Þjóðviljinn - 25.10.1957, Page 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 25. október 1957
Framleiðni
Framhald af 7. síðu.
sína skuldbindjngu um afköst,
verði með öllu af premíunni,
nakir þess að vinnuflokkurinn
í heild náði ekki sínu tilskilda
marki.
Sérstakir premíuhafar og
deildarstjórnir ganga óspart
fram í að brýna fyrir verka-
fólkinu aukin afköst, og er þá
ósjaldan skýrskotað t'il persónu-
metnaðar til iað skerpa sam-
keppni milli einstaklinga og
vinnuhópa.
Til að auka enn kapphlaup
vinnuhraðans hafa Opel-bíla-
verksmiðjunnar í gangi einnig
annað ákvæðisvinnufyrirkomu-
lag, svokallað bónuskerfi, en
þessi svokallaði arður eða
bónus greiðist fyrir viss af-
köst vinnuflokks, en þó því
aðeins að hver og einn ein-
staklingur flokksins hafi af-
lokíð sínum ákveðna hluta
vinnuafkasta. Mistök í vinnu
verður yfirleitt viðkomandi
v.innuflokkur að greiða, annað
hvort með aukavinnu eða í
launafrádrætti.
Meðferðina á vinnuaflinu
gefa vissulega bezt til kynna
hin vaxandi slys á vinnustöðv-
um Opel-bílaverksmiðjanna.
Árið 1952 voru þau t.d. 1532,
samkvæmt tilkynningu verk-
smjðjunnar, en 1953 hafði þeim
fjölgað í 1883 eða um 23% á
einu ári. — Árið 1954 hafði
hins vegar gróði verksmiðj-
anna numið 250 milljónum
marka, á sama tíma og vinnu-
laun stóðu tæplega í stað, mið-
að við verðlag.
Hér hafa verið rakin nokkur
dæmi um það, hvaða tilgangi
svoköliuð framleiðni er látin
þjóna undir handleiðslu stór-
iðjuhöida. Og þótt á íslandi
sé að ýmsu leyti ólíku saman
að jafna við risafyrirtækin í
útlöndum sem fremst ganga í
gernýtingu vinnuaflsins, undir
nafninu framleiðni, er vissu-
lega tími til kominn að íslenzk
verkalýðssamtök geri sér
nokkra grein fyrir, hvað hér
er á ferð og styðjist við reynslu
erlendra verkalýðssamtaka í
þessu efni.
íhaldið
Framhald af 7. síðu.
koma að notum. Hann byrjaði
á ýmsu en endaði fátt, og allt
lá það hálfgert í brotum“ . . .
Margur skildingurinn á eft-
ir að hverfa í Miklubrautar-
mannvirkið áður en það er
fullgert. Alltaf þegar ég geng
þama um finnst mér að ég
hljótj að vera kominn til Búss-
lands. Þama var um eitt skeið
slík ógnargjá, sem þó náði
ekki nema út í miðja götuna,
að ekkert var til samanburðar
nema helzt skurðimir sem
Rússamir kváðu búa t'l þegar
þeir breyta farvegum fljótanna
_,.Jijá sér. Furða að verkfræðing-
' arn’r skuli ekki hafa látið
verða af því að fá hingað sov-
* ézka jarðpumpu til þess að
daela þessu mýrarfeni úr göt-
unni, og spúa því suður í
Hafnarfjarðarhraun, til þess
að hsegt væri að rækta þar
kartöflur. Og fá svo um leið
austan að elnhvem þrumu-
traktorinn til að spyma Keil-
inum héma inn eftir og steypa
honum ofan í gjártá. Annað
eins hefur nú verið fengið frá
Sovétinu og þó að þetta hefði
verið gert, skyldi maður ætla.
Annars minnir þessi stað-
setning götunnar, endilega yf-
ir mýrina, óþægilega mikið á
kýmar í sveitinni, sem ösla út
í fenin og sitja þar fastar, í
stað þess að spásséra yfir holt-
in í mýrarjaðrinum. — Meira
seinna. Verkamaður.
Mál er að linni
Framhald af 4. síðu.
af dýrslegri ánægju yfir ein-
staklingsódæði.
Nú hafa staðið yfir fjár-
flutningar vestan af fjörðum.
Mér er sagt að í einni slíkri
ferð hafi um 20 kindur farizt
og limlestst.
Mér er sagt að skip þetta
hafi lagt af stað þrátt fyrir
illa veðurspá, en önnur skip
sem voru í samskonar flutn-
ingum, lágu í höfn til að
hætta ekki neinu.
Kannski hefur burgeisinn
sem á skipið ekki fundið mikið
til, en vátryggingin greitt
tjónið.
Halldór Pétursson
(Vegna mistaka hefur birt-
ing þessarar greinar tafizt).
Hng FFSÍ
Framhald af 3. síðu.
Þau sjónarmið hafa gengið
sem rauður þráður í gegnum
alla baráttu samtakanna fyrir
endurheimt þess hluta landsins,
sem nú er hulinn sæ, en á þeim
hluta þess hafa erlendir fiski-
menn svo lengi látið greipar
sópa, að þeir virðast vera fam-
ir að trúa því að þeir séu þar
í sínum eigin veiðilendum.
Vér teljum því að ekki megi
lengur dragast að sá misskiln-
ingur sé leiðréttur.
Þar til réttur vor á þessum
hluta landsins er viðurkenndur,
er ekki hægt að segja að full-
veldi hins íslenzka ríkis sé raun-
verulega viðurkennt.
Augljóst er, að nokkur ’tími
muni líða þar til fært verður að
stíga þessi skref til fulls, en
hinsvegar er mjög aðkallandi
þörf skjótra aðgerða, til að bæta
úr því vandræða ástandí sem
þegar er orðið. Þess vegna er
lagt til að fyrsta skrefið í
sóknjnni verði það sem bent er
á í öðmm lið, og teljum vér að
það sé hægt að framkvæma eft-
ir sömu grundvallarreglum og
farið var eftir við setningu frið-
unarlaganna 1952. Þær reglur
hafa þegar gengið í gegnum þá
eldraun, sem sannað hefur ágæti
þeirra. Ekki þarf að vekja at-
hygli á því, hvað ómetanlegt
það væri fyr’r íslenzkan síldar-
útveg, ef allt svæðið frá Horni
að Melrakkasléttu, Innan Gríms-
eyjar væri lokað erlendum
veiðiskipum, og sömuleiðis frá
Langanesi að Glettinganesi, og
skal í því sambandj bent á hina
stöðugt vaxandi síldveiðileið-
angra og hina auknu tækni í öll-
um útbúnaði þeirra. Má og bú-
ast við áð innán skamms tima
verði þar stórir leiðangrar með
mörgum verksmiðjuskipum.
Það er því augljóst mál, að ef
slíkír flotar hafa aðstöðu til að
athafná sig á innhöfum íslands,
geta þeir að miklu leyti lokað
fyrir fiskigöngurnar inn á fjrð-
ina — og mun þá mörgum is-
Öryggi óttans f
hrekkur ekki til
frambúðar
Framhald af 1. síðu.
ekki hinum ítrustu óskum né
íramtíðarvonum um öryggi og
frið. Það er bezt að gera sér
engar tálvonir". Síðan ræddi
hann um alþjóðaálit það er
skapazt hefði í friðarviðleitn-
inni og mælti: „Og þegar litið
er á þessi hlið í starfsemi hinna
Sameinuðu þjóða á síðasta :
starfsári, þá er sízt um aftur- r
för að ræða. Allur almenning-
ur þráir frið og farsæld, og
starfsemi Hinna Sameinuðu
þjóða er tákn og traust þess
hugarfars.
Eg mun ekki rekja starfsemi
Hinna Sameinuðu þjóða í þessu
stutta ávarpi. En barnahjálp,
flóttamannafyrirgreiðsla, tækni-
aðstoð, matvælastofnunin og
margt fleira, eru dæmi þeirrar
viðleitni, sem heimurinn má
ekki án vera, og nú fyrst er
sýnd á alheimsmælikvarða.
Hver veit hve langt verður
komist um lausn hinna stærstu
alþjóðavandamála á þessum
vettvapgi, ef haldið er áfram
í einbeittri trú á mikla mögu-
leika. Öryggi óttans á þessari
atómöld hrekkur ekki til fram-
búðar. Gagnkvæmur skilningur
og traust, samhjálp og um-
hyggja þarf að útrýma óttan-
um og styrjaldarhættunni. Með
vaxandi samúð og samstarfi á
alþjóðavettvangi mun heiti
„Hinna Sameinuðu þjóða“ að
lokum reynast sannnefni. —
En allt getur brugðist til
beggja vona. Framtíðin veltur
á hugarfari og stefnu þeirra,
sem forustuna hafa.
Hinar Sameinuðu þjóðir eru
hin víðtækustu alþjóðasamtök,
sem til liefur verið stofnað.
Enn eru þau ung að aldri. Vér
megum ekki vera mjög bráð-
lát. Allt er lengi að vaxa, sem
lengi á að standa. Framtíðar-
möguleikarnir eru miklir, og
gifta mannkynsins í veði. Yfir
þessum degi blakta allir fánar
hinna einsböku sameinuðu þjóða
— og bera við himin líkt og
friðarbogi.
Vér óskum hinum Sameinuðu
þjóðum allra heilla, og gefi
Guð góðri viðleitni sigur“.
lenzkum fiskimanni þykja verða
þröng fyrir dyrum.
í 3. lið er lagt til að strax
þegar niðurstaða er fengin í
þessum málum hjá nefndum
þeim, sem um þau eiga að
fjalla á vegum SameiniKVi ^jóð-
anna, sé án tafar stigið næsta
skrefið. Gjört hefur verið ráð
fyrir að þær njðurstöður muni
ekki heimila meiri útfærslu en
12 mílur frá grunnlínustöðunum.
Verði þær hinsvegar þannig, að
fært sé að færa línuna lengra
úr, t. d. 16 sjómilur, leggjum
vér áherzlu á að svo langt verði
farið.
í því sambandi vill 18. þing
FFSÍ minna ó þá sögulegu stað-
reynd, að tilskipunin frá 1662
um 16 sjómílur var ekki form-
lega felld niður fyrr en með
þvingunarsamningunum, frá ár-j
inu 1901, sem danska ríkisstjóm-j
in þröngvaðj þá upp á íslenzkuj
þjóðina.
iaMMMMBMMMB^|
Vetrarfagnaður
Rangæingaíélagsins er í kvöld í Skátaheimilinu^
við Snorrabraut og hefst kl. 8.30.
Dagskrá: 1. Myndasýningar.
2. Dans.
Sigurður Ólafsson syngur með hljómsveitiuni.
Stjórnin
Barnaverndar~
dagurinn
er á morgun
Börn sem vilja selja merki dagsins og Sólhvörf
mæti kl. 9 í fyrramálið við eftirtaldar
af greiðslustöðvar:
SJcrifstofu Rauða Krossins, Torvaldsen-
strœti 6,
Drafnarborg, Barónsborg,
Grœnuborg, Sleinahlið.
ANDYRI: Melaskóla, Eskihlí&arskóla,
ísaksskóla, Háagerðisskóla,
Langholtsskóla,
og anayri Digranesskóla og Kárs-
nesskóla í Kópavogi.
Dvalarheimili aldraðm sjómanna,
Laugarási.
Komið hlýlega klædd.
Góð sölulauit og biómiði.
Stjórnin.
Enskar kápur
Gott úrval
ARKAÐURINN
Laugaveg 100.
1
anum
—M«M>M»l
Saumavélar
Noiað leðursaumavélar ftil sölu
■
■
Skógerð Kristjáns Guðmundsson j
Spítalastíg 10. . !
mmmmmm«mm»mmmmmmmmmmm»«mmmmmmmmm»i