Þjóðviljinn - 24.05.1957, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. maí 1957
Bókaflokkur Máls og menningar
Lánstraustið og Ingólfur á Hetlu
Framhald af 1. *síðu
birt í tímaritum og blöðum, er
hafa sýnt að hann hefur vaxið
með hverju nýju Ijóði. Nokkur
ljóðanna í bókinni hafa birzt
áður í blöðum, en alls eru í
bókinni um 40 ljóð. Þetta er
bók sem enginn ljóðavinur má
láta fram hjá sér fara.
Ferðaþættir
Rannveigar
Fjórða bókin er ferðasögur
eftir Rannveigu Tómasdóttur, en
hún er óvenju víðförul, hefur
næmt auga og segir skemmti-
lega frá. Með útvarpsþáttum
sínum af ferðalögum um fjar-
læg lönd hefur hún vakið mikla
athygli hlustenda, er nú hlakka
itil að fá bók eftir hana.
Snorri skáld
í Reykholti
Þá hefur Gunnar Benedikts-
Son skrifað bók er hann nefnir
Snorri skáid í Reykholti. Bók
þessi mun ekki skrifuð í þeim
tilgangi að rekja ævisögu Snorra
Sturiusonar, heldur mun hún
einkum fjalla um þá mynd sem
dregin hefur verið upp af
Snorra gegnum aldirnar.
Jónas Árnason
Þá er von á nýrri bók eftir
CTónas Ámason og þarf ekki að
efa að hún verði skemmtileg
eins og annað sem Jónas skrifar.
Mun gefast tækifæri síðar til
þess að segja nánar frá henni.
Mannabörn
Ein þeirra bóka sem kemur út
i dag er Mannabörn eftir Kín-
Verjann Lú Hsun. f bók þessari
eru 5 sögur og hefur Halldór
Stefánson þýtt bókina. Lú Hsun
hét réttu nefni Sjú Shú-Jens, en
Lú Hsun var höfundarnafn hans.
Hann fæddist í Sjekiangfylki í
Kína 1881 og eru margar af sög-
um hans um sveitafólk. Hann
hefur verið kaitaður Maxim
jGorki Kínverja.
Shapespeare
Á s.l. hausti kom út fyrra
fcindi af leikritum þeim eftir
Shakespeare sem Helgi Hálf-
Öánarson hefur þýtt. f haust er
von á hinu síðara bindi af leik-
ritum Shakespeares í þýðingu
Helga.
Vegurinn til lífsins
Rússneski uppeldisfræðingur-
Inn og rithöfundurinn Makar-
enko er kunnur um allan hinn
imenntaða heim. Höfuðrit hans:
Vegurinn til lífsins hefur verið
J)ýdd á allar höfuðtungur hins!
vestræna heims. f dag kemur
öt fyrra bindj þeirrar bókar, en
Bíðari hlutann mun Heims-
kringla sennilega gefa út með
haustinu. Á kápu fyrra bindis-
ins er höfundurinn kjmntur
nokkuð og segir þar m. a. svo:
„Mestan orðstír gat hann sér
fyrir að skipuleggja stofnanir
fyrir flökkubörn eftir rússnesku
byltinguna 1917. Þessi börn
höfðu flosnað upp frá heimilum
sínum á byltingarárunum, flökk-
uðu um og vöndust á hvers-
konar afbrot. Með frábærri
stjórnvizku og mannúðlegum
skilningi, tókst honum að „leiða
hundruð þeirra til lífsins", en
varð oft að beita aðferðum sem
stungu í stúf við reglur viður-
kenndrar uppeldisfræði. Gorkí
talar um hann sem „dásamlegan
mann“ og „uppalara af guðs
náð“ og einn fremsta rithöfund
Sovétrikjanna eftir byltinguna."
Fyrra bindi bókarinnar er 400
síður. Jóhannes úr Kötlum
þýddi bókina og skrifar for-
mála fyrir henni. — Bók þessi
kemur sem fyrr segir út í dag.
Stóreignaskattur
Framhald af 7. siðu.
álagningu skattsins. Úrskurði
skattstjóra má þó áfrýja til
ríkisskattanefndar. Skattgreið-
andi og fjármálaráðherra geta
— hvor um sig — skotið úr-
skurði ríkisskattanefndar til
dómstólanna, enda sé mál höfð-
að innan þess tíma, sem á-
kveðinn verður með reglugerð.
Fjármálaráðherra setur með
reglugerð nánari ákvæði um
framkvæmd laga þessara, þar
á meðal um álagningu skatts-
ins, kærur út af honum, fresti,
úrskurði og gjalddaga. Um
framtöl og aðrar skyldur til
skýrslugjafar, innheimtu, lög-
taksrétt, vangoldinn skatt, við-
urlög og önnur þau atriði, sem
ekki er sérstaklega kveðið á
um í lögum þessum eða reglu-
gerðum, settum samkvæmt
þeim, fer eftir ákvæðum laga
nr. 46/1954 um tekjuskatt og
eignarskatt, eftir því sem við
á.
1 1. erein
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Foringjar dönsku
flokkanna
Framhald af 12. síðu.
myndun. Þetta var fyrsti fund-
ur þessara flokka til að komast
að samningum um myndun
samsteypustjórnar. Hann stóð
í 2 klukkustundir og verður
haldið áfram seinna í vikunni.
1 fyrradag ræddu fulltrúar
Vinstri flokksins og íhalds-
flokksins um möguleika á
stjórnarmyndun þeirra með
stuðningi Réttarsambandsins.
Mendes-France
Framhald af 1. síðu.
hefur fylgt að undanfömu í því
skyni að halda flokknum sam-
an.
Margir eru kallaðir ...
Margar tilgátur eru uppi um
það í París hverjum verði falið
að mynda stjprn. Flestir geta
upp á Pleven og Mitterand,
sem báðir eru í smáflokknum
UDSR, sem er
í bandalagi
við Róttæka
flokkinn. Auk
þeirra em
nefndir gaull-
istinn Pflim-
lin og Billeres
úr Róttæka
flokknum, sem
var mennta-
málaráðherra
í stjórn Mollet.
Víst er að erfitt verður að
mynda stjórn með öruggan
þingmeirihruta að baki sér. Eng-
in stjórn er nú hugsanleg án
stuðnings sósíaldemókrata, og
þeir eiga því um það að velja,
hvort þeir vilja heldur vinna
með íhaldsflokkunum, eða beita
sér fyrir myndun vinstri stjórn-
ar með stuðningi 150 þing-
manna kommúnista. Eins og nú
horfir er litill vafi að þeir
munu taka fyrri kostinn.
„Alger óþarfi“
Franska ihaldsblaðið Le Fig-
aro sagði í gær að engin á-
stæða hefði verið til að fella
stjórn Mollet, þar sem meiri-
hluti þingsins væri samþykkur
stefnu hennar.
Blað kaþólska flokksins
I’Aurore lagði til að Robert
Lacoste, sem var Alsírmála-
ráðherra í stjórn Mollet og nýt
ur eindregins trausts íhalds-
flokkanna vegna starfs síns í
því embætti, yrði falið að
mynda stjóm, en íhaldsmaður-
inn Pinay yrði fjármálaráð-
herra.
Málgagn kommúnista l’-
Hunmnité sagði að kosningarn-
ar í janúar í fyrra hefðu leitt
af sér meirihluta vinstri flokk-
anna, kommúnista, sósíaldemó-
krata og Róttækra, sem hefðu
krafizt friðar í Alsír og stefnu
félagslegra framfara innan-
lands og sátta á alþjóðavett-
vangi. En Mollet hefði svikizt
um að fylgja þessari stefnu
þegar hann tók við stjórn.
Álögum frestað.
Franska fjármálaráðuneytið
tilkynnti í gær að það hefði
hætt við að leggja aukaskatt
á munaðarvörur og hækka
gjöld fyrir póst og síma, en
stjórn Mollet hafði ákveðið
þessar álögur áður en hún féll.
Þingið þarf ekki að samþykkja
slíkar álögur.
Skiptimynt stolið
1 fyrrinótt var framið inn-
brot í klæðaverzlunina Gefjun-
Iðunn í Kirkjustræti. Stolið var
nokkm af skiptimynt en ekki
‘ öðm.
Framhald af 7. síðu.
ekki, þrátt fyrir ýtarlegar
uinleitanir í Ameríku og
Evrópu og' þrálátar sendi-
ferðir í allar áttir, að út-
vega nauðsynleg lán til
virkjunar Efri-fossa. Ihald-
inu tókst heldur ekki að
fá neinsstaðar lán til að
ljúka sementsverksiniðj-
unni eða til annarra að-
kallandi framkvæmda sem
landsmenn höfðu með
liöndum.
íhaldið stóð uppi ráða-
laust þegar það liraktist úr
ríkisstjórn. Enginn aðili
fannst sem treysti strand-
kapteininuin Ólafj Thors
og verðbólgustjórn hans
fyrir lánsfé. I»að var held-
ur varla von eins ógæfu-
lega og á málunum var
haldið.
Það er fyrst þegar ný ríkis
stjórn sem studd er af
vinnustéttum landsins og
vinstri fl., tekur við völd-
um og hefur viðleitni til að
snúa við af óheillabraut
verðbólgustefnunnar og'
skipuleggur stórhuga og
heilbrigða uppbyggingu ís-
lenzks atvinnulífs, sem um-
skiptanna verður vart.
Ríkisstjórn Alþýðubanda-
Iagsins, Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins tókst
að leysa Jiann hnút sem í-
haldinu reyndist um megn,
að útvega lánsfé til nýju
Sogsvirkjunarinnar og full
vissa er fyrir enn víðtæk-
ari lánsmöjguleikum erlend-
Frá Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur barst Þjóðviljan-
um í gær eftirfarandi:
Á fundi trúnaðarmannaráðs
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur 21. maí sl. var gerð eft-
irfarandi samþykkt:
„Fundur í trúnaðarmanna-
ráði V.R. haldinn þriðjudaginn
21. maí 1957, heimilar stjórn
félagsins að boða til vinnu-
stöðvunar frá og með 3. júní
n.k. hafi samningar við vinnu-
veitendur ekki tekizt fyrir þann
tíma.“
Verzlunannannafélag Reykja-
víkur \úll gera eftirfarandi
grein fyrir þessari ákvörðun.
Ástæðan fyrir því, að V.R.
býr sig undir svo róttækar ráð-
stafanir er sú, að vinnuveitend-
ur hafa neitað að ræða samn-
inga við félagið. Jafngildir það
neitun á samningsrétti félags-
ins og mun hliðstæð dæmi að-
eins að finna frá árdögum
verkaiýðshreyfingarinnar á Is-
landi.
Verzlunarmenn búa við ein
lökustu kjör, sem þekkjast á
íslandi í dag. Nægir í því sam-
bandi að benda á, að byrjunar-
laun afgreiðslumanna í verzlun
eru kr. 8.08 í grunnlaun á
klst., en grunnlaun Dagsbrún-
arverkamanna eru lægst kr.
10,17 pr. klst. Grunnlaun af-
greiðslustúlkna kr. 5,25 pr.
klst., en stúlkur í Verkakvenna-
félaginu Framsókn hafa lægst
Vissulega hefði Ingóífur á,
Hellu átt að hafa þessar stað-
reyndir í huga í stað þess að
fara með órökstutt fleipur og
marklaust gaspur á Varðar-
fundi. Það er ekki lengra en
síðan í fyrra að þessi sami
Ingólfur fullyrti að svo væri
nú hag þjóðarinnar komið að
„hvergi væri lán að fá.“
Þá bjó þjóðin að því áliti
sem íhaldsstjórnin skapaði
henni með stefnu sinni í at-
vinnu- og fjármálum Ing-
ólfur skýrði rétt frá afleið-
unum: Það var „livergi Ián
að fá.“
Hvaða ályktanir getnr
þjóðin dregið af þessu?
Einfaldlega þær að íhaids-
stjórn á ríki og bönkum og
ábyrgðarlaus verðbólgu-
stefna þess sviftir þjóðina
tiltrú og lánstrausti en
viðreisnarstefna rílds-
stjórnar vinstri fiokkanna
og rinniistéttanna vinnur
þetta traust á nýjan leik.
Og svo koma þessir herrar
og segja að seta þeirra x rík-
isstjórn og íjármálastofnun-
um sé þjóðinni hráðnauðsyn-
leg til þess að halda láns-
traustinu!
Sennilega er Ingólfur á
Hellu ekki mikill „húmor-
isti“. En hvað sem því iíður
má hann eiga það víst að all-
ur almenningur brosir aðeins
að slíkum málflutningi, þótt
hann kunni að þykja fram-
bærilegur í Landsmálafélag-
inu Verði.
kr. 7,83 í grunnlaun pr. klst.
Þetta eru ómótmælaíilegar
staðreyndir.
Þegar svo verzlunarmenn
fara fram á bætt kjör vilja
vinnuveitendur ekki við þá
ræða heldur neita þeir samn-
ingarétti V.R., sem þó er
tryggður með vinnulöggjöfinni.
Verzlunarmenn í Reykjavík
eru ákveðnir í að standa fast
á rétti sínum og fylgja sann-
gjörnum kröfum um kjarabæt-
ur fram tH sigurs.
Rétt eftir að framangreind
fréttatilkynning var send út,
skýrði fulltrúi V.R. blaðinu
svo frá, að málið hefði tekið
þá stefnu að allt virtist foenda
til að vinnuveitendur hyggist
nú ganga til samningsviðræðna
við félagið.
Aðalfundur SVG
Aðalfundur Sambands Veit-
inga- og Gistihúsaeigenda var
haldinn í Reykjavík 18. maí sl.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru á fundinum rædd
ýmis hagsmunamál eígenda
veitinga- og gistihúsa, en í sam
bandinu eru meðlimir um land
allt.
Stjórn sambandsins var ÖH
endurkjörin, en hana skípe:
Formaður: Lúdvig Hjálmtýs-
son. Meðstjómendur: Þorvald-
ur Guðmundsson, Ragnar Guð-
laugsson, Pétur Daníeisson,
Halldór Gröndal og Helga Mar-
teinsdóttir.
Þeir sem óska eftir að koma börnum á
| Barnaheimili Vorboðans
að Rauðhólum, komi á skrifstofu Verka-
kvennafélagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu 25.-26. þ.m. kl. 2—6 báða dagana.
ATH. Böm fædd 1950—’53 em aðeins tekin.
René Pteven
Otlit fyrir samningaviðræður
Útbreiðið Þjóðviljann