Þjóðviljinn - 05.10.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 05.10.1957, Side 10
% 'Maurakóngurinn eftir HALVOR FLODEN Steinn hafði staðið grafkyrr og ráðalaus og borft á Ágúst. Nú hljóp hann til hans og ætlaði að hjálpa honum. „Nei, nei, nei. F.arðu. Ég vil ekki sjá maura- kónginn". „Ég ætlaði að hjálpa þér að tína af þér maur- ana“, sagði Steinn. „Nei, nei, ég trúi þér ekki. Ég trúi þér aldrei. t>ú svíkur mig bara. í>ú kastar .yfir mig maurum aftur". Hann spratt á fætur og fleygði síðusu görm- unum utan af sér, henti sér niður aftur og velti gér allsnakinn í mold- inni og barði sig utan með hríslu. Smám saman varð hann rólegri. Maurarnir voru víst flúnir. Hann lá lengi kyrr á grúfu og gfét — og grét. Steinn stóð skammt frá, og það var ekki fjarri þvi að hann gréti líka. Hann læddist nær, kraup niður hjá Ágústi og rak burt flugumar, sem settust á bakið á honum. Svona sat hann lengi og horfði á bakið á drengnum, sem skalf og hristist iaf gráti. Alli í einu tók Steinn eftir því, að bakjð á hon- am var eitthv.að svo magurt, ekkert nema skinnið og beinin. Og kroppurinn, sem lá þama, var lítill og rýr, svo að það var hryggi- legt að sjá. Hann var líka ,allur rifinn til blóðs og moldugur. Þama blæddi talsvert mikið úr fætinum. Ágúst hafði auðvitað rifið sig á hríslu, þegar hann var iað hlaupa um holtið. Og hvað fótleggirnir voru mjóir! Aumingja dnengurinn, hugsaði Steinn, og hélt áfram að reka flugum- ar burt. Nú mundi hann það líka, að Ágúst átti ekki gott. Hann var fá- tækur og áttj enga mömmu. Enginn hugs- aði um fötin hans. Það var ekki furða, þó «að þau væru ræflaleg. Og líklega fékk hann ekki mikið að borða. Þess vegna var hann auðvit- að svona lítill og hor- aður. „Ágúst! Ágúst! Nú tínum við beljunum‘‘, sagði Steinn og reyndi að vera glaðlegur. En það sat eitthvað í háls- inum á honum. Ágúst lá kyrr og svarað ekki. Þá laut Steinn niður að honum og hvíslaði: „Ég er með ost og smjör í pokanum mínum“. Ágúst leit upp en grúfði svo höfuðið nið- ur aftur. Steinn sótti malpokann sinn og tók upp matinn. „Svona, drengur. Ætl- arðu ekki að borða?“ Ágúst reis upp og þurrkaði sér um augun. Hann brosti ofurlítið og fór að borða. „Færðu aldrei ost í nesti, Ágúst?“ „Nei. Þú gétur líklega ímyndað þér það“/ „En hvernig hefurðu þá orðið svona sterkur og seigur eins og maur?“ Ágúst hrökk við, þegar hann heyrði nefndan maur. En nú var Steinn að gera að gamni sínu, svo að hann tók því vel. „Og þú ert sterkur eins og — maurakóngur, Er það ,af því að þú hef- ur fengið svona mikið að éta?“ Þeir töluðu um alla heima og geima, en mest um það, hvað biði þeirra mikið verkefni uppi í holtunum. Það var mik- ið verk að i* *eisa aftur allt, sem óvildn hafði eyðilagt. ENDIR. SKRÍTLA Drengur einn var á- valt ávítaður af kennara sínum fyrir það, að hann talaði of mikið í skólan- um. Um vorið sendi skólastjóri föður hans umkvörtun út af þessu. Hann fékk svohljóðandi svar: — Þér ættuð að heyra til hennar móður hans. i, LÁGFÓTA f tölublaði nr. 33 birt- um við mynd af þessari skepnu, sem þið öll kannizt við, en þið átt- uð að rifja upp öll nöfn- in, sem þessari skepnu hafa verið gefin. Og þau eru ekki svo fá. Sagt er um köttinn, að hann hafi níu líf, en við fundum níu nöfn á tófunni. Kannski eru þau fleiri, munið þið nokkur? Hér eru nöfnin: Lágfóta, grá- fóta, tæfa, tófa, refur, rebbi, skolli, melrakki dýr. Ekki fer hjá því að um dýr, sem á svona mörg nöfn eru til marg- ar sögur. Þið hljótið að kunna einhverja til að senda blaðinu ykkai*. Til að byrja með fáið þið smá kafla úr dýrafræði, sem hætt er að nota í skólanum, þótt skaði sé að, því bókin er mjög skemmtileg. Hún er sam- in af Jónasi JónssynL „í flestum löndum þar sem refir eiga iheima, grafa þeir sér djúp fylgsni í jörðina. Þau eru nefnd greni. Fjöi- margir gangar liggja í allar áttir út frá bælinu. Gerir skolli það tii að geta sloppið út um ein- hverjar dymar eða inn í grenið, þótt hætta sé við suma gangana. Hér á landi llfa refirnir mest í óbyggðum og afréttum. GRÁFÓTA Drepa þeir allmargt sauðfé á sumrin. Stund- um sleppa kindurnar þó úr klóm þeirra dýrbitnar þ.e. með ör eftir bjt mel- rakkanna. Um vetur er oft þröngt í búi hjá lág- fótu. Kemur hún þá stundum nær byggðum og leggst á sauðfé á beit í heimahögunum. Mikil stund er lögð á að fækka og helzt útrýma refnum hér á landi. Ein grimmdarleg aðferð er að eitra egg eða kjöt- bita og láta það liggja á hæð, þar sem refirnjr verða ætisins varir, er þeir flakka hungraðir um frosnar óbyggðimar. Stundum eru þeir veidd- ir í dýraboga. Þriðja aðferðin er að „liggja á grenjum" á vorin. Yrð- lingamir eru í greninu, meðan þeir eru að stálp- ast. Foreldrarnir fara báðir út í einu eða til skiptis til að draga björg í búið. Skotmaðurinn fel- ur sig á greninu eða í nánd við það og reynir að skjóta skolla, þegar hann nálgast grenið. Stundum héfur veiði- maðurinn með sér yrð- linga úr öðru greni, læt- ur þá ýlfra hjá sér og lokkar refina, sem heima eiga í greninu í skotmál. Fá þeir ekki staðizt, er þeir halda sig heyra vein barna sinna. Fjórða að- ferðin er að svæla mel- rakkana inni. Er þá kveiktur eldur við ein- hvern grenismunnann og stillt svo til, að nokkuð af reyknum leggi inn. Fyllir reykurjnn þá gren- ið og kemur út um alla útgangana. eru þeir þá byrgðir hver iaf öðrum, en refirnir sem inni eru drepast í svælunni“. Þetta var um veslings lágfótu - gráfótu, sem hvergi á sér griðland. Nú vonumst við eft'ir sögu frá ykkur um hana. I verðlaun veitum við umslag með tveim frí- merkjum stimpl. á út- gáfudegi. Þetta eru frí- merki landgræðslusjóðs útgefin 4. september í haust. Þau munu seinna verða í háu verði. 3.0) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 5. október 1957 37 árum síðar Framhald af 7. síðu. frá Svartahafi. Þeir höfðu verið þar með þrem Islend- ingum, Guðmundum tveim og einum Jónasi. Fadín spurði okkur hvort við hefðum mat- azt og játtum við því. Þá kom framreiðslumaðurinn, sem fyrr getur. Hann tók Fadín tali og skýrði honum frá þvl, að við hefðum eiginlega ekki bragð- að matarbita. Hann var ekki ánægður með okkur ennþá. Fadín hafði engin orð, heldur rétti okkur matseðilinn. Ekki var það eiginlega seðill, held- ur stcr bók. Við neituðum, en Fadín var ekki alveg á því, að við gætum látið okkur , nægja svona fuglamat, við yrðum að neyta mannamatar. ! Ég vissi af fyrri reynslu min’ii, innan Ráðstjórnarríkj- anna og utan, að Rússar eru allra þjóða gestrisnastir, að , minnsta kosti þeirra, sem ég hefi kynnzt. Á þessu sumri átti ég eftir að kynnast þeirri gestrisni, sem minnisstæð mun ; mér til æviloka. Að baki henn- ; ar var félagshyggð sósíalism- í ans,, sterkasti þáttur verka- j: lýr hreyfingarinnar. — Eklci stökk Fadín bros fyrr en við S vorum sezt að kjötréttum. f Þegar ég var strákpatti að | alast upp í Reykjavík skömmu i eftir aldamót, var tvennt sem j ég vissi um Moskvu. Annað ( var, að þar bjó Rússakeisari I stundum. Hann var vondur ( tnaður, sem gerði sér það að leik, að drepa fólk. Rétt eins og við strákarnir sálguðum smáufsum á Geirsbryggju. Nú þurftu menn ekki endilega að vera vondir menn þó að þeir dræpu fólk sér til gaman. Það var til dæmis hann Elías spá- maður, sem lét slátra öllum prestum guðsins Baal. Það var alveg ágætt verk, enda launaði guð honum það með því að senda eldvagn eftir honum þegar hann var orðinn saddur lífdaga. Svo var það líka sjálfur guð almáttugur, Hann lét sig ekki muna um að drekkja Faraó og öllum hermönnum hans á einum degi. Það var ekki alltaf ljótt að drepa menn, en Rússakeis- ari var samt vondur maður. Þetta var manni kennt og^. fólk sagði, að maður ætti aldrei að hafna því, sem manni væri kennt, að minnsta kosti ekki því, sem stæði í þeirri heil 'gu bók. Hitt var mér torskildara sem mér var sagt þá, að Moskva væri stærsta þorp í heimi. Ég var orðinn það menntaður, að ég vissi vel', að til voru stærri borgir en Reykjavík, sem þá var um 10.000 manna borg, en þorp, sem var stærra en Reykjavík, var mínum skiln- ingi ofvaxið. Seinna fór ég að læra landafræði og mann- kynssögu. Þá fékk ég dálítið hugboð um það, sem fólkið átti við, er það kallaði Moskvu stærsta þorp í heimi. Innan Bæjarpósiur Framhald af 4. síðu. illa farið ef þeir færu nú að kássast hver upp á annan per- sónulega. Vildi ég vara þá við því feni. Það hendir stund- um góða drengi þegar hitnar í þeim, en ætti aldrei að gera það“. — ★ Bæjarpósturinn er bréfritar- anum sammála um það að ritdeilur, sem háðar eru á málefnagrundvelli geti látið gott af sér leiða. Hins vegar vilja slíkar deilur oft lenda út í persónulegum skætingi og er þá verr af stað farið en heima setið. Verður Pósturinn að viðurkenna, að honum þótti gæta fullmikið persónulegrar ádeilu á Jónas í svargrein Jó- hannesar Helga. Það eru engin rök að svívirða náung- ann, en liins vegar oft léttara að beita þeim vopnum en rök- um glæsilegar hallir aðalsins og þær, sem tileinkaðar voru Jesúsi frá Nazaret*) úði og grúði af tvílyftum timburhús- um. Að húsabaki voru breið svæði, eða húsagarðar. Þar voru athafnasvæði borgar- anna. *) Fornleifafræðingum hef- ur aldrei tekizt að finna neina borg með þessu nafni í Land- inu helga, né heldur er hennar getið i Gamla Testamentinu eða ritum Josefusar sagnritara Lærðum leikmönnum og hin- um vitrari klerkum þykir mörgum sennilegt, að málum sé blandað, er þetta viður- nefni er talið vera dregið af borg í Galileu. sgmdum. Að svo mæltu lætur Pósturinn útrætt um þetta mál að sinni. * BÆJARPÓSTINUM hefur bor- izt bréf þar sem kvartað er yfir þvi. að bæjaryfirvöldin í Reykjavík geri ekkert að þvi að útvega sjúklingum sem takmarkaða . vinnugetu hafa störf við þeirra hæfi. Um leið og Pósturinn kemur þessari umkvörtun á framfæri vill liann taka undir það, að opin- berir aðilar, ríkið og sveitar- félög, hafa gert of lítið að því að „styðja sjúka til sjálfs- bjargar“. Bæði er það mann- úðarmál og þó engu síður, frá sjónarmiði þessara aðila, hagsmunamál. Því fyrr sem hinir sjúku fá störf við sitt hæfi og tækifæri tii þess að sjá sér og sínum farborða af eigin rammleik þeim mun betra fyrir þjóðfélagið. Það sem áunnizt hefur í málum berklaveikisjúklinga ætti að færa hlutaðeigandi aðilum heim sanninn um þetta, en þar eru það samtök sjúkling- anna sjálfra, sem grettistak- inu hafa lyft, ekki ríkið eða sveitarfélögin, þótt undarlegt megi virðast. ★ SVO ER hér bréf um óperuna Tosca og flutning hennar: — „Ég heyrði í útvarpinu í gær. að síðasta sýning á óperunni Tosca sé á sunnudagskvöldið, og að Stefán sé að fara til Hafnar. Ég er ein af þeim mörgu sem ekki hef komizt til að sjá óperuna, og því langar mig til að beina þeirri fyrirspurn til útvarpsins, hvort það geti ekki útvarpað frá sýningunni á sunnudags- kvöldið. Ég hygg, að margir muni vilja heyra þessa óperu flutta af okkar beztu söngv- urum og ekki hvað sízt af því Stefán syngur eitt aðal- hliitverkið, en hann mun vera okkar vinsælasti eöngvari að öðrum ólöstuðum. Sýningar Þjóðleikhússins byrja að vísu kl. 20.00. Það yrði því að flýta fréttalestrinum talsvert, en slíkt er vel hægt og er gert t. d. við stjórnmálaumræður. — Með þökk fyrir birtinguna Skagfirðingur“. ÚRVAL AF PlPUM Verð frá kr. 21.00 til kr. 75.00 SENDUM 1 PÓSTKRÖFU SÖLUTNRBINN viS Amarhól

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.