Þjóðviljinn - 04.08.1957, Qupperneq 5
Sunnudagur 4, ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN —. (5
Ást og heimspóliti
Graham Greene: Hægláti
Amerí ku maðu ri n ti. Skáld-
saga. — 248 bls. —
Eiríkur Hreinn Finnboga-
son íslenzkaði. — Al-
menna bókafélagið 1957.
Fáar skáldsögur á þessum
áratugi hafa vakið jafnmikla
eftirtekt og Hægláti Ameríku-
maðurinn; umræður um hana
hafa þó fremur markazt af
pólitískum en bókamenntaleg-
um sjónarmiðum. Bandarísk
'atanríkisstefna er sem sé á
dagskrá í sögunni, og fær
vantraust Evrópskir komm-
'íinistar töldu bókina vatn á
sina myllu, en Sjálfstæðis-
mönnum álfunnar þótti eplið
eúrt — sárindi þeirra báru
því einkulm vitni, að þeir kysu
reyndar þann einstefnuakstur
5 vesturevrópskum bókmennt-
um, sem þeir umbáru af
minnstri þolinmæði í austur-
vegi.
Víst höfðu þeir nokkra á-
stæðu til þykkju, sem trúa.
blindast á pólitíska forsjá
Johns Fosters Dullesar. Það
var sök sér, að andúð höf-
undar á bandarísku geðslagi
litar alla söguna. Hitt var
þyngra að hljóðláti Kaninn
makkar við Thé hershöfðingja,
huldumann sem berst til
skiptist með Frökkum og
kommúnistiun þarna í Indó-
kína — og er tilgangur Pyles
sá að koma honum „til valda
með okkar aðstoð“, svo við
getum „reitt okkur á hann“.
Brall hans er táknandi um
baktjaldamakk Bandaríkja-
manna í fjöl-
mörgum lönd-
um, þá viðleitni
þeirra að kaupa
sér um allar
jarðir leppa sem
standi vörð um
„hagsmuni“
þeirra í fjar-
lægum heims-
hlutum. En lík-
ingin nær í
rauninni ekki
miklu lengra.
Hinn einfaldi og bamalegi
Pyle er lítill fulltrúi útsmog-
Innar utanríkisstefnu 1 ands
síns; pg atburðir þeir, sem
verða þar eystra af völdum
hans, hljóta að skrifast á
persónulegan reikning hans;
við trúum þeim ekki til að
vera atriði í framkvæmd
neinnar stefnu. Vinir Banda-
ríkjanna þurftu ekki að taka
söguna. jafnnærri sér og raun
varð á (og það hefur forráða-
mönnum AB skilizt).
Bretinn Fowler segir sög-
una, fréttaritari stórblaðs í
Bretlandi, túlkur Grahams
Greenes sjálfs. Hann leggur á-
herzlu á að hann sé ekki
„engagé“, heldur hlutlaus
fréttaritari. Hann er vafalaust
tilvalinn fulltrúi menntaðs
Breta, sem skilur að nýlendu-
skipulagið er komið að fótum
fram, en trúir þó raunar
hvorki kommúnistum né vest-
urheimskum „lýðræðissinnum"
til að leysa félagsleg vanda-
mál ellegar bæta heiminn;
hann kveðst ekki vita hvað
átt sé við með orðinu frelsi,
hann spyr ekki hverjir vinni
þetta stríð; en hann vill sjá
, fólkið hamingjusamt og glatt
Greene
— hvemig svo sem það mætti
verða. Hægláti Ameríkumað-
urinn fjallar öðrum þræði um
þau vandamál nútímans sem
hæst ber, hvorki meira né
minna. En það er sem höfund-
ur láti sig litlu varða, hvi-
líkra átaka slíkt efni krefst.
í sögunni lýstur saman póli-
tís'kum andstæðum, en lífs-
gildi þeirra eru ekki könnuð.
Skáldið afgreiðir okkur með
frómri og að sama skapi mein-
lausri ósk um hamingju með
möruium; hún hrekkur því
miður skammt.
Og nú er tímabært að segja
þeim, sem ekki hafa. lesið sög-
una, fríi því að hún er öðrum
þræði ástarsaga — um margt
fögur og að flestu einkenni-
leg ástarsaga. Mannlýsingarn-
ar eru fæstar markverðar, en
einna minnisstæðust verður
mynd Phongu, austurlenzku
stúlkunnar sem þeir Fowler
og Pyle njóta hvor á eftir
öðium; hún þekkir ekki sam-
vizkubit og skilur ekki sögn-
ina að elska, en hún þjónar
þeim til borðs og sængur af
blindni hjartans, og sam-
kvæmt áskapan eðlisins. Það
er ekki gott að segja hvar
Fowler hættir og hvar Gra-
ham Greene tekur við: hvar
þörf hins fyrrnefnda lýkur,
hvar velþóknun hins síðar-
nefnda á náttúrubarninu
hefst. En Phonga hlýtur að
verða hugleikin samvizkubit-
inni og ástsjúkri öld hér á
vesturhjaranum.
Hægláti Ameríkumaðurinn
er ritaður á skíru og gegn-
sæju máli, þar sem lesendur
þurfa ekki að fara í grafgöt-
ur um merkingar orða; og
i þessari sögu beitir höfundur
þeim yfirbragðskalda stíl, sem
okkur nútímafólki fellur svo
vel í geð — það er varla
ofmælt, að hún sé ágæta. vel
skrifað. Ætli stíllinn sé ekki
höfuðprýði hennar, þegar
kurlin koma til grafar? En
þýðing Eiríks Hreins er gerð
af miklum vanefnum: ófögur
og ónákvæm; og skal nú einu
sinni vikið frá þeim leiða sið
okkar ritdómenda að þegja
ýmist rnn vinnúbrögð þýðenda
eða lofa þau fáeinum löggilt-
um orðum í greinarlok;
Það er af svo miklu að
taka, að ég verð að fara
fljótt yfir „smáiúuni" eins og
þá útlenzkuslettu að setja
eignarfomafn á undan þeim
orðum, sem það stendur með,
þótt engin sérleg áherzla sé
á þvi: „Uppi á þakinu sýndi
Kristur sitt blæðandi hjarta";
„Hann reyndi að rétta upp
sinn ólögulega kropp". Ég
verð einnig að hlaupa yfir
ruglingslega meðferð sér-
nafna og drepa aðeins stutt-
lega á rangþýðingar. Á 65.
blaðsíðu er Fowler í herleið-
angri úti á víðavangi og
fer þá allt í einu „að vona,
að Phonga hefði sent mér föt
til hreinsunar"; en vitaskuld
vakir það fyrir honum, að
stúlkan hefði sent föt hans
i hreinsun. Á 131. bls. er a
respectable profession þýtt
með „virðulegu athæfi", og
er óhægt að segja hvað ligg-
ur til grundvallar sliku orða-
vali. „Silkihandklæði" Phongu
ber fetundum á góma, og
á 157 bls. kaúpir hún „þrjú
silkihandklæði í viðbót".
Austuriandamenn eru að vísu
fíngert fólk: en þó er vafa-
samt að þeir noti silkihand-
kla>ði á þessu stigi tilverunn-
ar, enda talar höf. um háls-
eða höfuðklúta. Á 195. bls. er
þessi setning: ..... Frakkar
kölluðu þær (þ.e. tilteknar
flugvélar) mellumar, því að
þær höfðu svo stutt vængja-
haf, að ekkert virtist halda
þeim uppi“. Setningin er
nokkuð torskilin, enda er þýð-
ingin fullkomið kák. Þýðandi
hefur þó ekki misskilið text-
ann að þessu sinni, heldur
er bygging setningarinnar
röng. Á einum stað í frum-
fexta stendur þessi setning:
„. .. . his pride was deeply
hidden and reduced to the
smallest proport.ion possible,
I think, for any human be-^
ing“. Þýðing Eiriks Hreins:
„ .... en hans sjálfsálit var
vandlega falið og samþjappað
í þá minnstu skammta, sem
ég tel hugsanlega, að því er
mannlega vem snertir". Þýð-
ingin er ekki aðeins röng í
veigamiklum atriðum, heldur
er hugsunin fráleit (að þjappa'
sjálfsáliti saman í skammta)
og málið neðan við allar hell-
ur (hugsanlegir skammtar að
því er mannlega veru snertir).
Næsta. setning er gott dæmi
þess, hvernig þýðing getur
litið nokkurnveginn heiðarlega
út, þótt hún sé svik við höf-
undinn: „Blíða, auðmýkt og
fortakslaus sannleiksást var
það, sem vart varð við (let-
urbr. undirritaðs) í daglegri
umgengni við hann“. Graham
Greene fær hér máttlausa ís-
lenzka fyrir máttuga ensku.
Ötal eru dæmi þess, hvernig
þýðanda láist að koma ís-
lenzkri mynd á málfar sitt:
„.... þó að óhugsandi væri,
að annað leiddi af framtaks-
semi hans .... en val milli
bjórs, koníaks með sóda og
vermouths“ (39. bls);
„... . og í einu vetfangi var
hún þarna, á leið aftur til
systur sinnar, og hann yfir-
gefinn og glataður ....“
(48—49); „Martröðin út af
framtíð leiðinda og tómlætis
yrði ekki lengur“ (54);
„Jafnvel þótt ég .... óskaði
að komast í ástand dauð-
ans •••“ (64); „Örsmáar
verur falihlífarhermanna mjÖk
uðust .... meðfram skurð-
únum“ (56); .... ég sá
það aldrei fyrir, að fyrsta
framtíðin, sem ég leiddi
Phongu inn í, yrði dauði
Pyles" (79), og tekur þó þýð-
andi fram á 84 bls. að „fram-
tíð var tromp“; .....og bet-
ur en að Marseille geðjaðist
honum hv«rn dag að sæti sínu
á. gangstéttinni í Gambetta-
stræti“ (85); „Þetta var allt-
af dagur nokkurs ótta ....“
(106); „Við höfðum eytt sam-
an svo löngum næturtíma
....“ (145); ....... og tók
ég því upp sem venju að
heimsækja hann á kvöldin
....“ (160); „Af öllum þeim
mörgu dögum, þegar ég heim-
sótti hann, man ég sérstaklega
eftir einum“ (161); „Ég var
sofandi á heitri síðdegis-
stund ...." (171). Á 57 bls.
segir að borgin var „dauðari
en nokkur önnur“; „Hver er
kaupsýsla hans?“ (What is
his business?) er sþurt. á 90
bls.; á 112. bls. vantar kirkju
eina „yfirbragð sannfæringar-
innar"; í bókarlok er lalað um
„sjálfsákvarðað upphlaup" og
„stund umsnúningsins“ sem
kemur fyrr eða siðar.
Orðasambandið as elear as
the daylight er algengt i
enskri tungu. Þegar við kom-
um upp í ensku hér á. skóla-
árunum, hætti okkur til að
þýða þetta nákvæmlega sam-
kvæmt bókstafnum og segja
„Ijóst eins og daguriiin'f
Orða.samba.ndið kemur einnig
fyrir framarlega í sögu
Greenes, og þýðandi hans er
ekki enn kominn af skóla-
stiginu; hann segir feimulaust
á 12. bls: „Veiztu nú hvað,
þetta. er eins Ijóst og dag-
urinrí'. Annars segir maður
á íslenzku: þetta er deginum
ljósara. A næstu blaðsíðu
skýtur hrá enska aftur upp
kolli: „Ekkert áð liafa á-
b.vggjur af“ (Nothing to
worry about); „Þetta er ekki
til að skammast sín fyrir"
(131); „Ekkert að angra sig
út af“ (202). Það lýsir sams-
konar tryggð við útlenzkuna,
þegar þýðandi lætuf Fowler
falla „aftúr á andlitið" á 139'
bls., þótt íslendingar falli
venjulega á grúfu.
Atviksorðió reluctantly Vefst
sijög fyrir þýöanda. He look-
ed reluctantly away from the
milk bar verður á islenzku;
„Pyle sleit augun af mjólínir-
barnum ....“ (26); og þeg-
ar þessi unaðslega setning
stendur skrifuð á 49. bls: ,,Ég
bauð henni þvert um geð að
setjast“, þá kemur það heirn.
að á enskunni segir: .... f
reluctantly asked her to sifc
down. Og svo er nú það. Ið
greiðasta skeið til að skríl-
menna þjóð/er skemmdir á
tunæunni að vinna.
Italski bókmenntafræðingur-
inn Benedetto Croce likti þýð-
ingpim eitt sinn við eiginkon-
ur: sumar þýðingar, sagði
hann, eru fagrar en ótrúar
(frumtextanum); aðrar em
Ijótar en trúar. En það erui
til fleiri flokkar eiginkvenna.
og þýðinga. Sumar eiginkon-
ur eru trúar, þótt þær séur
fagrar; aðrar eru ótriiar, þóttt
þær séu Ijótar. Þýðingu Eiríka
Hreins Finnbogasonar á Hæg-
láta. Améríkumanninúm svipat*
rnest tjl þeirns eiginkvenna}
sem síðast vóru nefndar.
B.B.
Vili dr. Gunnlaugur Þórðar-
son afla sér nýrra titla?
Það er vel að Gunnlaugur
Þórðarson skuli reyna að fírra
Rauða krossinn áinæli af áróð-
ursbrölti sínu, og heldur hann
því nú fram að það sé hann
s.iálfur sem að því sfendur.
í vandræðalegTÍ yfirlýsingu
sem hann sendi ekki Þjóðviii-
anuni til birtíngar, reynir
Gunivlaugm' að afsaka sig með
tilhæfuiausum aðdróttuniun að
ritstióvn Þióðvil.ians. Þ.ióðvUi-
segia fleira en hann vildi látsi
hafa eftir sér og vafasamt affi
sýna Þióðvilianum slíkan trún-
5 og svo hitt, að það var beint
móðgun við skáknianninn afti
bióða honum að setiast til horðs
með þeim rnönnum sem í blvndve
trúarofstæki eru reiðubúnir afi>
leggia blessun sína yfir hvers-
konar óhæfuverk tiltekiuna.
vaídhafa og nú síðast liinav sví-
virðilegu aðfarir sovétstiórnar-
inn bauð á sínum tíma ung-' iimar og leppa hennar gagnvartt
verska flóttafólkið velkomið til ungversku þióðiimi."
Islands, en fann að gefnu til-
efni að áróðursbriiitinu með það.
Ekki er annað siáanlegt én að
aðdróttunum þessuin og fullyrð-
Þióðviliinn skýrði að siálfsögðu inguni sé beint til þeiri'a mannai
frá ákvörðiuv ungverska skák-1 sem starfa. að ritstiórn Þ.jóðvili-
niannsins um að verða eftir og [ ans, því aðrir fara ekki í blaða-
birti orðrétta fréttatilkynningu viðtöl af hans hálfu. Mun Gunn-
Rauða krossins um það mál.
Giumlaugur Þörðarson lýkur
afsökun sinni með þessum orð-
um: „Bæði mátti gera ráð fyrir
laugi Þórðarsyni rétt að reyna
að sanna ummæli sín með til-
vitnunum í greinar þeirra, eðS
heita að öðrum kosti opinbcr
þvi, að skákmaðurinn kynni að sannindamaður og rógberi.
Bandalag íslenzkra leikfélaga
Leikíistarfl. sá frá Riksteatret
í Osló, er hingað kom í boði
Bandalags íslenzka leikfélaga,,
er nú horfinn heim til Noregs
fyrir nokkru. Ferðaðist hann á
vegum bandalagsins í þrjár vik-
ur um suð-vestur-norður- og
austuríand með leikritið Brúðu-
heiniili eftir stórskáldjð Henrik
Ibsen.
Með þessu er lokið fyrstu
heimsókn erlends leiklistar-
flokks, er hingað kemur ein-
göngu i þeim tilgangi að leika
fyrir fólk'ð utan höfuðstaðarins.
Ein sýning var þó í Þjóðleik-
húsinu og bar gagnrýnendum
saman um það, að hér væri
fyrsta flokks list á ferð.
Með þessari heimsókn lista-
manna frá norsku bræðraþjóð-
inni hefur þúsundum fslendinga
gefizt tækifæri til að sjá ejtti
frægásta leikrit öndvegisskálds
Norðurlanda leikið á þann hátt,
sem löndum þess er einum lagið.
Heimsókn þessi verðúr von-
andi ekki talin ómerkur. þáttur
í roenningartengslum þeim milli
Norðurlanda, sem góðir menn í
þeim öllum leggja nú kapp á að
auka og efla.
Eg vil því fyrir hönd Banda-
lags íslenzkra Teikfélaga íeyfa
mér að færa þakkir öllum þeim,
er lagt hafa liðsimii til þosS
að heimsóknin mætti takast og;
verða til sóma.
Ekki er hér rúm til að telja
op alla þá, er hér eiga hlut a&
máli; en ekki orkar það tvímæl-
is, að ekkj hefði för þessi tekizii
án Peins fjárhagsstuðnjngs hátt-
virts alþingis, sem frá upphafl
sýndi þessu máli þakkarverðarS
skilning og mikinn velvilja.
Hvarvetna í hinum litlu bæj-
um og þorpum hlaut hinn norskl
leiklistarflokkur hjartanlegar
móttökur. Allir lögðust á eitt að
greiða för hans: leikfélögin á1
stöðunum, yfirvöld og einstakl-
ingar.
Mér er sérstaklega ljúft að>
votta hér, að leikaramir, serrji:
hafa það að atvinnu að fevðasii
um byggðir Noregs með góðaí
leiksýningar, sögðust aldrei hafa
kynnzt annarri eins góðvild pg'
g'estrisni hjá ókunnugu fólki og
íslenzkri alþýðu.
Eg vjl leyfa mér að nota þetta
tækifæri til að taka það fram,
að vitanlega var, á þeim tak-
markaða tíma, sem var til ráð^
stöfunar, ekki hægt- að sækia
heim alla þá landshluta, sein viðj
hefðum kosið. En það er voi&
okkar, að fyrst svona vel 'fcö
Framhald á ° «íðu.