Þjóðviljinn - 12.09.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1957, Blaðsíða 6
■«) — ÞJOÐ'VILJINN — Finuntudagur 12. september 1957 -- PIÓÐVIUINN ] Útgefandl: Sametningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Bltstiórar: Magnús KJartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, i ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýa- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, aígrelðsla, auglýsingar, prent- smið.ia- Skólavö^ðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. i Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. ' ______________________________J flelryk yfir íslandi ■fíelryk yfir Islandi nefndist " * grein sem birtist hér í blaðinu s.l. laugardag og hef- ur að vonum vakið mikla at- hygli. Þar var greint frá þvi að Kjamorkunefnd Banda- rikjanna hefði látið fram- kvæma mælingar víða um lönd á því hversu mikið magn af strontium 90 — hel- ryki — hefði fallið til jarð- ar víða um lönd, og um mitt ár í fyrra kom í Ijós að meira magn hafði fallið til jarðar á íslandi en nokkrum /. öíáð YÍð Atlanzhaf, sem hliðstæðar mælíngar i hafa verið gerðar, og að Is- | lendingar eru ein sú þjóð ! heims sem mest hafði fengið yfir sig af heirykinu. Ekki hafa Islendingar almennt vitneskju um fleiri mælingar, þar sem Rannsóknarráð ís- lenzka ríkisins hefur ekkert fengizt við slík viðfangsefni, og það hafði raunar enga hugmynd um þessar niður- stöður Bandaríkjamanna fyrr en frá þeim var skýrt hér i í blaðinu. Mælingarnar eru sem sé framkvæmdar af bandarískum vísindamönnum, og hafi þeir skýrt íslenzkum stjórnarvöldum frá niðurstöð- um sínum hafa þau a.m.k. gætt þess vandlega að Islend- ingar fengju ekkert um þær að vita. Er þess að vænta að 1 þeir starfshættir verði niður feildir tafarlaust, og að ís- lenzkir visindamenn fái að- stöðu til að framkvæma slík- ar mælingar sjálfir og leyfi þjóðinni að fylgjast með þeim. Efnið strontium 90, sem mestjhafði fallið yfir Island um mitt ár í fyrra. stafar frá kjarnorkusprengingum þeim er stórveldin hafa framkvæmt á undanfönum árum og er tiltölulega lengi geisla- virkt, geislun þess rýrnar aðeins um helming á 28 ár- um. Það safnast saman í jarðveginum, þaðan í jurtir, síðan í menn og dýr sem leggja sér jurtirnar til munns. I dýrum og mönnum safnast það fyrir í beinum og getur valdið ólæknandi s.júkdómum, beinkrabba og hvítb'æði. Til dæmis safnast nr:kið af því strontium 90, sem kýr fá í sig með fóðrinu, í mjólkina; þaðan herst það svo í bein b^rna og unglinga, en beina- vefur í vexti tekur það langt- um "rar í sig en be:n sem hætt eru að vaxa. Mest hætta vofir því vfír börnunum, yngstu kynslóðinni og þeim sem enn eru cbomar. Hafa visindamenn um allan heím varað mjög alvarlega við þeim ge:gvænlegu hættum sem stafa af helrykinu og kjamorkutilraunum stórveld- anna, og er skemmst að i minnast ávarps Alberts Schweitzer s.l. vor. Telja vis- indamenn að mannkynið hafi þegar beðið mikið tjón af kjarnorkutilraununum, en það muni margfaldast verði þeim haldið áfram. Tslendingar hafa löngum -*• fylgzt með umræðum mn þessi mál af takmörkuðum áhuga, talið þau vandamál annarra sem komi okkur ekki beinlínis við. En þessi af- staða stafar af fáfræði og skammsýni. Helrykið sækir okkur heim ekki síður en aðra, og raunar té’Ja V3a' indamenn að loftvindar beri það einkum að belti sem ligg- ur um norðanverðan hnött- inn. Hnöttur okkar er orðinn smár andspænis þeim feikna- öflum sem leyst hafa verið úr læðingi, og vandamál heimsins eru jafnframt vandamál hvers einstaklings sem eitthvað skeytir um framtíð sina og hama sinna. Engum er það nærtækara en fámennri friðarþjóð að mótmæla af öllum kröftum þvi brjálæði að haldið skuli áfram að gera tilraunir með vetnissprengjur, þótt vís- indamenn telji að með því sé verið að gera hundruð þúsunda manna og jafnvel milljónir að sjúklingum og dauðans mat á ókomnum ára- tugum. Nú þarf ekki lengur styrjöld til að myrða fólk, aðeins tilraunir með stór- virkustu tortímingarvopn. Og er nokkuð brjálæði herfilegra en að halda þannig áfram að leika sér að píslum og dauða? Stórveldin hafa að undan- förnu átt endalausar viðræð- ur um að binda endi á kjam- orkutilraunirnar, en enginn árangur hefur fengizt þótt nauðsyn mannkynsins blasi við hverjum heilskyggnum manni. Samt hafa Sovétríkin lagt til að lagt verði algert og skilyrðislaust bann við til- raunum með kjarnorkuvopn, einnig til vara að kjarn-^ orkutilraunum verði þó að minnsta kost.i hætt næstu 2—5 árin, en þessar einföldu tillögur hafa ekki enn fundið stuðning almennings; í því sambandi ber þess að geta að Verkamannaflokkurinn brezki — sem nú hefur án efa meirihlutafylgi þjóðarinn- ar á hak við sig — hefur lýst stuðningi við þessar til- lr’gur, einnig brezku verk- verklýðssamtökin. En allar slíkar tillögur stranda enn sem komið er á málæði og leikbrellum, þar sem allir þykjast vilja það sama en engin niðurstaða fæst. Tslenzkum stjórnarvöldum ber skilyrðislaust að styðja þá tillögu almennings um heim allan, að þegar í stað Vonbrigði Ihaidsins Það er einkennandi íyrir málflutning Sjálfstæðisflokks- ins síðan hann lenti utan rikis- stjórnar að hvergi örlar á því að flokkurinn hafi nokkuð já- kvætt að leggja til lausnar á vandamálum þjóðarinnar. Það er hið neikvæða nöldur sem skipar öndveg ð. Þannig hefur Sjálfstæðis- flokkurinn látið blöð sín ham- ast á ríkisstjórn vinstri flokk- anna fyrir þær ráðstafanir sem gerðar voru í fyrravetur til þess að tryggja rekstur sjáv- arútvegsins. Þær eiga aðeins að hafa fært þjóðnni aukna dýrtíð og erfiðleika en ekki komið að gagni fyrir þjóðar- heildina. Aldrei hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sýnt minnstu til- burði tjl að gera þjóðinni grein fyrir hver úrræði hans sjálfs eru í efnahagsmálunum. Um þau hefur verið vandlega ganga í tíma frá öllum samn- ingum við útvegsmenn og sjó- menn og kom þann'g í veg fyrir allt það tjón sem hlotizt hefur af framleiðs’ustöðvunum undanfarinna ára undir sjáv- arútvegsmálaforustu ihaldsins. Sjálfstæðisflokknum er það vel ljóst að þjóðin tekur eftir þessari breytingu og að hún veit 1 hverju hún liggur. Að ný, heilbr'gð og vakandi for- usta er tekin við sjávarútvegs- málunum og að ringulreið og ráðieysi Ólafs Thors mótar ekki lengur stefnuna. Og þá er gripið til þess ráðs &ð sækja að ríkisstjór'ninni frá þeirri hlið að efnahags- málaráðstafanir hennar auki dýrtíð og erfiðleika og með þeim hafi hún unnið sér til ó- helgi. En það eru ekki hagsmunir almennings sem Sjálfstæðis- flokkur nn hefur í huga í þess- um áróðri sínum. Ekki eru í- Jþagað, Ef til vííl stafar'þ^Ymn sízt af því að sjá’fum er for- , kólfunum ljóst að þeirra eigin ,,leið“, gengislækkun og kaup- binding, er ekki beiniínis að- laðandi íyrir almenning. Eigi að síður bar Sjálfstæðis- flokknum, ef hann vildi rækja hlutverk ábyrgrar stjónarand- stöðu, að segja skýrt og skil- merklega til um til hvaða ráða hann vildi grípa t:l þess að forða framleiðdlunni frá stöðvun. Þessu hlutverki hefur Sjálf- stæðisflokkurinn alveg brugð- ist. Hann hefur í þess stað þyrlað upp rykmekki ábyrgð- ar’ausra áróðursblekkinga og reynt að fela óheilindi sín í moldv'ðrínu. Hann hefur reynt að sverta þá ríkisstjórn sem tekizt hef- ur það sem hans eigin stjóm reyndist um megn, þ. e. að tryggja stöðugan rekstur fram- leiðslutækjanna og bjarga þannig miklum verðmætum fyrir þjóðarbúið. Eymd og getuleys; íhalds- stjórnanna hafði árum saman haft það í för með sér að fisk:bátar og togarar lands- manna voru bundnjr tímunum saman og öfluðu minni verð- mæta fyrir þjóðina en el’a. Þetta hefur gjörsamlega snúizt við. Engin framleiðslu- stöðvun hefur átt sér stað síð- an núverandi ríkisstjóm tók við völdum. Hún gætti þess að verði bundinn endi á allar kjarnorkutilraunir, og væri fróðlegt að heyra rök þess Islendings sem héldi öðru fram. En okkur ber einnig að minnast þess að v:ð verð- um ekki aðeins fyrir helryk- inu sem fellur, við berum einnig okkar sök á því að það fellur. Kjarnorkutilraun- irnar eru afleiðing af vald- stefnunni, vigbúnaðarkapp- hlaupinu, herst"ðvastefnunni. Við erum aðilar að þeim gráa. leik með þátttöku okkar í Atlanzhafsbandalaginu og með því að heimila herstöðv- ar í landi okkar. Við þurf- um því ekki að láta sitja við mótmælin ein; við getum lagt fram raunhæfan skerf með því að hafna vaidstefnunni og öllum afleiðingum hennar. Halldór P sextugur Halldór Pétursson, Halldór í Iðju, sem við kölluðum hann lengi, er sextugur í dag. Persónulega kynntist ég ekki Halldóri fyrr en í Reykjavík á árunum rétt fyrir síðari heimsstyrj'Tdina. Þó hafði ég heyrt nafn hans nefnt aust- ur á landi, ég vissi að hann var Austfirðingur eða Héraðs- karl, hafði heyrt hans getið í sambandi við hagmælsku og önnur skemmtilegheit, sem í þann tíð gerðu unga menn eftirsóknarverðari í félags- skap. Orð fór af glaðværð hans og hnittilegum tilsvör- um, og af þvi fóru sögur að hinir ólíklegustu garpar úr Halldór Pétursson stéttum þjóðfélagsins hefðu fengið sig fullreynda af að keppa við hann i list þeirri sem k'Tluð er að kveðast á. Löngu síðar kynntist ég penna Halldórs á leikvangi ó- bundins máls, undir dulnefn- inu Göngu-Hrólfur, í mál- gagni Kommúnistaflokks Is- lands, Verkalýðsblaðinu og síðar Þjóðviijanum, árin fyrir seinni heimsstyrjöldina. Halí- dór er þá fluttur -úr dreif- býiinu fyrir austan og kominn sem verkamaður á mölina í höfuðstaðnum. Svo lít'ð öfundsvert sem það var fyrir fjölskyldumann í tíð kreppunnar og atvinnu- haldsmenn það skyni skroppn- ir að þeim sé ekki ljóst að ekki má. framleiðslustarfsemi landsmanna niður falla, Og væntanlega dettur þeim ekki í hug að hagur almenn- ings yrði blómlegur ef engar ráðstafan'r væru gerðar til að tryggja rekstur sjávarútvegs- ins. Nei. Hvorugt er ástæðan, heldur hitt að þeir skattar sem leggja varð á þjóðina til að halda framleiðslunni gang- andi, voru nú ekki tekn'r eftir kokkabók íhaldsins. í fyrsta skipti voru aðalnauðsynjavör- ur almenn'ngs undan skildar í stað þess að íhaldið gleymdi aldrei að leggja skattana af sama þunga á þær og lúxus- varninginn eða þær vörur sem síður teljast til daglegra nauð- synja. En það sem íhaldinu gremst þó mest og mestu ræður um Framhald á 9. síðu. étursson í dag leysisins að gerast nýliði á mölinni í höfuðstaðnum, er eitt víst, að koma Halldórs Péturssonar var eyrarvinnu- lýð og atvinnuleysingjum hinn mesti fengur. Meðal þeirra var nú maður, sem flestum betur gat túlkað og rökstutt brýnustu þarfir þeirra, tilfinningar þeirra og kröfur þeirra um vinnu og brauð, aukið öryggi og meiri réttindi. Og styrkur Halldórs fólst ekki aðeins í snilli hans við að reifa mál félaga sinna útávið; hann mælti sjálfur á máli vinnufélaga sinna betur en nokkur annar rithöfundur; í Göngu-Hrólfi heyrðu þeir sinn eigin málróm og skynj- uðu etgin mátt, og þeir hrif- ust með honum til heilbrigðr- ar sjálfsvitundar og fé’ags- legs framtaks, hvort heldur standa skyldi gegn nýrri launaárás á þeirri tíð eða fylkja liði á fund valdhaía til að he;mta vinnu Það er skoð- un mín að Göngu-Hrólfs- greinar Halldórs séu í sinni röð, það bezta sem gert var á þeirri tið. Þann hálfan annan áratug sem Halldór var starfsmaður í Iðju, félagi verksmiðjufólks, liggur eftir hann meira starf í þágu vinnandi fólks en fært er að rekja í stuttri grein, og hezta sönnun þess er ef til vill hin grimmilega persónuárás, sem hann hefur orð’ð fyrir s. 1. ár af fulltrúum auð- stéttarinnar. Bik er báts- manns æra. Það er vissulega rétt að sextugur maður er ekki leng- ur á bezta aldursskeiði. Þó mun of snemmt að fagna fyr- ir óvini verkalýðssamtakanna. Enn eru hendur Hrólfs, þótt fætur fari. Enn veldur okkar Göngu-Hrólfur penna. Og lengi mun íslenzk alþýða búa að framlagi Halldórs Péturs- sonar, að fdrnu og nýju, inn- an stéttarsamtaka hennar. J. K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.