Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.11.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. nóvember 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (S Ungmemiafélag Reykjavíkur að hefja vetrarstarfsem Kvennadeild félagsins stcfnuo síiia Ungmennafélag Reykjavíkur er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. I kvennadeildinni er lögð áherzla á leikfimi og frjálsar iþróttir, og verður Elín Sigur- vinsdóttir kennari. Körfuknatt- leikur á sívaxandi vinsældum að fagna og hefur kvennadeild- in því fengið Kristínu Þórðar- dóttir íþróttakennara til að kenna stúlkunum körfuknatt- leik í vetur. Þær æfingar eru i Miðbæjarskólanum kl. 9 á föstudögum. Nokkur ár eru síðan stúlkur hófu að æfa frjálsar iþróttir hjá félaginu. Á tslandsmótinu s.l. sumar átti fclagið þrjá þátt- takendur í kvennagreinum, og þrátt fyrir litla sem enga æf- ingu urðu þær í tveim grein- um nr. 2, tveim nr. 3 og í einni nr. 4. Enn eiga stúlkur úr félaginu gildandi Islandsmet í þremhr greinum: langstökki og 80 m grindahlaupi (Mar- grét Hallgrímsdóttir) og spjót- kasti (Kristín Árnadóttir). Margrét jafnaði einnig metið i 200 m 1952. Æfingar frjáls- íþróttastúlknanna eru á mið- vikudagskvöldum ld. 8. Glímudeildin hefur einnig byrjað æfingar sínar. Það var árið 1945 sem Umf. Reykjavík- ur hóf glímukennslu sina. Fyrsti ke’nnarinn var Kjartan Bergmann, en árið 1946 réðist Lárus Salómonsson til félags- ins sem glimukennari og hefur það notið kennslu hans siðan. Dy namo Moskva til S»Ámeríku I Buenos Aires er frá því sagt að sovétliðið Dynamó frá Moskva muni leika við argen- tínsku meistarana, River Plate sem eru í Buenos Aires, í byrj- un desember. I fréttinni segir ennfremur að Dynamó muni leika x Brasilíu, Chile og Uruguay. Ibbotsson kjörinn „íþróttamaður ársins46 í Bretlandi Brezkir íþróttamenn hafa ný- lega valið „íþróttamann árs- ins“ í Englandi. Fyrir valinu varð heimsmethafinn í einnar mílu hlaupi Dei'ek Ibbotson. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið einn af beztu hlaup- urum Breta. Annar varð kappaksturs- kappi Stirling Moss að nafni, fyrsti Breti sem vinnur hinn fræga Grand Prix kappakstur. 3. Peter May (cricket), 4. Dai Rees (golf), 5. Johnny Haynes (knattspyrna), 6. Lester Piggott (knapi) og 7. Chris Davidge og Tony Leadley Ev r óp umei sta r ,ar í tveggja manna róðri. Glimumennirnii' hafa staðið sig mjög vel á glímumótum o tvisvar sinnum hafa þeir farið utan i sýningarferðir. I vetur verða glímuæfingar á föstudögxnn og þi-iðjudögum kl. 8 í Miðbæjai-skólanum. Á 15 ára afmæli Ungmenna félags Reykjavíkur var stofnuð sérstök kvennadeild, og í sum- ar hafa stúlkurnar unnið að undirbúningi blóma- og trjá- ræktar við hið nýja félags- heimili i Laugai’dalnum. Þá ráðgerir félagið einnig að cfna til fræðslukvölda; og mun það fyrsta að öllu for- fallalausu verða 10. þ. m. Á þeim fundi verður sagt frá og rætt um skáldið Jónas Hall- grímsson og lesin verða upp kvæði eftir skáldið. Féiagið nýtur í þessu aðstoðar Æsku-‘ lýðsráðs Reykjavíkur. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í fræðslukvöldum þessum, geta látið skrá sig hjá hús- verðinum i Félagsheimilinu. Nórræna liðið gégn USA valið eftir EM Leiðtogar frjálsíþi’óttamanna Norðui’landa voru um fyrri helgi á fundi í Stokkhólmi til að ræða sameiginleg mál land- anna. Rætt var um keppni Norðurlandanna við Banda rikin eða Kaliforníu næsta haust og hún ákveðin 13. til 15. sept. Liðið á að velja með tilliti til árangursins í Evrópu- .meistáramótiixu sem fer fram rétt ,áður. Rætt var um að athuga möguleika á því að koma á Norðurlandameistarakeppni fi’jálsum iþi’óttum 1961, og þá sem tilraun, ef samböndin viljá að athuguðu máli vei'a með í slíkri keppni. Um þetta mun þó ekki vera einhugur þar sem stærri löndin, sérstaklega Svíþjóð álíta aÆ flestir keppnisdagar sumarsins séu svo setnir þar sem félögin þurfa að fá með á mót sin beztu mennina. til þess að fólk- ið komi til að horfa á; það sé varliugavert að safna um of úivalsmönnumnn saman, með í- hlutun sambandanna! — Á þinginu var rætt um breyting'ar á gaddaskóm og samþyrkkt að seixda IAAF tillögur um það, og ennfremur ýmsar reglu- bi’eytingar o.fl. Athugasemd um geugislækkun SkÉðafélögin hefja skíðaferðir Það er óvenju snemma sem lind og njóta um leið skemmt- skíðafélögin fá tækifæri til unar í góðum félagsskap. skíðaferða að þessu sinni. Varla er vetur svo byrjaður að snjór- inn hafi ekki þakið fjallahlíð- arnar kringum skíðaskálana, og boðið upp á ágætt skíða- færi. Það var heldur ekki látið á sér standa a.m-h. hér í Reykja- vík, þvi að um síðustu helgi efndu skiðafélögin hér í fyrsta sinn til ferðar á skíði á þess- um vetri. Var þátttakan furðu góð, þegar tekið er tillit til þess að þetta er í fyrsta sinn og þetta snemma. Veðrið gex’ði að vísu sitt til þess að draga fólk út og upp til fjallanna, enda var sem komið væri langt fram á vetur. Margir aðrir en þeir sem fóni á vegum skíða- félaganna fóru á skiði um helg- ina, því að margir einkabilar voru uppi við skíðalöndin. Fyrir þá sem rniklar inniset- ur hafa er annað varla betra til hressingar en að fara á skíði um helgar eða eins oft. og þeir geta; það jafnar upp hið óeðlilega hi’eyfingarieysi, en ekkert er eðlilegra fólki á öll- um aldri, sem heilbrigt er, en hafa hreyfingu úti í hinum frjálsa snævi þakía faðmi fjall- anna. Skíðafélögin hafa ákveðið að halda uppi skíðaferðum í all- an vetur eins og að undan- förnu, og íram að áramótum verður farið á hverjum sunnu- dagsmorgni þegar fært þykir og iajgt af stað kl. 10 fi’á Bif- reiðastöð Reykjavikur. Það er því ástæða til þess að hvetja alla að fará á skíði og riota fjallaloftið sem heilsu- Lokomotív russ- neskur meistari í knattspyrnu Um siðustu helgi íór fram úr- slitaleikurinn í rússnesku kcppn- inni í knattspyrnu og kepptu þá Lok.omotív og Spartak. Úrslit urðu þau, að Lokomotív vann með 1:0 og þar með varð Loko- motiv sovétmeistari að þessu sinni. Leikurinn íór fram á Lenínleikvanginum í Moskva. Puskas til Vienna Fyrir nokkru var frá því sagt að ýmislegt benti til þess að Ference Puskas myndi fara heim áður en langt um liði og að það myndi ákveðið fyrir 10. þ.m. hvort svo snerist eða ekki. Nú kemur enn ný frétt sem segir að hann hafi gert samn- ing við knattspyrnufélagið Vi- enna i Austurriki, og má hann byrja að leika með félaginu með voi’inxi. Almennt var búizt við því að itölsk lið mundu yfirbjóða svo að önnur félög kæmu ekki tii greina. Á meoan á hann að leika í flóttamanna- liði i Austurríki sem hefur leit- að fyi-ir sér t. d. í Danmörku um æfingaleiki, en slíkir leikir erti bannaðir i Austurríki. Vafasamt cr talið að liði þessu takist að ná samningum við Danina, svo að gert er ráð fyr- ir að Puskas verði að láta sér nægja að æfa með liðinu þar til í vor að hann má fara að Ieika með Vienna, verði þá ekki komin ný frétt. Alþýðublaðið birtir í dag rammagrein ‘ með fyrirsögn- inni: „Hai'aldui’ 'Jóhánnsson hagfræðingur telur krónuna ofmetna — og gengislækkun lið í ráðstöfunum, sem gei’a þurfti“. Síðan birtir Alþýðu- blaðið lokamálsgreinar síð- ustu greinar minnar um fjár- festinguna. Þeii', sem ekki hafa lesið greinarnar, geta skilið tilvitnun þessa, þótt rétt sé tekin upp og sam- hengis getið, á þann veg, að ég telji gengislækkun nú nauðsynlega. Vegna þess vil ég taka fram eftirfarandi: a) Bæði í ár og i fyrra hef ég aðspurður, látið þá skoðun i ljós, að gengislækk- un mundi ekki leysa efna- hagsvarictemál þau, sem við væi’i að etja. Um þá skoðun hef ég ekki vei'ið einn meðal hagfi’æðinga. (En að sjálf- sögðu er ég ekki dómbær á hvers virði skoðanir mínar á efnahagsmálum eru yfirleitt). b) Bátagjaldeyriskerfið, sem sett var á stofa 1951, og Framleiðslusjóður, sem settur var á stofn 1956, qg lqks Út- flutningssjóðui’, sem tók við stofnunum þessum um síð- ustu áramót, voru sett á lagg- irnar til að koma i veg fyiár formlega gengislækkun. Þeir tilflutningar tekna, er stofn- anir þessar hafá innt af liöndum, eru þannig dulbún- ar gengislækkanir. íslenzka krónan verður þess vegna að teljast ofmetin á formlegri gengisskráningu. c) Gengislækkun er aðeins f jármálaleg ráðstöfun. Við ; þær aðstæður, sem nú eru til ' staðar í efnahagslífi lands- ins, mundi þjóðarframleiðslan hvorki vaxa né minnka við gengislækkun. En gengislækk- < un hefði áhrif á skiptingu þjóðarteknanna, fyrst í stað að minnsta kosti og á verð- lag. d) Að mínu viti er það ‘ mesta efnahagslega vandamá), landsins að leggja grundvöll að varanlegum vexti raun- verulegra tekna og gjaldeyris- tekna á íbúa. Gengislækkun án ráðstafana sem miðuðu i þá átt væri út í bláínn. Nauð- synlegnstu ráðstafanir til undirbúnings þess háttar ráð-' stöfunum krefjast margra mánaða vinnu. Reýkjavík, 6. nóv, 1957. Haraldur Jójjarinsson 3íunið happdrælfi ÞfóðvHjaus Undanliald í togaramálinu? Framhald af 3. siðu. ráðið afstöðu íhaldsfulltrú- anna í bæjarstjórn, þegar þeir vísuðu frá tillögunni um að bæjarstjórnin óskaði eftir tíu af skipunum i hlut Reykja- víkur og ætlaði Bæjarútgerð- inni sex þeirra, að þeir hafi beinlínis verið áhugalausir um málið enda allur tónninn sá í málflutningi þeirra á bæjar- stjórnar.Pundinum. En nú er íhaldið sem sagt farið að óttast afleiðingarnar. Á bæjarstjórnarfundinum s.l. fimmtudag mátti ekki vísa til- lögu Guðmundar til umsagnar útgerðarráðs og bæjarráðs, og ekki heldur til 2. umræðu í bæjarstjórn. Hvortveggja felldi hið steinrunna bæjar- stjórnaríhald. Brúðuhendurn- ar hlýddu eins og fyrri dag- inn. Nú er hins vegar frásögn Morgunblaðsins breytt í það horf í gær að um það hafi að- eins verið að ræða að fá ,,at- hugun“ gerða á tillögunni og afla um hana „umsagnar" hjá útgerðarráði. íhaldinu datt svo sem ekki i hug að drepa málið, nei, sei, sei, nei, slíkt hvarflaði ekki að íhaldinu. Fyrir því vakti aðeins að fá „athugun" og „umsögri* eins og ábyrgum og gætnum mönnum sæmdi! Þetta er eitt dæmið enn um það undanhald sem ihaldið neyðist oft til vegna þungans frá almenningsálitinu. Þau eru ótal mörg umbóta- og fram- fararmálin sem það hefur brugðið fæti fyrir og tafið ár- um saman meðan það þorði. Ómælt er það tjón sem þessir starfshættir hafa bakað Reykjavík og Reykvikingum. Þeir hafa þurft að bjða árvun saman eftir framkvæmdum scm lá í augum uppi að voru sjálfsagðar og hagkvæmar og' þegar þær loks komu voru þær orðnar milljóiium eða milljónatugum dýrari fyrir at- beina ílialdsins. Þessir starfs- hættir eru óhagkvæmir og kostnaðarsamir fvrir bæjar- búa og nauðsynlegt að losna. við þá við fyrsta tækifæri. „Linari1 á bæjansljórnar- fundinum var að togaratillag- an skyldi kistulögð. Þess vegna mátti hvorki vísa henni til 2. umræðu né umsa.gnar út- gerðarráðs og bæjarráðs. Nú hefur íhaldið fundið andúð- ina á þessum vinnubrögðum og þess vegna er reynt að bjarga sér úr klipunni og draga í land. Því á það nú að hafa vakað fyrir íhaldinu sem það lét lið sitt fella á bæjarstjórnarfundinum s. I. fimmtudag! Vonandi á undanhalö ihalds- ins eftir að verða svo hratt að það neyðist til að ganga inn á og samþykkja þær nauð- svnlegu ráðstafanir til efling- ar atvinnulífi Reyfyjavíkur sem í tillögunni fólust. Reynið viðskiptim. Blöð, tímarit, sælgæti, tó- bak, molakaffi. Hagstætt verð. Þórsbar Þórsgötu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.