Þjóðviljinn - 30.08.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.08.1957, Blaðsíða 3
Föstudagnr 30. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 SamvlnnuYerksmiðjumar seldu fram- leiðslu sina fyrir 60 millj. s.l. ár Iðnstefna samvinnumanna 1957 opnuð í fyrrakvöld Á síö'ustu 16 árum hefur mannfjöldi á íslandi aukizt um 42 þús., éh af þeim heiur iðnaðurinn veitt atvinnu- og lífsviðurværi 22 þús., eða meira en helmingi. Þann.ig fórust Gylfa Þ. Gísla- syni iðnaðarmálaráðherra orð á Akureyri í fyrrakvöld, er iðn- stefna samvinnumanna 1957 var opnuð þar. Benti ráðherrann á að í framtíðinni hlyti iðnaður- inn að halda áfram í vaxandi mæli að taka við fólksfjölgun- inni í landinu. 60 millj. kr. sala á sl. ári. Erlendur Einarsson, for- stjóri SlS, setti iðnstefnuna, og skýrði frá því, að samvinnuverksmiðjurnar veittu um 500 manns at- vinnu og hefðu þær selt framleiðslu sína fyrir um 60 milljónir króna síðastliðið ár. Hann henti sérstaklega á það í ræðu sinni, að nú væru að opnast markaðir erlentlis fyr ir yörur úr ísleuzkri ull, dúka, áklæði, peysur og fleira, og mundi verða kleift að flytja allinikið af þessum vörum úr landi, ef þær að- eins fengju sömu aðstöðu hvað verðlag snertir sem fiskur og kjöt nú fá. Erlendur sagði einnig, að eitt nauðsynlegasta atriðið í sambandi við framtið iðnaðar- ins væri iðnverkafólkið sjálft. *Til að hægt sé að flytja vöru út, þarf hún að vera fall.eg og Og vel unnin, en iðnverkafólkið á Akureyri hefur komizt mjög langt á þvi sviði og er lands- þekkt fyrir vörugæði alls, sem það framleiðir. Kvað Erlendur þetta vera einn ánægjulegasta þáttinn í uppbyggingu iðnaðar- ins á Akureyri. Stórstígar framfarir í íslenzk- Um iðnaði. I ræðu sinni gat Gylfi Þ. Gíslason iðnaðarmálaráoherra fyrst um það hve áberandi hon- um þætti íslenzk vöruheiti á sýningunni og hve stoltir menn væru nú af íslenzkum verk- smiðjuheitum. Þetta væri mikil og ánægjuleg breyting frá því ástandi fyrir nokkrum árum, er að gera sér vonir um. Þá ræddi iðnaðarmálaráð- herra um hinar öru breytingar í iðnaði erlendis, sem stöfuðu af tilkomu kjarnorkunnar og sjálfvirkninni i iðnaði og nefndi mörg dæmi. Kvað hann lífsnauðsyn fyrir þjóð eins og Islendinga að fylgjast vel með , þessum framförum og hagnýta sér þær. Þó verða menn á þess- Fegurstu garðarnir í Hafnar- firði fá viðurkenningu Heiðursverðlaun 1957 hlaut garðurinn | að Ölduslóð 10 Dómnefnd sú, sem Fegrunarfélag Hafnarfjaröar til- nefndi á þessu ári til þess aö dæma um fegurstu garða ársins, hefur nú skilaö áliti. Samkvæmt niöurstööu nefnd arinnar hlýtur garöurinn aö Ölduslóö 10, eign Jóns Egils- sonar og konu hans heiöursverðlaun árið 1957. Þá hlutu viðurkenningu nokkr- ir garðar í einstökum bæjar- hverfum. í suðurbæ garðurinn að Öldugötu 11, eign Herdísar Jónsdóttur, í miðbæ garðurinn að Reykjavegi 16B, eign Krist- ínar Guðmurtdsdóttur, í vestur- bæ garðurinn að Reykjavíkur- vegi 31, ejgn Henriks Hansen og konu hans. Dómnefndin, taldi að þessu sinni ástæðu til að fara rétt út Fulltruar Innflutningsskrifstofunnar og Harry Frederik- sen framkvœmdastjóri iðnaðardeildar SÍS skoða vélar fataverksmiöjumw Heklu. það mátt ekki heyrast að varan væri íslenzk og hún tíðum falin á bak við erlend verksmiðju- og vöruheiti. Sýndi þetta bezt hversu stórstígar framfarir hefðu orðið í íslenzkum iðnaði. Ráðherrann benti á að mikið af þessum iðnaði væri nú orð- inn fullkomlega samkeppnisfær við erlendan iðnað og rnundi reyndar standa betúr að vígi í þeim efnum en jafnvel forráða- menn iðnaðarins þora sjálfir um tímum, sagði Gylfi, að gæta þess, að maðurinn sé ávallt herra en ekki þræll vélanna. Og ein bezta tryggingin fyrir þvd, að svo verði, er að andi samvinnustefnunnar móti iðn- aðinn sem mest. Fulltrúar frá 43 kaiipfélögum sækja iðnstefnuna. Mikill fjöldi manna víðsveg- ar af landinu var viðstaddur Framhald á 8 sirti fyrir bæjartakmörkin og veita einnig Skúla Hansen og frú að Skálabergi í Garðahreppi viður- kenningu fyrir frábærlega fagr- an garð, sem þau hjónin hafa komið upp rétt við bæjarmörk Hafnarfjarðar. Nefndin vjll og veita St. Jos- efsspítala sérstaka viðurkenn- ingu fyrir fegrun þeirrar stofn- unar, snyrtilegt og fagurt útlit. Jafnframt hefur dómnefndin, segir ennfremur í áliti nefndar- innar, athugað útlit þeirra staða, sem verðlaun og viður- kenningu hlutu á s.l. sumri. Yf- irleitt er ástand þe.irra gott, an þó vill nefndin sérstaklega taka þ\að fram, að verðlaunagarð- urinn frá í fyrra, að Hellisgötu 1, er enn í framför og fegurð hans svo af ber í Hafnarfirði. ÞJóðkirkjn- hiís við §kóla- vörðuliolÉ Á fundi bæjarráðs s.l. þriðju- dag var samþykkt að gefa þjóð- kirkjunni kost á lóð undir þjóð- kirkjuhús á horni Eiríksgötu og Mímisvegar eftir nánari útvís- un síðar og með skilyrðum, er borgarstjóri setur. Þá vili nefndin ennfremur taka fram, að Olíustöðin h.f., setn. viðurkenningu fékk í fyrra, hef- ur enn aukið fegrun og snyrti- legt útlit á sínu athafnasvæði. Er það ánægjulegt og öðrum til eftirbreytni, þegar þeir sem við- urkenningu félagsins hafa hlotið halda áfram og draga ekki úr viðleitni sinni til fegrunar bæj- arins. Agæt skemmtun • Moskvtifaraima Skemmtun Moskvufaranna var haldin í Tjarnarcafé í fyrra- kvöld við húsfylli, og tókst hún með afbrigðum vel. Ávörp fluttu þeir Sigurjón Einarsson og Guðmundur Magnúss., Guð- mundur Ágústsson sýndi lát- bragðsleik, Snorri Karlsson sýndi litskuggamyndir frá ferð- inni og hljómsveit Gunnara Ormslevs spilaði lögin, sem mesta hrifningu vöktu fyrir austan. Skýrt var frá því, að skipuð hefði verið nefnd, til að sjá um áframhaldandi félags- líf meðal þeirra er fóru til Moskvu, og er Þórólfur Daní- elsson, prentari, formaður hennar. — Dansað var til kl. 2 og lauk þar með þessari á- gætu skemmtun. Fimm ierðir FÍ sfftft helgintt Ferðafélag íslands efnir til fimm skemmtiferða um naestn helgi. Farið verður á laugardag- inn í Þórsmörk, Landmanna- laugar, Hítardal og að Kerling- arfjöllum og Hveravöllum. Ái sunnudaginn verður farin göngu- ferð á Esju. I.S.Í. — K.S.Í. Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í íyrsta sinn á íslandi Lxmdsleikurínn ísland — Frakkland ter fram í Laugardal sunnudaginn 1. sept. kl. 4.30 e.h. Dómari: R. H. DAVIDSON frá Skotlandi. Aögöngumiöasala hefst í dag og stendur yfir frá kl. 1 til 7 e.h. laugardag kl. 10 til 7 e.h. og sunnudag frá kl. 10 f.h. Aögöngumiðar eru seldir á íþróttavellinum viö Suöurgötu og við Útvegsbankann. Verö: Stúkusæti kr. 50 — Stæöi kr. 25 — Barnamiöar kr. 5. Notið forsöluna og kaupið miða tímanlega 'N.B. Stöðugar feröir veröa í Laugardal frá Bifreiöastöö íslands á sunnudag frá klukkan 3.30 e.h. Móttökunefnd 1 8TSALJL Á VEFNAÐAR VÖRU HEFST I DAG Austurslræti ••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.