlkun á stíl tónverksins.
Á hljómleikunum, sem haidn-
ir voru í tónleikasal Vísinda-
hallarinnar í Moskvu, kom Guð-
rún Símonar fram • fyrst og[
fremst sem konsertsöngkona,-
er af jafnmiklu öryggi og leikni
gat túlkað tónverk hinna gömlti
meistara — ítölsku tónskáld-
anna Claudio Mentoverdi, Ant-
onio Caldara, Pergolesi og Du-
rante — sem verk íslenzkra
nútíma tónskálda.
Söngur Guðrúnar Símonar á!
lögum spænska tónskáldsins da
Falla var þýður og innilegur,
þó sérstaklega í „Vögguvisu'*
og „Jota“. Áhrifamikill og fág-
aður var söngur Guðrúnar Sím-
onar á sönglögum BrahmS
„Dein blaues Auge“, „Den
Sehimid" og „Von ewigeR
Liebe“. Guðrún Símonar hefuij
ágætt vald á röddinni. Hreirtl
tónmeðferð, algjört áreynslu-
leysi og næm tilfinning fyriij
listrænni hófsemi, eru þættir*
sem mjög eru einkennandi fyrhff
listgáfu söngkonunnar.
Söngkonan flutti textana vi?(
lögin á frummálinu, og beií
það vott um hina ágætu mennt*-
un Guðrúnar Símonar.
Með kynningu sinni á tón*
verkum íslenzkra nútíma tón*
skálda, hefur Guðrún Símonaö
fært okkur heim sanninn um,
að landar hennar — tónskáldiri
Þórarinsson, Isólfsson, Thor*
oddsen og Þórðarson — errtf
ekki í viðjum hefðbundinnaf
stílbragða heldur eru tónverl#
þeirra melodisk.
Tónleika söngkonunnar bárrf
í heild vott um frumlega ogi
sjálfstæða listsköpun“.
A. Orfenoff f
þjóðlistamaður Rúss- ^
neska sovétlýðveldisins**]
unarkrafa verði ekki tekin ti|
greina“.
Gísli Guðmundsson flutti þvf
næst framsöguræðu af hálfm
meirihluta allslierjarnefndar.
Mæla þrír þingmenn með aðí
frumvarpið verði samþykkt ó-
hreytt, en tveir (íhaldsþdng-
mennirnir) höfðu ekki skilaðl
áliti. Annar þeirra, Björn Ólafs-
son, kvað ástæðuna þá að beðiðí
hefði verið eftir forsetaúrskurð-
inum. Bað hann um að umræð-
unni yrði frestað, svo minni-
hluta ynnist tóm til að gefa úti
nefndarálit. Varð forseti viði
þeirri beiðni. /