Þjóðviljinn - 30.08.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. ágúst 1957 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 „Hvernig væri andlitið á BorgarFirði Baululaust . . .?“ Af því að einmitt nú þessa dágana er maður sem óðast að búa sig undir sumarfríið, og þá náttúrlega að taka á- kvörðun um hvernig því skuli varið, verður manni fyrst fyr- ir að Hta um öxl eitt ár aftur í tírnann, og rifja upp endur- minningar um hvernig til tókst með fríið í fyrra. Ávöxt þessara hugleiðinga má sjá á því er hér fer á eftir. Eftir að hafa samið .laus- lega ferðaáætlan, og kosið mér Akureyrarrutuna sevn farkost, var ferðin hafin að morgni hins 14. dags ágústí- mánaðar. Hugmyndin var sú að heilsa upp á nokkra staði og fáein manna-höfuðleður í umhverfi Húnaflóa. Skamm- laust og skrykkjalítið gekk ferðin alla leið ti! Hvalfjarð- ar, en þar var dokað við og farið rétt sem snöggvast út úr bílnum. Af samferðafólkinu þekkti ég engan mann, hvorki karl né konu, en einn ágætur ferðafélagi þarna sá vissulega aumur á mér og gerði tvær tilraimir til þess að hressa mig eitthvað upp, fyrst þá að bjóða 'mér vindling, en af því ég er með því kjánalega marki brenndur að reykja aldrei ó- fullur þá gat ég ekki þegið hans góða boð. Það, að vera „bláedrú" í svona ferðalagi fannst honum ekki ná nokk- urri átt, og vildi gjarna bjarga mér út úr því ástandi, en þá kom í Ijós annar galli á mér, en hann er sá að ég þigg aldrei né neyti áfengis með mönnum sem ég þekki alls ekkeri. Ég er viss um að þessi vesalings maður hefur aldrei kynnzt leiðinlegri manni held- tir en mér. Það er ævinlega svo, þegar leið min liggur um Hvalfjörð- inn að þá kemst ég í eitthvert það ömurlegasta hugsanaá- stand sem hjá mér fær þrifizt- Mér verður þá hugsað til tveggja mikilmenna er þarna dvðldust, þó með 600 ára millibili væri; en það voru þeir Hörður Grímkelsson, á- samt Helgu sinni og fleirum í Geirshólma, og Hallgrímur Pétursson með sinni gölluðu Guðríði, fvrst i Saurbæ og síðar á Ferstiklu. Um ekkert voru þessir miklu menn líkir annað en það, að báðir voru skáid. Hörður smáskáld, Hall- grimur stórskáld. Báðir voru margra makar. Hörður sem íþróttamaður og bardagahetja, en Hallgrímur sem trúarhetja og skáld. Að sjálfsögðu eru það ævilok þessara manna, eðá viðskilnaður við þessa heimi líf, sém mér er hryggðarefni, þar sem annar var ráðinn af dögum sem illræðismaður, en hinn rotnaði lifandi úr holds- veiki. Flótti minn undan þess- um hugleiðingum endar vana- lega á mýrinni fyrír utan tún- ið á prestsetrinu, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hlátra- heimur tækifærisbögunnar verður þá eins og oftar lækn- islyílð mitt. Þarna á mýrinni sá ég standa tvo menn; annar þeirra er séra Hallgrímur, þá prestur í Saurbæ, hann vinn- ur að torfristu þarna fyrir utan túnið, er með torfljáinn í hendinni og heldur að sjálf- sögðu um skaramorfið. Hinn maðurinn sem er gestkomandi og er að neina þarnix hjá prestinum, en hinn alkunni en einkennilegi maður, Leiru- lækjar-Fúsi. Kveðjuávarp Vig- fúsar við prestinn og sálma- skáldið var í þetta sinn á þessa leið: Skálkurinn liefur skammar orf í skitnri loppu sinni, mannhundurinn mer upp torí úr mýiarforsmáninni. Hallgrímur, sem átti það til að vera bæði kíminn og kersk- inn í kveðskap virtist ekki fá sér það neitt til að vera kall- aður skálkur og mannhundur, en svarar með hinni mestu hógværð á þessa leið: Ef á þessu aldur þinn elur iífs um tíðir, held ég einhver höggstaðinn hitti á þér uni síðir. Eklti er þess getið að þess- um ólíku skáldum hafi farið fleira á milli að þessu sinni. Bíllinn brunar óðfluga áfram og er á svipstundu kominn út hjá Hrafnabjörgum, en þann garð sat á sinni tíð Magnús sá er frægur var meðal ann- ars fyrir sína óviðjafnanlegu matarlyst. Að hugurinn kunni að hafa dvalið eitthvað hjá Katanesdýrinu þori ég ekki f---------------- Elías Gudmundsson: Ekið norður * 1 land s________________^ að fortaka- En á þvi dular- fulla fyrirbrigði er ég svo marguppgefinn að nú orðið tefur það mig ekkert að ráði. Nú fer málið að vandast þegar opnast tekur útsýnin til Akrafjallsins og umhverfis þess, með Leirársveitina sum- arfríðu og sögufrægu að baki sér. Á þessum slóðum hefur orðið gjörbylting í lieimi hugs- ana minna nú á síðustú miss- irum. Stórmenni þau og við- burðir sem tengdfr eru við Leirá, Leirárgarða og fleiri staði á þessum slóðum eru horfnir, þeir hafa bókstaflega týnzt inn í skuggann af Jóni ‘Hreggviðssyni hans Kiljans okkar. Ég er annars hissa hvað hausarnir á okkur þola, annað eins og hann Halldór leggur á þá. Þegar maður nú yfirgefur Akraneshverfið og Leirársveit- ina um leið og maður rennir sér í gegnum æskustöðvar Þorgeirs Hávarssonar, beyg- ist leiðin til norð-norðausturs fyrir endann á hinu hrikalega Hafnarfjalli, eftir endilöngum þeim lilýlega Hafnarskógi, sem m.a. er frægur fyrir sinn marghöfðaða her skræpu- skjóttra tryppa. Nú, þegar við beygjum norður með Hafnar fjallinu birtir manni sannar- lega fyrir augumy því svo að segja á svipstundú opnast mamii hinn dásamlegi fjalla- hringur sem umlykur á þrjá vegu hið fagra og frjósama Faxaflóaundirlendi, Borgar- fj"rðinn, en þar skipar Baula himingnæfandi, en hóflega stolt, öndvegi sitt, innst í sal borgfirzkra fjalla. Hugleiðing- ar um Baulu hljóta ávallt að verða miklar og margvíslegar. Hin persónulegu kynni af henni fyrir svona 40—50 ár- um voru fyrst. og fremst þau, að þá er við vorum að ferðast til Suðurlands í verið á vet- urna, náttúrlega oft í ófærð og illviðrum, var það ævin- lega svo að þegar éljum skipti og eitthvað rofaði til þá varð manni það fyrst fyrir að at- huga hvort Baula sæist, því að frá. öðrum fjöllum var hún auðkennd, og út frá henni var, ávallt hægt að finna út réttaT stefnu. Maður renndi sér ekki yfir landið í bifreiðum eða flugvélum þá eins og nú. Fátt vekur undrun mína meira heldur en það hve skáldin okkar, sem eins og vera ber eru með nefið niðri í öllu, hafa að mestu leyti sniðgengið Baulu- Mér er spurn: Hvernig væri andlitið á Borgarfirði Bau’ulaust, og hver hefur ge>nnt og gætt landnáms Jj>kallagríms ogveld- is Snorra Sturlusonar betur en Baula? > Ósjálfrátt kemur mér nú í hug baga ein er ferðalangur nokkur kastaði fram á þess- um slóðum að morgni dags er hann hafði tæmt kaffibolla sinn, líklega eitthvað bragð- hættan, en hún er á þessa leið: Að drukknu morgun ferðafulli flytur andiim þakkarjíjörð, þegur sóiin geislasulii glæstan skrýðir Borgarfjörð. Þótt náungi þessi kunni að hafa haft eitthvað í koliinnm að þessu sinni, virðist honum ekki hafa verið varnað þess að skynja dásemd borgfirzka sólskinsins, enda dvlst hxin engum manni heilskyggnum. Nú er haldið upp Norður- árdalinn, etið í Fornahvammi og síðan lagt á Holtavörðu- heiði, en í Heiðarsporðinum mætum við hinum illræmda óvini smalanna: þokunni, en hún var að sögn allþrálát þar norðurfrá í suraár, og i þess- ari ferð batt hún rækilega fyrir augun á okkur meðan farið var yfir heiðina, svo við sáum hvorki Tröllakirkju né annað. Þokan og það að ekk- ert sást hefur víst átt drýgst- an þáttinn í því að ég fór að hugieiða mismuninn sem orð- inn er á því að ferðast nú og fyrir 50 árum. Þá var ég í eitt skipti 14 klukkutíma i ófærð að brölta frá Grænumýri að Fornahvammi, nú rann bíllinn þessa vegalengd á hálfum klukkutíma. Þegar komið var niður undir Grænumýrartungu fór ofurlítið að lofta undir þokuna. Þar í Hrútafirðinum t"fðum við ekkert, ekki einu •m Elias Guðmundsson sinni v;ð nýju símastöðina hjá brúnni, en þú stofnun, á þeim stað, lít ég ávallt illu auga, þar var stigið eitt stóra spor- ið í þá átt að gera veslings gömlu Borðeyri að engu. Þegar komið var yfir Hrúta- fjarðará og útsýn til sjávar- ins fór að opnast, varð ekki hiá því kcmizt að þá tækju að rumska ýmsar endurminrdng- ar frá liðnum tímum, einkum þá er sást yfir til Borðeyrar, og ástand hennar nú borið saman við það sem áður var, — en það er kannski bezt að tala með gætni um breytingar síðustu tíma, þær eru margar ennþá ekki fullgerðar og ekki fengin á þe:m næg reynsla. En hvað um það, þegar þarna var nú komið, út um Gilstaði og hinn fyrrverandi vold- ugi Borðej'rarverzlunarstaðup blasti þarna við manni Enu- megin f jarðarins, þá varð ekki hjá því komizt að sitt af hverju, bæði skráð og óskráð, staðfest og óstaðfest frá göml- um tíma um einokun og illan varning, skyti upp kollinum i huga manns, en út frá þess- um hugsunum hefur það vjst verið að fyrr en mig varði var ég farinn að raula þessa, á sínum tíma misvinsælu vísu: , Sandholt úti á höfninni hóar, í Helvíti eru kvalimar nógar, maðkarnir í korninu kalla: komdu pabbi og; éttu okkur alla. Orsökin til þess að mér kom þessi vísa í hug þarna h\’gg ég að sé sú að ég lærði hana í fyrstu ferð minni til Borð- eyrar fyrir tæpum 60 árum. Hvað sem nú leið öllum hug- leiðingum um sögu Borðeyrar- kaupstaðar, verzlunareinokun og maðkakorn, urðu þær bráð- lega að víkja fyrir nýju ljósi sögunnar, en það hlaut óhjá- kvæmilega að renna upp þeg- ar maður sá heim að bænum Reykjum, en þarna liggnr vegurinn einmitt yfir hina nafnfrægu spjótsmýri. Á henni var það sem Grettir vó Þor- björn t'xnamegin og Arnór son hans, í hefnd fyrir At!a bróður sinn, en sá bardagi er frægastnr fyrir það, að Grett- ir þurfti ekki nema aðeins eitt högg til þess að vista þá feðga báða inni í öðrum heimi, og var þó engum vesaling lógað þar sem Þorbjörn öxnamegin var. Það tók náttúrlega ekki langan tíma hjá rútunni að renna yfir landspildu Reykia- býlisius, en á leiðinni þar út og upp, eða kannski réttar talað norðaustur á Hrúta- fjarðarhálsinn, varð ekki hjá því komizt að lenda í svipuð- um hugle;ðingum og á Holta- vörðiiheiði, þ.e. að bera sam- an ferðatæknina, þægindin og hraða nútímans, við það sem áður var. En í þeim gamal- dags hugleiðingum var ég fyrr en mig varði farinn að raula þessa, já guð má vita. hvað gömlu vísu: Hrútaf jarðiirliáls er enn hreint sern áður var hann: þi'ej'tir hesta, mseðir menn, margbölvaður fari’ ’ann. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.