Þjóðviljinn - 01.05.1957, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.05.1957, Qupperneq 4
í) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. maí 1957 Roberto Rossellini í síðasta þætti, miðvikudaginn fyrir páska var birt umsögn hins heimskunna, brezka kvikmynda- gerðarmanns, leikstjóra og rithöfundar, Paul Rotha um Félaga (Paisan), mynd Roberto Rossellinis: Þess var þá getjð, að Austurbæjarbíó hefði sýnt hina einstöku og ógleymanlegu kvikmynd í fáein skipti íyrir hálftómu húsinu. Slíkt fálæti um beztu myndir er því miður ekkert einsdæmi hér, mætti fremur segja að það væri reglan, þó að sjálfsögðu með fáeín- um ánægjulegum undantekningum. Það þarf því í raun og' veru engan að undra þó að bíóstjór- ar séu tregir til að taka á leigu kvik- myndir, sem telja má nær fullvíst að sýndar verði fyrir •auðum bekkjum, enda þótt um viðurkennd listaverk. sé að ræða. Á þetta auðvitað fyrst og frem§t við um þau. kvik- myndahúsin, sem ekki njóta sérstakra fríðinda eða ývilmna; til hinna verður að gera frekari kröfur, þar má bisnesssjónarmiðið ekki vera einrátt. En það var ekki upphafleg ætlun að ræða þetta mál nánar nú, heldur drepa á annað efni. Það er al- mennara eðlis en ekki óskylt raunverulega, og á- stæðan til þess að uppá því er fitjað hér er einnig sýning Austurbæjarbíós á „Félögum“ Rossellinis, þ. e. a. s. hvernig myndin var auglýst. Það skal strax tekið fram, að það sem hér verður sagt á eftir á ekki eingöngu við umrætt kvikmyndahús heldur öll önnui bíó og sýnendur kvikmynda, Auglýsingin var svona: Félagar — Paisa — Frábærlega gerð ítölsk kvikmynd, er fjallar um líf og örlög manna á ítalíu í lok síðustu styrjaldar. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Carmela Sazio Robert van Loon. Bönuuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þannig hljóðaði auglýsingin á þeirri kvikmynd, eða leikendur? sem margir telja mesta snilldarverk Roberto Ross- ellinis og samstarfs- manna hans, mynd sem Paul Rothá álít- ur jafn tímamóta- markandi og Póíern- kin Eisenst'eins var á þriðja áratugnum. Leikstjórans er hvergi getið, hins vegar nefnd nöfn tveggja leikara, og er þó ekki gott að átta sig á hvaða reglum fylgt hefur verið við það val. því að ekki er hægt að benda á nein sérstök aðalhlutverk í myndinni, hún er byggð upp af sex sjálfstæðum þáttum og 2—5 aðalleikendur í hverjum þætti. Nú er svo komið, að áhorfendur eða þeir sem sækja kvikmyndahús að einhverju ráði kannast við nöfn allt að 50 erlendra leikara, en þeim er varla kunnugt um einn meiriháttar leikstjóra eða framleiðanda kvikmynda. Allt virðist snúast urn leikendurna, það er eins og sú skoðun sé almenn- ust að þeir séu kvikmyndunum allt, en það er frá- leitur misskilningur. Eins og sýningar leikhúsa eru fyrst og fremst bornar uppi af leikurum, eru kvik- myndirnar verk myndatökumanna, leikstjóx'a og framleiðenda. Einhverjum kann að þykja of djúpt tekið í ár- inni, en þá skal til frekai'i áréttingar bent á þá staðreynd, að við gerð margra beztu og merkustu kvikmynda allra tíma störfuðu eingöngu gjörsam- lega óvanir leikarai-. Má þar til dæmis benda á sumar af stórbrotnustu kvikmyndunum, sem gerð- ar voru í Rússlandi á þi'iðja áratug aldarinnar: Móðirin, Pótemkin; sama var upp á teningnum í kvikmyndagerð ítala fyrst eftir lok síðustu heims- styijaldar: Óvai'in borg, Paisan, Kraftaverkið í Mílanó, Reiðhjólaþjófurinn, — í öllum framan- greindum kvikmyndum léku amatörar að meira eða minna leyti. Kvik- myndagerðin . sovézka var á sama hátt og sú ítalska borin uppi af afburða stjórnendum, sem skópu listaverk án þess að lærðir leikarar kæmu þar nærri: Púd- ovkin og Eisenstein í Sovétríkjunum, Rossel- lini og dé Sica á Ítalíu. — Nú hafa „stjörnu“- sjónarmiðin hinsvegar verið allsráðandi wq allmargra ára skeið í ítalskri kvikmvndagerð, enda mestur glansinn af henni fyrir xöngu Þessum línum er sem sé ætlað að benda æs- endum á þann reginmisskilning, að telja leikendur þá sem mestu máli skipti í kvikmyndunum. Banda- ríska myndin ,,Hádegi“ (High Noon) hefði vafa- laust ekki brej’tzt að neinu ráði þó að ein’nver annar en Gary Cooper hefði farið með aðálhlút- verkið (og er þó engin ástæða til að gera lítið úr frammistöðu hans). En hefði annar en Kramer ver- ið fi’amleiðandi (producer) og Fred Zinnemann ekki st'jórnað gerð myndarinnar, er hætt við að hún héfði fengið annan svip. Á sama hátt hefði Heiiry Fonda án nokkui's vafa getað komið í stað James Stewarts og Judy Garland í stað Doris Day í myndínni, sem Tjarnarbíó hefur sýnt að undanfömu, Manninum sem vissi of mikið, hins- vægar má fuliyrða að Ceeil B. de Mille eða flestum öðrum hefði ekki tekizt að gera atburðarásina jafn spennandi og Alfred Hitchcock. Þriðja dæmið og kannski það augljósasta er hin frábæra sænska kvikmynd, sem Stjörnubíó sýnir nú, Ævintýrið mikla, hún er fyrst og fremst vei-k eins manns, Arns Sucksdorf, þ. e. myndataka og skeyting. Islenzka alþýðuæska! I dag er þinn hátíðisdagur, -u haráttudagur hinnar al- þ.jóðlegu verkalýðshreyfingar. j Að þessu sinni er aðstaða íslenzks verkalýðs að ýmsu ieyti önnur og betri en verið hefur á þessum degi síðasta áyatuginn, sökum þess, að nú situr að völdum ríkisstjórn, sem hin vinnandi æska getur treyst, — ríkisstjórn, sem hef- ur skuldbundið sig til að leita álits heildarsamtaka verkalýðsins til sjávar og sveita um öll hin stærri mál áður en ákvarðanir eru tekn- ar. Þess vegna hefði mátt setla, að fulltrúar verkalýðs- félaganna í Reykjavík gætu staðið einhuga að. hátíðahöld- um dagsins á grundvelli sam- komulagsins milli alþýðusam- takanna og ríkisstjórnarinnar. En þau furðulegu tíðindi gerðust, að fulltrúar íhalds- ins og hægri manna Alþýðu- flokksins í 1. maí-nefndinni lýstu yfir því, að þeir teldu ógerlegt að standa að liátíða- höldum dagsins sökum þess, að meirihluti nefndarinnar samþykkti að krefjast, að framkvæmd verði ályktun Al- þingis frá 28. marz 1956 um orottför hersins. Þessi krafa var samþykkt einróma á síð- asta Alþýðusambandsþingi og er homsteinn stjórnarsam- starfsins. Afstaða íhaldsins í þessu máli kemur engum á óvart. Síðasta áratuginn hefur her- mangsstefna og undirlægju- háttur gagnvart hinu erlenda hervaldi verið augljósasta ein- kenni Sjálfstæðisflokksins. Auk þess nota íhaldsmenn 1. maí hvert tækifæri til að vega að stjórnarsamstarfinu. Hitt vek- ur furðu, að fulltrúar Alþýðu- flokksins í 1. maí-nefndinni skuli gerast algjör handbendi íhaldsins í sjálfstæðismálinu, því að telja má víst. að flestir fylgismenn Alþýðuflokksins séu á annarri skoðun. ^ Þessi afstaða staðfestir að ekki er unnt að treysta Al- þýðuflokksforystunni í þessu mikilvæga máli. íslenzk al- þýðuæska hlýtur að líta þessi mál sérstaklega alvarlegum augum, þegar tillit er tekið til þess, að varaformaður Al- þýðuflokksins veitir því ráðu- neyti forstöðu, sem fjallar um málefni hins erlenda herliðs í landinu. íslenzka alþýðuæska! í dag skulum við svara hernámssinnunum, sem ekki telja sér fært að halda 1. maí hátíðlegan sökum þess, að þeir sætta sig ekki við yfir- lýstá stefnu ríkisstjórnarinn- ar í sjálfstæðismálinu. Pjölmennum í gönguna og styðjum kröfurnar um stytt- ingu vinnuvikunnar, — trygg- ingu kaupmáttarins, — at- vinnuöryggi, — sömu laun fyrir sömu vinnu og kaup á nýjum framleiðslutækjum, svo að þjóðin geti búið ein og frjáls í landi sínu og byggt afkomu sína á þjóðhollum at- vinnuvegum. ÖLL í KRÖFUGÖNGUNA! Jórdan Framhald af 12, síðu afla í þessum h!uta heims og seg- ir að Bandaríkin fari mi sömu ógæfuleiðina og Bretar áður nieð því að setja eins og þeir allt traust sitt á hið forna lénsvald sem ekki muni eiga nema fá ár efir ólifað. Blaðið segir: „Náttúrlegir bandamenn hinna vestrænu lýði'æðisríkja eru ekki eigendur kvennabúra, heldur þau umbótaöfl sem leitast við að skapa þjóðai’vitund úr drott- inhollustu hirðiugjaflokka. Margt hefur tapazt endanlega, en enn þá má bjarga mörgu. . . Við er- um að tapa í baráttunni um stjórnmálaítök í löndunum fyrir botni Miðjai’ðarhafs, vegna þess að við gefum eyðimex’kui’höfð- ingjum kádiljáka í stað þess að styðja málstað umbótanna", AUGLfSING um aðalfundi í deildum KRON 1957: Aðalfundur í deildum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis verða haldnir sem hér segir: 1, 2, 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. deild (Skólavörðustígur) — (Grettisgata) — (Vcsturgata) — (Skerjafjörður) — (Vegamót) Fundarstaður — (Fálkagata) — (Nesvegur) — (Bprmahlíð) (Bræðraborgarstígur) (Hverfisgata) (Langholtsvegur 136) miðvikud. 8. maí föstud. 10. maí fimmtud. 9. maí laugard. 11. maí sunnud. 12 maí Mýrarhúsaskóli þriðjud. 14. maí mánud. 13. maí.. fimmtud. 16. rnaí föstud. 24. maí mánud. 20. maí föstud. 17. maí miðvikud. 22. maí (Kópavogur) Fundaistaður: Barnaskóli Kópavogs (Hrísateigur) miðvikud. 15. maí (I angholtsvegur 24) þriðjud. 21. maí (Smáíbúðahverfi o. fl.) fimmtud. 23. maí Fundirnir hefjast allir kl. 8V2 síðdegis. Dagskrá samkværnt 16. gr. félagslaganna. Tillögui deildarstjórna um kjör fulltrúa á aðal- fund félagsins liggja frammi í skrifstofu félagsins fimm virkum dögum fyrir aðalfund hverrar deildar. Tillögum félagsmanna um fulltrúaval ber að skila til formanns deildarstjórnar, eða skrifstofu fé- lagsins, eigi síðar en einum virkum degi fyrir aðal- fund viðkomandi deildar. Þar sem ekki er sérstaklega greindur fundar- staður, verða fundirnir haldnir í skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12. Deildarstjórnir KRON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.