Þjóðviljinn - 11.10.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.10.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. október 1957 Það dugir ekki að Framhald af 7. síðu. niarka. — En einhver hefði kannski getað vænzt þess, að hinn eiðsvarni formaður nið- urjöfnunarnefndar hefði bætt við: Mitt álit, kynnj þó að vera dregið í efa, þar sem mér er málið nokkuð skylt. Það er ^ðlilegra að lögmæti þessa úr- skurðar verði lagt fyrir dóm- stólana. En það sagði hann ekki, sá góði rnaður — ekki orð í þá átt, svo að vitað sé. — Það kvað vera svo óþolandi tíma- frekt að ieita til dómstólanna! Og þá kom fram á sviðið sá, sem kunni. — Sá sjálfsagð- asti á svona fundi, sjálfur leið- togi íhaldsins, Ólafur Thors. Hann tók það strax fram, að hann væri ekki þar kom- inn tii, „að bæta málefnalega“ við ágæta ræðu borgarstjór- ans, heldur til að lýsa því yfir, að hann væri „í einu og öllu samþykkur gerðum horg- arstjórans, bæjai-stjórnarmeiri- hlutans og niðurjöfnunarnefnd- ar l útsvarsmálunum“. - r«jF Jæja, þá vantar það ekki, að að útsvarshneykslið í Reykja- vík hefur fengið uppáskrift Sjálfstæðisflokksins. Sú stað- festing gæti verið á þessa leið: Amalíenborgarhöll — nei Sjálfstæðishúsinu á Varðarfundi Undir vor (konungl.) áreiðanlega hönd og innsigli Ólafur Thors. — Pennastrikjn hans Ólafs Thors eru ekki alltaf einskis virði. En Ólafur Thors átti meira erindi, en þetta á Varðarfund- inn. I-Iann var samþykkur öllu, sem gerzt hafði í þessu máli. Og e:nnig því, , að nú dygði ekki að stappa — hér yrði að arga. Eftir það fórust honum orð á þessa leið: (Heimild: Morg- unblaðið miðvikudaginn 18. september 1957). ,,Eigi aðeins ég heldur og allir þeir mörgu Sjálfstæðismenn, sem við mig hafa rætt um hin furðulegu fyrirbæri siðustu daga á sviði islenzkra stjórnmáia eru í einu og öllu samþykkir fordæmingu þeirra o" blaða Sjálfstæðis- manna og raunar flestra viti- borinna og sanngjarnra manna (líka) á gerræði hins flaumósa ráðherra, sem án stoðar í lög- um og auk þess, algerlega gegn eðli máísins og heilbrigðri skyrsemi, hefur í ofmetnaði og fullkomnum oflátungshætti, dirfzt að reyna að taka völd- jn af réttkjörnum ráðamönnum Reykjavíkur, og það þrátt fyr- ir það, að honum hlaut að vera ijóst, að með því færði hann mikla hættu yfir borgara bæj- arins og þó mesta yfir þá, sem honum bar helzt að vernda. Er þetta athæfi fyrir það enn vítaverðara, að aug- Ijóst er, að ekkert nema rang- sleiíni stýrir gjörðum hans, og að hann á sér engar máls- bætur aðrar en þær að skorta þá yfirsýn, sem virðulegt emb- ætti hans þarfnast og a.m.k. það Iágmark forsjálni að kunna að leita ráða sér vitrari mapna“. Þannig argaði Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráðherra á Varðarfundinum um útsvars- hneyksli íhaldsins. Geri aðrir betur í hans stöðu ■— og á hans aldri!! Árás á Reykvíkinga íhaldið hefur talað mikið um árás á Reykvíkinga í sambandi við útsvarsmálið. Félagsmála- ráðuneytið kvað upp úrskurð, eins cg því var skylt, eftir að kæra hafði borizt frá 5 bæj- arfulltrúum í Reykjavík. Sú kæra hefur síðan fengið stuðn- jng tveggja bæjarfulltrúa í við- bót. — Félagsmálaráðherra hafði heimilað þá útsvarsupp- hæð, sem bæjarstjóm Reykja- víkur hafði beðið um. — Samt á hann að vera árásarmaður á Reykvíkinga, fjandmaður bæj- arfélagsins, — En hinir, sem ætluðu sér í fullkomnu rétt- leysi ræningjans að taka ná- lega 7 milljónir króna af reyk- vískum gjaldendum, telja sig . vemdara Reykvíkinga í þessu máli. ' I 7 Finnst engum svona mál- flutningur minna á Göbbels sálaða eða .hvernig er hægt að snúa hlutunum kyrfilegar við, en íhaldsblöðin, og yfir- borðsá)éttur borgarstjórinn í Reykjavík hafa verið að bis- ast við að gera í þessu hneyksl- ismáli? Hvað um stöðv- un verklegra framkvæmda ? Þá er það stöðvun fram- kvæmdanna, sem sífellt hefur verið klif að á. Þetta tefur okkur við að útrýma lierskáliuium og öðru lieilsuspillandi húsnæði, það tefur skólabyggingarnar, Miklubrauíarmannvirkin, bæj- arsjúkrahúsið og meira að segja úthlutun lóða! Mikið er að heyra þetta. En annað hefur þó meira taf- ið þessar og aðrar fram- kvæmdir Reykjavíkurbæjar hingað til, en andstaða félags- málaráðuneytisins við, að þeim væri hraðað. Nú hefur reynslan auðvitað sýnt, að engin framkvæmd bæjarins hefur tafizt svo mik- ið sem eina dagstund, vegna úrskurðar félagsmálaráðuneyt- isins í útsvarsmálinu. En ef útsvarsmálið hefði nú samt sem áður tafið innheimtu útsivara, hverjum hefði það þá verjð að kenna? Auðvitað engum öðrum en þeim, sem ætluðu að taka hærri útsvör af Reykvíkingum, en lög leyfðu — Göbbelsrök Gunn- ars Thoroddsen megna ekki að snúa þeirri staðreynd við fyr- ir nokkrum skynbærum manni. Var komin hefð á útsvarsránið ? Þá vil ég víkja örfáum orð- um að þeirri fáránlegu rök- semd, að það hafi verið rang- látt að banna of háa útsvars- álagningu nú, því að þetta hafi þessir herrar, veradarar Rcyk- víkinga, verjð búnir að leika þrjú síðastliðin ár, án þess að komast í bölvun fyrir það. Árið 1954 játa þeir nú að hafa tekið eina milljón, sjö hundruð tuttugu og fimm þús- 'stappa und og þrjú hundruð krónum af reykvískum útsvarsgjald- endum umfram upphæð fjár- hagsáætlunar að vjðbættum 10%. Næsta ár, 1955 urðu það svo 2.112.000 krónur, sem þannig voru fengnar úr vösum gjald- endanna. Árið 1956 sluppu þeir svo með 3.380.570 krónur, án þess að verða „nappaðir". Og nú var áformað að reyna að drýgja mjöðinn með litlum sex milljónum, níu hundruð þrjátíu og átta þúsundum, átta liundruð og fimmtíu krónum. Allt er þetta í samræmi við málsháttinn: „Á mjóum þvengjum.—“ En þá sást til þeirra. — Bæjarfulltrúarnir fimm sendu kæru. Og Hannibal gerði „á- rásina á Reykvíkinga," með því að leggja ekki blessun sína yfir þetta furðulega framferði.^ Fyrsta árið var það sem sé ein milljón, svo tvær, þá þrjár og nú 6 og þó næstum 7 milijó'nir. ■— Jivað' skyldi það hafa orðið næsta ár og síðar mejr, þegar þeir hefðu talið sig algerlega sloppna við all-, ar hömlur frá ráðuneytisins hendi? Nei, það var sannarlega kominn tími til að stöðva þennan ófögnuð. — En hvers vegna nú, kynnu þeir að spyrjb, þegar við vorum bún- ir að þessu þrisvar sjnnum áður? Hver heíur heyrt að lög- brot verði að iöglegri athöfn, þótt lögbrjóturinn hafi sloppið nokkrum sinnum „óstraffað' frá athæfi sínu? Skyidu þeir hafa haldið, að það væri kom- in hefð á ólöglega útsvarsá- lagningu í höfuðborg íslands? Og hvað skyldi það svo hafa verið kallað í Göbbelsfræðum borgarstjórans, ef félagsmála- ráðuneytið hefði fengið vitn- eskju um þetta og úrskurðað það ólögmætt, fyrst úrskurð- ur samkvæmt kæru, heitir „á- rás á Reykvíkinga, ofbeldi og rangsleiíni?“ ; ,,Það dugir ekki að stappa“ — og ekki heldur að þeirra málalok verða. Þá heíur það líka verið tryggt, að þeir, sem ekki telja sig ná rétti sín- um hjá niðurjöfnunamefnd Reykjavíkur, geta nú, ef þeir vilja fylgja máli sínu eftir, til þrautar, skotið máli sínu til yfirskattanefndar eða ríkis- skattanefndar. Ég hefi nú um sinn, ekki svarað persónulegum brigzlum og blaðaskömmum í minn garð. En i þessu máli taldi ég rétt að gera undantekningu. Enda hefur stóryrðavaðall íhaldsins sjaldan komizt á hærra stig, eða árásir þess á embættis- mann að starfi verið heiftúð- legri eða ofstækisfyllri. Læt ég nú hér með staðar numið um hið furðulega útsvarshneyksli íhaldsins í Reykjavík. Er það auðvitað á valdi Reykvíkinga að meta, hver hafi á þá ráð- izt í þessu máli, og eins hitt að ákveða, hvort þetta mál sé þairnig vaxið, að það mæli sér- staklega með áframbaldandi meirihlutavaldi íhaldsins yfir málefnum Reykvíkinga. Það hefur viljað við brenna, að langvarandi meirjhlutavöld eins flokks gætu stundum sljógvað siðferðiskennd vald- hafanna. Svo virðist vera kom- ið hér. Framkoma íhaldsins f útsvarsmálinu, er með öllu ó- skiljanleg nema út frá því, að meirihlutinn í Reykjavík sé svo sterkur, að hér þurfi hvorki að taka tillit til laga né réttar. Hann sé í engri hættu, hvernig sem traðkað sé á rétti borgaranna. En hvað sem öðru líður, ætla ég að það sé ijóst í þessu máli,'að ópin og öskrin í stað raka, hafa ekki dugað íhald- inu í þetta sinn. Því hefur ekki dugað að stappa. — Og því mun heldur ekki duga að arga, þó að þeirra fyrsti og færasti maður á því sviði sé til hlutverksins valinn. Auglýsin Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtaíi til skatt- stofunnar um söluskatt og útflutningssjóðsgjald, svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 20.— 22. gr. laga nr. 86 frá 1956, fyrir 3. ársfjórðung 1957 rennur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skatt- inum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstof- unna og afhenda afírit af framtali. Reykjavík, 8. október 1957. Skattstjórinn í Reykjavík. Toilstjórinn í Reykjavík. (r. fítfLGÆyO/V &‘ fiÍE'&ÆT&D íf.f! Frá 15. október gengur í gildi vetraráætlun okkar og gefst viðskiptavinum okkar þá gott tækifæri til að ferð- ast ódýrt til Bandaríkjanna. Ennfremur getum við boðið viðskiptavinum okkar beinar ferðir til Osló, Stokkhólms og Helsinki í hinum stóru og þægilegu Douglas DC-6B flugvélum. Allar frekari upplýsingar varðandi hin ódýru fargjöld til Bandaríkjanna og flugferðir til Norðurlanda veitir skrifstofa vor, Hofnaiistræti 19, sími 10275. arga Það, sem mestu máli sk.iptir í þessu máli, er Það, að slíkt útsvarsrán, sem hér hefur átt sér stað, hefur nú verið stöðv- að, og mun ekki endurtaka sig. — Auðvitað átti að mín- um dómi að lækka útsvör allra útsvarsgjaldenda í Reykjavík frá því, sem þeim var tilkynnt með útsvarsseðli í sumar, eftir álagningu, sem miðaðist við 206 milljóna heimildarlausa útsvarsupphæð. — En það, hvemig útsvörin skiptast á gjaldendur er mál, sem hinir eiðsvörnu niðurjöfn- unarnefndarmenn eiga að bera ábyrgð á gagnvart hús- bónda sínum, Bæjarstjórn Reykjavíkur. Þó hefur það þegar áunnizt, að rúmlega þrjú þúsund gjaldendur hafa fengið lækkun á útsvari sínu, og mikill fjöldi manna hefur þegar leitað rétíar síns um lækkun, áður en hinum síðari kærufresti lauk. Hver sero IIBBIIM Kvenbomsur Herrabomsur ■ i ■ ___ i ■ j HECT0R’ Laugavegi 11. ÚRVAL AF PÍPUM Verð frá kr. 21.00 til kr. 75.00 SENDUM í PÓSTKRÖFU SÖLUTNRNÍNN vi8 Arnarhól j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.