Þjóðviljinn - 06.10.1957, Page 10

Þjóðviljinn - 06.10.1957, Page 10
34)) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. október 1957 sigur íslendings Framhald af 6. síðu. meira upp úr því að tapa engri skák en að berjast harkalega um efsta sætið. Hann er nú tekinn að reskj- •ast og kominn af bezta skák- aldrinum, enda virtist hann taka því með karlmannlegri ró, að hinir yngri berserkir skriðu fram úr honum. Ein- stakar skákir tefldi Stáhlberg þó af mikilli hörku og vann suraar snoturlega svo sem Gunnar Gunnarsson í síðustu uraferð. — Þátturinn vill óska hinum sænska snillingi góðrar heimferðar og óskar honum góðs gengis á komandi skák- mótum. Pilnik tefldi misjafnara en Stáhlberg, vann tapstöðu gegn Guðmundi Ágústssyni og stóð höllum fæti gegn Guðmundi S. Guðmundssyni, en bjargað- ist í jafntefli. Á móti Benkö var hann hinsvegar svolítið „óheppinn“ ef hægt er að nota slíkt orð um skák. Aðr- ar skákir vann Pilnik allvel evo sem Gunnar Gunnarsson -og Ingvar Ásmundsson. Af f jórum efstu mönnunum sýndi þó Pilnik minnst öryggi og misjafnasta taflmennsku. Guðmundur Pálmason, sem varð fimmti með 6x/2 vinning, styrkti enn það álit margra, að hann sé annar bezti skák- maður okkar. Hann tapaði að- ( eins fyrir þeim Friðriki og Inga, en gerði jafntefli við alla útlendingana. Ég held, að með dálítið meiri harðneskju hefði Guðmundur getað náð enn betri útkomu, því oft féil hann í þá freistni að semja jafntefli þegar slíkt virtist ekki tímabært og hann hafði engu síðri stöðu. Virtist hann þannig stundum skorta meir keppnisskap en keppnishæfni. Ingi E. Jóhannsson, sem ■varð sjötti með 6 vinninga tfiýndi á köflum trausta tafl- mennsku og tefldi nú jafn- fcetur en á skákmótinu í Hafn- arfirði. Hann tapaði fyrir iStáhlberg, féll á tíma í erf- iðri stöðu, og auk þess tapaði hann fyrir Guðmundi Ágústs- eyni, og mun nýungagirni í byrjunum hafa orðið honum þar að falli. En það er ungra manna, að kanna nýjar leið- ir, og Ingi var yngsti þátt- takandi mótsins. I 7.-8. sæti komu þeir Ing- var Ásmundsson og Guðmund- ur S. Guðmundsson með fimm vinninga hvor. Ingvar sýndi nú í fyrsta sinn á innlendu ekákmóti, (Stúdentamótið undanskilið) að hann er orð- inn ,,toppmaður“ í skákíþrótt- inni hérlendis. Hann tefldi að vísu nokkuð misjafnt. en átti margar góðar skákir, svo sem vinningsskák gegn Gunnari Gunnarssyni og jafnteflisskák gegn Stáhlberg. I síðustu um- í'erð mótsins sýndi Ingvar ó- venjulitla keppnish "rku, er hann þvingaði fram jafntefli gegn Inga R. Jóhannssyni með því að þráleika rétt er skák- in var nýbyrjuð. Ég, hafði vænzt nokkru betri útkomu hjá Guðmundi S. Guðmundssyni, en það ber þó að athuga, að hann hefur ekki teflt á skákmóti um 3ja ára skeið. Þess sáust líka glögg merki, að öryggiskennd hans hafði beðið hnekki, sem kom meðal annars fram í ó- venjuríkri jafnteflishneigð. — Var Guðmundur þó sannar- lega ekki ginnkeyptur fyrir jafnteflistilboðum um það leyti sem hann stóð sem hæst í skákinni. En ekki getur maður samt láð honum þótt hann teldi sig fullsæmdan af jafntefli gegn t.d. Friðriki og Pilnik, en hann gerði jafn- tefli við báða. Og í mörgum skákum sýndi þessi gamal- reyndi bardagamaður enn sína þekktu keppnishörku. Arinbjöm Guðmundsson varð níundi með 3 V2 vinning. Munu ýmsir hafa vænzt betri frammistöðu hjá honum, því hann á allstóran aðdáendahóp. Sennilega hefur hann ekki þjálfað sig sem skyldi fyrir keppnina, því honum hætti til að leika áberandi afleiki. í síðustu umferð komst nafn Arinbjarnar á allra varir, er hann með þrautseigju sinni færði Friðriki efsta sætið með jafnteflinu við Benkö. Guðmundur Ágústsson og Björn Jóhannesson lentu í 10.- 11. sæti með þrjá vinninga hvor. Guðmundur, sem er gamalrejradur skákmaður og oft harður í horn að taka olli nú mörgum vonbrigðum, enda lék hann marga leiki, sem hægt var að kalla beina fing- urbrjóta. Frægastur þeirra var afleikur hans á móti Piln- ik, þar sem hann lék drottn- ingu sinni í dauðann í tiltölu- lega léttunnu tafli. Mátti kalla þann leik slysalegasta leik mótsins. Guðmundur vann aðeins Inga R. Jóhannsson, en þá skák tefldi hann af sinni gamalkunnu hörku. Björn Jóhannesson fór illa af stað, tapaði fjórurn fyrstu skákunum, en eftir þá byrjun náði hann sér furðu vel upp. Virtist Björn vera í framför allt mótið á enda, og í síðustu umferðunum sýndi hann mikla hörku. Eru þar minnstæðast- ar skákir hans við Stáhlberg og Friðrik, en hann gerði jafntefli við þann fyrrnefnda og átti rakta jafnteflisleið seint í tafli á móti Friðrik. I síðustu umferð vann hann svo Guðmund Ágústsson. Ef tefld hefði verið tvöföld um- ferð á mótinu, er ég sann- færður um, að Bjöm hefði orðið mun skeinuhættari í þeirri síðari. Gunnar Gunnarsson, sem varð neðstur með 2% vinning, olli þeim sem þetta ritar mestum vonbrigðum, enda tefldi hann langt.undir styrk- leika og var greinilega ekki í keppnisþjálfun. Sú hug- myndaauðgi og þau tilþrif, sem hann sýndi þó svo greini- lega t.d. í minningarmóti Guðjóns M. Sigurðssonar, fyr- irfannst nú varla, og virt- ist hann eiga erfitt með að ná tökum á markvísum áætlun- um í skákum sínum, og er þá auðvitað ekki að sökum að spyrja. Gunnari ber að undir- búa sig betur undir næstu keppni; hann hefur hæfileika til að tefla skák, og er á- stæðulaust fyrir hann að spilla sínum góða orðstír með því að tefla þjálfunarlaus á svona sterkum mótum. Hér kemur svo að lokum stutt vinningsskák eftir sig- urvegara mótsins: Hvítt: Svart: Friðrik Guðm. P. Niemzo-indversk vörn. 1. d4 2. c4 3. Rc3 4. e3 5. Re2 6. a3 7. Rxc3 8. Be2 Rf6 e6 Bb4 0—0 d5 Bxc3t b6 Ba6 (Samanber 15. einvígisskák þeirra Botvinniks og Smys- loffs, er birtist hér í þættin- um í sumar, en byrjun henn- ar tefldist mjög svipað). 9. b3 Rc6 10. a4 Hc8 11. o—o Ra5 (Smysloff lék fyrst dxc4 og síðan Ra5, og er það betra framliald eins og brátt kem- ur í ljós). 12. Bb2! (Guðmundi hefur sézt yfir þiennan taktíska möguleika. Ef nú 12 — dxc4 kæmi 13. b4, Rb3 14. Ha3, hótandi b5 og síðan Bxe4 með betra tafli á hvítt). 12. ---- e6 13. Dc2 (Enn er peðið á c4 óbeint valdað eins og framhaldið sýnir). 13. -------------- dxc4 lóhann Briem Málverkasýning í Þjóðminjasafninu (bogasalnum). Opin daglega kl. 13 til 22. 14. b4 Kb3 15. Ha3 Dc8 (Eftir 15. — b5 16. axb5, Bxb5 17. Rbl væri peðið á c4 dauðadæmt og riddarinn á b3 í heljargreipum). 16. b5 Bb7 (Þar með hefur biskupsleikur- 26. Hdl Kc5 27. Bc4 (Guðmundnr hafði nú hugs- að sér að leika 27. — De7 til þess að koma drottningar- hróknum til f8, en sá á síð- ustu stundu að De7 strandar á 28. Bxc4f!). inn til a6 misst allan tilgang). 27. HcS 17. Bxc4 Ra5 28. Hf4 He7 18. Bd3 cxb5 29. h4 h5? 19. axb5 Rc4 (Þessi síðari veiking' hefur 20. Ha4 Kxb2 banvænar afleiðingar. Guð- 21. Dxb2 e5 mundur átti að gera úrslita- 22. dxe5 ííxe5 tilraun til að einfalda stöðuna 23. Re2 með 29. — Re4). (Flytur riddarann yfir á 30. Hd6! kóngsvæng, þar sem hann er sterkur til varnar sem sókn- ar). 23. ---- Be8 24. Rg3 Rd7 (Nú átti Guðmundur að leit- ast við að létta á stöðunni með uppskiptum og leika í því skyni Re4. Hins vegar þolir hann ekki að flytja riddarann úr vörninni kóngsmegin eins og hann gerir. Báðir keppend- ur, en þó einkum Guðmund- ur Ientu nú brátt í miklu tímahraki). 25. Hh4 g6 (Hættuleg veiking á kóngs- stöðumii. Rf6 eða Rf8 hefði veitt betri vörn). (Nú verður engum vörnum við komið lengur. í tímahrak- inu reynir Guðmimdur að gera beinustu hótunimii: -— Hxg6f, en við það opnast Friðriki nýjar vinningsleiðir:) 30. —— Kh7 31. Bxf7 Hxf7 32. Hxf7f Dxf7 33. Dxe5 (Skiptamunur er unninn og tímahrakið í algleymingi. Guðmundur leikur nú af sér manni til viðbótar, en það hef- ur ekki úrslitaþýðingu. Taflið er þegar gjörtapað). 33. ------------- Bc8 34. Hd8 og Guðmundur gafst upp. NÝ BÓK Skottö í heimavist efíir Lisheth Verner IJm litlu telpuna „Skottu“ eru komnar út margai’ bækur á Noröurlöndum, og hafa fáar unglinga- bækur orðið vinsælli. Höfundur er skáldkorian. Lisbeth Verner. Fyrsta bindiö er nú komiö í bókaverzlanír, og segir af „Skottu“, réttu nafni Benta Winter, þegar hún var send í heimavistarskóla út á Sjáland, meðan faðir hennar sigldi til útlanda, en hún þafði áöur misst móður sína. „Skotta“ er hugrökk stúlka, kát og djörf, og lend- ir fljótt 1 mörgum spennandi ævintýrum, eignast góöar vinstúlkur en líka óvini. Hún verður fyrir tortryggni og margt stríðir á hana, en rætist aö lokum vel úr öllu, vegna þess hve Skotta er rétt- lát og hreinskilin. Hún hefur oröiö vinur allra, sem lesiö hafa sögu hennar, og svo mun einnig veröa á íslandi aö allaV stúlkur veröa hrifnar af Skottu. „Skotta i heimavist“ er komin í allar bóka- verzlanir. HEIMSKRINGLA Glæsilegt úrval af karlmannaskóm meo ieður og svampsólum Sendum gegn póstkröfu 1 mk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.