Þjóðviljinn - 16.10.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudagiir 16. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ferðin til tunglsins mun taka um einn sólarhring En geimíerðin til Marz mun taka 256 daga, og tæp 3 ár ef heimferðin er reiknuð með Ráðager'ð'ir um fer'ö'alög til tunglsins, Marz, Venusar og’ .annarra reikistjarna eru aö fá á sig fastari mynd nú, þegar sovézka gervitungliö, Spútnik 1., hefur rutt braut- ina. Einn þeirra sovézku vísinda- manna sem vinna að rannsókn- iim á þessu sviði, dr. V. V. Dobronravoff, segir að þeir geri ráð fyrir að ferðin til tungslins þurfi ekki að taka meira en sóláfhring, en hægt verði að komast til Marz á 256 dögum. Með heimferðinni mun þó ferð- in til Marz taka tæp þrjú ár, eða 956 daga. 11 km á sekiúidu Til þess að gejmfar geti brot- izt út úr aðdráttarsviði jarðar þarf það að hafa 11 km hraða á sekúndu. Með þeim hraða mun ferðin til tunglsins taka 5 sólarhringa. Verði unnt að auka hraðann enn, eins og telja má líklegt, verður hægt að komast til tunglsins á einum sólarhring. Með viðkomu á leiðinni Gert er ráð fyrjr að komið verði upp áningarstöð rétt utan við gufuhvolf jarðar. Þar mun geimfarið hafa stutta viðdvöl á leið sinni til Marz, taka þar eldsneyti og vistir til fararinnar. Eldsneytið hefur áður verið flutt til síöðvarinnar af 10 eldflaug- um sem hver um sig mun vega 700 lestir. Frá geimstöðinni mun ferðin til Marz taka 256 daga. Áður en haldið er heim til jarðar aftur, verða geimfaramir að bíða í 440 daga, eða þangað til Marz hefur heppilega afstöðu til jarð- ar. Öll ferðin mun því taka 952 daga. Fyrir Iok aldaxinnar Dr. Dobronravoff telur líkur benda til þess að menn muni heimsækja Marz áður en þessi öld er á enda, og vel er hugs- anlegt að fyrir þann tíma verði fundnar aðferðir til að stytta NýJ&r siiiásögiir frá Hemingway I lok þessa mánaðar lcemur út hundrað ára afmælishefti bandaríska mánaðarritsins Tlie Atlantie Montlily. í heftinu verða m. a. tvær nýjar smá- sögur eftir Ernest Hemingway, sem birtast undir sameiginlegu heiti: Two Tales of Darkness. Ðómstóll i Múunchen dæmdi i gær Ferdinand Schörner, sem var einn af .marskálkum Hitl- ers, í hálfs fimmta árs fangelsi fyrir manndráp. Schörner, sem kallaður hefur verið illræmd- asti hershöfðingi Þýzkalands, var dæmdur fyrir að láta skjóta hermenn án dóms og laga síð- nstu vikur stríðsins, ef honum þótti gæta hjá þeim uppgjafar- tilhneiginga. þann tíma sem íerðin tekur. Telja má fullvíst að engir menn verði í fyrstu geimförunum sem send verða til tunglsíns eða reikistjarnanna, heldur tilrauna- dýr. Nú er verið að gera athuganir á þvi hvernig mannslíkaminn muni bregðast við þeim skil- yrðum sem rikja úti i geinmum og eru öll önnur en hann á að venjast á jörðu. niðri. Við mörg og mikil vandamál er þar að glíma, en dr. Dobronravoff telur allar líkur á að þau muni leys- ast áður en langt liður. Til- raunir þær sem gerðar hefðu verið hefðú borið mikinn og góð- an árangur sagði hamr. Blaðið telur upp alla konunga og drottningar sem ríkt hafa í Bretlandi síðan íyrsti konung- urinn af Hannoverættinni sett- ist á valdastól. Fyrstu konung- arnir voru ósiðaðir búrar, seg- ir blaðið, sá þriðji var geðveik- ur mestan hluta ævi sinnar og ótrúlega heimskur þegar af honum bráði. Sá fjórði var Komin af eintónunn fáráðling- um? nærri því niannlegur í dyggða- snauðu lífi sínu, sá fimmti var fífl. Brezki aðallinn gat notað þá alla, en haí>ði megnustu fyrirlitningu á þeim. Það er aðeins Játvarður átt- undi sem blaðið vill veita e:n- hverja viðurkenninsu, vegna þess að hann afsalaði sér völd- um til að eignast þá konu sem hann elskaði. Hann kvæntist kvenmanninum í stað þess að koma henni fyrir sem ástmey sinni í einhvefri hhðargötu í Mayfair, eins og hefur verið siður annarra konunga, og þess Á fyrsta réttaríundinum í gjaldþrotamáli Dawsons þess, sem hér um árið ætlaði að rjúfa Jöndunarbannið á íslenzkum fiski i Bretlandi, skýrði hann frá því að hann hefði tapað 100.000 sterlingspundum á þeim viðskiptum. „Það voru svo mörg skriðdýr í kringum mig,“ sagði hann. Ráðherra memaS að neyta matar Fjármálaráðherra brezka sam- veldislandsins Ghana, Gbedem- ah, settist nýlega inn í veitinga- hús í bænum Dover í Delaware og ætlaði að fá sér að borða. Honum var þá sagt að hypja sig, hér væri ekki borinn mat- ur á borð fyrir fólk með dökka húð. Þegar þetta fréttist í Wash- ington flýtti Eisenhower sér að bjóða ráðherranum upp á mál- tíð í Hvíta húsinu og Dulles að 1 síma afsökunarbeiðni til Afríku. vegna varð hann að fara frá. Blaðið segir að verkalýðs- hreyfingjn geti ekki látið hjá líða að taka afstöðu til þeirrar gagnrýni sem fjölskylda drottn- ingar og hirðin hefur orðið fyrir að undanförnu og segir að lokum: „í hinu nýja lýðræð- isþjóðfélagi geta ejnnig mehn úr forréttindastéttunum gert sitt gagn, því að margir þeirra búa yfir miklum hæfileikum. En verk þau sem þeim verða .falin hljóta að verða miðuð vjð vilja þeirra til að þjóna þjóð- inni.“ *»•••• Þetta sögðu vísindamennirnir Blagonravoff, Poloskoff og Kas- atskin, þegar þeir komu til Kaupmannahafnar á heimleið frá New York, en þar höfðu þeir dvaljzt í hálfan mánuð og setið ráðstefnu jarðeðlisfræði- ársins í Washington. Hundur með næsta Spútnik Blagonravoff skýrði frá því að vísindamönnum í Bandaríkj- unum og öðrum löndum yrði miðlað af þeirri vitneskju sem gervjmáninn Spútnik 1. hefur aflað og hann sagði að sovézk- ir vísindamenn biðu með eftir- væntingu eftir árangrinum af hinu bandaríska gervitungli sem á að senda út í geiminn innan skamms. Skipt um seðla í Á-Þýzkalaudi í fyrradag innkallaði austur- þýzka stjórnin alla peninga- seðla og var þeim skjpt fyrir nýja á nafnverði. Voru 300 mörk greidd út í hönd og afgangurinn verður greiddur ■ fyrir lok vik- unnar, nema það komi í Ijós að menn hafi komizt yfir féð með ólöglegum hætti. Grotewohl forsætisráðherra sagði í útvarpsræðu, að þessi ráðstöfun væri nauðsynleg til að ónýta miklar fjárfúlgur í austurþýzkum mörkum, sem ýmsir aðilar í Vestur-Þýzkalandi hefðu náð í sínar hendur og notuðu til brasks og til að kosta njósnir í Austur-Þýzka- landi. SíroM látiim í fyrradag andaðist í Utrecht í Hollandi teiknarinn Stefan Strobl, sem dvaldj hér á landi um tíma fyrir tveim áratugum og teiknaði þá kunnar skop- myndir af ýmsum forustumönn- um íslendinga. Strobl var fæddur í Ungverja- landi, dvaldi lengi á Norðurlönd- um og fluttist til Hollands eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann var á sjötugsaldri. Pöloskoff sagði að gert væri ráð fyrir að eitt þeirra gervi- tungla sem sent verður út í geiminn frá Sovétríkjunum á næstunni myndi hafa meðferðis hund. Mælitæki munu gefa upplýsingar um líðan hundsins á ferðalaginu. Blagonravoff sagðist hafa sent hund sem hann á upp í háloft- in með eldflaug fyrir nokkrum árum. Eldflaugin hefði komizt upp í 100 kílómetra hæð og kom aftur til jarðar eftir 20 mín- útur, en hundurinn kenndi sér einskis meins. Poloskoff sagði aðspurður að engir þýzkir eldflaúgafræðingar ynnu að geimfararannsóknum í Sovétríkjunum. : Kunnasti listamaður Kína i | á þcssari öld, Sji Paisji, : : lézt nýlega í Peking, 97 ] : ára gamall. List hans var : « í hefðbundnum kinyer.sk- j | um stíl, fíngerð skrautlist. i j Fyrirmyndirnar sótti hann : ■ í iðandi líf náttúrunnar: j j blóm, skordýr, smáfiskar i ■ og síðast en ekki sízt rækj- • j ur voru yrkisefni hans. j ■ Hann naut mikillar virð- : : ingar í heimalandi sínu, en \ j eftirmyndir af verkum j • hans hafa borizt um allan • j heim. Á myndinni sem tek- : j in var nýlega sést hann : : ræða við Sjú Enlæ, forsæt- • isráðherra Kína. : Krustjoff skrifar Framhald af 1. síðu. mannaflokksins, og Bevan, tals- maður flokksins í utanríkismái- tm, gengu i gær á fund Mac- millans forsætisráðherra að eig- in ósk til að ræða við hann um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og einkam horf- urnar á landamærum Sýrlands. I gær ræddust þeir við í Washington Dulles, utanríkis-. ráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd, utanríkisráðherra Bret- lands, um ástandið fyrir Mið- jarðarhafsbotni. Tyrkneska stjórnin hefur svarað mótmælum Sýrlands- stjórnar við liðsamdrætti við landamæri Sýrlands. Segir þar, að Tyrkjum komi einum við, hvað þeir aðhafist í sínu eigin landi. Tyrkneska stjórnin hljóti að hafa áhyggjur af þróua mála í Sýrlandi upp á síðkastið, þar sem stjórn landsins hafi tekið upp aígera samstöðu með Sovétríkjunum. í gær var vígt í Kaupmanna- höfn safn, helgað mótspyrnu- hreyfingunni gegn þýzka her- náminu. Þegar vígsluathöfnin var að hefjast hringdi einhver í síma til lögreglunnar, lét ekk: nafns síns getið en sagði, að sprengja yrði látin springa safninu meðan á athöfninni stæði. Ekkert fannst við leit, en. vígslunni var hraðað sem mes’ og Friðrik konungur og Ingi- ríður drottning, sem voru við- stödd, yfirgáfu húsið án þess að skoða safnið. Bretadrottnmg sögð komin af eintómum fávitum og bjálfum Stærsta blað brezkra verkalýðsíélaga bæt- ist í hóp gagnrýnenda hirðarinnar Útbreiddasta blaö brezkra verkalýðsfélaga, Record, sem gefið er út af flutningaverkamannasambandinu 1 1.250. 000 eintökum, hefur nú bætzt í hóp þeirra mörgu, sem að undanförnu hafa gagnrýnt ensku krúnuna. Frá Moskva til New York Það munu ekki líða mörg ár þangaö til hægt verður að fljúga milli Moskva og New York á tíu mínútum. Að sjálfsögðu verða eldflaugar notaðar til slíks flugs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.