Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 4
Steíán Ögmundsson: og sigrar í 40 ór v-----------------------------------------------j 13 árum fyrir byltinguna í Rússlandi segir svo í bænar- skrá rússneskrar alþýðu til keisarans: „Það er komið að þeim hræðilegu tímarnótum í tilveru okkar, þar sem þján- ingarnar eru orðnar svo óbæri- legar, að dauðinn er ákjósan- legri en framhald þeirra.... “ Þessari bænarskrá var svar- að með skothríð. Bióð þús- unda verkamanna litaði stræti Pétursborgar þann dag, yfir þúsund lágu dauðir, og særðir voru á þriðja þúsund manns. Kyölin, sem nísti alþýðuna í Rússlandi keisarans og knúði hana til þess að biðja harð- stjórann griða óx með ári hverju. En „blóðsunnudagur- inn“ kenndi rússnesku alþýð- 'unni að leiðin til frelsis ligg- ur ekki gegnum bænarskrár og blauð hjörtu harðstjór- anna, heldur er hjartaprýði hennar sjálfrar vegurinn til lífsins. Fullvita menn, hvar í flokki sem þeir standa játa nú flest- ir að ástandið hjá meginþorra rússnesku alþýðunnar fyrir byltinguna sé bezt táknað með orðunum: Lífið var óbærilegra en dauðinn. Og alltaf fjölgar þeim, sem telja að byltingin í Rússlandi hafi verið eitt hið réttlátasta andsvar, sem al- þýðan nokkru sinni hefur gef- ið kúgurum sínum. En það er annað sem seint ætlar að fyrirgefast rúss- neskri alþýðu. Og það er sú konungshugsjón fátæktarinn- ar, sem réðist að því ófarna einstigi að skapa manninum sem herra jarðar vísindalegan grundvöll fyrir lífi sínu, móta nýtt þjóðfélagsform, sem mið- ar við þarfir mannsins sem einnar tegundar. Af fjendum ráðstjórnarskipulagsins hefur í ‘10 ár hver athöfn sovétþjóð- anna, rétt ekki síður en röng, verið dæmd í hlut þess vonda. 1 upphafi sá auðvald heims- ins fyrir hrakfarir sínar í við- gangi þessarar jtilraunar, það sá endalok arðráns síns og stríðsofbeldis. Og því fleiri sem árin urðu og ávöxtur sós- íalismans stærri, því þykkar lagðist yfir mökkur lyginnar. Þar kom, að þýzki fasisminn taldi sig eiga nógu traustan bakhjarl í stálkóngum auðsins og >°''Vktum almenningi auð- valdslandanna til þess að heyja. styrjöld til tortímingar ráðstjrjrnarfólkinu, Svo fór þó að barátta þeifi’a, sém aldrei létu blekkj- ast, .innri motsetningar auð- váidsins sjáifs og hryðjuverk fas'smans þögguðu að nokkru um stundarbil ófrægingar auð- valdsins um Ráðstjórnarþjóð- irnar. En ekki var þýzki fas- isminn fyrr brotinn á bak aft- ur, en öll „Morgunblöð" auð- valdsins þrumdu. enn einum rómi áróður sinn og kynntu elda nýrrar styrjaldar. Það er ekki á mínu færi að gefa neina viðunandi mynd af þeirri stórfenglegu ummyndun sem orðið hefur á lífi Ráð- stjórnarþjóðanna síðustu 40 árin. Hitt er hægt að segja og standa við, að það hafa gerzt kraftaverk í iðnaði, landbún- aði, vísindum og menningu þeirra 200 milljóna, sem Sov- étríkin byggja, þessa fólks, sem langflest lifði áður í ó- læsri fáfræði. En auk þess hefur rússneska byltingin og þróun sósíalismans í Ráð- stjórnarríkjunum einnig ger- breytt ásjónu heimsins. Hvar sem barizt var um „brauðið og hitann" var fordæmið rúss- neska alþýðunni styrkur, auð- valdinu ógn. En það er saga út af fyrir sig og harla merk: hlutur rússnesku alþýðunnar síðustu 40 árin í hverri hræringu fá- tækra manna til bættra lífs- kjara hvar sem þeir voru í heiminum. Þar eru dæmin allt frá sókn íslenzkra verka- manna, til sigurs 600 milljóna Kínverja yfir böðlum sínum. ★ Það væri rangt að minnast svo 40 ára afmælis rússnesku byltingarinnar að getið væri að engu erfiðleikanna, sem alþýðan og forvígismenn henn- ar hafa átt við að stríða eft- ir byltinguna. Rétt eins og vegur þjóðar, sem gert hefur byltingu, sé rósum stráður. Ef ég man rétt hafði Lenin þau orð um rússnesku alþýð- una að hún væri efni í fólk. Það orðalag skýrir mætavel hvílíkt átak uppeldis- og fræðslumálin hlutu að verða: Að kenna þjóðum ráðstjóniar- landanna að að kenna þeim að vinna, að kenna þeim að stjórna, að kenna þeim að skapa nýjan landbúnað, nýjan iðnað, ný visindi. Þó hefði allt þetta orðið ráðstjórnarþjóð- unum leikur einn, ef þær hefðu mátt vinna það í friði. Þá hefðu þær uppskorið á- vexti starfa sinna óttalausar í stað þess að eiga í hverri ömi óvis grið á næsta degi. Enda hefur þessi hætta, sem staðfest var svo áþreifaniega með síðustu styrjöld, haft mikil og í flestu cheillavæn- Ieg áhrif á líf og starf ráð- stjórnarþjóðanna. Maðurinn, hvar sem hann er á jörðinni, er ávallt í mikl- um vanda staddur, þegar hann á að velja milli þess að njóta ríkulega skammra lif- daga við nægtir landsgæða og frjóa starfshætti og hins að leggja mikinn liluta erfiðis síns til tryggingar framtíð- inni, ekki aðeins sinni framtíð né sinna, heldur ekki síður framtíð annarra óskildra, ó- þekktra. En það er einmitt þetta vandasama val, sem kom í hlut sovétþjóðanna að fram- kvæma gagnvart alþýðu heimsins. Það kostaði óhemju átök og erfiði að fá meginþorra fólks- ins til að skilja gildi þeirra langsýnu markmiða að gera Sovétríkin að því ríki friðar- ins í heiminum, sem veður fasismans brotnuðu á, að því trausta vígi, sem áformin um atómstyrjöld hafa strandað við til þessa. Og sigur þess- arar stefnu hefur kostað gif- urlega sjálfsafneitun sovét- þjóðanna. En framkvæmd hennar hefur lika oft orsakað baráttu sem leitt hefur til mis- notkunar valdsins og hörmu- legra glapráða, sem enga stoð eiga í hugmyndakerfi sósíal- ismans. Þráitt fyrir það eni það sigrar sósíalismans síðustu 40 árin, sem gefa mannkyninu í dag vonir um frið og bjarta framtíð. Þeir afsaka ekki ó- hæfuverk, sem framin hafa verið, en hrikaleiki átakanna um líf eða dauða sovétskipu- lagsins, líf eða dauða sósíal- ismans í heiminum, frelsi eða ánauð alþýðunnar um ókomn- ar aldir, þessar hrikalegu sviptingar em baksvið og grundvöllur mistakanna. Sjaldan hafa andstæðingar sósíalismans férigið ' kærkomh- ari tækifæri til árása á Sovét- ríkin en síðustu tvö árin og undrar engan þótt fast sé set- ið að seiði. Hitt verður þó að teljast furðumikill árangur af ófrægingu auðvaldsins um starf og stefnu sovétþjóðanna, þegar menn, sem telja sig vin- veitta baráttu alþýðunnar, snögglega hætta að sjá allt ncma glöpin. Þeir gleyma því að sigramir sem unnust, forð- uðu útþurrkun heilla þjóða, já, gleyma því í hofmóði og heilagri vandlætingu að auð- valdið sé til, nema þá sem meinlaus áhorfandi að erfið- leikum alþýðunnar við að um- skapa veröldina í friðsaman, byggilegan heim. Og þegar slíkir ,,vinir“ alþýðunnar eru teknir að rétta vopnin yfir virkisvegginn finnst manni ekki óeðlilegt þótt að þeim hvimaði spurning ljóðsins: „Hvers vegna ertu hér“ ? Hér eftir sem hingað til mun íslenzk alþýða óska þess að fá sem truflunarminnst að velja sér vini að eigin geð- þótta. Og það væri í sannleika sagt ólíkt íslendingum, ef vér lokuðum augunum fyrir veilun- um í fari manna. Þess vegna koma þær okkur ekki svo mjög á óvart. Hitt vitum við sósíalistar að eina leiðin til þess að aga mannlega veik- leika og uppræta arf fortíð- arinnar í samskiptum manna, er að gefast ekki upp við að læra af mistökunum, og reyna ævinlega að draga sem hlut- lægstar ályktanir í hverju málefni. Og dómurinn í því máli sem hér um ræðir verður óumdeilanlega sá, að tilraun Ráðstjómarþjóðanna til að byggja upp skipulag sósíal- ískra þjóðfélagshátta liafi tekizt betur en nokkur maður hefði þorað að vona fyrir 40 árum. Þá stefndu vonir alls hins þjakaða mannkyns að Rúss- landi byltingarinnar og síðan hafa gengið í fótspor þess 850 milljónir manna. Með friðarstefnu sinni í al- þjóðamálum og yfirburðum sínum á sviði visinda og tækni, eru Sovétríkin í dag öruggasta vörn heimsfriðarins. Uppreisnin gegn styrj- öldinni var rík- ur þáttur 1 byltingunni í Rússlandi. Hermennirnir á vígvöllunum neituðu að berjast. Á fundum á víg- stöðvumnn (myndin til luegri) voru stofnuð her- mannaráð og byltingar- nefndir til þess að halda byltingunni áfram. Rúss- nesku hermennirnir hróp- uðu yfir víglínurnar til stéttarbræðra sinna í skot- gröfmlum íýrír handan. Stýrjaldaraðgcrðir hættu, og Þjóðverjar, Austurrík- ismenn og Rússar ræddust \ið eins e,g bræður. Mynd- in til vinstri sýnir austur- ríska og rússneska her- menn á viiiáttufundi. Þess vegna tengir alþýða auðvaldslandanna og nýlendu- þjóðanna enn í dag vonir sín- ar við gengi og aukinn stjTk Ráðstjórnarlýðveldanna —< og væntir þeirra tima, þegar allri alþýðu gefst færi á að móta sósíalíska þjóðfélagshætti i löndum sínum, með dýrmæta reynzlu Ráðstjórnarþjóðanna að bakhja.rli. Dömufatnaður Undirfatnaður Náttkjólar Náttjakkar (vatteraðir) Nylon-sokkar nxeð saum og sauinlausir. Verzl. Hafbiik Skólavörðustíg 17B Nýkomið Prjónakjólar, jersey- kjólar og samkvæmis- kjólar, ullarpeysur, or- lonpeysur, hattar og húfur. Hattabúð Heykfavíkur Laugaveg 10. Tóledó Ódýru síðu nærbux- urnar eru komnar. VerÖ kr. 28.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.