Þjóðviljinn - 26.10.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1957, Blaðsíða 7
Laugardájjur: 26. október 1957 — ÞJÖÐVILJINN -• (T Þegar við ókum eftir breið- um götum Moskvuborgar undr- aðist ég hinar mik'u breyting- ar, sem orðnar voru síðan 1920. Þá hvíldi skuggi langrar styrjaidar yfjr borginni, Að- eins 15 ár voru liðin frá styrj- öldinni víð Japani. Hún var þungbær raun almúgánum ríki keisarans. Niu árum eftir lok þeirrar styrjaldar hófst fyn-i heimsstyrjöldjn. Henni lauk í Vestur-Evrópu haustið 1918, en því var sannarlega ekki að heilsa í Austur-Evrópu. Fyrri bandamenn Rússa, Bret- ar, Frakkar, Serbar og fleiri réðust inn í landið og auk þess gerðu þeir út afdankaða keis- arahershöfðingja. Þá hófst borgarastyrjöldjn. Pólverjar réðust inn í Ukrainu og finnsk- ir ræningjaflokkar inn i Kyrj- pla. Að baki fóru Bandaríkja- menn og Japanir með ófriði Frá Moskvu: Hótél Moskva til vinstri, Lenmsafnið til hœgri. fyrr en varir. Við erum að vinna íyrir framtíðina og sósí- alismann“. Spá þessa verbainanns rættist Moskva er að miklu leyti ný borg. Að vísu standa enn mörg hinna gömlu tví- og þrilyftu timbur og múrstejnshús. Þeim Hendrik Otíósson: arum Þættir úr austuriör II. inn í Síberíu. Árið 1920 var búið að varpa öllu þessu dóti á dyr nema Pólverjum og hvít- liðaforingjanum Wrangel. Allt landið. var sundurtætt af skot- hríð og sprengjum, fólkið komið á vonarvöl. Samt tókst því að. sigrast á þessum vá- gestum öllum. Það girti fastar að sér ólina og hóf endurbygg- inguna — nýsköpun þar sem lítið var fyrir hendi að byggja á. Sumarjð 1920 mátti sjá af- leiðingar allra þessara hörm- unga, sem yfir fólkið höfðu dunið. Hús voru hrörleg og matur af skomum skammti. En áhugi fólksins fyrir því, sem áunnizt hafði, var óbilað- ur. Mér er minnisstæður verka- maður, sem vann við timbur- hlaða skammt frá gistihúsi mínu þá. Hann hafði rúg- brauðsbita í vasa sínum og tevatnsflösku. Við og við beit hann í brauðið og fékk sér sopa úr tevatnsílöskunni. Þetta var hans matur. Eg babblaði stundum við hann. Hann við- urkenndí, að þetta væri rýr kostur, en hann væri þó stærri en skammtur sá, sem hann og aðrir verkamenn fengu fyrir byltinguna. Áður var öll mat- vælaúthlutun í höndum brask- ara, þá var haftalaust ein- staklingsframtak. Suma daga fengu verkmenn engan mat. Þá hafði hann orðið að hýrast í einni skítugri kompu. Nú fékk hann þó brauðskammt, stund- um kjötbita eða fisk, að ó- gleymdu teinu, sem er kjör- drykkur Rússa. Þáð hafði eng- inn verkamaður getað veitt sér síðasta árið fyrir styrjöldina. Nú höfðu börnin Hka eitthvað utan á kroppimi. Það var mefnilega haldið áfram fram- leiðslunnl í vefnaðarverksmiðj- um Moskvu, en hún var mik- il vefnaðarborg. „Enu, sagði þessi góði Ivan IvahoVitsj. og glampi kom í augu hans. „Okkar tími kemur er ekki haldið mjög við, ekki nema hið allra nauðsynlegasta. Þau eiga öll að hverfa, nema þau, sem tengd eru söguiegum atburðum. Mörg þeirra, sem eiga að standa, eru til litillar. prýði, en þau eru minjagrip- ir, sem ekki mega hverfa. Þeir fara ekki að austur þar, eins og bæjaryfirvöldin hér í Reykjavík, sem rifu niður Skólavörðuna og tættu njður vigi Jörundar hunaadagakon- ungs á Arnarhólstúni. — Ég sá til dæmis andspænis einni af byggingum 1. heilsuvemd- arstöðvar Moskvu, tvílyft hús með risi, mjög fátæklegt, en vel við haldið. Hjá inngöngu- dyrunum var málmplata og á henni skýrt frá þvi, að þar héfði einn af glæsilegustu rit- höfundum Rússa á 19. öld, stjómleysinginn Alexander Hertzen (1812—1870), átt heim árið 1843. Ósennilegt er að þetta hús verði rifið. 3. Sveinstauli nokkur, sem fór tjl Moskvu í sumar, hefur helzt haft þessi gömlu illa höldnu hús til frásagnar af húsnæðis- málum þeirra þarna austur í Moskvu. Hann veit sennilega ekki, að milli þessara húsa, í húsagörðunum sjálíum, er ver- ið að reisa nýjar og glæsileg- ar íbúðabyggingar, 10 til 12 hæðjr eða hærri. En ungur sveinn hefur sennilega aldrei séð Veltuna eða hús Magnúss heitins Benjaminssonar eða ísafoldarprentsmiðju við Aust- urstræti? Ég vil heldur ekki ófrægja þennan ágæta ihalds- ins „stolt og prjál' mcð því að væna hann um að haonn hafi lagzt svo lágt, að beygja höfuð sitt við dyrustafi bragg- anna, seim eru íbúðlr þúsunda Reykviikinga í þcssum sælu- reit íslenzka ihaldsins. Hér er framtakið frjálst — Úr þvi að ég íór að minnast á hús og húsnæðismál, er bezt að ég fjölyrði nokkuð um þau. Þegar fornvinir Morgun- blaðsins, nazistar Hitlers, brut- ust inn í Ráðstjórnarríkin sum- arið 1941, létu þeir sér ekki nægja að ræna og drepa ó- breytta borgara heldur tóku þeir sér fyrir hendur að brenna og spilla eins mik'lum verðmæt- um ög þeir gátu. Það er bezt að geta þess að herraþjóðin myrti um 25 milljón ó- breyttra borgara. Mest var það varnarlaust fólk. Ekki var hetjulundin meiri en svo, að herramennirnir kusu heldur að snúa vopnum sínum gegn ung- börnum og gamalmennum en Rauða hernum. Þeir brenndu og sprengc’u í .loft upp sjötíu milljónir fermetra af ibúðar- húsnæði. í sumum borgum, sem barizt var lengi um, eins og til dæmis Stalingrad, stóð ekki steinn yfir steini. Ef við ætlum hverja íbóið um 50 fer- metra, eru þetta samtals ein milljón og fjögur hundruð þús- und íbúðir. Þarna hcfi ég þó ekki tal ð með aðrar bygging- ar, sem ■ Þjóðverjar (já stund- um heyrir maður þá nefnda menningarþjóð) eyddu, suraar söguleg menn'ngarverðmæti. Taiið er að 20—25 milljónir manna hafi misst hejmili sín á þeim fjórum árum, sem Ráð- stjórnarþjóðirnar áttu í höggi Gömlu íbúðarhúsin i Moskvu eru að hverfa. En þeir eru undariegir menn eystra. Þeir láta íbúðarhúsin sitja fyrir fiestum öðrum byggingum. Moskva v.arð lengst af að sitja á hakanum vegna þess að þar urðu skemmd.'r ekki ýkja mikl- ar af vö.ldum Þjóðverja. Nú er gengið frá 200 íbúðum á dag í Moskva, en afköstin aukast með hverjum mánuði og á- ætlað er, að næsta ár verði meðalafköst’in 265 íbúðar á dag. 1959 330 og 1960 400 í- búðir á dag. Nú kemur það sér vel, að stórir húsagarðar voru milli , V' husanna í Moskvu, í.Þeír “í Moskvu háfa nefnilega þann hátt á, að þeir byggja nýjú húsin yfjr húsagarðana. FyrSt eru húsin byggð, en þegar þau eru fullgerð, eru gömlu húsin rifin, og fólkið flytur inn í nýju íbúðirnar. Þeim fylgja heimilisvélar og aðrir hlutir, sem nú teljast nauðsynlegir til heimilisþarfa. Þetta gefur auk hinna nýju íbúða, breið- ar og fagrar götur. Breidd hverrar götu tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast. Hvergi í Evrópu eru jafnbreiðar götur og í Moskvu. Þar er tvíslefnu- akstur, en milli akveganna eru raðir trjáa og bekkir fyrir fótgangandi fólk. Já mikil er sérvizkan hjá þeim í Moskvu. íbúðahúsahverfi í Moskvu. við herraþjóðhia. Á fyrstu 10 árunum eftir að nýsköpunin hófst, að styrjöld- inni lokinni, voru reistar nýj- ar íbúðir samtals 300 milljón- ir fermetra, eða um sex millj- ónir íbúða, ef vér ætlum 50 fermetra íbúðir. Til saman- burðar skal þess getið, að í öllu Rússaveldi keisarans námu íbúðir ' samtals 200 milljónum fermetra. Á 5 ára áætlun þeirri, sem byrjað var að íramkvæma . í. íyrra, verða reistar ibúðir samtals um 350 miiljónir fermetra., s Það er ekki eins og hjá oss hér í Reykjavík. Bæjarstjórnar- íhaldið leyfir að reisa ný stein- hús við fjölförnustu og þrengstu göturnar eins og Laugaveginn og Austurstræti. Hvað skyldi sú ráðsmennska að lokum kosta bæjarbúa þeg- ar bærinn neyð'st vegna um- ferðarinnar til þess að kaupa ailar lóðirnar og húsin á þeim til þess að geta bréikkað þess- • ar aðalgötur bæjajans? Það er vitaskuld ekki ein- staklingsf tfamtek e' í jbygginga- raáium Moskvuborgar. Þar byggjr hið opinbera og leigír síðan ibúðimar. Fer leigan eft- ir stærð íbúðarinnar og tekj- um leigjanda. , Hún er ;frá þremur upp í sjö 'af hundraði teknanna. Ýmsir munu eflaust spyrja hvort menn kunni því ekki illa, að mega ekki byggja sér sjálfir íbúðir. Það má vel vera, að enn séu til fáe.'nir menn, sem gjarnan vildu græða heilt hús á því að taka að sér að byggja tvö hús í ákvæðisvinnu fyrir aðra. En ég hygg að þeir menn hverfi nú óðum austur þar, sem hyggja á slíkt brask. Yfirgnæf- andi meirihluti manna fagn- ar því, að fá umráð góðrar nýtízku íbúðar. Þessutan vita menn, að þeir eiga sinn hlut í öllum þessum íbúðum. En af þessu leiðir, að þarna þarf enginn efnalaus maður að bera þær byrðar og áhyggjur, sem menn hér á íslandi verða að sligast undir, þeir er lagt hafa út á þá erfiðu braut, að koma sér upp húsi eða íbúð. Þeir verða velf’est.'r að greiða alla íbúðina eða húsið á 20 til 30 árum. Ein kynslóð á að þræla, bg. eitra;. líf . sijti nfeö ’áhyggjum til þess að geta-gféitt upþ hús, sem'á ef til vill að standa í' 100 til 200 ár. Þær sálarkvalir og andleg örkuml þekkja þeir ekki austur, í Moskvu. Hvað heldur þú nú, lesandi góður, að ráðamenn Reykja- víkurbæjar hefðu þurft langan tima til þess að byggja upp stórborg eihs og til dæmis Stalíngrad? Ætli alþj'ða manna hefði ekki fengið að draga fram lífið i braggahverfúm þeim er herraþjóðin skildi- efí- ir. II. Það þarf marga menn til þess að vinna að jafn stórkostleg- um byggingaframkvæmdum um leið og öll framleiðsla éykst hröðum skrefum, stór- iðja, námugröftur og matvæla- framleiðslan. Þarna verður hver einasti maður að v'nna við einhver þjóðnýt störf. Það er ekki hætta á atvínnuleysi hjá þeim austurfrá. Við sáum konur sópa götur, aka vörubifreiðum og vinna að múrverki. Mér er engin launung á því, enda engu að' leyna. Konan mín spurði konu eina, sem vann að múrverki, hvort það væri ekki erfitt. Jú, svaraði konan, en ég er sterk og hraust. Svo fellur mér þessi vinna ágætlega, hún er holl og skemmtileg. Hvort hún fengi sama kaup og karlar? Sú rússneska var í fyrstu ekki v'ss um að hún hefði skilið spurninguna, fannst hún senni- lega afar barnaleg. Jú, auð- vitað. Hvernig væri annað hugsanlegt? Mikil ósköp hafa Morgunblöð um allan heim hrópað upp um að konur væru látnar vinna erfiðisvinnu í Ráðstjómarrikj- unum. Þrælahaid og þesshátt- ar hafa þau hrópað. Ekk' man ég til þess, að Morgunblaðið hér hafi nokkurntíma m'nnzt á þær milljónir, sem vinir þess nazistamir rnyrtu í Ráð- stjórnarrikjunum. Þeim er nú hampað og hælt á hvert reipi, Þjóðverjunum. Aflejðingin a£ krossferð herraþjóðarinnar var ægileg fyrir efnahag og fram- leiðsíu Ráðstjómarríkjanna. Þegar tugir milljóna þurrkast a ia. sir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.