Þjóðviljinn - 06.10.1957, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1957, Síða 3
Viðskiptasammngur við Tékka framlengdur fil þriggja óra Hinn 1. október var undirritaður í Prag nýr viðskipta- samningnr milli íslands og Tékkóslóvakíu. Sarrminginn undirrituðu for- menn íslenzku og tékknesku samning-anefndanna þeir Þór- hallur Ásgeirsson og Frantisek Schlegl. Gildir samningurinn í þrjú ár, til 31. ágúst 1960, en vörulistar, sem jafnframt er samið um, giidir í ejtt ár frá 1. september 1957 til 31. ágúst 1958. Samningurinn er svo til sam- hljóða viðskiptasamningi þejm, sem gerður v.ar árið 1954 til þriggja ára og rann út 31. ágúst Hæstu viimingar til Kópaskers og ! Sigluf jarðar í gær var dregið í 10. l'tokki Viiruliappclrættis SÍBS. Dregið var itm 500 vinninga að fjár- hæð alls 570.000 kr. Hæstu vinningarnir komu á eftirtalin númer: 100.000 kr. vinningur féll á miða nr. 2172, sem seldur var á Kópaskeri. 50.000 kr. kom á miða nr. 28031, sem seldur var á Siglu- firði. 10.000 kr: 5393, 11039, 16086, 20978, 21398, 32283, 38131, 42126, 48133, 48982. 5000 kr: 7442, 12159, 21603, 23854, 25524, 37664, 44455, 48769, 50528, 52008, 53192, 55332, 61086. (Birt án ábyrgðar) 1957. Vorulistamir eru einnig lítjð breyttir frá bví sem áður var, og er gert ráð fyrir því, að andvirði viðskiptanna verði svipað þvi, sem verið hefur á síðasta ári. í samningnum er gert ráð fyr- jr sölu til Tékkóslóvakiu á fryst- um fiskflökum, frystri og salt- aðri síld, fiskimjöli, lýsi og ýmsum öðrum afurðum svo sem húðum, görnum, osti, kjöti, uil og niðursoðnum fiskafurðum. Á mótj þessu er gert ráð fyrir að íslendingar kaupi frá Tékkó- slóvakíu ýmsar vörutegundir svo sem vefnaðarvörur, skófatn- að, pappirsvörur, gler og gler- vörur, asbesfvörur, búsáhöld, vélar og tæki, miðstöðvarofna, bífreiðar, hjólbarða. járn og stál, rafmagnsvöri-.r o.fl. ÚtbreiSiS ÞjóbvHiann TiJdrög árekstursins voru að Norskunámskeið fyrir almenning Við Háskóla Islands verða eins og í fyrra vetur tvö nám- skeið í norsku fyrir almenning. Námskeið fyrir óæfða (byrj- endaflokkur) hefst næstk. þriðjudagskvöld 8. okt. kl. 20.15 í VI. kennslustofu Há- skólans, og eru nemendur beðn- ir um að hafa með sér Lingu- aphone-bók i norsku, sem fæst í Hljóðfærahúsinu við Banka- stræti, þar að auki stílabók. Námskeið íyrir æfða (fram- haldsflokkur), þar sem aðal- áherzlan verður lögð á lestur norskra bókmennta (leikrit eftir Ibsen og Björnson, smá- sögur og Ijóð eftir Vesaas og Garborg) hefst næstk. fimmtu- dagskvöld 10. okt. kl. 20.15 á sama stað. (Nemendur, sem áður hafa lesið eitthvert ann- að Norðurlandamála, mega líka taka þátt í þessum flokki). Allar bækur að undanteknum Linguaphone-bók og stílabók eru keyptar hjá kennara. Kennslan er ókeypis, en hún verður vikulega á ofannefnd- uin dögum kl. 20.15 til 21.45. Öllum er heimill aðgangur. — Kennari verður Ivar Orgland, sendikennari. (Sími hans er 15823). leigubifreið ók suður Njarðar- götu á ca. 40 km liraða, og er hún fór framhjá bílastæði aust- an við götuna kom önnur bif- reið út á götuna af bílastæð- inu. Hvorugur bifreiðarstjórinn sá til hins, þar eð vörubjfreið hafði verið lagt svo á bíla- stæðið að afturendi hennar skag- aði út í götuna og byrgði út- sýni milli áðumefndra bif- reiða. Báðar bifreiðimar skemmdust töluvert. Aðalorsök árekstursjns er auð- sjáanlega sú bvernig vörubif- reiðinni hafði verið lagt út á göíuna, en einnig mætti benda á, að báð'r bifreiðastjórarnir sem í árekstrinum Íentu, hefðu átt að sýna meiri aðgæzlu og varúð undir þessum kringum- stæðum. Ökuimonn; aklð jafna.n eins og þér viljið að aðrir aki. Laugavegur — SnorrabrauU 13 árekstrar Skýrslur lögreglunnar í Reykjavík um árekstra 1956 bena með sér eftirfarandi: Gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar—13 árekstrar. Langsamlega. algengustu árekstrar við þcssi gatnamót eni aftanáárekstrar. Tíðust éru þau á Laugaveginum enda umferð mest á gatnamótin vestur þá götu. Á Laugavegi milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs urðu auk þess 11 árekstrar vegna stöðvunar við gatnamót Snorrabrautar. Stöövun við þessi gatnamót veldur þvi umferðai'- hættu allt austurundir Rauðarárstig. ökumenn! Hafið þetta hugfast er þér akið á þessiun sióðiun. ..... Eins og þér viljið að aðrir menn aki...” 22. september varð árekstur á Njaröargötunm, á inóts við Vetrargarðinn, milli tveggja bifreiða. .. .¥► ---- Sunnudagur 6. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Mjólkurbú Framhald af 1. síðu. vélum af nýjustu og fullkomn- ustu gerð, enda hafa sérfræð- ingar búsins verið sendir í öll nálæg lönd til að kynna sér síðustu nýjungar í starfsgrein sinni. Smjörstrokkur búsins nú tekur 3600 lítra af rjóma, en sá sem koma á tekur 10 þús. 1., og frá honum verður smjör- inu þrýst í pípum I pökkunar- vélina, svo mannshöndin þarf aldrei að snerta á smjörinu fyrr en það kemur fullpakkað úr vélinni. Þá hafa verið fengnar nýj- ar, þýzkar ostavélar, frá- brugðnar hinum eldri að allri gerð og tekur nú 5—8 mín. í stað 20 mín. áður að taka sama magn af osti úr kör- unum eftir að hann hefur ver- ið pressaður. Þá eru komnar í notkun vél- ar til mjólkurduftgerðar' úr undanrennu og mysu. Geta þær unnið úr 30 þús. lítrum á dag og fást úr því magni um 3 lestir af mjólkurdufti. — Framleiðsluaðferðin er önn- ur en notuð hefur verið á Sauðárkróki. 110 Iestir — 1200 ineim Blaðamönnum var í fyrra- dag boðið að skoða hinar nýju byggingar Mjólkurbús Flóamanna, bæði þær sem eru í byggingu og þær sem teknar eru í notkun. M.a. þrömmuðu þeir gegnum ostageymslurnar til að kynnast hinum ýmsu gerjunarstigum, en þar eru ostarnir geymdir og látnir gerjast í 6 vikur — það verður að snúa þeim annanhvorn dag! þar til þeir eru þvegnir og pakkað inn. Nýja ostageymsluhúsið verð- ur á þrem hæðum og á að rúma 110 lestir af osti. — Á efstu hæð þess húss verður í framtíðinni gerður samkomu- salur er taka mun 1200 manns, og mun Árnesinga þá ekki i bili skorta liús til mannfagnaðar, — en íbúar höfuðborgarinnar máski renna öfundaraugum austur fyrir fjall! Bjartsýnn um framtíð landbúnaðarins í ræðu sem Egill Thorar- ensen formaður mjólkurbús- stjórnarimiar flutti við þetta tækifæri kvaðst hann bjart- sýnn á framtíð landbúnaðar- ins. Framieiðsla nýju ostanna væri einn áfangi á langri leið. Sala á þeim hefði orðið miklu meiri en búizt hafi verið við, þessa fáu daga sem þeir hafa Halidór Kilgan Framhald af 12. síðu. þar, þó hann hafi sjálfur látið lítið uppi um það. Hann mun ,fara vestur til Kaliforníu þar sem hann dvald- ist lengstum í fyrri Banda- ríkjadvöl sinni, en þaðan mun hann halda enn vestur á bóg- inn, til Indlands, en liann á heimboð inni hjá indversku stjórnimii. Frá Indlandi mun leið hans liggja til Kína, en þar á hann einnig heimboð. Þjóðviljanum er ekki kunnugt um hvenær Halldór er væntanlegur heim aftur. Flóamanna verið til sölu. Ennfremur væri ákveðið að flytja þá út til Hamborgar, Bandaríkjanna og Englands (og í hinum ný- gerða verzlunarsamningi við Tékka er gert ráð fyrir út- flutningi á ostum þangað). Er- lendis hefði neyzla bræðslu- osta vaxið mikið, væri t.d. orð- in 60% af ostneyzlu Banda- ríkjamanna og 30—35% í Vest- ur-Þýzkalandi og Englandi. Ár- ið 1947 hefðu Danir flutt út 437 lestir af bræðsluosti, en 5 árum síðar 6 þús. lestir, væru vonir um markað erlendis því sæmilegar. 6 nýjar tegundir auk 7 eldri Grétar Símonarson mjólkur- bússtjóri flutti ræðu þar sem liann lýsti hinni nýju fram- leiðslu. Mjólkurbúið framleiddi áður 7 tegundir af osti (hlauposti) og eru hinar nýju tegundir búnar þannig til að ostar af eldri gerðinni eru bræddir og hinar nýju gerðir því áfram- haldandi vinnslustig. Tegundirnar eru 6, tvær a,f smurosti, hangikjötsostur, rækjuostur, tómatostur, kúm- enostur og grænn alpaostur. Hinn síðastnefndi er grænn á lit af þeim sökum að í hann er blandað steinsmára, sem fenginn er suður í Alpafjöllum — var nýkomin sending af smára flugleiðis sunnan úr Ölpum. Kostir hinna nýju osta eru m.a. þeir að hægt er að pakka þeim í litla eða stóra skammta eftir vild. Þeir eru í loftþétt- um aluminíum umbúðum og hægt að geyma þá óskemmda í 6 mánuði. Þeir nýtast betur en eldri gerðir þar sem á þeim er engin skorpa, og vegna geymsluþolsins eiga þeir að geta haldizt á sama gæða- stigi. Það var danskur ostafram- leiðslustjóri sem kenndi þeim listina á Selfossi, og er rétt að geta þess að áður en hann fór sagði hann að betri osta gætu þeir ekki framleitt í Dan- mörku. — Að lokum skal svo bændum eystra óskað til ham- ingju með nýja búið. Stáhlberg fór héðan í gær f fyrrakvöld tefldi sænski stór- meistarinn Stáhlberg klukkv,- fjöltefli við 10 skákmenn í Þórskaffi. Voru það 8 meistara- flokksmenn og tveir fyrstafl. menn. Leikar fóru svo, að hann vann 7 skákir, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Þeir sem unnu voru Reimar Sigurðsson. og Pétur Eiríksson, en jafntefli gerði Ásgeir Þ. Ásgeirsson. Stáhlberg fór héðan til Svi- þjóðar á hádegi í gær. Lét hann vel af dvöl sinni hér á landj og kv-aðst fús til þess að koma hingað aftur til keppni. Næsta skákmót sem hann tekur þátt í er svæðakeppnin í Hollandi, er hefst 26. þ.m., en þar munu keppa meðal annarra þeir Fríð- rik Ólafsson og Bent Larsen. Meðan Stáhlberg dvaldist hér tefldi hann alls 42 skákir, vann 31, gerði 9 jafntefli og tapaði 2 og hlaut þvi 84,5 c/c vinninga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.