Þjóðviljinn - 28.05.1957, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.05.1957, Qupperneq 9
Þriðjudagur 28. xnaí 1957 — ÞJÓÐVILJINN (S ÍÞRÓTTIR RiTSTJÓRJ FRlMANN HELGASON Landsliil @g heimsineistarakeppnin Um fátt mun meira rætt með- al knattspyrnumanna og knatt- spyrnuunnenda en leiki þá, sem landslið okkar á að leika í Belgíu og Frakklandi eftir nokkra daga. „Generalprufan“ sem iandsliðið fékk á fimmtu- daginn við „Pressuliðið" tókst «kki vel, og þó það þyki góðs viti um frumsýningu á leiksvið- um leikhúsanna, er hætt við að það sannist ekki á þessum leik- urum sem heyja eiga umrædda landsleiki. Þeim mönnum, sem velja lið það sem fer, er mikill vandi á höndum, og er ekki nema eðlilegt að sitt sýnist hverjum um styrk manna og getu tii að leika í landsliði. Eitt hlýtur þó öllum að vera ljóst. Jandsliðsnefndinni líka, að leikimir verða vamarleikir en ekki sóknarleikir. Út frá þeirri forsendu átti að velja iiðið, en þeirri reglu virðist ekki hafa verið fylgt eins og hægt hefði verið, og mun þó ekki af veita. Af einhverjum einkennilegum ástæðum virðist nefnd.in ekki hafa komið auga á það, að Ein- ar Halldórsson hefur verið lang- bezti miðvörður liðanna hér í þeim leikjum sem hann hefur leikið í vor, fram að „Pressu- leiknum". Henni þótti ekki á- stæða til þess að reyna hann einu sinni í leiknum. Halldór Halldórsson skilar yfirleitt góð- Um le:k þegar hann er með, en hann hefur ekki þá reynslu í stöðu miðframvarðar sem Ein- *r hefur, og hefur ekki enn átt eins góða leik þar í þau tiltölu- lega fau skipti sem hann hefur leikið í þeirri stöðu. Sé Einar heil) heilsu á hann tvímæjalaust að vera í landsliðinu, en ekki er kunnugt um að landsliðsnefndin hafi gengið úr skugga um hvort svo væri eða ekki. Eftír „Pressuleikinn“ gerði landsliðsnefnd tvær breytingar og var önnur að því er séð verður til bóta, þar sem Krist- inn Gunnlaugsson kom inn. En nefndin gekk of stutt, hún átti að taka báða bakverðina úr „Pressuliðinu" eins og áður hef- ur verið bent á. Hin breytingin var su að Gunnar Guðmannsson er látinn í stöðu innherja, þó hvorki landsliðsnefnd né blaða- Fram Reykja- víkurmeistari menn veldu hann í liðin, og þá sjálfsagt af þeirri ástæðu að Gunnar, þrátt fyrir leikni sína og góðar spyrnur, skilar ekki því leiknum sem vænta má af honum og sýnir ekki þann bar- áttuvilja sem er nauðsynlegur í hörðum leikjum, og sérstaklega hefur hann yfirleítt fallið illa inn í úrvalslið. Sterkur varnar- innherji hefur hann aldrei verið, en slíka innherja þurfum við í þessum léi.k, það er nokkurnveg- inn öruggt, að þetta hlýtur landsliðsnefnd að vita. í stöðu innherja þurfti því að velja mann sem vanur er í vöm og kann líka til þess að sækja ef til kemur. Þess vegna hefði ver- ið sterkari leikur að setja Hall- dór Halldórsson sem innherja og láta hann koma aftur" sem fjórða framvörð, og á þann átt síyrkja vörnina, sem ekki tnun af veita. Það er nærri öruggt að Belg- ar og Frakkar munu ekki vægja neinu í því að skora mörk, því að fari svo að þau skdji jöfn þá ræður markatalan í leikjun- um við íslendingana. Báðir hafa fullan hug á að komast í úr- slitakeppnina í Svíþjóð að ári. Að öllu þessu athuguðu hlýtur að vera ljóst að lið okkar átti að vera byggt upp eins sterkt og hægt var með tilliti til varn- arinnar. Miðað við að allir séu heil- brigðir mundi lið Íþróttasíðunn- ar líta þannig úfc: Helgi Daniels- son, Kristinn Gunnlaugsson, Magnús Snæbjörnsson, Sveinn Teitsson, Einar Halldórsson, Guðjón Finnbogason, Dagbjart- ur Grímssonf?), Halldór Hall- dórsson, Þórður Þórðarson, Rík- arður Jónsson, og Þórður Jóns- son. Varamenn: Björgvin I-Ier- mannsson, Ólafur Gíslason, Ein- ar Sigurðsson, Skúli Nilsen og Jón Leósson. Um Kópavogs Apótek — Þyrfti að vera lengur opið — Næturvarzla nauðsynleg þar — Vorpróís- einkunnir 7 ára telpu og 11 ara drengs Reykjavíkurmótið: Þróttur vann Víking 3:0 tilþrifalithun leik KÓPAVOGSBÚI hefur beðið Póstinn að vekja máls á því, að apótekið við Álfhólsveg í Kópavogi þyrfti að væra lengur opið á kvöldin en það er, ef það á að geta komið íbúum Kópavogs sérstaklega að not- um. Kvað Hann apótekið vera opið klukkutíma skemur á kvöldin en apótekin í úthverf- um Reykjavíkur, en ef vel ætti að vera þyrfti helzt að vera næturvarzla þar. Eins og kunn- ugt er, sækja flestir Kópavogs- búar vinnu til Reykjavíkur og þar eru einnig sjúkrasainlags- læknar þeirra, er þannig undir mörgum kringumstæðum auð- veldara fyrir fólk í Kópavogi að nálgast meðul í lyfjabúðum í Reykjavik að deginum til, en þegar fólk þarf að ná i meðul að kvöldi eða nóttu til væri aftur á móti í mörgurn tilfell- um auðveldara og kostnaðar- minna fyrir Kópavogsbúa að sækja þau í Apótek Kópavogs en til Reykjavíkur. Bað mað- urinn póstinn að skila því til forráðamanna umrædds apó- teks, í fyilstu vinsemd, hvort þeir sæju sér ekki fært að haga þessu þannig, að apótek- ið kæmi Kópavogsbúum að sem allra beztum notum. Er þessum tilmælum hér með komið á framfæri. Fram varð íslaudsmeistari í loiattspyrnu 1957, sigraði Yal í úrsHtaleikmim í gærkvöld með 2 mörkum gegn engu. Heildarúrslit mótsins urðu J»au, að Fram liiaut 7 stig, KR 5, Valur 4 og Þróttur og Vík- ingur 2 stig livort félag. Fram varS nú Rejkjavílcurmeistari í 8. sinn. Annars hefur KR unnið Reylkjavíkunnótið oftast eða 17 sinnurn alls, Valur 14 sinnum og Víkingur einu sinni. Þessi næstsíðasti leikur Reykjavíkurmótsins, sem var milli Víkings og Þróttar verður tæpast talinn til stórviðburða knattspvrtiu. Bæði liðin léku lélega knattspyrnu, mun lakari en knattspyrnugeta þeirra og leikni er. Það byggist á því, að sú hugsun er ekki lögð í leik- inn sem hann krefst og skjm- semi leikmanna vissulega leyfir. Fyrir þessar sakir verður allt svo tilviljanakennt og fálm- kennt, að leikurinn verður nauðaleiðinlegur fyrir þá sjálfa og maður talar nú ekki um á- liorfendur, enda voru fáir sem gerðu ráð fyrir miklu. Lið Þróttar sem á marga rnenn sem hafa leikið lengi knattspymu og eiga að geta náð miklu meiri tökum á því sem kallað er knattspyrna, ef þeir leggja í það þá hugsun sem krefjast • verður. í liði Vikings eru margir nýliðar og liðið heild veikfc. Þó sköpuðu þeir sér nokkur tækifæri sem þeir notuðu mjög illa. Þróttarar léku móti nokkrum vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þá eitt mark og var Jón Magn- ússon þar að verki. Hin mörkin komu í seinni hálfieik, það fyrra eftir nokkuð góðan samleik sem Grétar rak endahnútinn á, með mjög góðu skáskoti innaní hliðarnetið. Fyrsta markið kom einnig eftir nokkuð góðan samleik. Síðasta markið kom eftir þóf við markið og skallaði Jón yfir markmann og annar sókn- armaður fylgdi betur eftir í net- ið. Þróttur átti fleiri tækifæri en þau nýttust ekki. Leikur Þróttar var mun virkari vetur, sem það á eftir að sitja á skólabekk, að minnsta kosti. Sé þessu hinsvegar þann- ig varið, að yngri börnum séu gefnar einkunnir eftir öðrum „skala“, og þau geti fengið hátt upp í tíu í flestum grein- um, þá finnst mér trúlegt, að þau eigi eftir að lækka í ein- kunnum er námsefnið þyngist, a. m. k. sum þeirra. En slíkt virðist mér óheppileg þróun.“ . □ PÓSTURINN var allvel kunnug- ur einkunnum og prófum við barnaskóla fyrir nokkrum ár- um. Þá voru sömu verkefni lögð fyrir öll börn í skólanum í lestri og reikningi á vorprófi, og ég held, að svo hafi verið yfir allt landið. Mér er ekki kunnugt um, að þetta hafi neitt breytzt síðan. Og á reikningsprófi sem því, tel ég óhugsandi, að sjö ára barn hefði reiknað upp á 9,5, svo drengurinn, sem „móðir“ segir frá getur verið rólegur þess vegna. Annarsi eru einkunnim- ar og einkunnagjafirnar meira vandamál en margur hyggur, og jafnvel nokkur hætta á, að einstaklingurinn sé blátt áfrarn metinn eftir prófseinkunnum sínum. Framhald á 8. síða. og var liðið vel að þessum sigri komið, en marklausir hefðu Víkingar ekki þurft að yfirgefa völlinn að þessu sinni, ef þeir hefðu haft lag á því að nota sér þau tækifæri sem þeim buðust. Bæði liðin hafa fengið 2 stig í mótinu, en markatala Víkinga er mjög óhagstæð, eða 27 gegn 3, en Þróttur hefur fengið 13 gegn 6. Dómari var Jörundur Þor- steinsson og virðist vanta meiri æfingu í að dæma. Suðaustan stormur var og kalsaveður. Breyting á reglum ISl um heiðursviðurkenningu ISÍ Samþykkt var eftirfarandi breyting á reglugerð ÍSÍ, um heiðursviðurkenningar: 6. gr. verði svohljóðandi: Veita má sérstök afreks- merki ÍSÍ. 1. Afreksmerki ISÍ 1. gráða. 2. Afreksmerki ÍSl 2. gráða. a) Afreksmerki ISÍ af 1. gráðu, áttydd stjarna með upp- hleyptu merki sambandsins í miðju, og lárviðarsveig utan um merkið, borið 1 bláum borða. Skal aðeins veitt þeim er vinna frábær íþróttaafrek svo sem hljóta verðlaun á Ol- ympíuleikjunum eða verða heimsmeistarar eða Evrópu- meistarar í einliverri íþrótta- grein. b) Afreksmerki ÍSÍ af 2. gr., merki sambandsins úr gulli, með lárviðarsveig um kring, má veita þeim er vinna mikil íþróttaafrek, svo og þeim er setja tíu íslenzk met á sama ári.“ □ MÓÐIR skrifar: „Kæri Bæjar- póstur! Undanfarið hafa stað- ið yfir vorpróf í barnaskólum bæjarins, og börnin koma heim með einkunnir sínar, sum með góðar, önnur lélegar, eins og gengurL Mig langar til að minnast á eitt atriði í sam- bandi við einkunnagjafirnar í skólunum. Það er ósamræmið, sem mér virðist gæta í þeim. Ellefu ára gamall drengur, sem ég þekki, greindur strákur og talsvert metnaðargjarn og á- hugasamur við oámið, kom heim með ágætar einkunnir flestum námsgreinum, óg bæði hann sjálfur og foreldrar hans væru mjög ánægð með árang- urinn. En einn daginn kom drengurinn til móður sinnar fremur daufur í dálkinn og sagði henni, að sjo ára gömul telpa í næsta húsi hefði fengið miklu betri einkunnir en hann. Þótti honum það súrt í broti, að sjö ára gamall krakki, og stelpa í þokkabót, skyldi standa honum svo miklu fram- ar á menntabrautinni, eins og einkunnirnar sýndu. — M. a. hafði telpan fengið 9,5 í reikn- ingi og óar sú einkunn einna mestur þyrnir í augum drengs- ins. □ NÚ LANGAR mig til að vita, hvort sama verkefni er lagt fyrir ellefu og sjö ára börn til úrlausnar á vorprófi. Þar sem tíu er hæsta einkunn, sem gef in er, virðist mér að útilokað sé, , að-sjö ára barn, sem fær 9,5 í einhverri námsgrein, bæti nema 0,5 stigum við kunnáttu sína í þeirri grein þá 6 eða Hryggð Frjáls- í íýðinga Blað liins sálaða Þjóðvarn- arflokks, „Frjáls þjóð,“ birti nýlega á forsíðu línurit um hreyfingar á kjósendafylgi danska koinniúnistaflokksins síðan 1942. Annað línurit fylgdi ineð og var það yfir kjörfylgi Sósíalistafl. og' Al- þýðubandalagsins á þessu sama tímabili. Bar „Frjáls Þjóð“ sig aumlega yfir því að afturlialdinu í landinu gengi seint og' illa að vinna á stjórn- málasamtökuin íslenzkrar al- þýðu og þótti stóruin betur takast meðal Dana. Hryggð Frjáls-þýðinga er síður en svo ástæðulaus. Flokksnefna þeirra átti a<1 hafa það lilutverk að vinna fylgi frá sósíalistum og sundra sem mest vinstri mönnum landsins. Þetta fór allt á annan veg. Um skeið tókst þessum pólitísku villu- ljósum og' metorðastrituriuu að ná nokkruin árangri en almenningur skildi fljótt til- ganginn og' þó allra bezt þeg- ar þeir gerðust opinberir með- reiðarmenn ílialdsins í síðustu alþingiskosningnm og höfnnðu allri kosningasamvinnu til vinstri. Þá fengu forsprakk- arnir það frí seni þeir veró- skulduðu og þurftu á að halda. En hvernig væri „Frjáls þjóð“ birti línurit sem sýnir þá þróun sem leiddi íil útþurrkunar þessa misheppn- aða fyrirtækis? j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.