Þjóðviljinn - 05.04.1957, Blaðsíða 12
Hflðovmm
Föstudagur 5. apríl 1957 — 22. árgangur — 80. tölublað.
Notið tækifærið og látið bólu-
setja ykkur gegn mænuveiki
Mænusóttarbólusetning á fullorðnu fólki hefur nú
I staðiö yfir um nokkurt skeið. Er ákveðiö að gefa fólki
upp aö 45 ára aldri kost á henni.
Smetana-kvartettinn; frá vinstri: Jirí Nóvák, fyrsta fiðla, Lubomír Kostecký, önnur íiðla, Ant-
onín Kohoufc, selló, og dr. Milan Skampa, víóla.
Koma Smetana-kvartettsins
er mikill tónlistarviðburður
Heldur tónleika í kvöSd, annað kvöld og á
mánudagskvöld í Austurbæjarbíói
í kvöld og annað kvöld leikur hinn heimsfrægi Smet-
ana-kvartett frá Tékkóslóvakíu í Austurbæjarbíói fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Hefjast tónleikamir kl.
7 bæöi kvöldin. Á sama tíma á mánudagskvöldið heldur
kvartcttinn síöan almenna tónleika á sama stað, en meö
breyttri efnisskrá.
Eins og skýrt var í fréttum kvartettsins fyrir 20 árum og
blaðsins í gær, komu þessir Busch-kvartettsins skömmu eft-
frægu tónlistarmenn hingað til
Reykjavíkur snemma sl. mið-
vikudag frá New York, en
Ikvartettinn er á heimleið eftir
langa og glæsilega hljómleika-
ferð um Bandaríkin.
Á styrktarfélagatónleikunum
f kvöld og annað kvöld leikur
Smetanakvartettinn kvartett í
C-dúr K465 eftir Mozart, kvart-
ett nr. 2 „Ástarbréf" eftir Le-
os Janácek og kvartett í e-moll
iílJr ævi minni) eftir Bedrich
fímetana. Á almennum tónleik-
unum n.k. mánudag verða flutt
verk eftir Beethoven, Brahms
qg Dvorák.
Merkur tón-
iistarviðburður
Er Ragnar Jónsson, formað-
ur Tónlistarfélagsins, kynnti
kina tékknesku tónlistarmenn
fyrir hlaðamönnum í gær, kvað
hann tvo tónlistarviðburði
minnistæðasta og bera hæst í
BÖgu félagsins: komu Pragar-
ir lok síðustu heimsstyrjaldar.
Nú væri heimsfrægur strok-
kvartett enn kominn hingað á
vegum Tónlistarfélagsins, kvart
ett sem sagður er sá bezti í
Tékkóslóvakíu, en þar hefur
lengi ríkt mikill og almennur
áhugi fyrir kammertónlist.
Vorosjiloff, forseti Sovétríkj-
anna, mun koma í opinbera
heimsókn til Indónesíu í maí.
Hann endurgeldur þar með heim-
sókn Sukamos, forseta Indónes-
íu, til Sovétríkjanna í fyrra.
Tildrögin að stofnun Smet-
ana-kvartettsins voru rakin hér
í blaðinu í fyrradag og verða
ekki endurtekin nú, en fjór-
menningarnir heita: Jirí Novák
(1. fiðla), Lubomír Kostecký
(2. fiðla), dr. Milan Skampa
(víola) og Antonin Kohout
(sélló).
32 tónleikar í Bandaríkjunum
Þeir félagar kváðust hafa
haldið samtals 32 tónleika í 27
stærstu borgum Bandaríkjanna,
m.a. 5 í New York. Héðan fara
þeir til Tékkóslóvakíu, þar sem
þeir munu þó aðeins stanza í
tvær vikur eða svo, en halda
síðan í hljómlefkaferð til Vest-
ur-Þýzkalands. 1 næsta mán-
uði leika þeir síðan á Vorhátíð-
inni svonefndu í Prag og síðar
í sumar á tónlistarhátíðinni í
Björgvin í Noregi.
Nú munu starfandi um 20
kvartettar í Tékkóslóvakíu, þar
af 10 í höfuðborginni Prag. Er
áhugi fyrir kammermúsík mik-
ill og almennur þar í landi, og
fer stöðugt vaxandi að sögn
þeirra félaga, þar sem mun
meiri áherzla er nú lögð á tón-
listarkennslu í skólum en áður
var.
Það hefur komið í ljós að
fólk er mjög áhugalítið fyrir
bólusetningunni og hafa þeir
aldursflokkar, sem þegar hafa
verið boðaðir, þ.e. 16—25 ára,
aðeins mætt að litlum hluta. Af
þessu tilefni þykir rétt að vekja
athygli á eftirfai-andi:
Nú fer í hönd sá árstími, sem
mænusóttar verður lielzt vart,
og því nauðsynlegt að leita
bólusetningar sem fyrst. Nokk'
um tíma þarf til að ónæmi
myndist, og getur því orðið of
seint að hefja bólusctningu þeg-
Ritgerðasam-
keppni Norræoa
félagsins
Nonræna félagið hefur ákvcðið
að efna til ritgerðasamkeppni
í samráði við fræðslumálaskrif-
stofuna og er ritgerðarefnið:
Hvert Norðuriaudanua mundir
þú helzt vilja heimsækja og
hvers vegna?
Öllum unglingum á aldrin-
um 15—17 ára er heimil þátt-
taka, en veitt verða verðlaun
fyrir beztu ritgerðina. Loftleið-
ir h.f. býður sigurvegaranum
í samkeppninni ókeypis flugferð
til kjörlands hans og heim aft-
ur og vikudvöl á sumarskóla í
landinu.
Ritgerðimar skulu hafa bor-
izt Norræna félaginu í Reykja-
\úk (box 912) fyrir 10. maí n.k.
ásamt nafni, heimilisfangi, fæð-
ingardegi og ári.
Svikamylla ihaldsins í husnæðismálum
V eii Jóhann Hafsfein ekki af
andi sparifjármyndun
e
I
m
m
I
s
m
m
m
s
m
m
*
Vantar röskan ungling
til blaðburðar
LAUGARÁSINN
Skólavörðtustíg 12
Afgreiðslan. — Sími 7500. '
Jóhann Hafstein bankastjóri
Otvegsbankans, maðurinn sem
ásamt Pétri Benediktssyni
hefur lýst yfir þeirri stefnu
Sjálfstæðisflokksins, að hank-
arnir skuli ekki lána eyri til
íbúðarhúsbygginga, hélt mikla
ræðu á Varðarfundi í fyrra-
dag til þess að réttlæta þessa
afstöðu íhaldsins. Skýring
hans er sú að bankarnir geti
ekki lánað fé, þar sem mjög
stórlega hafi dregið úr spari-
fjármyndun í landinu. Birtir
hann tölur „um hin ískyggi-
legu umskipti í sparif jármynd-
uninni“ og þykist þar með
hafa fundið hin algildu rök.
Hins vegar víkur hann ekki að
því hvers vegna sparifjársöfn-
un hafi minnkað; bankastjór-
inn virðist líta á það fyrir-
bæri eins og fyrirrennari hans
á kreppuna!
En sparif jármyndun og hús-
byggingar eru í augljósu sam-
hengi. Þegar íhaldið hélt því
með hinum háværustu orðum
að tryggja hverjum manni
100.000 kr. lágmarkslán sem
vildi byggja íbúð, réðust þús-
undir manna í framkvæmdir.
Loforðin reyndust síðan að
verulegu leyti svik, og menn
stöðvuðust unnvörpum í miðj-
um klíðum, fjárþrota. Þá var
það að sjálfsögðu úrlausn
flestra að leita til vanda-
manna sinna, vina og kunn-
ingja og fá að láni hjá þeim
handbært fé til að geta haldið
áfram. Af þessari ástæðu sog-
aðist verulegur hluti af spari-
fjármyndun landsmanna beint
í íbúðarhúsabyggingar, án
milligöngu bankanna. Þetta er
ástæðan til „hinna ískyggi-
legu umskipta í sparifjár-
mynduninni"; þar er ekki um
hverju minnk-
sfafar?
neitt dularfullt fyrirbæri að
ræða eins og bankastjórinn
virðist halda, heldur efnahags-
þróun sem er eðlileg afleiðing
af loforðum íhaldsins annars-
vegar og vanefndum þess hins
vegar.
En þannig er þá svikamylla
íhaldsins í framkvæmd: Fyrst
er Iofað stórfé til íbúðarhúsa-
bygginga. Síðan ráðast þús-
imdir manna í framkvæmdir í
trausti þess. Því næst cru
Ioforðin vanefnd á liinn lierfi-
legasta hátt. Þá reyna hús-
byggjendur að bjarga sér með
því að fá lán Iijá vinum og
kunningjum. Við það minnkar
að sjálfsögðu sparifjármynd-
unin. Og loks nota banka-
stjórar íhaldsins „minnkandi
sparifjármynduu“ sem rök-
semd til þess að neita að lána
nokkurn eyri til íbúðarhús-
bygginga!
ar faraldur er byrjaður, auk
þess sem þá kann að verða erf-
iðara um framkvæmd slíkrar
bólusetningar. Á það má einn-
ig benda að mænusótt er allt að
því jafn tíð meðal fullorðinna
sem barna, og eitirköst oft al-
varlegri.
Þeim tilmælum er því alvar-
lega beint til þeirra, sem vilja
notfæra sér bólusetninguna að
láta slíkt eigi dragast og koma
til bólusetningar á þeim tímum,
sem auglýstir eru. Ennfremur
skal á það minnt, að ef fulls
árangurs er vænzt af bólusetn-
ingunni, ber að koma til 2. og
3. bólusetningar á tilsettum
tíma. (Frá borgarlækni)
Nokkrar tilslak-
anir á Kýpnr
Harding, landstjóri Breta á
Kýpur, tilkynnti í gær að gerð-
ar hefðu verið nokkrar tilslak-
anir á herlögunum sem þar eru
í gildi. Héreftir verða menn að-
eins dæmdir til dauða ef þeir
gera sig seka um vopnaburð,
vopnabeitingu eða sprengjutil-
ræði. Þá hefur verið dregið úr
ritskoðun blaða og tveir af
æðstu mönnum grísku kirkjunn-
ar sleppt úr stofufangelsi.
Fellyljir valda
manntjóni í USA
Mikið óveður hefur gengið
yfir stóran hluta Bandaríkj-
anna undanfarna daga og vald-
íð gífurlegu tjóni. Manntjón
hefur einnig orðið, a.m.k. 17
menn hafa beðið bana og 250
slasazt.
Þrír fellibyljir sem gengu yf-
ir Missisippifylki í fyrradag og
gær ollu miklum usla, meðal
annars stórskemmdum á heilsu-
hæli einu. 50 sjúklinganna þar
urðu fyrír meiðslum.
Úrhellisrigningar hafa hleypt
vexti í fljót sem flætt hafa
yfir stór svæði.
Sæmilegur afli í
Eyjum — lélegur
annarsstaðar
Vestmannaeyjabátar öfluðu
mjög sæmilega í fyrradag. All-
margir bátar fengu 10—11 lest-
ir, og einstaka bátur betri afla.
Færabátar voru mjög fáir á sjó
vegna veðurs.
Afli Sandgerðisbáta var rýr í
fyrradag, 3—5Vá lest á bát.
Keflavíkurbátar fengu lítinn
afla, eða 2—4 lestir á bát.
Nokkrir bátar voru komnir að
kl. rúmlega 18 í gær og höfðu
enn sem fyrr sáralítinn afla.