Þjóðviljinn - 18.04.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.04.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1S. aprfl 1957 — ÞJÓÐVILJINN ~ (9 Þvi miðux- verður ekki hægt að gefa tæmandi -lýsingu á leik þessum, þar sem fréttamaður í- þróttasíðunnar varð að gera sér að góðu að standa á bekks- enda i öðrum enda hússins með standandi fólk í kring og gilda súlu sem skyggði á stóran hluta af gólfinu. Það varð þó séð að leikurinn var jafn, og ákaflega spennandi frá upphafi til enda. Þjóðverjarnir höfðu til að bjrja með yfir í mörkum en FH jafnaði og í síðari hálfleik höfðu þeir næf alitaf forustu og um skeið. munu þeir hafa haft 3 mörk yfir en Þjóðverjum tókst að jafna á siðustu mínútum leiksins. A þeim hluta gólfsins sem til sást léku Þjóðvsrjar mjög ólöglega og hefði Hannes mátt taka miklu meira en hann. Hassioch slgroði KR 14:12 S.l. föstudag háðu Þjóðverj- arnir sinn þriðja leik hérlend- is. Mættu þeir nú Reykjavik- urmeisturunum, KR. L'eikur þessi var mjög jafn allt frá upphafi til leiksloka. Fyrstu 15 mín. leiksins voru þó KR-ingar oftast 1—2 mörk yfir og vírtust hafa frumkvæðið í le’iknum. En á síðustu 10 mín. fyrri hálfleiks tókst Þjóðverjunum að jafna og jafnframt að ná 2 marka for- skoti. Fyrri hálfleikur var vel leik- inn af beggja hálfu og bar nú mun minna á hörðum leik en í þeim tveim leikjum, sem Þjóð- verjarnir höfðu leikið hér áður og' má án efa þakka það rögg- samri leikstjórn dómarans Aksel Koldste. .Leikstáðan var því 11:9 Hassloch í vil í leikhléi. f siðari hálfleik harðnaði leikurinn að mun og beittu menn nú ó- spart handleggjunum í því skvni að hindra mótherja sinn. Þetta má glöggt ráða af markatölunni, því að síðari hálfleikur endaði 3:3 og eru það óneitanlega fá mörk í 30 mín. hálfleik. Var leik- wr Beggja liðanna í síðari hálf- leik' fremur þunglamalegur og einkenndíst meira af hörku en leikni. Leikurinn endaði 14:12 Hassloch í vil og er vart hægt að segja, að um verðskuldaðan sig- ur hafj verið að ræða. Jafntefli hefði verið mun sanngjarnara eftir gangi leiksins. Lið Þjóðverjanna sýndi nú ekki eins góðan leik og áður. Léku þeir nú mun hægar og stafár það líklega af þreytu. Enn sem.fyrr var Stahler bezti mað- ur liðsins, (skoraði 9 mörk) knattmeðferð hans er mjög góð, hann er sá maður, sem gengi þessa liðs byggist á og án hans væri það ósköp álíka að getu til og hérlend lið. Lið KR sýndi nú sinn bezta leik í vetur, voru þeir nú mun „léttari í spilinu“ en í undan- förnum leikum. Vörn þeirra var mjög sterk og stóð sig vel í þeirn miklu átökum, er urðu í síðari hálfleik. Beztir í liði KR voru Þórir, Karl og Guðjón. Mörk KR skoruðu: Karl 3, Ilörður 2, Reynir 2 og Þórir 2. Dómari í leik þessum var Aks- el Koldste, danskur dómari, sem verið hefur hér ásamt konu sinni, Valborgu, á vegum Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur. Stóð hann sig vel í þessum leik, einkum í fyrri hálfleik. Eftir leikinn bauð Handknatt- leiksdeild KR Þjóðverjunum tíl kaffidrykkju í félagsheimilinu við Kaplaskjólsveg. Var þar veitt af mikilli rausn og voru menn Hans Stahler þar í góðum fagnaði fram yfir miðnætti. Var þetta hóf til mik- ils sóma fyrir Handknattleiks- deild KR og' augljóst, að allir KR-ingar stóðu einhuga að öllum undirbúningi þess. c.r. gerði. Það er því augljóst að þetta þýzka lið hefur engan læi'dóm að flytjá um túlkun laga og anda leiksins, og er vel að íslenzkir handknattleiksdómarar og leikmenn hafa aðfar skoðanir á þeim atriðum. Ekki var að- staða til þess að rita niður hverjir skoruðu mörkin eða í hvaðá röð þáu komu. í knattleikni eru þessir þýzku leikmenn á svipuðu stigi og bcztu menn okkar, nema að því er snertir Korn og Stahler, sem eru beztu menn Þjóðverjanna. FH sýndi enn sem fyrr að þeir eiga góða handknattleiksmenn, og er þessi frammistaða liðsins með miklum ágætum. Dómari vár Hannes Sigurðs- son. Blaðamehn hornrekur Það óvenjulega skeði að tíð- indamaður íþróltasiðunnar varð svolítið síðbúinn til leiks þessa og var leikurinn byrjaður þegar hann kom. Var húsið þá svo þétt- skipað áhorfendúm að ekki var viðlit að komast nema rétt inn úr dyrunum. Ekki þýddi að ryðjast augna- blik í gegnum mannþyrpinguna til sæta sem blaðamönnum eru ætluð, því þau fyrirfinnast ekki í húsinu. Ef þeir koma ívið of seint kemur það þeim einum við hvar þeir hanga eða standa. Þeir verða að skrifa það á sinn reikn- ing. Húsinu virðist ekki koma það hót við hvort blaðamenn hafi aðstöðu til að sjá það sem fram fer eða ekki, ef svo hefði ver.ið væri það fyrir löngu búið aðlgera sinar ráðstafanir. Aðilan- ur sem sá um leikinn, ÍR, virðist Framhald á 11 síðu. Nælonsokkar m Perlonsokkar | Nælonuiidirfainaðnr | Fjölbreytt úrval Heildsölubirgðir. §laeið h.f. Garðastræti 2 — Sími 5333 IR varo Islandsmeistari köríuknattleik 1957 Sigiaði Gosa naumlega í úrslitaleik r 1 Sl. sunnudag lék ÍKF gegn KR og sigraði með 46:35. Á mánudágskvöld voru háðif 2 leikir í m.fl. karla. ÍR:Gosi 34;33. Þessi leikur réð úrslitum í mótinu. Leikurinn var afar tví- sýnn og jafn. f fyrri hálfleik leiddu Gosar allan tímann. þar til skömmu fyrir hlé að ÍR-ing- um tókst að jafna og stóðu leik- ar 17:17 í hléi. Framanaf seinni hálfleik skiptast liðin á að hafa frumkvæðið, þar til um miðjan hálfleikinn, að ÍR komst 5 stig yfir, en Gosar unnu mjög á í lokin og höfðu næstum náð að jafna við leikslok. Það hvoru megin sigurinn hafnaði var hending ein. ÍR-ingar náðu ekki því létta spili sem hefur ein- kennt leiki þeirra að undan- förnu, enda völduðu Gosar þá mjög vel. Þó brá því fyrir og varnarleikurinn var góður, svo og körfuskot, sérstaklega Helga Jóh. (15 st.). Að öllu samanlögðu eru ÍR-ingar vel að meistaratitlinum komnir, hafa sýnt jafnbezta leik- ina. Gosar komu nokkuð á ó- vart og juku allmjög við hróður sinn. Samleikurinn var mjög líf- legur, varnarleikurinn ágætur, en verulegs taugaósiyrks gætti í körfuskotum. Beztur var Geir (13 st.) svo og Ólafur. Annar leikur kvöldsins ÍS:KR 55:43. Stúdentarnir byrjuðu létt og höfðu forustuna allan fyrri hálfleik. Eftir hlé tóku KR-ingar góða skorpu og komust yfir, en stúdentar svöruðu með rólegu og yfirveguðu spili og unnu mjög örugglega. Langskæðastur þeirra stúdenta var Þórir, sem skoraði hvork; nieira né minna en 30 st. Af KR-ingum var Pétur Rögn- valdsson stighæstur (13 st.). Síðasti leikurinn í m.fl. karla var háður í gær og lék þá ÍKF við ÍS. Nú verður hié á mótinu fram yfir páska. Verður Jeikið 23. apríl og 26. apríl í II. og III. fl. karla og í meistarafl. kvenna. G. G. Munið páskablómin BI.ÓM & HÚSGÖGN Laugavegi 100. ■■■■■■■■■■*•»■•■■■ r 1 aniun a í hiuidraðatali frá Freyju, Víking og Nóa Kaupið meðan úrvalið er mest. Matvömbuðir ««■•■■■■■■(!■■■■■■■■•■■■■■■•■■■■*»■■ ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■***■■»■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■«••■• Málverkasýning Baldurs Edwins í Þjóðminjasafninu. — Opin daglega, alla bæna- og páskadagana kl. 2 til 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.