Þjóðviljinn - 12.09.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.09.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. september 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 milisþáttur £ Kannfu að ryksjúga? Gerðar hafa verið rannsóknir á ryk- og bakteríuinnihaidi stofulofts. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að hreingern- ingar með ryksugu draga geysi- lega úr rykdreifingunni í sam- anburði við gömlu aðferðina með kústi og bursta. Tilgangur hreingerningarinn- ar er að ná burt rykinu án þess að menga loftið. T.l þess arna er ryksuga bæði gagnlegt og gott tæki, en það þarf að nota hana á réttan hátt ef hún á að koma að fullum notum. Aðalregian er sú að nota hart munnstvkki á mjúkan flöt og mjúkt munnstykki á harðan flöt. Stóra, fiata munnstykkið á að nota á teppið og stóra burst- ann á gólf, en litlir kringlóltir burstar eru beztir á bækur, málverk, útskorin húsgögn o.fl. Litla flata munnstykk ð er not- að ti! að ryksjúga gluggatjöld, húsgögn, föt og fleira. Til eru einnig sérsíök munnstykki fyrir rifur og sprungur. Það þarf oft að tæma ryk- sugupokann; verði hann meira en hálfur dregur það úr sog- kraftinum. Margt fólk notar aðeins eitt munnstykkj til alls, ef til vill vegna þess að því finnst of fyrirhafnarsamt að skipta. En þeir sem hafa vanið sig á það komast fljótt að raun um að það er þægilegra og betra að nota viðeigandi munnstykki. Gólfteppi hafa t.d. ekki gott af því að vera ryksogin með bursta. Gætið þess vandlega að ryk- sugan og rafmagnsleiðslan séu í fu’lkomnu lagi og snertið ekki lampa, rafmagnsofna og þess háttar með annarrj hendi þegar þið haldið um ryksuguna með hinni, það getur verið hættu- legt. Nýjustu furþegaflupélar Framhald af 5. síðu. markshraði flugvélarinnar er 1000 km. á klukkustund, er farflughraði 800 km., og á hún að geta flogið 3450 km. án þess að lenda. Flugyélategundin „tíkvaína1* Þessari flugvél er ætlað að fljúga langleiðir í 8000 m. hæð, og er íiugTnaði hennar 600 km. á klukkustund. Hún hefur fjóra hverfilskrúfuhreyfla, sem gerðir eru eftir fyrirsögn A. G. ívsjenkó, en höfundur flug- vélarinnar er O. K. Antonov. í flugvélinni eru þrír sal- ir, er taka 84 farþega, og eru sætin sérlega þægileg. Smið- uð verður sérstök gerð þess- arar flugvélár, ætluð ferðafólki, og' mun hún geta tekið 126 far- þega. Sérstakur „leikkrókur“ handa börnu'm verður í þess- ari flugvél. Vern Sneider: kGVSTMÁNANS 80. að, Sakini, er hann eitthvað lasinn? Það er eins og hann sé með hitasótt“. Sakini spurði Seiko, en leit síðan á Fisby. „Honum líða ágætlega, húsbóndi, en hann gat bara ekki málað meira“. „Getur ekki málað?“ Fisby varð undr- andi. „Ég hef séð verlc eftir hann. Þau eru alveg ljómandi“. „Hann ekki meina það, húsbóndi. Hann geta sett myndir á diska og svoleiðis. En hann meina hann ekki geta hugsað um það sem hann gera. Þegar hann er með pensilinn í hendinni, þá geta hann ekki einu sinni haft hugann við það sem hann á að gera“. „Það er slæmt'. Get ég nokkuð gert til hjálpar?“ „Hann segja það, húsbóndi, ef þú vilja það.“ Fisby lét fallast niður í stól sinn. „Segðu honum að segja mér hvað það er og ég skal gera mitt- bezta“. „Jú, húsbóndi, hann vilja vita hvort þú vilja vera nakodó fyrir hann“. „Hvað þá?“ „Nakodo. Það þýða milligöngumaður. Sjáðu til, allan tíman hugsa Seiko bara um Fyrsta blóm. Og hann segja, húsbóndi, það gera hann alveg vitlausan“. „Áttu við að hann vilji að hún giftist honum?“ „Já, húsbóndi“. Fisby íhugaði málið. „Tja, fyrst svo er, hvers vegna fer hann þá ekki til hennar og spyr hana sjálfa?" „En hann ekki geta talað svoleiðis við hana, húsbóndi. Hann verða hafa milli- göngumann. Það er venjan. Og hann vilja þú gera það því þú bezti vinur hans“. „Jæja, fyrst svo er“, sagði Fisby, ,,þá er það mér ánægja. En hvað á ég að gera?“ „Fyrst, húsbóndi, þú verða komast að hvort það er allt í lagi að tala við hana“. „Ég skil“. „Svo þú segja henni hvað Seiko lítast vel á hana og hvað hann er góður náungi. Og allt svoleiðis“. Fisby kinkaði kolli. „Tala máli Seikos, ha?“ Hann leit á piftinn sem stóð fyrir framan hann og svipur hans varð alvar- legur. „En áður en ég' gerist milligöngu- maður hans, Sakini, þarf ég að fá sv vita ýmislegt. Fyrst og fremst, elskær hann hana í raun og veru?“ „Hann segir hann gera það, húsbónc: Hann gera það!“ Þegar Fisby leit á piltinn varð hornsr lióst að hann hefði spurt heimskulegrar spurningar. Fnginn sem ekki var ástfang- inn gat verið eins aulalegur og hinn rauð- eygði Seiko sem stóð þarna fyrir framar. hann. Það leyndi sér ekki að Seiko bjó yfir hjartasorg — hendurnar voru á ei- lífu iði, varirnar kipruðust og augnaráðið var blandið von og ótta. Fisby reis á fætur með hægð, gekk fram fyrir skrifborðið og klappaði á öxlina á Seiko. „Segðu honum að vera rólegur, Sakini. Þetta er varla svo slæmt.“ Seiko leit upp bænaraugum. „Húsbóndi, hann vilja vita hvort þú ætla tala við hana?“ Fisby brosti. „Auðvitað. Segðu horum að ég skuli gera mitt bezta. Við skulum nú sjá. Sakini, hlauptu niður í cha ya og spurðu hana hvort ég megi tala við hana í kvöld“. „Allt í lagi, húsbóndi. Ég mæla ykkur mót“. „Gott og vel. Komdu svo til mín og láttu mig vita“. Hann klappaði aftur á öxlina á Seiko. „Seg'ðu honum að við skulum sjá um þetta allt“. Sakini kom með þær fréttir að stefmi- mótið væri ákveðið klukkan hálfníu. Fyrsta blóm hefði samþykkt að taka á móti Fisby og Sakini í íbúð sinni í te- húsinu. Þegar læknirinn og Sakini settust að spilamennsku fór Fisby að róta í tösku sinni. Hann vissi ekki vel hvernig milli- göngumaður átti að vera klæddur. Ef til vill ætti hann að vera í einkennisbúhsagi sínum, en þetta var eiginlega formleg heimsókn, svo að hann ákvað að vera í baðsloppnum. Það var komið myrkur þegar hann og Sakini komu í tehúsið. Þegar þjónninm rétti þeim tágailskó í fordyrinu, sagði Sakini eithvað við hann. Pilturinn hnetgði sig og hvarf niður ganginn sem íbúðir Fyrsta blóms og Lótusblóms voru i.. „Hann ætla athuga hvort hún taka á móíi okkur núna“, sagði Sakini. Og Fisbv i Keflavík I og nágrenni j Sníðanámskeið verður hald- : ið í Keflavík og hefst það ■ 16. þ.m., ef næg þátttaki • fæst. Kennt verður að taka • naál og sníða dömu- og j barnafatnað. Áherzla er lögð j á að konur fái að sníða úr j eigin efnum og leiðbeint með j að þræða saman og máta. Kennari verður: Bergljót Ólafsdóttir kjólameistari. j Áskriftarlisti fyrir þátttak- ■ endur liggur frammi í Kaup- • félagi Suðurnesja, — Kefla- j vík. — Einnig uppl. í síma 34730. Reykjavík Fhiffvélategundin „Mvskva" Þessi flugvél er gerð eftir fyrirsögn S. V. T;júshíns, og er henni ætlað að fytja bæði farþega, farangur og póst á flugleiðum innanlands og.utan Hún er knúin fjórum hverfil- skrúfuhreyflum, og er höfund- ur þe'rra N. D. Kuznetsov Smíðuð verða noKkur af- brigði flugvélar þessarar til farþegaflutnings. og vöruflutn- ings. Aðalgerðin er ætluð til þess að flytja 75 til 100 far- þega. Farflughraði þeirrar gerðar er 600 til 650 km. á klukkustund. Um þessar muridir fer fram reynsluflug til þess að próía allar þeSsar fjórar flugvélateg- undir. Tugir milljóna af okkar dýrmæta gjaldeyri hefur verið aflað í sumar með hjálp þessara ágætu tækja. II lönd hafa nú valið SIMRAD fyrir fiskirannsóknarskip sín. Oo það val er aðeins gert af fagmönnum. Asdic-útbúnaður hins vel þekkta skips G. O. SARS, verður nú endurnýjaður með SIMRAD, Veljið SIMRAD og þér veljið rétt. FriÓrik A. Jónsson L Garftasíræti' 11 — Shni 14135

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.