Þjóðviljinn - 24.05.1957, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.05.1957, Qupperneq 6
8^ ' — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. iuaí 1957 blÓÐVILHNH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn Barátta fyrir völdum Sjálístæðisflokkurinn hefur gefist upp við að deila efn- Tílhæfulaust ihaldsslúður að rlkis- stjómin hafí .samið1 um gengislækkun Á alþingi og í blöðum bafa þingmenn íhaldsins leyí't sér aö bera á borð furöulegasta slúður um að innan ríkisstjómarinnar hafi verið „samið um gengislækkun". f umræðunum um stóreignaskatt í eði'i deild Alþingis tók Lúðvík Jósepsson'sjávarútvegsmálaráðherra, þennan áróður til meöferðar. Fer hér á eftir kafli úr þeirri ræöu hans. Sslega á fyrirætlanir ríkisstjóm- arinnar í bankamálunum. Ól- afur Björnsson varð að játa á Alþingi að það horfði til jmikilla bóta að aðgreina starf- semi seðladeildar Landsbank- ans og viðskiptadeildar eins og gert er ráð fyrir í bankamála- írumvarpi stjórnarinnar. Ólaf- ur játaði einnig að það væri Sjáifsagt og eðlilegt að bank- amir höguðu stefnu sinni í fjármálum í samræmi við vilja og fyrirætlanir rikisstjómar- ipnar. áð kchn einnig fram í um- ræðunum á Alþingi að Jó- 'hann Hafstein var eindregið þeirar skoðunar að réttmætt væri að breyta Útvegsbankan- tim úr hlutafjárbanka í ríkis- banka eins og ríkisstjómin leggur til í frumvarpi sínu. t>essi yfirlýsing Jóhanns er því iathyglisverðari sem hann á að vera málunum kunnugur eftir íimm ára starf i Útvegsbank- anum. En þrátt fyrir þessa skoðun Jóhanns hefur Bjarni Benediktsson látið Morgunblað- ið agnúast við eignarnám hluta- bréfa einstakiinga í Útvegs- bankanum. Er þó sú afstaða vafalítið meira til að sýnast en verulegur hugur fyigi máli. annig , hafa ræðumenn Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi raunverulega fallizt í öllum meginatriðum á þær breyting- ar á bankakerfinu sem stefnt Cr að með frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. En þeim gengur ekki jafn vel að vera sjálfum sér samkvæmir. Um leið og játað er að réttmætt sé að fá seðlabankanum sérstaka stjóm Og auka sjálfstæði hans og möguleika til áhrifa á fjár- málastefnu bankanna og enn- fremur að nauðsynlegt sé að stefna bankanna fari ekki í bága við stefnu og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar, er því hald- ið fram í ræðum og skrifum í haldsmanna að það sé hin mesta fjarstæða, „ofbeldisverk" og „giapræði" að afnema ofur- vald Sjálfstæðisflokksins í bankamálunum. Núverandi stjómarflokkar og ríkisstjóm þeirra á að una því að þau völd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sölsað undir sig í tveim- um aðaiviðskiptabönkunum haldist óbreytt. Og þessu er haldið fram af sömu mönnunum sem gera sig sífellt berari að því að vinna vísvítandi skemmd- arverk gegn viðreisnarstefnu rikisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin á að dómi Sjálf- stæðisfiokksins að treysta því að foringjar Sjálfstæðis- flokksins séu aðrir og betrí menn innan veggja bankanna en utan þeirra og í trausti þess eiga þeir J)ð halda óskertum völdum. En sjá ekki íhalds- menn sjálfir að hér er farið fram á full mikið. Flokkar vinnustéttanna og þjóðin öll hefur reynsluna af störfum þeirra á sviði bankamálanna ekki síður en annars staðar. Völd sín þar hafa þeir notað til að hlynna að braskfyrir- tækjum auðkýfinga, þeir hafa notað þau til að halda uppi fyrirtækjum sem raunverulega voru gjaldþrota og hefði átt að gera upp fyrir löngu, og þeir hafa ennfremur notað þau til að auðvelda íhaldsframbjóð- endum blekkingastarfsemi og atkvæðaveiðar. Það hefur verið reynt að koma því inn hjá fólkinu í landinu að engrar fyr- irgreiðslu í lánsfjármálum væri að vænta nema viðkomandi styddi og kysi íhaldsmenn á Alþing. essa ófyrirleitni og spillingu sem fylgt hefur yfirráðum ihaldsins í tveimur aðalvið- skiptabönkunum verður að uppræta og að því er stefnt með því bankamálafrumvarpi sem rikisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi. Þjóðin verður að geta treyst því að bönkum hennar sé stjómað af sanngirni og réttsýni, að störf þeirra séu miðuð við að efla heilbrigt at- vinnulíf og greiða fyrir nauð- synlegum framkvæmdum þjóð- þrifafyrirtækja, félaga og ein- staklinga án manngreinarálits. Reynslan hefur sýnt að þetta verður ekkj gert meðan íhaldið heldur núverandi valdaaðstöðu i bönkunum. Og það er auk þess gagnstætt öllum lýðræðis- reglum að minnihlutaflokkur á Alþingi og með þjóðinni hafi þá aðstöðu í mikilsverðustu fjármálastofnun landsins sem Sjáifstæðisflokkurinn og þó öllu heldur ein fjölskylda inn- an hans hefur tryggt sér í Landsbankanum og Útvegs- bankanum. Það er því á allan hátt eðlilegt og sjálfsagt að metin séu jöfnuð í þessum efn- um um leið og allvíðtækar breytingar eru gerðar á sjálfu bankakerfinu. að eru völdin ein sem Sjálf- stæðisflokkurinn vili halda dauðahaldi í þegar hann berst hamslausri baráttu gegn banka- málafrumvörpum ríkisstjórnar- innar. Það er ekki til annars en að brosa að þegar menn eins og Ingólfur á Hellu eru að tala um „hrakandi traust“ sem muni endanlega fara forgörðum um leið og Thorsfjölskyidan er svift alræðisvaldi í bönkunum! Ingóifur Jónsson ætti að minn- ast sinnar eigin yfirlýsingar, um „að hvergi væri lán að fá“, meðan Óiafur Thors fór með stjómarforustu og verðbólgu- stefnan var í algleymingi. Ing- ólfur hafði rétt fyrir sér. íhald- ið var að eyðileggja álit og iánstraust þjóðarinnar með því að auka sífellt verðbólguna, vanrækja atvinnuvegina en ætla þjóðinni að lifa á her- mangi og betli. Þess vegna fékk Ólafur Thors hvergi lán til Sogsvirkjunarinnar eða annarra nauðsynlegra fram- kvæmda, Það þurfti að reka í- haldið úr ríkisstjórn til þess að fslendingar gætu virkjað Efri- fossa. Og það þarf einnig að reka það úr meirihlutaaðstöðu í bönkunum til þess að efla traust þeirra jnn á við og út á við og tryggja að þessar helztu lánastofnanir þjóðarinn- ar verði framfarastefnu ríkis- stjórnarinnar sú lyftistöng sem þær þurfa að vera. í þessar umræður hefur spunnizt nokkuð, að orðrómur gengi um það, að núverandi ríkisstjórn stefndi að gengis- lækkun, og þó að Ingólfur Jónsson færi mörgum orðum um það, hve hættulegt væri að tala um væntantega gengis- lækkun, reyndi hann samt að slúðra að þetta stæði til, og hann hefði m.a. heyrt það, að samið hefði verið um gengis- lækkun í ríkisstjórninni ísam- handi við afgreiðslu banka- frumvarpa þeirra, sem nú liggja fyrir þinginu. Ég vií í tilefni af þessu segja, að þetta er vitanlega algerlega úr lausu lofti grip- ið. Ekkert slíkt hefur borið á góma i ríkisstjórninni. Þetta er eins og hvert annað íhalds- slúður, sem gengur um rík- isstjómina. Það hefur greinilega komið fram af hálfu rikisstjómar- innar, að hún gerir það, sem í hennar valdi stendur til þess, að hægt verði að komast hjá gengisfalli, og ef það tækist, sem hún hefur haft vonir um, að hægt væri að halda verð- laginu nokkuð jöfnu og koma í veg fyrir allar meiri háttar hækkanir, þá eru vitanlega fyllilega vonir til þess, að ekki þurfi að grípa til neinna sér- stakra ráðstafana um næstu áramót til stuðnings útflutn- ingsframleiðslunni, því að það mun vera almennt viður- kennt, af t. d. öllum útvegs- mönnum, að þannig hafi ver- ið gengið frá stuðningi við sjávarútveginn um sl. ára- mót, að í meðal árferði ætti útgerðin að geta haklið velli á sæmilegan hátt, og þurfi því ekki að óska eftir frekari stuðningi heldur en þar var gert ráð fyrir, ncma að komi til verulegra verðlagshækk- ana, sem enn eru ekki fyrir- sjáanlegar. En því er vitanlega ekki að neita, að það er öllum mönnum í landinu Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér mjög ákaft fyrir því að reyna að gera að engu þessar vonir ríkisstjórnarinn- ar um stöðugt verðlag. Hann hefur lagt sig fram á alla lund með það að reyna að koma á stað kauphækkunar- öldu í landinu og verðhækk- unaröldu. Hann hefur gengirt fyrir því, þar sem hann hefur mögulega getað, að krefjast þess, að verðlag verði hækk- að, álagning fái að hækkii til mikilla muna og beitt sér af miklu kappi fyrir þvi í vissum stéttarfélögum, að bau segðu upp kaupgjaídssamnmg- um sínum og legðu til ve.rk- falla. Tilvitnanir þeirra Sjálfstæð- ismanna í það, að rfkisstjórn- in hafi í ýmsum tilfellum bsitt sér fyrir kauphækkunum, og að af þeim ástæðum sé það hún, sem ryðji brautina og kalli á það að aðrir hækki, eru alveg furðulegar. Ein af tilvitnunum þeírra er sú, að ég hafi t.d. skýrt frá því hér í umræðum á Alþingi, að kaup hafi verið hækkað til sjómanna allverulega um síð- ustu áramót, og þetta hefur siðan verið tuggið hér upþ æ ofan í æ í blöðum Sjálfstæðis- manna og í ræðuin þeirra hér á þingi sem dæmi um það, að á þennan hátt beiti ríkis- stjórnin sér fyrir kauphækk- unum. Strax þegar þessi mál lágu fjrrir um áramót, þá var öll- um það ljóst, sem nokkuð skildu í vandamálum útvegs- ins í landinu, að þau voru þess eðlis, að það þurfti ekki einungis að bæta sjálfa rekst- ursafkomu báta- og togara. Það þurfti einnig að vinna að því, að það fengjust sjómenn á skipin. Það Iá því alveg aug- íjóst fyrir sem ein fyirsta krafa, meira að segja útgerð- annanna í landinui jafnt sein sjómanna, og ég hélt, að allir hefðu skilið það, sem nokikuð þekktu til þessara mála, að það þurfti líka a® vinna að því, að sjómenn gætu femgið noltkra kauphækkim. Öllum var það því ljóst, þegar þess- ar tillögur voru afgreiddar hér á Alþingi, að þá var sam- þykkt nokkur hækkun á fisk- verði og um saraa leyti var samþykkt löggjöf hér á Al- þingi sem tryggði sjómönnum hærra orlofsfé heldur en jpeir höfðu fengið áður. Rikisstjóm- in skýrði þá þegar frá þessu ásamt því, að hún mundi beita sér fyrir auknum skatt- fríðindum sjómanna. Svo þegar þetta ber á góma hér í umræðum á Alþíngi tveimur mánuðum síðar, þá stökkva Sjálfstæðismennírnir í loft upp, en þá voru þeir komnir í sinn fulla ham að berjast- fyrir verðhækkurium og kauphækkunum, og segja, að nú hafi það uppgötvazt í ræðu viðskiptamálaráðherra, að sjómenn hafi hlotið kaup hækkun um síðustu áramót. Höfðu þeir virkilega ekki séð þau frumvöi’p, sem gerrgu. hér í gegn og sem fólu þetta í sér? Vitanlega var þessi kaup- hækkun, sem sjómönnum var tryggð, ekki nein vísbending um það, að það væri ástæða til þess t.d. að hækka kaup hjá verkfræðingum í landinu eða öðrum slíkum, en það var hins vegar jafn nauðsynlegt að leysa þetta vandamál sjáv- arútvegsins eins og önnur. Athugasemd frá höfundum „Öddubókanna” Þær tilheyra ekki „reyfaradrasli" — Sinnuleysi eða harður dómur EFTIRFARANDI bréf barstÉG SKAL EKKI lá útgefendum Póstinum frá höfundum ödduhókanna, þótt þeir geti „Öddubókanna“. „Kæri Bæjar- ekki fallizt á að flokka þær póstur! Þar sem við getum með reyfaradrasli. Og um Ieið ekki fallizt á, að „öddubæk- og ég þakka þessar vinsam- urnar“ tilheyri ,reyfaradrasli,‘ legu athugasemd, bið ég höf- sendum við yður, að gamni, unda umræddra bamabóka af- þetta sýnishom úr fyrstu sökunar á þeirri fljótfæmi og Öddubókinni. Æskjum þess, því athugunarleysi að telja að þér lesið þetta, þar sem bækur þeirra með „reyfara- það er mjög hliðstætt hinum drasli". Þær eiga ekkert skylt heftunum (sem em sjö, og við slíkar bókmenntir. (Reynd- öil löngu uppseld). Spyrjum ar tókst mér ekki að ná í öll svo í fullri vinsemd: — Voruð heftin til að lesa þau, en eins þér ekki full-dómharður? — og höfundamir benda á, em Með kveðju frá höfundum þau hliðstæð hvert öðru). Öddubókanna“. — (Bréfinu — O fylgdi eitt hefti af bamabók-UM SPURNINGUNA, hvort ég inni Sólhvörf, 1956, en í henni hafi ekki verið full-dómharð- er talsvert langur kafli úr ur, vil ég aðeins segja þetta. fyrstu Öddubókinni). Það má vel vera, að ég hafi __q tekið full-djúpt í árinni, um það er heppilegra að aðrir en HÉR ER átt við ummæli Bæj- ég dæmi. En frá mínum bæj- arpóstsins fyrir nokkm um ardyrum séð, er barnabóka- barnabókaútgáfu hér, en þar útgáfu hér stórlega ábóta- sagði m. a. svo: „Allskon- vant, og hefur svo verið lengi, ar reyfaradrasli er hrúgað út, án þess að þeir aðilar, sem að því er virðist algerlega eft- málið er skyldast, hafi séð irlitslaust; „keðjuútgáfum ástæðu til að gagnrýna það (Bennabókum, Öddubókum, ástand verulega. Þeir hafa ef gulum bókum, bláum bókum, svo mætti segja, samþykkt það rauðum bókum) rignir á bóka- með þögninni, látið það af- markaðinn, en það virðist skiptalaust. En í þessu efni, hrein hending, hvort bækurn- eins og mörgu öðm, tel ég ar em ofan eða neðan við sinnuleysið verst, jafnvel meðallag hvað efni og málfar verra en helzt til harðan og snertir". hvatvíslegan dóm.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.