Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 1
Fimmtudagiir 7. nóvember 1957 251. tölublað Leiðtogar sfórveldanna komi saman á fynd fil að ræða lausn deilumála Tillaga Sovétrlkjanna i rœSu sem Krústjoff flutti á hylfingarafmœlisfund i ÆSstaráSsins i gœrmorgun Brezk fliigvél af nýrri gerS ferst Brezk flu"vél af gerðínni Brit- annia hrapaði í gær skammt frá Bristol í Bretlandi. Flugvé'iin var í reynsluxlugi, þegar kvikn- aði í einum hreyfli hennar og féll hún til jarðar í skógi og splundraðist í þúsund mola. All- ir mennirnir sem í henni voru, 15 menn, áhöfn og .flugvéla- smiðir, biðu bana. Britannia er fjögurra hrej'fia hverf skrúfuvél og var talin full- komnasta farþegaflugvél Brela. Þetta slys mun að likindum verða mikið áfall fyxár brezkan flugvélaiðnað. — Við lýsum því hátíðlega yfir, að við höfum aldrei ætlaö okkur og munum aldrei ætla okkur aö beita múg- drápstækjum, ef ríki heimsvaldasinna láta land okkar í friði. Við óskum eftir fundi æðstu leiðtoga auövalds- landa og sósíalistískra ríkja, þar sem samið verði um að alþjóðleg deilumál skuli leyst á friðsamlegan hátt, aö bundinn veröi endir á kalda stríðiö og vígbúnaðarkapp- hlaupið, en hafin friðsamleg samkeppni um aukna vel- megun og menningu. Þannig fórust Nikita Krústjoff, framkvæmdastjóra Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, orð er hann flutti Æðstaráðinu skýrslu um þau 40 ár sem lið- in eru frá októbérbyltingunni og þau framtíðarverkefni sem bíða þjóða Sovétríkjanna. Þetta tilboð hans og reyndar öll ræöa hans hefnr vakið at- hygli um allan heim. Þannig er haft eí'tir fréttariturum í Par- ís, að stjómmálamenn þar telji hana boða nýtt tímabil í al- þjóðaviðskiptum. Vesturþýzkir sósíaldemóki-at- ar hafa líka fagnað því mjög, enda hafði leiðtogi þeirra, Erich Ollenhauer, lýst yfir í umræðum á þinginu í Bonn i fyrradag, að liann teldi brýna nauðsyn bera til að leiðtogar stórveldanna kæmu saman á fund sem allra fyrst. í London og Washington hefur tilboðinu um nýjan fund stjómarleiðtoga hinsvegar ver- ið fálega tekið og talin öll vandkvæði á að úr honum geti orðið, eins og mál horfi nú við. Þriggja tíma ræða Krústjoff talaði ' í þrjár klukkustundir og kom víða við í ræðu sinni, rakti helztu atriðin í þróun Sovétríkjanna síðustu 40 árin og benti á þau verkefni sem nú bíða flokks og þjóðar: að stórbæta lífskjörin og fara fram úr háþróuðustu auðvaldslöndum í framleiðslu. Eftir að hafa boðið erlenda Krústjoff, ao með októberbylt- ingunni hefði verkalýðurinn í fyrsta sinn í sögunni hafizt til valda. Nýtt timabil, siguröld sósíalismans og kommúnismans, hefði hafizt. Aukning framleiðslunnar Á tímabili fyrstu fimm ára áætlananna hefðu Sovétríkin orðið að stóiveldi með háþróuð- um iðnaði og samyrkjubúskap. Eftirfarandi tölur gætu gefið nokkra hugmynd um þróunina: Stálframleiðslan hefði aukizt úr 4,2 milljón lestum 1913 í 51 míiljón lestir 1957. 1913 hefði framleiðsla hrájárns í Rússlandi verið sinni minni en í Bretlandi, þá væri hún nú mun meiri en í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu saman- l"gðum. Raforkuframleiðslan hefði aukizt úr 1,9 milljarð kílóvattstundum 1913 í 210 milljarða kílóvattstunda 1957. Framleiðsla vélaiðnaðar og málmiðnaðar hefði 200-faldazt. í rauninni aðeins 20 ár En Krústjoff benti á að sov- étþjóðirnar hefðu í rauninni að- eins ’haft 20 ár til að ná þess- um mikla árangri. Nærri því 20 ár af þeim 40 sem liðin eru frá byltingunni hefðu farið í styrjaldir og viðreisn úr rúst- um þeirra. Framfarir í iandbúnaði Geysilegar framfarir hefðu einnig orðið í landbúnaði og mætti þannig nefna að þótt gesti velkomna, en þeir voru þcim sem að honum vinna hefði ' komnir frá 61 landi, sagði i fækkað um hartnær htxlming, Ofremdarástandi í skólamálum kennt um ósigur Bandaríkjanna Ófremdarástandinu í barna- og unglingafræöslu og vísindamenntun í Bandaríkjunum er kennt um aó þau hafa nú orðið aftur úr á nokkrum mikilvægustu sviöum nútímatækni. Eitt helzta málgagn repúblik- ana í Bandaríkjunum, New York Herald Tribune, segir að nú súpi bandaríska þjóðin seyðið af þeirri niðumíðslu sem skólamál- jn í landinu eru í. Sumir þeirra þingmanna sem nú séu æfir yfir því að Bandaríkin hafa misst forustuna í þýðingarmiklum greinum vísinda og tækni, hafi jafnan lagzt gegn því að nokk- uð væri aðhafzt til að bæta úr ófremdarástandinu. Tillögur sem stjórn Eisenlxow- ers hefur á undanförnum árurn borið fram á þingi um aukin framlög ríkisins til skólamála hafa alltaf verið felldar af sam- eiginlegum meirihluta repúblik- ana og demókrata. Rit Leníns. I tilefni af 40 ára afmæli októberbyltmgarinnar er nú verið að liefja nýja heildarútgáfu á ritum Leníns. tltgáfan verður í 55 bindum og hefur m.a. að geyma bréf og skeyti sein ekki hafa verlð birt opinberlega áður. Margar nýjar myndir af Lenín liafa einnig komið í leitirnar, m.a. þessi af þeim Krupskaju, tekin 1922. hefði framleiðsla búsafurða margfaldazt. Vert væri að minnast þess sérstaklega að um helmingur þeirrar aukningar sáðlanda sem orðið hefur í Sovétríkjunum á 40 árum hefði orðið á síðustu fjórum árum, þegar 36 millj- ón hektarar hefðu verið tekn- ir í rækt. séreinkennum þjóðfélags okkar, sagði Krústjoff, er hin mikla umhyggja allrar þjóðarinnar fyrir hinni vaxandi kynslóð og þeim sem komnir eru á efri ár og leyst hafa af hendi ævistarf sitt af trúmennsku. Afrek vísindanna Krústjoff ræddi því næst um hinn geysilega árangur sem náðst hefur í vísindum og tækni í Sovétríkjunum og minntist þá að sjálfsögðu á gervitungiin. Sovézku spútnik- arnir biðu nú eftir að fá bandaríska og annarra þjóðá spútnika út í ge'minn til 'sín. Samkeppni á þessu sviði væri Framhaíd á 5. síðu- " F'relsi komumar Krústjoff nefndi því næst, að einn mikilverðasti árangur bylt- ingarinnar hefði verið að konur hefðu öðiazt frelsi og opnazt leiðir til virkrar þátttöku á öll- um sviðum þjóðlífsins. Sovézk- ar konur legðu nú fram dýr- mætan skerf með skapandi starfi í öllum greinum atvinnu- ’ífs og menningar og í uppeldi hinnar vaxandi kynslóðar. Þrettánfaldar þjóðartekjur Hið samvirka þjóðskipulag veitir ótakmarkaða möguleika til stöðugrar aukningar fram- leiðnimiar pg bættra lífskjara. Nefna má að þjóðarframleiðsl- an á íbúa hefur 13-faldazt síð- an 1913. 1 Bandaríkjunum hef- ur þjóðarframleiðslan á ibúa ekki fyllilega tvöfaldazt og að- eins aukizt um rúmlega 60% i Bretlandi. Það var ekki látið sitja við falleg orð eftir byltinguna 1917, heldur var öilum í verki tryggður réttur til vinnu.i menntunar og hvíldar. Eitt af Menn búnir undir íerðir i r 1 umnn Frá því var skýrt í Moskva í | lians. Umferðartími hans stytt- gær, aö í Sovétrík.jummi liefðu j ist miklu lxægar og var í gær menn um alllangf, skeið verið J 103,6 mínútur, eða einum tíunda þjálfaðir í geimferðalögum. Tekizt liefði að skapa skilyrði sem líktust mjög þeim sem menn myndu verða fýrir úti í geinmiun, þar sem þyngdarafls jarðar gíetir ekki. Komið hefði í Ijós, ,að um helmingi þeirra manna sem gengizt hefðu undir þessar til- raunir hefði ekki orðið neitt meint af þe:m, en hinir hefðu illa þolað þyngdarleysið. Spútnik 2. hefur nú farið um þrjár milljónir kílómetra og enn er allt gott að frétta af tíkinni Dömku sem hann hefur með sér. Mælingar hafa staðfest, að Spútn'k 2. mun vei’ða á lofti mjklu lengur en fyrirrennari I úr mínútu minni en þegar hann hóf ferð sína. 1 samráði við borgai’lækni hefur verið ákveðið að fresta enn kennslu í barna- og gagn- fræðaskólunum í Reykjavik, sem átti að hefjast í dag. Verður auglýst nánar i blöð- unum um helgina, hvenær hún liefst að nýju. (Frá fræðslustjóranum í Reykjavík),

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.