Þjóðviljinn - 16.10.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1957, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. október 1957 Ein þeirra kvikmynda, sem mesta athygli vöktu á kvikmyndahátíðinm í Cannes í Frakklandi á. síð- ast liðnu vori, var pólska myndin Kanal. Hlau't kvikmynd þessi sérstök verðlaun á hátíðinni, silí- urlaufin svonefndu. Myndin fjallar um unga elsk- endur og er látin gerast þegar uppreisnin var gerð í Varsjá um það leyti sem sovézkar her- sveitir nálguðust borgina. Höfundur tökuritsins heítir Stawiski, en leikstjórinn Andrzej Wajda. í fjölmörgum erlendum blöðum og tímaritum hefur kvikmyndarinnar Kanal verið að góðu getið. Meðal annars er í frásögnum þessum sagt frá á- hrifum þeim, sem myndin hafði á ýmsa áhorfendur, er sáu hana á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Til dæmis er greint frá því að Michael Powell, sem saeti átti í dömnefndinni' á hátíðinnj, hafi verið orðlaus af hrifningu að lokinni sýningu myndar- innar. í>á á hinn heimskunni franski kvikmynda- gerðarmaður Jean Cocteau, sem var heiðursforséti hátiðarinnar, að hafa sagt að Kanal væri ein hinna beztu kvikmynda, sem hann hefði séð á síðustq árum. Kvað Cocteau myndina minna sig.,á margan hátt á hinar frægu myndir og málverk sþænska málarans Goya um hörmungar stríðs og ófriðar. Steve Passeur, sérstakur fréttamaður franska blaðsíns „L’Aurore" á kvikmyndahátíðinni lýsti sýn- ingu myndarinnar sem einstökum atburði og marg- ir kvikmyndagerðarmenn kváðust sjaldan hafa séð áhrifaríkari atriði í myndum. Ummæli frönsku blaðanna „Franc-Tireur“ og „Le Figaro“ voru mjög í svipuðum dúr. Þá skrifaði fréttamaður Parísarblaðsins „L'Humanité", Samuel Lachize, að myndin héldi á loft niinningunni um hetjudáðir þeirra pólsku æskumanna, sem börðust í uppreisninni í Varsjá. L Sú var tíðín, að danskar kvikmyndir voru eftir- sóttar til sýninga víðsvegar um heim. Þetta var á blómaskeiði danskrar kvikmyndagerðar, en síð- _ an eru liðin mörg ár. Nú herma dönsk biöð frá því, að verk kvikmyndagerðarmanna í Danmörku séu aftur orðin eftirsótt „útflutningsvara". Er þó íyrst og fremst um eina mynd að ræða, sem Tíli Ugluspegill Hinn heimskunni hollenzki kvikmyndaleikstjóri Joris Ivens hefur nú um alllangt skeið unnið að gerð kvikmyndar um ævintýri Tíla Ugluspegils, þjóðsagnahetjunnar sem lesendur Þjóðviljans kynnt- ust nokkuð með myndasögunni vinsælu, er birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum árum. Það eru Frakkar og Þjóðverjar, sem standa í sameiningu fyrir gerð myndarinnar, en aðalhlutverkið, Ugluspegil sjálfan, leikur hinn snjalli, franski leikari Gérard Philipe. Sést hanh hér á myndinni til vinstri í hlutverki sínu, klæddur sem hirðfífl. þegar hefur verið sýnd við geysimikia og látlausa aðsókn á öllum Norðurlöndunum (nema auðvitað hér á landi) um nokkurt skeið, en einnig.víða um heim: í Þýzkalandi, Frakklandi, ísrael og víðar, allsstaðar að því er sagt er ’vjð miklar vinsældir. Þessi danska kvikmynd nefnist Ungar ástir (á dönskunni Ung Leg) og er gerð eftir samnefndri skáldsö^u Johannes Allen. Sagan kom út í Dan- mörku á s.l. ári ög vakti þá mikla’ éftirtekt og um- tal. Héfur bókin siðan verið þýdd á iiokkur mál og nú fyrir nokkrum dögúm köm hún út í íslenzkri þýðingu Geirs Kristjánssonar á forlagi Heims- kringiu. * Um efni skáldsögunnar og kvikmyndarinnar eru dómar manna að sjálfsögðu næsta mjsjafn.ir; sum- um finnst hún segja allan sannieikann um lífið, en öðrum finnst hún róta um of í því sem þeir vilja láta vera hulið. Engum blandast þó hugur um hæfni höfundar til að lýsa sálarlífi ungs fólks, næmum skapbrigðum og sibreytilegri hrifningu ungra stúlkna í líki Ilelenar, sextán ára skólastúlku sem sjálf er látin segja sögu sína 3 árum seinna, en þá undrast hún þá afstö(Su sem hún hefur tekið að segja frá smáskotum sinum og alvarlegri ásta- fundum, villtri og ótæmandi lífsgleði beggja kynja en jafnframt hræsni og' skilningsleysi fuilprðna fólksins. Ekki er kunnugt um hvort nokkurt kvikmyndú- húsanna hér í Reykjavík eða Hafnarfirðl hefúr tryggt sér rétt til sýninga á þessafj dötisku mynd. Er þess þó að vænta, því að ekki þarf gð efa að aðsókn að henni verði mikil liér á landi sem annarsslaðar þar sem hún hefur þegar verjð sýnd. Um húsnæðismál — Okurleiga — Fyriríram- greiðslur — Einungis nokkur hluti húsaleigunnar gefinn upp til skatts. MEÐAL þeirra mála, sem nú- verandi rík’sstjórn iagði höf- uðáherzlu á að koma í betra horf, voru húsnæðismálin, ekki hvað sizt húsnæðismál Reyk- víkinga. Ástandið í þeim efn- um hefur á undanförnum ár- um verið væghst sagt mjög slæmt, og er það raunar enn, þótt húsnæðislöggjöf núver- andi ríkisstjórnar ætti að geta orðið stórt spor í þá átt að bæta úr því. □ ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, hvernig húsnæðis- ek'an hefur leitt af sér sí- hækkandi húsaleigu; þeir sem hafa haft leiguhúsnæði til um- ráða, hafa beinlínis notfært sér neyð fólks til að okra á slíku húsnæði og setja fram ýmsar annarlegar kröfur; svo se-n fyrirframgreiðslu til langs tíma, o. fl. Þá hefur það og tíðkast að aðeins nokkur hluti húsaleigunnar er gefinn upp á skattskýrslum, þannig að þeir sem okrað hafa á leiguhúsnæði losna við að. greiða skatta af verulegum hluta húsale.igu- teknanna. □ VEGNA hins gífurlega skorts á íbúðarhúsnæði, hefur og skapazt það ástand, að fólk verður víða að kúldrast í hús- næði, sem alls ekki getur tal- izt til viðunandi mannabú- staða; kjallaraskonsur, léleg- ir braggar og hálfinnréttaðir hjallar hafa í neyðinni orðið híbýii fjölda fólks, og ekki hvað sízt barnafjölskyldna, því að margir þeir sem ieigt hafa út sæmilegt húsnæði hafa sett það skilyrði, að leigjendurnir cR-ivi niui£ uurn a iium- færi sínu. □ ÉG IIELD, að þegar rætt hef- ur verið um kjör og afkomu fólks á undanförnum árum, hafi sjaldan eða aldrei verið tekið tillit til ástandsins í húsnæðismálunum sem skyldi □ EG I-IYGG, að þess séu mörg dæmi, að menn hafi orðið að greiða meira en sem svaraði helmingi mánaðarlaunanna í húsaleigu, ljós og hita. Það sjá allir, sem vilja sjá, að venjulegur veilkamaður, sem verður að borga nokkuð-á þriðja þúsund krónur í húsa- leigu, ljós og hita, hefur ekki ofmikinn afgang af mánaðar- kaupinu til þess að fæða og klæða fjölskyldu sína. Lögtök Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f.h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verðá lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum útsvöram til bæjarsjóðs fyrir árið 1957, er lögð voru á við aðalniðurjöfnun og fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögom liðmim frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetinn í Reykjavík, 16. október 1957. Kr. Kristjánsson. ÞAÐ ER eitt brýnasta nauð- synjamál almennings að vel takizt að koma húsnæðismál- unura i betra horf og útrýma húsaleiguokrinu. Til þess þarf aukið og bætt skipulag ú bygg- ingu íbúðarhúsnæðis, eftirlit með því, að íbúðarhúsnæði sé ■ hagkvæmlega notað, og aukna j og greiðari aðstoð við það fólk, j sem ræðst í að byggja yfir sig. Tilboð óskast í vélskipið ODD VE-353, byggt 1918, í því ástandi sera það er í þar sem það liggur í Reykjavíkurhöfn. Tilboðin óskast send oss fyrir 22. þ.m. merkt: „ODDUR. Réttur er áskiiinn til þess að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Samvinnutryggingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.