Þjóðviljinn - 25.09.1957, Page 7

Þjóðviljinn - 25.09.1957, Page 7
Miðvikudagur 25. september 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Harry Martinson kom til Reykjavíkur í fyrradag — öðru sinni. Röskur hálfur fjórði áratugur er liðinn síðan hann kom hingað fyrra skiptið Þá var hann 2. kyndari á litlu flutningaskipi, og var látinn hremsa ketilinn meðan dallur- inn lá í höfn. í>að var vetur með kalda vinda; síðar lýsti Martinson dvöl sinni í höfuð- borg íslands í ferðabókinni Resor utan mál: „Hér lá ég í járnkviði skips, stritaði og skalf Ketillinn er miðstöð skips; utanverður er hann einfaldur í sniðum og ávalur, innanverður er hann írumskógur af rörum og lok- um. Köld örvæntjng nísti mig í merg og bein. Örvænting, sern' virtist ganga rak’eiðis út úr köldu járninu. Eg sá ekk- ert nema ketilveggina og ör- endan rörskóginn. Það var sem sæti ég aieinn í heiköldum miðdepli algeimsins. — Eg vann og söng þar inni í fimm daga, og ég útmálaði fyrir mér hvernig hinir köldu is- lenzku vindar geystust áfram þar úti;. ský mávamilljónanna spegluðust á neth'mnu augna minna: mig dreymdi hið örlög- bundna myrkur, svartara en í fornsögum. Mig dreymdi það, umlokinn járni í gufukatli norður við ísland". Lítt mátti þennan örvæntingarfulla ketil- hreinsará óra fyrir því að hann kæmi aftur til Reykja- víkur frægur maður að sitja veizlur, iesa skáldskap og svara spurningum um rök ald- arinnar og líf mannsins En nú er hann sem sagt kominn í annað sinn. Harry Martinson fæddist ár- ið 1904 í Biekinge-héraði sunn- arlega í Sviþjóð. Faðir hans, sem var skipstjóri, dó frá börnum sínum ungum; móðir þeirra brá þó fyrir sig betri fætinum og strauk til Kaliforn- íu, en börnunum var komið fyrir hjá vandalausum — gest- ur vor er alinn upp á sveit. ,,Eg skalf vjð arin bernsku minriar", sagði hann löngu síð- ar. Fimmtán eða sextár. ára gamall fór hann til sjós; og næstu sex árin sigldi hann höf heimsins, aftur óg fram. ■ Það voru löng ár, með nokkr- um farmannsævintýrum milli svefns og erfið s. Þau voru þó ekki öll jafnþægileg eða hvers- dagsieg; til dæmis ætluðu þeir í Brasilíu eitt sinn að gera hann höfðinu styttri fyrir njósnir Það bar t'l einu sinni er skip Martinsons lá í fjarlægri höfn, að kistii hans var stohð. Upp úr því fór hann að skrifa, að sjálfs sín sögn. í kistlinum var mikið safn póstkorta frá þeim stöðum, er hann hafði g’st á langferðum sínum; og þegar þau voru týnd, korn hon- um í hug að festa minningar sínar á blað, svo að borgirnar hyrfu honum ekki með öilu. Fyrsta bók hans var ljóðasafn- ið Spökskepp, 1929; aðalper- sóna þess er hafið. Sama ár kom út í Svíþjóð hin sögulega bók „5 unga“, þar sem fimm ungir höfundar söfnuðu sam- an nokkrum verkum sínum í þeim yfirlýsta tilgangi að skera upp herör gegn gömlum skáld- um og úreltum skáldskap. E rn þeirra fimmmenninga var Harry Martinson. Næsta bók hans var sömu- leiðis ljóðabók: Nomad, 1931. Hún vakti eigi litla athygli, og þó fremur heimspeki höf- undar en listfengi hans: mað- urinn á að flakka, en ekki eiga fastan bústað; enginn skyldi verða myndugur, fyrr en hann hefði farið umhverfis jörðina. Og í næstu tveimur bókum segir hann einmitt frá heimsflakki sjálfs sin: Resor utan mál og Kap Farvei. Þess- ar bækur voru um efni svip- myndir frá fjarlægum löndum, auknar sundurlausum þönkum höíundar um mannlif og nátt- úru. En nú var það ekki boð- skspurinn, sem einkum þótti eftirtektarverður, heldur stíll- inn — listin í frásögninni Sú ritdýrð sem einkennir þessar tvær ferðabækur Martinsons, átti sér næsta fáar hliðstæður í norrænum bókmenntum fyrir fjórðungi aldar; enda var höf- undinum þegar skpað í ■ fremstu röð sænskra rithöf- unda, þaðan sem honum hefiur ekki orðið þokað síðan, Það hefur verið sagt að Rauðastofa Strindbergs sé sú sænsk bók sem torveldast sé að þýða á önnur mál, sakir útsmogins stíls og annarra margsiunginna listbragða; næstar komi ferða- bækur Harry Martinsons Árin 1935 og 1936 gaf Mart- öxulinn: yfirborð-djúp, eins og lýst var ágæta vel í ritdóm- um á sínum tíma. Martinson te’ur sig finna undirrótina að vonzku tímans í yfirborðs- mennsku. hans, hraðanum og glaumnum; við þurfum að fara hægar og hafa lægra, gefa okk- ur tima tii að heyra grasið vaxa og ieggja eyrun við lág- hér aítur óbreyttur, og er fyrstu 29 söngvarnir í full- gerðri frásögn af geimfarinu Aniara“ Á þe'm árum, sem liðu milli Cikada og Aniara^ hafði Mart- inson bætt við 74 Ijóðum, þannig að alis er bálkurinn um loftskipið 103 kvæði upp á 218 b’aðsiður. Geimfarið er LÍTILLIMGANG UR að miklu skáldi jnson út fyrstu skáldsögur sín- ar: Nássloma blomma og Vág- en ut. Þær eru dulkiæddar sjálfsævisögur, mótaðar mild- um tilfinningum og samúð með olnbogabörnum. Á næstu fhnm árum, 1937—’41, komu jafn- margar bækur frá borði höf- undar; en sá, sem ekki hefur lesið neina þeirra, orðlengir heldur ekki um þær. Skrifað stendur að þrjár þeirra séu einkum hugleiðingar um sænska náttúru, í bundnu máli og óbundnu; ein er reikningsskil hötundar við vélamenninguna. serií hann er bundinn, og kommún'smann, sem hann hafði aðhyllzt; hin síðasta kvað yera fimleg árás á kvikmynd- ir og stjömudýrkun. Engin þessara bóka er þó talin hafa aukið höfundarhróður Martin- sons að marki, þótt þær vörp- uðu að visu nýju og nýju ljósi á . j ersónuleika hans. Ketil- hre'nsarinn var kominn út þangað, sem vindarnir gnúðu. Harry Mart’nson vann ann- an mikinn höfundarsigur árið 1945, með ljóðasafninu Passad: Staðvindur. Nafnjð er kunnugt úr fyrri bókum hans. Á öftustu síðunni í Kap Farvel segir har.n að hugsjón vor skui; ekki vera fellibylurinn, heldur stað- vindurinn mikli og máttugi; voldugur, gáskafullur, ferskur og lifandi: sífelld og eilíf viðr- un“ í bókinni eru nokkur nátt- úrukvæði, sem hafa ekki ann- að markmið en lýsa yndi skáldsins við fagra hluti; en í meirihluta kvæðanna greinir þó heimspekilegan undirstraum — þau eru í senn grunduð á hugsúri og t’lfinningu. Megin- hugsun bókarinnar snýst um tónunum i djúpi vor sjálfra. Það er einkenni Hadesar, dauðra- rikisins, að það vantar bæði djúp og hæð; þar gerist allt í einum fleti Þessvegna fallast Evklídesi hendur, er hann kem- ur með mælitæki sín til Hades- ar; hann grúfist niður og græt- ur. Vissulega er hugsun Harry Martinsons ekki ævinlega jafn- skýr og hann beitir stundum hugtökum, sem virðast næsta innanlóm við nánari athugun. En hann hefur til að bera það hjarta og ímyndunarafl sem e'nmitt skilur skáld frá leir-^ smiði Jafnvel þegar hugsun hans teflir á tæpasta vað, bjargar hann máli sínu með skáldgáfunni — hinni vand- skýrðu og torráðnu. Hugsun hans er ekki frumleg, fremur en boðskapur Krists um ná- unganskærleikann; en list- fengi hans er sögulegt. Harry Martinson er ekk: hugsuður sem skáldar, heldur skáld sem hugsar. Næstsíðasta ljóðabók Mart- insons heitir Cikada. Nafnið minnir á hneigð skáldsins til að nöta fágæt orð eða framand'eg hugtök. og íþyng r hún stund- um skáidskap hans. Cikada kvað sem sé þýða gráshoppor: eng'sprettur. Lokahluti bókar- innar er kvæðabálkur í 29 köílum: Söngurinn um Dóris og Mímu. Menn vissu ekki bet- ur en flokkurinn væri á enda, þar sem 29. ljóði lauk; en í fyrra kom út nýjasta ljóðabók Harry Martinsons til þessa, Aniara — og hófst á þessari skýringu: „Kvæðabálkurinn söngurinn um Dóris og Mimu, sem upphaflega var prentaður í ijóðasafninu Cikada, birtist sextán þúsund fet á lengd, þrjú þúsund á breidd, farþegar átta þúsund. Aniara er aðeins eitt af þúsund geimförum sem flytja jarðarbúa til Mars og Venusar, með þvi að jörðin er að verða óbyggileg sakir geislaverkunar. En það hendir dálítið slys í ge'mnum, þannig að Aniara fer af braut sinni og heldur síðan stanzlaust á- fram á þr'ðja tug ára í stefnu á stjörnumerki Lírunnar. Þá eru loksins allir farþegarnir dauðir; en þulurinn segir okk- ur frá því allra seinasl, að Aniara hélt áfram i fimmtán þúsund ár í viðbót með bein- in farþeganna gegnum nótt al- geimsins. » Aniara er voðalegt véyk Það er likingarkvæði, og höfuð- merking þess iiggur svo'i aug- um uppi, að ekki þarf um að ræða: það er ný völuspá, he’.msslitakvæði um miðja tutt- ugustu öld — innbiásið þeim, ugg sem smíði kjarnorkuvopna veldur hverjum góðum dreng, þeim hrolli sem fyrirkuguð eyðing heimsbyggðarinnar níst- ir hvert ærlegt hjarta. En það er að auki slungið margvís- legum táknum. Miman virð- ist til dæmis nokkurskcnar ratsjá geimfarsins fyrst í stað; en við nánari íhugun gerist hún tákn skáldskaparins. sem leiðir í ijós veraldir handan við sjóndeild rýmisins, sem og iiðinn fögnuð og ókomna kvöl. En mímunni er einnig lýst orð- um, sem vel mættu minna les- andann á viðhorf skáfdsr'ns til vélarinnar: hún er herra gæzlu- manns síns, þulsins; har.n er þræll hennar. Hvert ,tákn er margrætt, þýðir bæði þetta og hitt; — að skilja kvæðið til fullrar hlítar er að end- urlifa sköpunarstarf skálds- ins sjálfs. o-st-v: Víst mætti Aniara styttast t;l bóta um miðbikið; sitihvað í bálkinum er myrkara en yera þyrfti, ef höfundur heíði á- stundað ljósustu framsetnjngu. En það mundu ýmsir, ætla, að Aniara heyrði fiokk: stór- kvæðanna í bókmenntum sam- tímans. Því veldur einstætt írjjyndunarafl skáldsins, mál- fegurð hans og máttug kveð- andi, hugsunarþróttur hans og mar.nhygð — þær dísir sem standa um vöggu tigins skáld- skapar. Harry Martinson er kominra til íslands í annað sinn, aö lesa skáldskap og flytja er- indi. Eg veit ekki hvað þann les né hvert umræðuefni hannt kýs. En ég spái því að hann lesi ljóð um mosann, sem lif- ir myrkviðinn; ég spái þyj að hann tali um ham.mgjukpsti og lífsháska mannsins. Eitt er víst: hlustendur hans nrnnu heyra sannmennska rödd. B B. Tónlistarkennsla sé felld inn skólakerfi landsins I Á aðlafundi Tónskáldafé- eðiilegt og fjölbreytilegt mús* lagsins var samkvæmt tillögu íklíf, auka samsöng, hljóðfæra- dr. Hallgríms Helgasonar sam- leik og æðri og lægri tónsköp- þykkt einijma eftirfarandi á- un, efla áhuga á hljómle;ka- lyktun: • sókn, bæta smekk, víkka sján- „Aðalfundur Tónskáldafé- hrin.g og auka starfsgleði ogj lags Islands 1957 telur mnið- manngildi uppvaxandi l:yn— synlegt, að músik sé felld inn slóðar.“ í skólakerfi landsins á svipað- Tillögunni fylgdi svofelld an hátt og með öðrum menn- greinargerð: ingarþjóðum. Nú má heita, að Grundvöllur að músíkmenn. þessi menntagrem se her mjog ingu fu]5orðinna er lagður g afrælit, til stortjons fynr ton- æsku; hann ræður þvi úrslit. menntalíf framtiðar.nnar. Um varðandi músíkþroska Músík þarf að vera lifandi þjóðarinnar um framtíð alla. í meðvitund þjóðarinnar. Og Hámenning þjóðanna hefuP skólinn hlýtur að kveikja það , hverjum tíma ætíð alið me5 líf einna fyrst, sé rétt á lialdið. ^ auðugt músíklífi ant frá. Bregðist hann, falla mður o- vöggulagi móðurinnar, vinnu- bætanlegir þróunarmöguleibar. ]agi alþýðunnar upp til ein- Fundurinn varar við því á- tónlröfunda og vís- standi, sem nú ríkir i skolum indamanna landsins í músíkuppelcli, og lit- Skólinn er sú nútímastofn~ ur svo á, að gagngerar uinbæt- gem nær ffl allra jafnt. Og ur á því sviði seu ein örugg- asta leiðin, til þess að skapa Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.