Þjóðviljinn - 09.04.1957, Síða 12

Þjóðviljinn - 09.04.1957, Síða 12
Við hvað á að miða sakxiæmi vínandamagn í Móði ökumcama UmrceSur á Alþingi vegna ákvœSa I frumvarpi til nýrra umferSalaga Frumvarp til umferöalaga, mikill lagabálkur, var til 2. umræöu á fundi efri deildar Alþingis í gær. Friðjón Skarphéðinsson flutti jframsögu af hálfu allsherjar- nefndar, er flutti allmargar breytingartillögur við frumvarp- lð. Ágreiningur var um eitt atriði I tilíögunum, við hvað miða ekyldi saknæmt vinandamagn í blóði ökumanna. Flutti einn nefndarmanna, Alfreð Gíslason, itillögur aðrar en nefndin, og gerði hann grein fyrir þeim á þessa lejð: í frumvarpi til umferðalaga fjallar 25. greinin um akstur og Sfengi. Þar er Því slegið föstu, iað ef vínandamagn í blóði öku- manns mælist 0,60%o til l,30%o, ekuli hann eigi taiinn fær um að stjórna ökutæki örugglega. Afli Hornafjarð- arbáta skemmist Hornafjarðarbátar urðu að landa afla sínum á Austfjörð- um sl. fimmtudag svo að við jþað varð fiskurinn í netum þeirra tveggja og þriggja nátta, þar sem ekki hafði verið unnt að draga nema helming net- anna vegna illviðris; Á föstu- ðag var aftur komið gott veð- ur og tókst bátunum þá að ídraga öll net sín sem þá voru órðin illa farin. Afli bátanna var mjög mikill, eða samtals 164,7 lóstir á 7 báta, eða 25,5 iestir af slægðum fiski með haus á bát. Lifrarmagn var 18% lestir. Fiskurinn var mjög slæmur og fór mikið af hon- um í beinamjöl. Kviknar í vélbáti á hafi úti Aðfaranótt sl. laugardags kviknaði í vélbátnum Kristni ÍGK 40 er hann var á leið til lands. Tókst að koma bátnum til Reykjavíkur og er hann lagðist þar að bryggju um kl. «4 um nóttina var talsverður eldur í vélarrúmi og lest báts- íns, einnig milli þilja. Slökkvi- liðið var til taks á bryggj- unni er báturinn var dreginn að og tókst að slökkva eldinn tiltölulega fljótt, en skemmdir eru miklar. Mikil hrifning Á sunnudagskvöld voru ein- þáttungarnir, Hæ, þarna úti og ÍBrowning — þýðingin, sýndir fyrir fullu húsi, og voru undir- tektir leikhúsgesta með af- brigðum góðar. Er tjaldið féll í lokin ætlaði lófatakinu aldrei að linna, og voru leikendur kallaðir fram hvað eftir annað. Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn, að hrósa leik og leikstjórn, en það var auðheyrt á leikhúsgestum að Jþeim fannst mikið til um frammistöðu leikara og þá sér- etaklega Þorsteins Ö. Stephen- eens, sem er ógleymanlegur í hlutverki sínu. Nemi vínandamagiiið í blóði hans l,30%o eða meira, þá skoðast hann óhæfur með öllu til að stjórna vélknúnu ökutæki. ★ Markið 0.60%o er of hátt Markið 0,60%o virðist valið nokkuð af handahófi. í grein- argerð er bent á, að hjá Norð- mönnum sé það 0,50%o, en 0,80%o hjá Svíum. Er svo að sjá sem höfundar frumvarpsins hafi óskað að þræða meðalveg- inn, viljað fara bil beggja og að talan 0,60%o sé þannig til kom- in. Nú er það viðurkennt af þelm, sem til þekkja, að ökuhæfni manns, er neytt hefur áfengis, skerðist til muna áður en vín- andamagnið í blóði . hans nser 0,60%o. Þetta vita höfundar frumvarþsins, það sýnir greinar- gerðin, en þar segir svo orð- rétt á bls. 30: „Samkvæmt vís- indalegum rannsóknum og raun- hæfum prófunum hefur reynsl- an orðið sú, að 0,50%o vínanda- magn í blóði skerði hæfni all- flestra manna svo, að varhuga- vert megi teljast, að þeir aki bifreið eða vélknúnum ökutækj- um yfirleitt.“ ★ Eitthvað aiuiaíí en uinferðaröryggi Þessi staðrej'nd, sem viður- kennd er í greinargerðinni, er sniðgengin í sjálfu frumvarpinu. Þar er leyft vlnandamagn í blóði ákveðið hærra en það magn, sem þó skerðir hæfni allflestra manna til aksturs, Með þessu er verið að gera einhverju öðru en umferdaöryggi hátt undir höfði. Á árunum 1947—52 gerði stjómskipuð nefnd í Svíþjóð samtals 3000 prófanir á mönnum, er neytt höfðu áfengis, í því skyni að fá samanburð á vín- andamagninu í blóði þeirra og aksturshæfninni. Leiddu þær prófanir það m, a. í ljós, að vínandamagnið 0,30%o—0,50%o tvöfaldaði slysahættuna. Þessi niðurstaða mun hvergi hafa ver- ið véfengd, þótt dregizt hafi um of að sníða lög í samræmi við hana, ★ Ábyrgðarleýsi gagnvart vegfarenduin Markið 0,60%o vínandamagn í blóði er of hátt. Það er hreint ábyrgðarleysi gagnvart vegfar- endum að staðnæmast við það nú, þegar kunnugt er orðið um hættu hinnar léttu vímu. Nær lagi hefði verið að setja mark- ið við 0,30%o, að ég ekki íali um að láta alla hækkun á vínanda- magni í blóði, hversu lítil sem hún er, jafngilda skertri hæfni til aksturs. Eg áræði þó ekki að bera slíkt fram í tillöguformi Framhald á 3. síðu. HMHSVUJIN (Þriðjudagur 9. apríl 1957 — 22. árgangur — 83. tölublað Viðræður aðila handrita-1 inálsius em mikilvægar - — segir próí. Erik Warburg, rektor ' I Kaupmannahafnarháskóla Prófessor Erik Warburg, rektor Kaupmannahafnarhá- skóla, hefur nú dvalizt hér á landi ásamt konu sinni I nokkra daga í boö’i Dansk-íslenzka félagsins. Talaði hann á árshátíð félagsins sl. laugardag og í gær flutti hann erindi á fundi Læknafélags Reykjavíkur. Eins og áður hefur verið skýrt frá liér í blaðinu, er Er- ik Warburg prófessor heims- kunnur læknir og vísindamað- ur, einkum fyrir störf sín á sviði hjartasjúkdómanna. Hann er fædáur 1892, varð prófessor í læknisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1931 og jafnframt yfirlæknir ríkisspít- alans árið eftir. í fyrra var Warburg kjörinn rektor há- skólans. Blaðamenn áttu þess kost í gær að ræða skamma stund við prófessor Erik Warburg í danska sendiráðsbústaðnum við Hverfisgötu, þar sem þau hjón* in búa meðan þau dveljast hér. Lýsti prófessorinn ánægju sinni yfir að hafa fengið tækifæri tii að heimsækja Island nú fyrsta sinni, hann hefði við störf sín í Kaupmannahöfn haft talsverð kynni af Islendingum, nokkrir verið nemendur sínir við há- Peler Freuchen endurtekur fyririest- ar sinn og kvikmyndasýningu í kvöld Aðsókn að fyrirlestri Peter Freuchen í Gamla bíói á sunnudaginn var slík að margir uröu frá að hverfa. Hef- ur því verið ákveöið að hann endurtaki fyrirlesturinn í Gamla bíói kl. 7 í kvöld. Peter Freuchen kann þá list að halda tilheyrendum sínum vakandi allt frá þvi hann mæl- ir fyrstu setninguna þar til liann yfirgefur sviðið, og það enda þótt hann hefði ekki tal- að um Eskimóana: „Þetta dul- arfulla fólk sem hefur breiðzt yfir hálfa jarðkringluna á norð- urhjaranum, allt austan frá Síberíu vestur til Alaska. En þarna norður í ‘timburleysinu hefur þessi þjóð lært að bjarg- Nýstárleg sýning Listsýningarnar í Regnbogan- um hafa vakið mikla athyglj og ánægju listunnenda hér í bæ. Nú er röðin komin að frú Bar- böru Árnason, listmálara, og sýnir hún gólfteppi unnin með aladínnál á striga. Allt efni í teppin er innlent og einnig allir litirnir, nema svartur lit- ur. Formin eru óhefðbundin, og sagði frúin að þau væru unnin í stíl við létt og nýtizku- leg húsgögn. Aðeins tvö teppi eru til sölu, en hægt er að gera pantanir á teppum í Regnboganum, eða hjá sjálfri listakonunni ef fólk óskar. Frúiu sagði að það væri á- nægjulegt að fá að sýna í Regnboganum, þetta væri skemmtilegur sýningarstaður. Sýningin stendur yfir í hálfan mánuð. ast af á eigin spýtur, byggt hús sín úr snjó og gert báta úr skinnum. I dag eru Eski- móar ekki lengur samir og áð- ur fyrr. Mál þeirra og lífs- hættir gerbreyttir. Nú búa þeir í húsum og hafa eignazt vél- báta. En með „menningunni" fengu þeir einnig skæðan vá- gest: berklaveikina. En Freu- chen kvað áætlun um að út- rýma berklaveikinni á Græn- landi á næstu 20 árum. Dan- mörlc hefur fengið það verkefni, sagði hann, að leiða þessa þjóð fram til nútímamenningar. Að loknu erindi sínu sýndi Freuchen kvikmynd frá Græn- landi. Hann endurtekur erindi sitt í Gamla bíói í kvöld kl. 7. Ók drukkinn og skemmdi ffóra bíla ] Kl. 5.20 í gærmorgun hringdu íbúar við Skólavörðustíg á lögreglustöðiná og tilkynntu að í þann mund hefði bifreið verið ekið með feiknahraða eftir göt- unni og beygt inn Týsgötu. Er lögreglumenn fóru að athuga þetta, kom í ljós, að bifreið- inni R-4580 hafði verið ekið aftan á annan bíl á móts við húsið nr. 41 við Freyjugötu og áreksturinn verið svo harð- ur, að bíllinn kastaðist yfir götuna og lenti á tveim bifreið- um sem þar voru. Urðu skemmdir á öllum bílunum fjórum. Stjórnandi R-4580 slas- aðist nokkuð, en lögregluþjón- arnir töldu að hann hefði ver- ið greinilega undir áhrifum á- fengis. Erik Warburg skólann, sem verið hafi raun- verulega háskóli íslands um aldaraðir eða allt þar til stofn- aður var háskóli hér á landL Við Kaupmannahafnarháskóla stunda nú milli 5 og 6 þúsund stúdentar nám, sagði rektor- inn. Ekki leyst í eiiini svipan Það sem vakið hefur mesta athygli mína á þeim stutta tíma sem ég hef dvalizt hér á landi, sagði Warburg rektor, eru hinar miklu framfarir sem hér liafa orðið á skömmum tíma og bjartsýnin, sem mér virðist almennt ríkjandi. Hann lýsti og aðdáun sinni á vinnu- heimilinu að Reykjalundi, en rektorinn hefur ferðazt nokk- uð um næsta nágrenni Reykja- víkur. Er talið beindist að' hand- ritamálinu vildi rektorinn lítið láta liafa eftir sér annað en að þar væri mál, sem ekki yrði leyst í einni svipan. Lausn þessa viðkvæma máls tæki sinn tíma, en forsendur hennar væm viðræður milli aðila. Maður bráðkvadd- ur á götu í gær 1 gærmorgun varð aldraður maður bráðkvaddur á götu skammt frá kolaporti Sigurðar Ólafssonar við höfnina. Maður- inn hét Björn Bjarnason, til heimilis á Langholtsvegi 45, 73 ára að aldri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.