Þjóðviljinn - 11.10.1957, Qupperneq 6
6) — ÞJÖÐVTLJINN — Föstudagur 11. október 1957
mÓÐVIUINN
Ötseíandl: Samelnlngarflokkur alÞýBu — SósiallHtaflokkurlnn. — Ritetjórar:
AÆagnús KJartansson (áb), Slgurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón
BJamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgíússon,
Ivar H. Jónsson, Magnúa Torfl ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs-
ingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent-
‘ tmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 17-500 (5 linur). — Askriitarverð kr. 25 á
nán. 1 Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasðluverð kr. 1.50.
Prentsmiðja ÞjóðvllJans.
Verkin tala
[orgunblaðið heldur enn á-
fram að heimta hreinar
línur í hemámsmálum, og er
sjálfsagt að taka undir þá
kröfu. Blaðið segir í gær í
forustugrein: „Aðaltalsmaður
Atlanzhafsbandalagsins hefur
nýlega sagt, að hann héldi að
þriðja heimsstyrjöldin myndi
aldrei ské’la á . . . Það er því
alger blekking við þjóð'na, ef
henni er sagt, að erlent vam-
arlið þurfi aðeins hér í bili,
vegna hættulegs heimsástands.
Annaðhvort er tímabært að
víkja varnarliðinu nú þegar
úr landi eða gera sér grein
■fyrir, að það muni dveljast
hér lengur en um sirin. Hver
Sém sköðun manna kann að
vera á þessu, er hér um svo
Tnikilsvert og alvarlegt mál að
tæða, að ekki verðj framhjá
því komizt að taka það til
meðferðar“.
A fstaða Morgunblaðsjns er
sem kunnugt er sú að fs-
lendingar eigi að vera herset-
in þjóð um alla framtíð;
hvemig svo sem ástatt er í
heiminum skuli bandarískir
stríðsmenn halda veldi sínu á
fslandi. Mikill meirihluti fs-
lendinga er hins vegar þeirrar
skoðunar að það sé algerlega
ósamrýmanlegt frelsi, sjálf-
stæði og mennjngu þjóðarinn-
ar að hafa erlent herlið í land-
inu. Þessi tvö andstæðu sjón-
armið verða aldrei samrýmd,
og ekkert millistig er til. Nú-
verandi ríkisstjóm hefur heit-
jð því að framkvæma þá á-
kvörðun þings og þjóðar að
aflétta. hemáminu, og engar
röksemdir finnast sem réttlætt
geta að vikið sé frá því fyrir-
héit'i: Þess er engirin kostur
að segjastí ver'a andvigur her-
náminu en heimila það í verkj;
í því efni sem öðrum eru það
verkin sem tala.
Tvöfalt afrek
jp'ervitunglið heldur áfram að
" að hringsóla kringum
hnöttinn, tákn snilli og hug-
vits sem mua leiða mannkynið
til æ glæsilegri afreka. Enn
«inu sinni hafa vísindin opn-
að mannkyninu nýja heima,
og þróun næstu áratuga kann
að verða svo stórfengleg að
hugmyndaflugið hrökkvi eng-
an veginn til þess að draga
upp mynd af henni fyrirfram.
Én þótt aimenningur um all-
án heim skilji hver stórtíðindi
hafa gerzt, eru til einstak-
Iingar, éinnig hér á landi, sem
eru haldnir einskonar tungl-
sýki og geta ekki litið litla
hnöttinn sem geisist áfram
fyrir ofan okkur réttu auga.
Ástæðan er sú að mennirnir
Rem sendu hann upp aðhyll-
ast ekki réttar stjórnmála-
skoðanir!
lýessi geðvonzka er raunar
* ofur skiljanleg. Gervi-
hnötturinn er ekki aðeins
vottur um sniiligáfu vísinda-
ihanna og tæknifræðinga held-
ur óhrekjanlegt tákn um af-
rek þess þjóðskipulags sem
hefur gerbreytt Sovétríkjun-
tim á ctrúlega skömmum
tíma. Á einum saman 40 árum
liafa þjóðir Sovétríkjanna
liafizt úr frumstæðri villi-
mennsku og sárustu eymd til
forustu í menntun og vísind-
um, cg slík þróun í þjóðfé-
lagsmálum á sér engar hlið-
stæður. Hún er hinn athygl-
isverðasti fyrirboði þess
hvernig fara muni í þeirii
keppni auðvaldsskipulags og
sósíalisma sem vonandi fær
að þróast á friðsamlegan hátt
iim ókomin ár.
Qá maður sem litið hefur
^ sovézka gervihnöttinn af
hvað mestri geðvonzku hér á
landi er Haukur Snorrason
Uitstjóri Tímans, enda er
hann heiðursborgari í New
York. Hann segir að framfar-
ir í vísindum og tækni sanni
ekkert um yfirburði þjóð
skipulags, heldur birtist þeir
í því hvernig þjóðfélag „breyti
við hina almennu borgara og
hvaða skilyrði það skapi þeim
til menningar, frelsis og lífs-
afkomu“. En skyldi ekki vera
órjúfanlegt samhengi milli
vísindaafreka og lífs hinna ó-
breyttu þegna, ætli stórstíg-
ar framfarir í tækni og vís-
indum séu ekki undirstaða
þess að öll alþýða geti lifað
við menningu, frelsi og góð
kjör? Það er satt og rétt að
þjóðir Sovétríkjanna hafa
orðið að leggja ákaflega hart
að sér á undanförnum ára-
tugum, menn hafa verið beitt-
ir miklu harðrétti og ógnar-
leg mistök hafa verið gerð,
eins og jafnan hefur orðið
raunin á byltingartímum í lífi
þjóða, en engir þurfa að ef-
ast um að íbúar Sovétríkjanna
hafa unnið stórfelldustu sigra
í hinni hörðu baráttu sinni
og að nú er hafinn mikill
uppskerutími.
rannski veit Haukur Snorra-
son ekki hver örlög vest-
ræn alþýða varð að þola þeg-
ar iðnvæðingin var að ryðja
sér rúms í upphafi. En hann
var nýoröinn heiðursb*rgari
í New York þegar þau stór-
felldu tíðindi gerðust á sviði
vísinda og tækni að kjarninn
var leystur úr læðingi. Þar
urðu Bandaríkjamenn fyrstir
til, og þeir auglýstu afrek
sitt með því að nota kjarn-
orkuna til að myrða á ann-
að hundrað þúsund varnar-
lausra Japana. Var það vott-
ur þess hvernig vestrænt
þjóðfélag „breytir við hinn al-
menna borgara og hvaða skil-
yrði það skapar þeim til
menningar, frelsis og lífsaf-
komu“ ?
Stefán frá Hvítadal
Árið 1918 kom út í Reykja-
vík fyrsta ljóðabók ungs
skálds. Þessi bók var ekki stór
í sniðum eða fjölbreytt að efni,
en engu að. síður vakti hún
verðskuldaða athygli og hafði
mikil áhrif á þá skáldakynslóð,
sem þá var að ,vaxa úr grasi.
Bókin hét Söngvar förumanns-
ins og höfundur hennar Stefán
Sigurðsson frá Hvítadal.
í Söngvum förumannsins var
sleginn nýr strengur íslenzkrar
ljóðhörpu. Hún boðaði nýja
stefnu í íslenzkum skáldskap.
Af þeim sökum var hún svo
nýstárleg. Ágæti skáldskapar-
ins var ekki h;ð merkilegasta
við bókina, þótt í henni væri
vissulega margt piýðilegra
kvæða, því að fyrr hafði verið
vel kveðið á íslenzku, en með
henni kvað ný kynslóð sér
hljóðs á íslenzku skáldaþingi
og hún valdi sér ný yrkisefni
í samræmi við breyttar að-
stæður.
Sama árið og Söngvar föru-
mannsins komu út varð fs-
land frjálst og fullvalda ríki.
Með þeim atburði var lang-
þráðu marki náð í sjálfstæðis-
baráttunni. Sú barátta hafði
bsgði verið langvinn og hörð,
og skáldin ekki legið þar á
liði sínu. Þau höfðu kveðið dug
og þrótt í þjóðina og hvatt
• hana til dáða. Með þe:rra at-
beina hafði sigurinn náðst. Nú
gátu þau snúið sér að öðrum
viðfangsefnum, og það gerðu
þau líka.
Um þesar mundir var mikil
gróandi í íslenzku þjóðlífi á
öllum sviðum. Þjóð'n var að
rétta úr kútnum eftir langvar-
andi erlenda áþján og harð-
rétti, sem hún hafði átt við
að búa. Nú sá hún drauma
sína vera að rætast og hún leit
björtum augum á framtíðina.
Einkanlega átti þetta við um
æskuna. Við henni blasti líf-
ið bjart og heillandi og' hún
átti kost á að njóta þess. Þess
vegna var brjóst hennar fullt
af söng um lífið og vorið.
Og Söngvar förumannsins voru
einmit öðrum þræði um þetta
efni, þess vegna fengu þe:r
svo góðan hljómgrunn.
★
★ ik
Skáldið sem orkti Söngva
förumannsins, Stefán frá
Hvítadal, fæddist 11. október
árið 1887 og hefði því orðið
sjötugur í dag, ef hann hefði
lifað. Ungur að aldri hélt hann
að heiman og gerðist „föru-
maður“. Um skeið stundaði
hann prentnám, en varð að
hverfa frá því sökum sjúk-
leika. Hann varð einnig fyrir
því óhappi að missa annan fót-
inn ofan við ökla og gekk eftir
það við tréfót. Háði það hon-
um mjög. Um hríð hafði hann
ofan af fyrjr sér með Ijós-
myndun, en hálfþrítugur að
aldri hvarf hann til Noregs og
dvaldist þar um fjögurra ára
bil. Fékkst hann þar m. a. við
skipasmíðar en veiktist síðan
og varð að leggjast á heilsu-
hæli. Árið 1916 hvarf hann
aftur heim tjl íslands, sjúkur
maður, en komst til nokkurr-
ar heilsu aftur. Og tveimur ár-
um eftir heimkomuna gaf
hann út Söngva förumannsins.
í íslenzkum aðli segir Þor-
bergur Þórðarson frá fyrstu
kynnum þeirra Stefáns og
gefur ágæta og eftirminnilega
lýsingu á þessum sérkennilega
manni. Þeir kynntust árið
1912, sumarið ááður en Stefán
fór tdl Noregs. Um efnahag
hans segir hann svo: „Hann var
bláfátækur. Hann vár svo fá-
tækur, að hann hafðj aldrei
haft efni á að kaupa sér fót,
sem hann gæti gengið á
þrautalaust." En hvorki fá-
tækt eðia þrautir gátu bugað
lífsþrótt éða kæft lífsgleði
Stefáns. „Hann var gæddur
.... .. . -------- —
■
Stefán frá Hvítadal
lýsandi lífsgleði,,1 segir Þor-
bergur. Hann lýsir einnig vel
málsnilld Stefáns og frásagn-
arl st. „Við vissum að hann
átti tungutak, sem var á við
margar vinnustundir á síldar-
þlönum,“ segir hann. Og enn
fremur: . . . „Hann sagði allt-
af þann veg frá, að frásögnin
varð manni ógleymanleg. Hún
fór í gegnum mann. Mál hans
var skýrt og látlaust, þó lítið
eitt mengað bóklegum keim.
Frásögn hans var öll mjög
skipuleg ög lifandi, fádæma
einföld og trúleg. Undir hverri
setningu lék þó hæg undiralda
upprunalegra tilfinninga, Sem
hóf alla frásögnina upp á ívið
hækkað svið.“
í Söngvum förumannsins
kemur hvort tveggja glöggt
fram, lífsgleði Stefáns og ó-
brotið, listrænt tungutak.
Hann kveður af heitri tilfinn-
ingu um vor og sól, æsku og
ástir. Einna bezt lýsi-r hann
þessu í kvæðinu Hún kyssti
mig:
k
★ ★
Heyr mitt ljúfasta lag,
þennan lífsglaða eld,
um hinn dýrlega dag
og hið draumfagra kveld.
Rauðu skarlati skrýðzt
hefur skógarins flos.
Varir deyjandi dags
sveipa dýrlingabros.
Ó, þú brostir svo blitt,
og ég brostj með þér.
Eitthvað himneskt og hlýtt
kom við hjartað í mér.
Gegnum skínandi skrúð
inn 1 skóginn mig bar.
Þangað kóngsdóttir kom,
og hún kyssti mig þar.
Lífs míns draumur er dýr,
þessi dagur hann ól.
Mér finnst heimurinn hýr
eins og hádegissól.
Ég er syngjandi sæll,
eins og sjö vetra barn.
Spinn þú, ástin mín, ein
lífs míns örlagagam.
*
k k
Hér koma fram beztu ein-
kenni Stefáns, skýr og lifandi
framsetning, einfalt og óbrotið
orðaval, sönn og náttúrleg til-
finning, allt leggst þetta á
eitt og gerir ljóðið ógleyman-
legt.
SÖrigvar fö.rum,aimsins eru
þó ekki 'einvörðungu um lífs-
gleðina. Þar kennir einnig
harms og dapurleika enda vart
við öðru að búazt eins og
lífið hafði leikið Stefán grátt.
Þeir söngvar koma einnig
béirit; jfrá 1 hj artanu og. eru »
kveðnir af jafn óbrotinni list
eins og kvæðin um vorsólina
og ástina. Tregi Stefáns er
ekkj uppgerður eða ímyndað- :
ur heldur sannur, þess vegna
snertir hann lesandann svo
djúpt. Þau orð, sem Þorbergur
Þórðarson hefur eftir honum í
íslenzkum aðli um þessa grein
skáldskapar hans eru sörin og
rétt: „Það er list að kunna að
gráta. Ég er fyrsta skáld á ís- '■
landi, sem hefur kunnað að
gráta í skáldskap. Gráti hefur
aldrei verið stiílt í jafn-list- ■
rænt hóf í íslenzkri lýrjk eins
og í kvæðum mínum.“
k
k k
f Söngvum förumannsins er
fleira nýstárlegt en éfnisválið
Form kvæðanna er einnig
nokkuð með nýju sniði, léttara
og frjálsara en áður. Vafa-
laust hefur Stefán bæði að
efni og formi lært mikið af
norskum skáldum og Noregs-
dvöl hans þannig orðið skáld-
skap hans til mikils- góðs þótt
hún yrði honum ekki til gæfu
að öllu leýti.
Árið eftjr að Söngvar föru-
mannsins komu út kvæntist
Stefán og hóf búskap. Skáld-
skapinn lagði hann þó ekki á
hilluna og þrjár aðrar bækur
gaf hann út áður en hann lézt,
Óð einyrkjans, 1921, Heilaga
kirkju, 1924 og Helsingja,
1927, og eftir lát hans kom
ljóðabálkurinn Anno Domini
1930. Engin þessara bóka
tekur þó fyrstu bókinni fram.
í þeim daprast skáldinu nokk-
uð flugið og þyngra verður
yfir kvæðum hans í heild, þótt
einstöku ágætiskvæði yrki
Stefán á þessum árum. Heilsu-
leysi og örðug lífsbarátta hafa
sett mark sitt á skáldið og
ljóð hans. Hann hneigist til
trúar, gerist' kaþólskur og
kveður mikla drápu um heil-
aga kirkju auk fleiri trúar-
ljóða. En þrátt fyrir allt lifir
þó alltaf í gömlum glæðum, og
í kvæðum hans bregður fyrir,
allt til hins síðasta, leiftrum
frá æskueldinum, sem brann
.svo glátt I Söngvum föru-
mannsins.
Stefán frá Hvítadal andaðist
árið 1933. Sú skáldakynslóð,
sem hann var af, hefur lifað
sitt fegursta. Tímarnir hafa
breytzt og nýjar stefnum í
bókmenntum komið fram. Nýir
menn hafa erft landið. Mörg
kvæða Stefáns eru þegar farin
að fyrnast sem vonlegt er, en
hið bezta í skáldskap hans lif-
ir enn góðu lífi og mun lifa
áfram. Hann var svo listfengt
og einlægt skáld að honum
Framhald á 11.