Þjóðviljinn - 24.05.1957, Síða 3
Föstudagur 24. mai 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Húsnæðislöggíöfin stærsta skrefið til úr-
bóta á böli húsnæðiseklunnar
Ihaldið reynir að tefja þingstörfin með því að neita um afbrigði
íhaldið reyndi að hindra að húsnæðismálafrumvarpið
yröi tekið til 2. umræðu á fundi neðri deildar í gær. Beitti
það til þess þeim óvenjulegu aðgerðum að greiða at-
kvæði gegn afbrigum, en það er svo jafnan á þingi er
stutt er eftir þingtímans, að nauðsyn krefst þess að af-
brigöa sé leitað frá ströngustu ákvæöum þingskapa um
gang mála.
Þegai' málið var tekið fyrir,
rauk Bjarni Ben upp í ræðu-
stólinn og krafðist þess að mál-
ið yrði tekið af dagskrá, því
nefndarálit minnihlutans í heil-
brigðis- og félagsmálanefnd
væri ókomið.
Forseti, Einar Olgeirsson
minnti á þingvenjurnar um af-
brigði fyrir mál, og kvaðst
hafa gert samkomulag við
minnihluta nefndarinnar um að
hann.þyrfti ekki að mæla fyr-
ir sínu áliti fyrr en á síðdegis-
fundi, eftir kl. 5. Kvaðst hann
ekki geta orðið við þeirri kröfu
að taka málið af dagskrá.
Fór fram atkvæðagreiðsla
um afbrigði, en það er nær
undantekningarlaust hreint
formsatriði. Nú brá svo við að
ihaldið reyndi að fella tillög-
una um afbrigði, en tókst það
ekki, og var tillagan samþykkt
með 17:9 atkvæðum, að við-
höfðu nafnakalli.
Ólafur Jóhannesson hafði
framsögu af hálfu meirihluta
nefndarinnar, er lagði til að
frumvarpið yrði samþykkt ó-
breytt eins og efrideild gekk
frá því.
Skýrði hann svo frá, að þeg-
ar málið var til meðferðar í
efri deildí hefði heilbrierðis- oer
félagsmálanefndir beggja deilda
unnið saman að athugun þess.
Hefði efri deild síðan gert á
frumvarpinu ýmsar breytingar
f samræmi við þær athuga-
semdir, sem fram komu við
sameiginlega athugun nefnd-
anna á málinu.
Fór framsðgumaðu^ síðan
nokkrum orðum um húsnæðis-
vandamálið, er hann taldi eitt
mesta vandamál þjóðarinnar.
Minnti hann á fyrri tilraunir
að leysa úr vandanum og drap
á helztu úi’ræði og nýmæli sem
í frumvarpinn eru. Því færi
fjarri að hann áliti allan vanda
húsnæðismáianna leystan, þó
þessi löggjöf yrði sett, en nxeð
þeirri lagasetningxx væri stigið
Danski rfátinn
r r * >1
raðmn i vist!
Er Þjóðviljinn spurði rann-
sóknarlögregluna i gær, hvað
vitað væri um afdrif Jöm
Kanstrup Bönved, sjóliðans
sem hvarf af danska eftirlits-
skipinu Niels Ebbesen um
daginn, var því til svarað að
frétzt hefði að hann hefði ráð-
ið sig I vistmennsku í sveit hér
í nágrenninu.
stærra skref en nokkru sinni
áður til að bæta úr böli hús-
næðisekfunnar.
Eftir hlé flutti Ragnhildur
Helgad. framsöguræðu minni-
hluta nefndarinnar og Jóhann
Hafstein átti líka nokkur orð
eftir ósögð. Umræðu var frest-
að.
Tvær ferðir F1.
Ferðaféíag íslands efnir til
tveggja ferða- á næstu lielgi og
eru báðar um nágrenni Reykja-
víkur.
Önnur ferðin er út á Reykja-
nes. Verður farið til Grindavík-
ur og þaðan út að Reykjanes-
vita. Þar útfrá verður m. a.
skoðað hverasvæðið o. fl.
skemmtilegt, m. a. geta menn
borið saman gamla vitann —
elzta vita landsins og hinn reisu-
lega vita sem nú er í notkun.
Hin ferðin er gönguferð á
Esju. Verður ekið héðan upp að
Mógilsá og þar hefst gangan á
Esjuna. Það er auðveldari ganga
en flestir halda. — Lagt verður
af stað í báðar ferðirnar kl. 9
frá Austurvelli. Farmiðar í
skrifstofunni, Túngötu 5.
Að lokinni ræðu framsögu
manns meirihlutans frestaði
foi'seti umræðunni þar til á
síðdegisfundi.
Landslið — Pressa
í gær fór fram keppni
milli nýskipaðs Laudsliðs og
Pressuliðs, sem blaðamenn
völdu. Landsliðið sigraði 2:0
og var leikurinn heldur til-
þrifalítili og má þar um
kenna allmkluin strekkingi,
sem spillti fyrir leikmönnum.
Ríkarður Jónsson skoraði
bæði mörkin fyrir Landslið-
ið.
1433 gesfir fyrstu
4 dagana
eftir að sundhöll ísa-
fjarðar var enduropnuð
Isafirði. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Sundhöllin hér á Isafirði
hefur verið lokuð vegna gagn-
gerðrar viðgerðar, en var opn-
uð aftur 18. þ. m.
Gagngerar endurbætur voru
framkvæmdar á húsinu, t. d,
sett á sundhöllina nýtt þak,
málað innan, breytt hitalögn
o. fl. o. fl.
Fyrsta daginn sem sundholl-
in var opnuð komu 422 bað-
gestir og til samanburðar má
geta þess að fyrsta daginn sem
hún starfaði, 2. febrúar 1946
komu 251 baðgestur. Fjóra
fyrstu dagana sem sundhöllin
var opin nú komu samtals 1433
gestir, flestir börn og ungling-
ar, eða aðeins 301 fullorðinn.
Síðasta málverkauppboðið á vorinu
Síðasta málverkauppboö Siguröar Benediktssonar á
þessu vori er í dag. Á því verður eitt fegursta málverk
sem mun hafa boöizt á þessum uppboðum, en það er
Haust við Hvítá eftir Ásgrxm Jónsson.
Á uppboðinu eru málverk
eftir 20 málara og frá ýmsum
árum eða frá 1909 til síðustu
IJtvegsmönmim auðvelduð lánsöflun
tií endurbóta á skipum sínum
Nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi að tilhlutan sjávarútvegsráðherra
Með nýju frumvarpi, fluttu að tilhlutan sjávarútvegs-
ráðherra, eru geröar ráöstafanir til að auðvelda útvegs-
mönnum lánsöflun til endurbóta á fiskiskipum.
Brezkt flugvéla-
móðurskip vænt-
anlegt í heimsókn
Samkvæmt upplýsingum
brezka sendiráðsins er flugvéla-
móðurskipið H.M.S. Ocean
væntanlegt í kurteisisheimsókn
hingað til Reykjavíkur dagana
10.—14. júní n. k. Með heim-
sókn þessari er tekin upp göm-
til hefð til merkis um nýjan
þátt í vináttuskiptum þjóðanna
'að lokinni deilunni um löndun-
arbannið, segir ennfremur í
frétt sendiráðsins.
H.M.S. Ocean er 13190 lestir
að stærð. Áhöfn skipsins er
um 1100 manns, þar af 100
yfirmenn. Meðan skipið stendur
hér við munu sjóliðarnir taka
þátt í keppni í knattspyrnu,
sundknattleik og e.t.v. frjálsum
íþróttum. Þá mun skipshljóm-
sveitin halda hér tónleika.
Flugvélamóðurskipið verður til
sýnis .almenningi meðan á dvöl
þess stendur.
Felst í frumvarpinu hreyting
á lögunum frá 1946 um stofn-
lánadeild sjávarútvegsins við
Landsbanka Islands. Er bætt
við 3. gr. þeirra laga nýrri
málsgrein sem þannig er orð-
uð:
I. gr.
Aftan við 3. gr laganna bæt-
ist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þegar svo stendur á, að eig-
andi að skipi, sem veðsett er
stofnlánadeildinni, hefur þörf
fyrir og á kost á láni til þess
að standast kostnað við endur-
bætur á skipinu, þá er stjóm
stofnlánadeildarinnar heimilt
að veita leyfi til þess, að veð-
setja megi skipið með fyrsta
veðrétti fyrir slíku láni, er
nemi allt að 2/3 virðinganærðs
endurbótanna og kaupverðs afl-
vélar, ef um vélaskipti er að
ræða. Víkur þá hið fyrra stofn-
lán stofnlánadeildarinnar fyrir
þessu nýja láni, enda iiggi
einnig fyrir samþykki ábyrgð-
armanna og síðari veðhafa, ef
einhverjir eru, fyrir þvi, að
veðin færist þannig aftur.
í greínargerð segir:
Frumvax-p þetta er flutt að
beiðni sjávarútvegsmálai'áð-
herra, og fylgir því svofelld
greinargerð frá hans hendi:
Með breytingu, sem gerð var
á lögum um stofnlánadeiid
sjávarútvegsins 1951, var svo
ákveðið, að þegar setja þyrfti
nýja aflvéi í vélbát, sem lán
hvílir á í stofnlánadeildinni, þá
heimilast stjóm stofnlánadeild-
arinnar að veita veðleyfi til
þess, að veðsetja megi skipið
ásamt hinni nýju vél með
fyrsta veðrétti og veita þá lán
stofnlánadeildarinnar fyrir
hinu nýja láni.
Nú hefur reynslan sýnt, að
mikil þörf er á, að heimild
þessi nái einnig til lána, er
varið er til að standast kostn-
að við aðrar endurbætur á
fiskiskipum. Til þess að bæt.a
úr þeirri þörf er frumvarp
þetta flutt.
Frumvarpið var til 1. umr.
í gær í efri deild Alþingis og
hafði Björgvin Jónsson fram-
sögu af hálfu sjávarútvegs-
nefndar, en hún flytur frum-
varpið. Var málinu vísað til 2.
umræðu með samhljóða at-
kvæðum.
140 nemendur í Gugnfræða-
skóla ísafjjarðar $. I. retur
Isafirði. Frá fréttaiitara Þjóðviljans.
Gagnfræðaskóla ísafjarðar var slitið 21. þ.m. í vetur
voru nemendur skólans 140. Gagnfræðaprófi luku 12 og
aðrir 12 ganga undir landspróf.
ára. Elzta málverkið er eftir
Þórarinn B. Þorláksson, af Ös-
arárfossi, málað 1909.
Auk Hausts við Hvítá em 2
önnur málverk eftir Ásgrím
Jónsson: Úr Húsafellsskógi og
Frá Þingvöllum.
Þrjú málverk eru eftir Jó*
hannes Kjarval, Við Selfljót,
stórt málverk sem mai’gir
rnunu vilja eignast og tvö
minni: Sólbað og Horn og tigl-
ar. Ein mynd er þarna eftir
„Mugg“: Konan og glugginn.
Alls eru á uppboðinu 30
málverk, sem of langt yrði
upp að telja en auk þeirra
sem þegar hafa verið nefndis
eru þarna verk eftir MagnúS
Á. Ámason, Ólaf Túbals,
skuld Björnsson, Bjarna Guð«
mundsson, Ásgeir Bjamþórs-
þórsson, Kjartan Guðjónsson,
Örlyg Sigurðsson, Snorra Arin-
bjaraar, Jóhannes Geir Jóns-
son, Falke Bang, Sigurð Sig-
urðsson, Guðmund Einarssojj)
frá Miðdal, Eyjólf J. Eyfells,
Engilbert Gíslason og jEmi$
Thoroddsen.
Þá eru einnig nokkrir aðrif,
hlutir, þ. á. m. danskur silfun-
borðbúnaður fyrir 12 mannSu
harðviðarstólar, kaffistell o. fiþ
Við skólauppsögnina mætti
umdæmistemplai', Ai'ngrímur
Bjarnason og afhenti fyrir
hönd umdæmisstúkunnar á
Vestfjörðum, verðlaun fyrir
ritgerð um bindindismál. Fyrstu
verðlaun hlutu þrír eftirtaldir
nemendur: Agnes Óskarsdóttir,
Bolungavík, Margrét Guð-
mundsdóttir og Sighvatur
Björgvinsson hæði frá Isafirði.
Önnur verðlaun hlutu Sæ-
mundur Guðmundsson, Katrín
Jónsdóttir og ÁsthildUr Ölafs-
dóttir, öll fi’á Isafirði. Um
bindindisritgerðina dæmdi 3ja
manna dómnefnd.
Á sl. vetri voru nemendur
skólans 140. Tólf ganga undir
landspróf, er stendur enn yfir,
12 Iuku gagnfræðaprófi, 40
luku unglingaprófi og 22 mið-
námsdeild.
Hæstu einkunn í skólanum
hlaut Leó Kristjánsson í 2. b.
bóknámsdeildar, I. ágætiseink-
unn, 9,29. Hæstu einkunn við
gagnfræðapróf hlaut Agnes
Óskarsdóttir, 9,23. Við skóla-
slit fór fram afhending verð-
launa fyrir vel unnin trúnaðar-
störf og námsafrek.
Þegar skólastjóri hafði af-
hent nemendum prófskírteini
ávarpaði hann þá með stuttri
ræðu, þar sem hann minnti þá
á að gleyma ekki átthögum og
æskustöðvum og hvatti þá til
að helga þeim krafta sína.
Félagslíf var með bezta
móti í skólanum á s.l. vetri,
þannig var árshátíð skólans
haldin 6 sinnum vegna þess
hve aðsókn var mikil, og ævin-
skólaprófi upp úr þriðju verk- lega fyrir fullu liúsi.
Fiskveiðasjóður I
Framhald af 12. síðu.
leysi íhaldsins á nauðsyn máLs-
ins var framvarpið samþykkfl
með 18:1 atkv. og afgreitt sonsi
lög.
Er nú fróðlegt að vita hvorti
Sjálfstæðisflokkurinn lætur
það boð út ganga að Sjáif-
stæðismenn megi ekki þiggja
Ián úr Fiskveiðasjóði, en það
væri í fullu samræmi við af-
stöðu þeirra til frumvarpsinS
um tekjuöflun handa sjóðnuni.
Og sjálfsagt fá þeir Bjarnl
Benediktsson, Jónas Rafnar,
Pétur Ottesen og Kjartan Jó-
hannsson þakkarskjal frá kjós-
endum sínum fyrir fjandskapf
við ráðstafanir til að afla Fisk-
veiðasjóði tekna. •